Takk fyrir styttu og sjóð Siv Friðleifsdóttir skrifar 7. júlí 2015 07:00 Um bæinn má víða finna styttur í fullri stærð af nafngreindum mikilvægum aðilum. Engin þeirra er af konu þrátt fyrir allt sem þær hafa afrekað í gegnum tíðina bæði á opinberum vettvangi og heimavið. Þann 19. júní sl. var brotið blað, en þá var stytta af Ingibjörgu H. Bjarnason, fyrstu konunni sem kjörin var á Alþingi, afhjúpuð framan við Skálann, nýbyggingu Alþingis, í tilefni hátíðarhalda vegna 100 ára kosningaréttar kvenna á Íslandi. Ingibjörg var öflugur málsvari kvenna og kvennasamtaka á þingi og og barðist ötullega fyrir konur og börn, ekki síst þau sem höllum fæti stóðu. Nokkrum aðilum ber sérstaklega að þakka þennan tímamótaviðburð. Takk, Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, fyrir að hafa haft forgöngu um að styttan fékk að standa á verðugum stað við Alþingi um aldur og ævi. Slíkt var ekki sjálfgefið. Takk, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri hátíðarnefndar 100 ára kosningaréttarafmælis kvenna, fyrir að hafa staðið fyrir fjársöfnun meðal fyrirtækja til styttugerðar án þess að gefast upp, bæði í meðvindi, en ekki síst í mótvindi. Takk, Arion banki, Landsbankinn, Íslandbanki, MP banki, Seðlabankinn, Valitor, Borgun, Eimskip, BM Vallá og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi fyrir að heiðra kosningaréttarafmælið með því að fjármagna styttuna. Takk, Ragnheiður Stefánsdóttir, myndhöggvari, fyrir að skapa höggmynd af þingkonu sem gustaði og geislaði af, í anda þeirra kvenna sem dregið hafa vagninn í jafnréttisbaráttunni. Sjóður til að komast lengra Þótt Ísland mælist í fararbroddi þjóða í jafnréttismálum er enn mikið verk óunnið. Nefna má launamun kynjanna, kynskiptan vinnumarkað, ofbeldi gegn konum og færri konur í forystu stjórnmálanna sem og stjórnun fyrirtækja. Til að taka á þessum málum hafði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ásamt öllum öðrum forystumönnum stjórnmálaflokkanna á Alþingi, þeim Bjarna Benediktssyni, Árna Páli Árnasyni, Katrínu Jakobsdóttur, Guðmundi Steingrímssyni og Birgittu Jónsdóttur, forystu þann 19. júní sl. um að stofna Jafnréttissjóð Íslands, sem verja mun 100 milljónum króna í 5 ár, samtals 500 milljónum króna, til að auka jafnrétti kynjanna. Takk, öll, fyrir frumkvæði og góða samstöðu sem nýtast mun á næstu árum til mikilvægra jafnréttismálefna. Brýnt er að fagna og þakka þegar vel er gert. Í ofangreindum málum er það mjög við hæfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Siv Friðleifsdóttir Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Um bæinn má víða finna styttur í fullri stærð af nafngreindum mikilvægum aðilum. Engin þeirra er af konu þrátt fyrir allt sem þær hafa afrekað í gegnum tíðina bæði á opinberum vettvangi og heimavið. Þann 19. júní sl. var brotið blað, en þá var stytta af Ingibjörgu H. Bjarnason, fyrstu konunni sem kjörin var á Alþingi, afhjúpuð framan við Skálann, nýbyggingu Alþingis, í tilefni hátíðarhalda vegna 100 ára kosningaréttar kvenna á Íslandi. Ingibjörg var öflugur málsvari kvenna og kvennasamtaka á þingi og og barðist ötullega fyrir konur og börn, ekki síst þau sem höllum fæti stóðu. Nokkrum aðilum ber sérstaklega að þakka þennan tímamótaviðburð. Takk, Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, fyrir að hafa haft forgöngu um að styttan fékk að standa á verðugum stað við Alþingi um aldur og ævi. Slíkt var ekki sjálfgefið. Takk, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri hátíðarnefndar 100 ára kosningaréttarafmælis kvenna, fyrir að hafa staðið fyrir fjársöfnun meðal fyrirtækja til styttugerðar án þess að gefast upp, bæði í meðvindi, en ekki síst í mótvindi. Takk, Arion banki, Landsbankinn, Íslandbanki, MP banki, Seðlabankinn, Valitor, Borgun, Eimskip, BM Vallá og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi fyrir að heiðra kosningaréttarafmælið með því að fjármagna styttuna. Takk, Ragnheiður Stefánsdóttir, myndhöggvari, fyrir að skapa höggmynd af þingkonu sem gustaði og geislaði af, í anda þeirra kvenna sem dregið hafa vagninn í jafnréttisbaráttunni. Sjóður til að komast lengra Þótt Ísland mælist í fararbroddi þjóða í jafnréttismálum er enn mikið verk óunnið. Nefna má launamun kynjanna, kynskiptan vinnumarkað, ofbeldi gegn konum og færri konur í forystu stjórnmálanna sem og stjórnun fyrirtækja. Til að taka á þessum málum hafði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ásamt öllum öðrum forystumönnum stjórnmálaflokkanna á Alþingi, þeim Bjarna Benediktssyni, Árna Páli Árnasyni, Katrínu Jakobsdóttur, Guðmundi Steingrímssyni og Birgittu Jónsdóttur, forystu þann 19. júní sl. um að stofna Jafnréttissjóð Íslands, sem verja mun 100 milljónum króna í 5 ár, samtals 500 milljónum króna, til að auka jafnrétti kynjanna. Takk, öll, fyrir frumkvæði og góða samstöðu sem nýtast mun á næstu árum til mikilvægra jafnréttismálefna. Brýnt er að fagna og þakka þegar vel er gert. Í ofangreindum málum er það mjög við hæfi.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar