Þitt framlag til loftslagsmála Dóra Magnúsdóttir skrifar 9. júlí 2015 00:00 Áhrif loftslagsbreytinga munu líklega verða „harkaleg, útbreidd og óafturkræf“ segir í skýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC) sem kom út í fyrra. Flestum er ljóst að afleiðingarnar verða alvarlegar ef ekki verður spornað við losun gróðurhúsalofttegunda með afgerandi hætti. Evrópusambandið er öflugur talsmaður alþjóðlegs samstarfs á sviði umhverfismála. Þau 195 ríki sem eiga aðild að rammasamningi SÞ um loftslagsbreytingar samþykktu aðgerðir í baráttunni við loftslagsbreytingar sem ESB lagði fram árið 2011. Einnig er ESB aðili að fjölda alþjóðlegra samninga um umhverfismál sem fela í sér skuldbindingar til að aðstoða þróunarríki við framkvæmd þessara samninga. Leiðtogar aðildarríkja ESB hafa samþykkt markmið fyrir árið 2020, svokölluð 20-20-20 markmiðin sem fela í sér að draga skuli úr losun gróðurhúsalofttegunda innan ESB svo losunin verði a.m.k. 20% minni en árið 1990, að hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa verði aukið í 20% af heildarorkunotkun ESB og að dregið verði úr notkun frumorku um 20% miðað við spár með aukinni orkunýtni. Þetta er allt saman gott og blessað en sá galli er á umræðunni að þegar fjallað er um loftslagsbreytingar eru það gjarna sérfræðingar sem tala við aðra sérfræðinga á ráðstefnum. Stjórnvöld og náttúruverndarsamtök leggja umræðunni lið, móta stefnu og taka þátt í alþjóðlegu samstarfi en almenningur stendur oft utan umræðunnar og telur sig lítið geta lagt af mörkum. Vissulega er mikilvægast að stjórnvöld móti stefnu og setji fyrirtækjum skorður varðandi losun gróðurhúsalofttegunda en vandinn snertir alla og því er mikilvægt að almenningur átti sig á vandanum og því smáa sem hver og einn getur lagt af mörkum. Evrópustofa, Náttúruverndarsamtök Íslands, Umhverfisstofnun, Reykjavíkurborg, franska sendiráðið og Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna standa saman að ljósmyndaleik í sumar með það að markmiði að vekja almenning til umhugsunar um loftslagsbreytingar og sjálfbærari umgengni við náttúruna. Fólk er hvatt til að taka mynd af einhverju sem minnir það á loftlagsbreytingar og merkja myndina #mittframlag á Instagram, Twitter eða deila henni á Facebook-síðu eða vefsíðu verkefnisins, mittframlag.is. Myndirnar í verkefninu má skoða á vefsíðunni mittframlag.is en þar safnast þær saman af samfélagsmiðlum. Glæsileg verðlaun verða í boði fyrir flottustu myndirnar en ríkulegustu verðlaunin eru þau að taka þátt í verkefni sem hefur það að markmiði að efla árvekni almennings um allt það smáa sem hver og einn getur lagt af mörkum, því margt lítið gerir eitt stórt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Magnúsdóttir Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Áhrif loftslagsbreytinga munu líklega verða „harkaleg, útbreidd og óafturkræf“ segir í skýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC) sem kom út í fyrra. Flestum er ljóst að afleiðingarnar verða alvarlegar ef ekki verður spornað við losun gróðurhúsalofttegunda með afgerandi hætti. Evrópusambandið er öflugur talsmaður alþjóðlegs samstarfs á sviði umhverfismála. Þau 195 ríki sem eiga aðild að rammasamningi SÞ um loftslagsbreytingar samþykktu aðgerðir í baráttunni við loftslagsbreytingar sem ESB lagði fram árið 2011. Einnig er ESB aðili að fjölda alþjóðlegra samninga um umhverfismál sem fela í sér skuldbindingar til að aðstoða þróunarríki við framkvæmd þessara samninga. Leiðtogar aðildarríkja ESB hafa samþykkt markmið fyrir árið 2020, svokölluð 20-20-20 markmiðin sem fela í sér að draga skuli úr losun gróðurhúsalofttegunda innan ESB svo losunin verði a.m.k. 20% minni en árið 1990, að hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa verði aukið í 20% af heildarorkunotkun ESB og að dregið verði úr notkun frumorku um 20% miðað við spár með aukinni orkunýtni. Þetta er allt saman gott og blessað en sá galli er á umræðunni að þegar fjallað er um loftslagsbreytingar eru það gjarna sérfræðingar sem tala við aðra sérfræðinga á ráðstefnum. Stjórnvöld og náttúruverndarsamtök leggja umræðunni lið, móta stefnu og taka þátt í alþjóðlegu samstarfi en almenningur stendur oft utan umræðunnar og telur sig lítið geta lagt af mörkum. Vissulega er mikilvægast að stjórnvöld móti stefnu og setji fyrirtækjum skorður varðandi losun gróðurhúsalofttegunda en vandinn snertir alla og því er mikilvægt að almenningur átti sig á vandanum og því smáa sem hver og einn getur lagt af mörkum. Evrópustofa, Náttúruverndarsamtök Íslands, Umhverfisstofnun, Reykjavíkurborg, franska sendiráðið og Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna standa saman að ljósmyndaleik í sumar með það að markmiði að vekja almenning til umhugsunar um loftslagsbreytingar og sjálfbærari umgengni við náttúruna. Fólk er hvatt til að taka mynd af einhverju sem minnir það á loftlagsbreytingar og merkja myndina #mittframlag á Instagram, Twitter eða deila henni á Facebook-síðu eða vefsíðu verkefnisins, mittframlag.is. Myndirnar í verkefninu má skoða á vefsíðunni mittframlag.is en þar safnast þær saman af samfélagsmiðlum. Glæsileg verðlaun verða í boði fyrir flottustu myndirnar en ríkulegustu verðlaunin eru þau að taka þátt í verkefni sem hefur það að markmiði að efla árvekni almennings um allt það smáa sem hver og einn getur lagt af mörkum, því margt lítið gerir eitt stórt.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun