Skósmiðir ná vopnum sínum eftir hrunið Jón Hákon Halldórsson skrifar 17. júní 2015 07:00 Davíð Vigfússon er einn á sínum vinnustað. Hann afgreiðir í versluninni og skýst svo inn á verkstæðið þess í milli. fréttablaðið/gva Skósmiðir eru ekki starfandi á hverju götuhorni nú til dags, en þó er endurnýjun í stéttinni. Hinn 32 ára Davíð Vigfússon tók við rekstri Skóarans í Hafnarfirði fyrir fáeinum mánuðum og unir hag sínum vel. „Það er ekki mikil aukning í stéttinni, en margir velja líka sjúkraskósmíði og það er meiri aukning í því að unga fólkið sé að læra hana,“ segir Davíð. Hann segir að fólk læri þá til fótaaðgerðafræðings og fari svo í skósmíði. Þetta læra menn í Tækniskólanum og svo er starfsnám hjá meistara. „Við erum tveir sem erum 32 ára, annars er næsti mun eldri,“ segir hann. Davíð starfaði í rúm þrettán ár hjá öðrum áður en hann fór að starfa sjálfstætt. „Ég tók við verkstæðinu 15. apríl síðastliðinn,“ segir Davíð. Hann starfar einn á verkstæðinu, afgreiðir og gerir við inn á milli. „Það er nóg að gera.“ Davíð segist mest gera við skó. „En inn á milli kemur leðurfatnaður og töskur. Ég geri við leðurfatnað og skó, og allt sem ég get gert við það reyni ég að laga,“ segir hann. Davíð kannast ekki við það að fólk hafi komið meira með hluti í viðgerð eftir hrunið. Þvert á móti. „Það var meira að gera fyrir hrun, 2005 til 2006 var mjög gott. Fólk fór svo að kaupa sér ódýrari skó og þá minnkuðu viðgerðirnar. En þetta er að koma allt inn aftur,“ segir hann. Hann segist mest gera við kvenskó. „En við erum líka í karlmannaskónum og síðan erum við líka í gönguskónum. Við erum að sauma og svo erum við að sóla skó sem eru með leðurbotnum og setja slitsóla undir. Það er mjög algengt,“ segir hann. Davíð býst við því að það séu um tíu skósmiðir starfandi á höfuðborgarsvæðinu. Ég spái því að þetta séu ekki undir tíu og ekki yfir fimmtán,“ segir Davíð og býst við því að þessi tala muni standa í stað. „Ég spái því að stofunum fari ekki fjölgandi en þær munu haldast á sínum stað,“ segir hann. Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Skósmiðir eru ekki starfandi á hverju götuhorni nú til dags, en þó er endurnýjun í stéttinni. Hinn 32 ára Davíð Vigfússon tók við rekstri Skóarans í Hafnarfirði fyrir fáeinum mánuðum og unir hag sínum vel. „Það er ekki mikil aukning í stéttinni, en margir velja líka sjúkraskósmíði og það er meiri aukning í því að unga fólkið sé að læra hana,“ segir Davíð. Hann segir að fólk læri þá til fótaaðgerðafræðings og fari svo í skósmíði. Þetta læra menn í Tækniskólanum og svo er starfsnám hjá meistara. „Við erum tveir sem erum 32 ára, annars er næsti mun eldri,“ segir hann. Davíð starfaði í rúm þrettán ár hjá öðrum áður en hann fór að starfa sjálfstætt. „Ég tók við verkstæðinu 15. apríl síðastliðinn,“ segir Davíð. Hann starfar einn á verkstæðinu, afgreiðir og gerir við inn á milli. „Það er nóg að gera.“ Davíð segist mest gera við skó. „En inn á milli kemur leðurfatnaður og töskur. Ég geri við leðurfatnað og skó, og allt sem ég get gert við það reyni ég að laga,“ segir hann. Davíð kannast ekki við það að fólk hafi komið meira með hluti í viðgerð eftir hrunið. Þvert á móti. „Það var meira að gera fyrir hrun, 2005 til 2006 var mjög gott. Fólk fór svo að kaupa sér ódýrari skó og þá minnkuðu viðgerðirnar. En þetta er að koma allt inn aftur,“ segir hann. Hann segist mest gera við kvenskó. „En við erum líka í karlmannaskónum og síðan erum við líka í gönguskónum. Við erum að sauma og svo erum við að sóla skó sem eru með leðurbotnum og setja slitsóla undir. Það er mjög algengt,“ segir hann. Davíð býst við því að það séu um tíu skósmiðir starfandi á höfuðborgarsvæðinu. Ég spái því að þetta séu ekki undir tíu og ekki yfir fimmtán,“ segir Davíð og býst við því að þessi tala muni standa í stað. „Ég spái því að stofunum fari ekki fjölgandi en þær munu haldast á sínum stað,“ segir hann.
Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira