Nýrað sem hvarf Eva Bjarnadóttir skrifar 30. júní 2015 00:00 Fyrr í sumar heimsótti ég Lettland á vegum Norðurlandaráðs. Við vildum kynna okkur aðgerðir stjórnvalda í mansalsmálum. Áður en ég lagði af stað kynnti ég mér stöðuna á Íslandi. Hvernig við finnum fórnarlömbin, hver þau eru og hvaða aðstoð þau fá. En ég hafði ekki leitt hugann að því að Lettland er upprunaland fórnarlamba mansals. Það varð því harkalegt raunveruleikatékk að sitja fyrsta fundinn með samtökum sem sjá um að kenna skólabörnum að varast mansal. Þau fá leiðbeiningar um hvernig gylliboð um atvinnu erlendis líta út. Þau læra að fletta fyrirtækjum upp í fyrirtækjaskrá til að ganga úr skugga um að þau séu raunveruleg. Og þau elstu fá að vita hvað getur gerst. Ég hafði heldur ekki haft ímyndunarafl í allar ólíku leiðirnar sem notaðar eru til að ræna fólki og neyða það til vinnu eða kynlífsþrælkunar. Fórnarlömbin eru yfirleitt í veikri félagslegri stöðu. Þau búa við fátækt, jafnvel fötlun og yfirleitt mikið óöryggi. Þegar þau átta sig á stöðunni er oft lítið um bjargir og kannski enginn sem saknar þeirra. Örfáir komast aftur heim við illan leik. Við heyrðum af manni sem vann við skógarhögg í Finnlandi. Hann hafði vaknað úr roti illa marinn og þjáður, en þorði ekki að leita sér aðstoðar. Þegar heim til Lettlands var komið kom í ljós að annað nýra hans var horfið. Því hafði verið rænt. Í nýrri skýrslu norskra stjórnvalda segir að lög sem banna kaup á vændi hafi minnkað mansal í Noregi. Kynlífsþrælkun er algengasta ástæða mansals og þess vegna er vændi lykilþáttur í baráttunni. Ef við skrúfum fyrir eftirspurnina fækkum við möguleikum glæpamanna, eins og þeirra sem ræna lettneskum krökkum og stela líffærum. Á Íslandi höfum við enn ekki metið árangurinn af lögunum. Við vitum hins vegar að þegar lögreglan setur kraft í frumkvæðisvinnu við að upplýsa vændiskaupamál þá margfaldast þau. Og við vitum líka að opin réttarhöld myndu styðja betur við tilgang laganna, að minnka eftirspurn eftir vændi. Á meðan það er ábyrgð Lettlands að fræða börnin um hætturnar, þá er það okkar ábyrgð að sjá til þess að mansal þrífist ekki á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Bjarnadóttir Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Fyrr í sumar heimsótti ég Lettland á vegum Norðurlandaráðs. Við vildum kynna okkur aðgerðir stjórnvalda í mansalsmálum. Áður en ég lagði af stað kynnti ég mér stöðuna á Íslandi. Hvernig við finnum fórnarlömbin, hver þau eru og hvaða aðstoð þau fá. En ég hafði ekki leitt hugann að því að Lettland er upprunaland fórnarlamba mansals. Það varð því harkalegt raunveruleikatékk að sitja fyrsta fundinn með samtökum sem sjá um að kenna skólabörnum að varast mansal. Þau fá leiðbeiningar um hvernig gylliboð um atvinnu erlendis líta út. Þau læra að fletta fyrirtækjum upp í fyrirtækjaskrá til að ganga úr skugga um að þau séu raunveruleg. Og þau elstu fá að vita hvað getur gerst. Ég hafði heldur ekki haft ímyndunarafl í allar ólíku leiðirnar sem notaðar eru til að ræna fólki og neyða það til vinnu eða kynlífsþrælkunar. Fórnarlömbin eru yfirleitt í veikri félagslegri stöðu. Þau búa við fátækt, jafnvel fötlun og yfirleitt mikið óöryggi. Þegar þau átta sig á stöðunni er oft lítið um bjargir og kannski enginn sem saknar þeirra. Örfáir komast aftur heim við illan leik. Við heyrðum af manni sem vann við skógarhögg í Finnlandi. Hann hafði vaknað úr roti illa marinn og þjáður, en þorði ekki að leita sér aðstoðar. Þegar heim til Lettlands var komið kom í ljós að annað nýra hans var horfið. Því hafði verið rænt. Í nýrri skýrslu norskra stjórnvalda segir að lög sem banna kaup á vændi hafi minnkað mansal í Noregi. Kynlífsþrælkun er algengasta ástæða mansals og þess vegna er vændi lykilþáttur í baráttunni. Ef við skrúfum fyrir eftirspurnina fækkum við möguleikum glæpamanna, eins og þeirra sem ræna lettneskum krökkum og stela líffærum. Á Íslandi höfum við enn ekki metið árangurinn af lögunum. Við vitum hins vegar að þegar lögreglan setur kraft í frumkvæðisvinnu við að upplýsa vændiskaupamál þá margfaldast þau. Og við vitum líka að opin réttarhöld myndu styðja betur við tilgang laganna, að minnka eftirspurn eftir vændi. Á meðan það er ábyrgð Lettlands að fræða börnin um hætturnar, þá er það okkar ábyrgð að sjá til þess að mansal þrífist ekki á Íslandi.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun