Nýrað sem hvarf Eva Bjarnadóttir skrifar 30. júní 2015 00:00 Fyrr í sumar heimsótti ég Lettland á vegum Norðurlandaráðs. Við vildum kynna okkur aðgerðir stjórnvalda í mansalsmálum. Áður en ég lagði af stað kynnti ég mér stöðuna á Íslandi. Hvernig við finnum fórnarlömbin, hver þau eru og hvaða aðstoð þau fá. En ég hafði ekki leitt hugann að því að Lettland er upprunaland fórnarlamba mansals. Það varð því harkalegt raunveruleikatékk að sitja fyrsta fundinn með samtökum sem sjá um að kenna skólabörnum að varast mansal. Þau fá leiðbeiningar um hvernig gylliboð um atvinnu erlendis líta út. Þau læra að fletta fyrirtækjum upp í fyrirtækjaskrá til að ganga úr skugga um að þau séu raunveruleg. Og þau elstu fá að vita hvað getur gerst. Ég hafði heldur ekki haft ímyndunarafl í allar ólíku leiðirnar sem notaðar eru til að ræna fólki og neyða það til vinnu eða kynlífsþrælkunar. Fórnarlömbin eru yfirleitt í veikri félagslegri stöðu. Þau búa við fátækt, jafnvel fötlun og yfirleitt mikið óöryggi. Þegar þau átta sig á stöðunni er oft lítið um bjargir og kannski enginn sem saknar þeirra. Örfáir komast aftur heim við illan leik. Við heyrðum af manni sem vann við skógarhögg í Finnlandi. Hann hafði vaknað úr roti illa marinn og þjáður, en þorði ekki að leita sér aðstoðar. Þegar heim til Lettlands var komið kom í ljós að annað nýra hans var horfið. Því hafði verið rænt. Í nýrri skýrslu norskra stjórnvalda segir að lög sem banna kaup á vændi hafi minnkað mansal í Noregi. Kynlífsþrælkun er algengasta ástæða mansals og þess vegna er vændi lykilþáttur í baráttunni. Ef við skrúfum fyrir eftirspurnina fækkum við möguleikum glæpamanna, eins og þeirra sem ræna lettneskum krökkum og stela líffærum. Á Íslandi höfum við enn ekki metið árangurinn af lögunum. Við vitum hins vegar að þegar lögreglan setur kraft í frumkvæðisvinnu við að upplýsa vændiskaupamál þá margfaldast þau. Og við vitum líka að opin réttarhöld myndu styðja betur við tilgang laganna, að minnka eftirspurn eftir vændi. Á meðan það er ábyrgð Lettlands að fræða börnin um hætturnar, þá er það okkar ábyrgð að sjá til þess að mansal þrífist ekki á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Bjarnadóttir Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Sjá meira
Fyrr í sumar heimsótti ég Lettland á vegum Norðurlandaráðs. Við vildum kynna okkur aðgerðir stjórnvalda í mansalsmálum. Áður en ég lagði af stað kynnti ég mér stöðuna á Íslandi. Hvernig við finnum fórnarlömbin, hver þau eru og hvaða aðstoð þau fá. En ég hafði ekki leitt hugann að því að Lettland er upprunaland fórnarlamba mansals. Það varð því harkalegt raunveruleikatékk að sitja fyrsta fundinn með samtökum sem sjá um að kenna skólabörnum að varast mansal. Þau fá leiðbeiningar um hvernig gylliboð um atvinnu erlendis líta út. Þau læra að fletta fyrirtækjum upp í fyrirtækjaskrá til að ganga úr skugga um að þau séu raunveruleg. Og þau elstu fá að vita hvað getur gerst. Ég hafði heldur ekki haft ímyndunarafl í allar ólíku leiðirnar sem notaðar eru til að ræna fólki og neyða það til vinnu eða kynlífsþrælkunar. Fórnarlömbin eru yfirleitt í veikri félagslegri stöðu. Þau búa við fátækt, jafnvel fötlun og yfirleitt mikið óöryggi. Þegar þau átta sig á stöðunni er oft lítið um bjargir og kannski enginn sem saknar þeirra. Örfáir komast aftur heim við illan leik. Við heyrðum af manni sem vann við skógarhögg í Finnlandi. Hann hafði vaknað úr roti illa marinn og þjáður, en þorði ekki að leita sér aðstoðar. Þegar heim til Lettlands var komið kom í ljós að annað nýra hans var horfið. Því hafði verið rænt. Í nýrri skýrslu norskra stjórnvalda segir að lög sem banna kaup á vændi hafi minnkað mansal í Noregi. Kynlífsþrælkun er algengasta ástæða mansals og þess vegna er vændi lykilþáttur í baráttunni. Ef við skrúfum fyrir eftirspurnina fækkum við möguleikum glæpamanna, eins og þeirra sem ræna lettneskum krökkum og stela líffærum. Á Íslandi höfum við enn ekki metið árangurinn af lögunum. Við vitum hins vegar að þegar lögreglan setur kraft í frumkvæðisvinnu við að upplýsa vændiskaupamál þá margfaldast þau. Og við vitum líka að opin réttarhöld myndu styðja betur við tilgang laganna, að minnka eftirspurn eftir vændi. Á meðan það er ábyrgð Lettlands að fræða börnin um hætturnar, þá er það okkar ábyrgð að sjá til þess að mansal þrífist ekki á Íslandi.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun