Skósmiðir ná vopnum sínum eftir hrunið Jón Hákon Halldórsson skrifar 17. júní 2015 07:00 Davíð Vigfússon er einn á sínum vinnustað. Hann afgreiðir í versluninni og skýst svo inn á verkstæðið þess í milli. fréttablaðið/gva Skósmiðir eru ekki starfandi á hverju götuhorni nú til dags, en þó er endurnýjun í stéttinni. Hinn 32 ára Davíð Vigfússon tók við rekstri Skóarans í Hafnarfirði fyrir fáeinum mánuðum og unir hag sínum vel. „Það er ekki mikil aukning í stéttinni, en margir velja líka sjúkraskósmíði og það er meiri aukning í því að unga fólkið sé að læra hana,“ segir Davíð. Hann segir að fólk læri þá til fótaaðgerðafræðings og fari svo í skósmíði. Þetta læra menn í Tækniskólanum og svo er starfsnám hjá meistara. „Við erum tveir sem erum 32 ára, annars er næsti mun eldri,“ segir hann. Davíð starfaði í rúm þrettán ár hjá öðrum áður en hann fór að starfa sjálfstætt. „Ég tók við verkstæðinu 15. apríl síðastliðinn,“ segir Davíð. Hann starfar einn á verkstæðinu, afgreiðir og gerir við inn á milli. „Það er nóg að gera.“ Davíð segist mest gera við skó. „En inn á milli kemur leðurfatnaður og töskur. Ég geri við leðurfatnað og skó, og allt sem ég get gert við það reyni ég að laga,“ segir hann. Davíð kannast ekki við það að fólk hafi komið meira með hluti í viðgerð eftir hrunið. Þvert á móti. „Það var meira að gera fyrir hrun, 2005 til 2006 var mjög gott. Fólk fór svo að kaupa sér ódýrari skó og þá minnkuðu viðgerðirnar. En þetta er að koma allt inn aftur,“ segir hann. Hann segist mest gera við kvenskó. „En við erum líka í karlmannaskónum og síðan erum við líka í gönguskónum. Við erum að sauma og svo erum við að sóla skó sem eru með leðurbotnum og setja slitsóla undir. Það er mjög algengt,“ segir hann. Davíð býst við því að það séu um tíu skósmiðir starfandi á höfuðborgarsvæðinu. Ég spái því að þetta séu ekki undir tíu og ekki yfir fimmtán,“ segir Davíð og býst við því að þessi tala muni standa í stað. „Ég spái því að stofunum fari ekki fjölgandi en þær munu haldast á sínum stað,“ segir hann. Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Sjá meira
Skósmiðir eru ekki starfandi á hverju götuhorni nú til dags, en þó er endurnýjun í stéttinni. Hinn 32 ára Davíð Vigfússon tók við rekstri Skóarans í Hafnarfirði fyrir fáeinum mánuðum og unir hag sínum vel. „Það er ekki mikil aukning í stéttinni, en margir velja líka sjúkraskósmíði og það er meiri aukning í því að unga fólkið sé að læra hana,“ segir Davíð. Hann segir að fólk læri þá til fótaaðgerðafræðings og fari svo í skósmíði. Þetta læra menn í Tækniskólanum og svo er starfsnám hjá meistara. „Við erum tveir sem erum 32 ára, annars er næsti mun eldri,“ segir hann. Davíð starfaði í rúm þrettán ár hjá öðrum áður en hann fór að starfa sjálfstætt. „Ég tók við verkstæðinu 15. apríl síðastliðinn,“ segir Davíð. Hann starfar einn á verkstæðinu, afgreiðir og gerir við inn á milli. „Það er nóg að gera.“ Davíð segist mest gera við skó. „En inn á milli kemur leðurfatnaður og töskur. Ég geri við leðurfatnað og skó, og allt sem ég get gert við það reyni ég að laga,“ segir hann. Davíð kannast ekki við það að fólk hafi komið meira með hluti í viðgerð eftir hrunið. Þvert á móti. „Það var meira að gera fyrir hrun, 2005 til 2006 var mjög gott. Fólk fór svo að kaupa sér ódýrari skó og þá minnkuðu viðgerðirnar. En þetta er að koma allt inn aftur,“ segir hann. Hann segist mest gera við kvenskó. „En við erum líka í karlmannaskónum og síðan erum við líka í gönguskónum. Við erum að sauma og svo erum við að sóla skó sem eru með leðurbotnum og setja slitsóla undir. Það er mjög algengt,“ segir hann. Davíð býst við því að það séu um tíu skósmiðir starfandi á höfuðborgarsvæðinu. Ég spái því að þetta séu ekki undir tíu og ekki yfir fimmtán,“ segir Davíð og býst við því að þessi tala muni standa í stað. „Ég spái því að stofunum fari ekki fjölgandi en þær munu haldast á sínum stað,“ segir hann.
Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun