Skandalar frægra í Hollywood Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 13. júlí 2015 10:30 Beyonce og Jay-z Hér á mynd skömmu fyrir lyftuslaginn. Vísir/Getty Fréttir af því þegar fræga fólkið misstígur sig vekja gjarnan athygli. Hér eru nokkrir eftirminnilegir skandalar. Lyftuslagurinn Eftir Met-galað árið 2014 voru Jay-Z, Beyonce og Solange systir hennar á leiðinni út í bíl. Í lyftunni náðist Solange á myndband ráðast á Jay-Z með spörkum og barsmíðum. Á myndbandinu sést Beyonce einnig reyna að stoppa systur sína og endar rifrildið á því að lífvörður þeirra þurfti að halda Solange. Beyonce sendi frá sér tilkynningu daginn eftir að myndbandið var gert opinbert þar sem hún segir að ýmislegt geti komið upp á innan fjölskyldna en hún hefur ekki enn þá gefið út ástæðuna hvers vegna Solange var svona reið út í Jay.Heath Ledger Leikarinn lést langt fyrir aldur fram.Heath Ledger Í lok árs 2007 kvartaði ástralski leikarinn Heath Ledger undan miklum kvíða og átti erfitt með svefn. Samkvæmt mótleikurum hans var hann byrjaður að taka inn mikið magn af lyfseðilsskyldum verkja- og svefnlyfjum til þess að róa hugann og ná betri svefni. Það var svo í byrjun árs 2008 sem hann lést af eitrun eftir stóra blöndu af mismunandi lyfjum. Dauði Ledgers kom líkt og þruma úr heiðskíru lofti og varð mest lesna fréttin í Bandaríkjunum það árið. Hann hlaut einnig Óskarinn fyrir hlutverk sitt sem jókerinn í myndinni The Dark Knight eftir andlátið. Arnold Schwarzenegger Eignaðist börn á nánast sama tíma með tveimur konum.Arnold Schwarzenegger Það komst rækilega upp um leikarann og ríkisstjórann Arnold Schwarzenegger árið 2011 þegar það kom í ljós að hann hafi haldið fram hjá konu sinni, Mariu Shriver, og eignast barn. Hjákonan starfaði fyrir fjölskylduna en framhjáhaldið gerðist 14 árum áður en það komst upp. Maria og hjákonan voru óléttar á sama tíma að börnum Arnolds en það munaði aðeins fimm dögum á fæðingardögunum. Um leið og Maria komst að því að maðurinn hennar ætti annað barn flutti hún úr húsinu og sótti strax um skilnað. Tiger Woods Svaf líklegast hjá yfir 14 konum á meðan hann var giftur.myndir/GettyTiger Woods Það ætlaði allt um koll að keyra þegar upp komst um framhjáhald golfarans Tiger Woods. Hann var giftur sænsku fyrirsætunni Elin Nordegren. Fjölmargar konur stigu fram í lok 2009 og viðurkenndu að þær hefðu verið að með Tiger á meðan hann var giftur. Konurnar sem stigu fram voru alls 14 talsins. Tiger staðfesti í yfirlýsingu að konurnar hefðu rétt fyrir sér en hann bað þó um að fjölmiðlar létu hann í friði á þessum erfiðu tímum hjá fjölskyldunni. Elin skildi við hann nokkrum mánuðum síðar og fjölmörg fyrirtæki sögðu upp samningi sínum við hann. Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Leikjavísir Fleiri fréttir Kanye lögsækir tannlækni fyrir að gera sig háðan hláturgasi Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Sjá meira
Fréttir af því þegar fræga fólkið misstígur sig vekja gjarnan athygli. Hér eru nokkrir eftirminnilegir skandalar. Lyftuslagurinn Eftir Met-galað árið 2014 voru Jay-Z, Beyonce og Solange systir hennar á leiðinni út í bíl. Í lyftunni náðist Solange á myndband ráðast á Jay-Z með spörkum og barsmíðum. Á myndbandinu sést Beyonce einnig reyna að stoppa systur sína og endar rifrildið á því að lífvörður þeirra þurfti að halda Solange. Beyonce sendi frá sér tilkynningu daginn eftir að myndbandið var gert opinbert þar sem hún segir að ýmislegt geti komið upp á innan fjölskyldna en hún hefur ekki enn þá gefið út ástæðuna hvers vegna Solange var svona reið út í Jay.Heath Ledger Leikarinn lést langt fyrir aldur fram.Heath Ledger Í lok árs 2007 kvartaði ástralski leikarinn Heath Ledger undan miklum kvíða og átti erfitt með svefn. Samkvæmt mótleikurum hans var hann byrjaður að taka inn mikið magn af lyfseðilsskyldum verkja- og svefnlyfjum til þess að róa hugann og ná betri svefni. Það var svo í byrjun árs 2008 sem hann lést af eitrun eftir stóra blöndu af mismunandi lyfjum. Dauði Ledgers kom líkt og þruma úr heiðskíru lofti og varð mest lesna fréttin í Bandaríkjunum það árið. Hann hlaut einnig Óskarinn fyrir hlutverk sitt sem jókerinn í myndinni The Dark Knight eftir andlátið. Arnold Schwarzenegger Eignaðist börn á nánast sama tíma með tveimur konum.Arnold Schwarzenegger Það komst rækilega upp um leikarann og ríkisstjórann Arnold Schwarzenegger árið 2011 þegar það kom í ljós að hann hafi haldið fram hjá konu sinni, Mariu Shriver, og eignast barn. Hjákonan starfaði fyrir fjölskylduna en framhjáhaldið gerðist 14 árum áður en það komst upp. Maria og hjákonan voru óléttar á sama tíma að börnum Arnolds en það munaði aðeins fimm dögum á fæðingardögunum. Um leið og Maria komst að því að maðurinn hennar ætti annað barn flutti hún úr húsinu og sótti strax um skilnað. Tiger Woods Svaf líklegast hjá yfir 14 konum á meðan hann var giftur.myndir/GettyTiger Woods Það ætlaði allt um koll að keyra þegar upp komst um framhjáhald golfarans Tiger Woods. Hann var giftur sænsku fyrirsætunni Elin Nordegren. Fjölmargar konur stigu fram í lok 2009 og viðurkenndu að þær hefðu verið að með Tiger á meðan hann var giftur. Konurnar sem stigu fram voru alls 14 talsins. Tiger staðfesti í yfirlýsingu að konurnar hefðu rétt fyrir sér en hann bað þó um að fjölmiðlar létu hann í friði á þessum erfiðu tímum hjá fjölskyldunni. Elin skildi við hann nokkrum mánuðum síðar og fjölmörg fyrirtæki sögðu upp samningi sínum við hann.
Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Leikjavísir Fleiri fréttir Kanye lögsækir tannlækni fyrir að gera sig háðan hláturgasi Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Sjá meira