Skósmiðir ná vopnum sínum eftir hrunið Jón Hákon Halldórsson skrifar 17. júní 2015 07:00 Davíð Vigfússon er einn á sínum vinnustað. Hann afgreiðir í versluninni og skýst svo inn á verkstæðið þess í milli. fréttablaðið/gva Skósmiðir eru ekki starfandi á hverju götuhorni nú til dags, en þó er endurnýjun í stéttinni. Hinn 32 ára Davíð Vigfússon tók við rekstri Skóarans í Hafnarfirði fyrir fáeinum mánuðum og unir hag sínum vel. „Það er ekki mikil aukning í stéttinni, en margir velja líka sjúkraskósmíði og það er meiri aukning í því að unga fólkið sé að læra hana,“ segir Davíð. Hann segir að fólk læri þá til fótaaðgerðafræðings og fari svo í skósmíði. Þetta læra menn í Tækniskólanum og svo er starfsnám hjá meistara. „Við erum tveir sem erum 32 ára, annars er næsti mun eldri,“ segir hann. Davíð starfaði í rúm þrettán ár hjá öðrum áður en hann fór að starfa sjálfstætt. „Ég tók við verkstæðinu 15. apríl síðastliðinn,“ segir Davíð. Hann starfar einn á verkstæðinu, afgreiðir og gerir við inn á milli. „Það er nóg að gera.“ Davíð segist mest gera við skó. „En inn á milli kemur leðurfatnaður og töskur. Ég geri við leðurfatnað og skó, og allt sem ég get gert við það reyni ég að laga,“ segir hann. Davíð kannast ekki við það að fólk hafi komið meira með hluti í viðgerð eftir hrunið. Þvert á móti. „Það var meira að gera fyrir hrun, 2005 til 2006 var mjög gott. Fólk fór svo að kaupa sér ódýrari skó og þá minnkuðu viðgerðirnar. En þetta er að koma allt inn aftur,“ segir hann. Hann segist mest gera við kvenskó. „En við erum líka í karlmannaskónum og síðan erum við líka í gönguskónum. Við erum að sauma og svo erum við að sóla skó sem eru með leðurbotnum og setja slitsóla undir. Það er mjög algengt,“ segir hann. Davíð býst við því að það séu um tíu skósmiðir starfandi á höfuðborgarsvæðinu. Ég spái því að þetta séu ekki undir tíu og ekki yfir fimmtán,“ segir Davíð og býst við því að þessi tala muni standa í stað. „Ég spái því að stofunum fari ekki fjölgandi en þær munu haldast á sínum stað,“ segir hann. Mest lesið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Sjá meira
Skósmiðir eru ekki starfandi á hverju götuhorni nú til dags, en þó er endurnýjun í stéttinni. Hinn 32 ára Davíð Vigfússon tók við rekstri Skóarans í Hafnarfirði fyrir fáeinum mánuðum og unir hag sínum vel. „Það er ekki mikil aukning í stéttinni, en margir velja líka sjúkraskósmíði og það er meiri aukning í því að unga fólkið sé að læra hana,“ segir Davíð. Hann segir að fólk læri þá til fótaaðgerðafræðings og fari svo í skósmíði. Þetta læra menn í Tækniskólanum og svo er starfsnám hjá meistara. „Við erum tveir sem erum 32 ára, annars er næsti mun eldri,“ segir hann. Davíð starfaði í rúm þrettán ár hjá öðrum áður en hann fór að starfa sjálfstætt. „Ég tók við verkstæðinu 15. apríl síðastliðinn,“ segir Davíð. Hann starfar einn á verkstæðinu, afgreiðir og gerir við inn á milli. „Það er nóg að gera.“ Davíð segist mest gera við skó. „En inn á milli kemur leðurfatnaður og töskur. Ég geri við leðurfatnað og skó, og allt sem ég get gert við það reyni ég að laga,“ segir hann. Davíð kannast ekki við það að fólk hafi komið meira með hluti í viðgerð eftir hrunið. Þvert á móti. „Það var meira að gera fyrir hrun, 2005 til 2006 var mjög gott. Fólk fór svo að kaupa sér ódýrari skó og þá minnkuðu viðgerðirnar. En þetta er að koma allt inn aftur,“ segir hann. Hann segist mest gera við kvenskó. „En við erum líka í karlmannaskónum og síðan erum við líka í gönguskónum. Við erum að sauma og svo erum við að sóla skó sem eru með leðurbotnum og setja slitsóla undir. Það er mjög algengt,“ segir hann. Davíð býst við því að það séu um tíu skósmiðir starfandi á höfuðborgarsvæðinu. Ég spái því að þetta séu ekki undir tíu og ekki yfir fimmtán,“ segir Davíð og býst við því að þessi tala muni standa í stað. „Ég spái því að stofunum fari ekki fjölgandi en þær munu haldast á sínum stað,“ segir hann.
Mest lesið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Sjá meira
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent