Sterkir bakhjarlar Silicor Materials Ingvar Garðarsson skrifar 11. júní 2015 07:00 Nú er í undirbúningi uppbygging sólarkísilverksmiðju Silicor Materials á Grundartanga, sem er stærsta fjárfesting á Íslandi frá því ráðist var í byggingu álversins á Reyðarfirði. Þetta verkefni er hins vegar gjörólíkt; annars vegar er það fyrsta stóra verkefnið á sviði hátækniiðnaðar hér á landi og hins vegar verður verksmiðjan umhverfisvæn. Það hefur því verið áhugavert að fylgjast með umræðu um verkefnið að undanförnu. Þar hafa komið fram eðlilegar spurningar sem bæði varða umhverfisáhrif verksmiðjunnar en einnig illa grundvallaðar vangaveltur um áreiðanleika fyrirtækisins og verkefnisins.Umhverfisvæn verksmiðja Bæði opinberar eftirlitsstofnanir og virtir ráðgjafar á sviði umhverfismála hafa eytt öllum efasemdum um umhverfisáhrif verksmiðjunnar með því að staðfesta að hún verði umhverfisvæn og að hún falli vel að kröfum Íslendinga í þeim efnum. Þegar það lá fyrir fór umræðan að snúast um að efast um fyrirtækið Silicor Materials. Hefur þar verið talað um dökka fortíð fyrirtækisins, rætt er um kennitöluflakk og jafnvel ýjað að því að fyrirtækið hafi þurft að flýja Norður-Ameríku. Slíkur málflutningur stenst hins vegar enga skoðun.„Enn á sömu kennitölunni“ Á heimasíðu Silicor er saga fyrirtækisins rakin. Þar kemur fram að fyrirtækið byggir á grunni tveggja fyrirtækja sem runnu saman undir nýju nafni eins og algengt er þegar tvö fyrirtæki renna saman. Engu að síður hefur verið reynt að gera það tortryggilegt að fyrirtækið hafi tekið upp nýtt nafn við samrunann þrátt fyrir að það sé alvanalegt að slíkt sé gert, bæði á Íslandi og annars staðar. Félagið er „enn á sömu kennitölunni“ þrátt fyrir nafnabreytingar. Á heimasíðunni kemur einnig fram að vegna viðskiptastríðs á milli Bandaríkjanna og Kína þurfti fyrirtækið að leita að stað utan Norður-Ameríku fyrir verksmiðju sína þar sem helsti markaðurinn fyrir framleiðslu fyrirtækisins er í Kína. Í umræðunni hefur einnig verið reynt að gera þetta tortryggilegt þrátt fyrir að augljóst sé að ekkert útflutningsfyrirtæki getur starfað ef 60% tollar eru inn á helsta markað þess.Umfangið kallar á könnun áreiðanleika Fram hefur komið að uppbygging verksmiðjunnar á Grundartanga felur í sér 120 milljarða króna fjárfestingu og mun það fjármagn koma að stærstum hluta að utan. Við sem störfum í viðskiptalífinu vitum að svo stórar fjárfestingar kalla á að áreiðanleiki verkefnisins og eigenda þess sé kannaður í þaula. Komið hefur fram í fjölmiðlum að danski lífeyrissjóðurinn ATP, einn af íhaldssamari lífeyrissjóðum Norðurlanda, hefur verið einn helsti bakhjarl þessa verkefnis undanfarin ár. Þá liggur einnig fyrir að verkefnið muni sækja lán sín til Þróunarbanka Þýskalands, KfW, og annarra þýskra fjármálastofnana sem þykja bæði íhaldssamar og kröfuharðar. Það að þessar fjármálastofnanir standi að baki verkefninu segir margt um móðurfélagið Silicor. Hvarflar það að einhverjum að slíkar fjármálastofnanir kanni ekki áreiðanleika félagsins og verkefna þess í þaula áður en þær ákveða að taka þátt í verkefni í lokuðu hagkerfi norður við íshaf? Einnig hefur komið fram að þýska stórfyrirtækið SMS Siemag hefur starfað náið með Silicor undanfarin fimm ár við að þróa þá tækni sem verksmiðjan mun byggja á og mun sjá henni fyrir öllum vélbúnaði. Um er að ræða fyrirtæki með 150 ára sögu sem byggir á þýskri varkárni og nákvæmni. Slíkt fyrirtæki færi vart að ganga til samstarfs við Silicor án þess að kanna viðskiptasögu og líklega hvers einasta einstaklings sem þar kemur að málum. Halda menn að nú þegar hið þýska félag ákveður að selja búnað fyrir 70 milljarða kr. til Íslands sé það ekki gert að vel ígrunduðu máli?Umræða byggi á staðreyndum Það er ljóst að uppbygging sólarkísilverksmiðju Silicor á Grundartanga stendur á traustum grunni og nýtur stuðnings sterkra bakhjarla. Það er gott að virk umræða fari fram um verkefni sem þetta bæði í samfélaginu og viðskiptalífinu. Slík umræða verður þó að vera sanngjörn, upplýst og umfram allt byggja á staðreyndum. Við sem leitum eftir því að endurreisa atvinnulíf og opið hagkerfi á Íslandi eigum að bjóða erlenda fjárfesta velkomna, sérstaklega ef þeir hafa jafn góð verkefni í huga og með jafn sterka bakhjarla og Silicor gerir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Sjá meira
Nú er í undirbúningi uppbygging sólarkísilverksmiðju Silicor Materials á Grundartanga, sem er stærsta fjárfesting á Íslandi frá því ráðist var í byggingu álversins á Reyðarfirði. Þetta verkefni er hins vegar gjörólíkt; annars vegar er það fyrsta stóra verkefnið á sviði hátækniiðnaðar hér á landi og hins vegar verður verksmiðjan umhverfisvæn. Það hefur því verið áhugavert að fylgjast með umræðu um verkefnið að undanförnu. Þar hafa komið fram eðlilegar spurningar sem bæði varða umhverfisáhrif verksmiðjunnar en einnig illa grundvallaðar vangaveltur um áreiðanleika fyrirtækisins og verkefnisins.Umhverfisvæn verksmiðja Bæði opinberar eftirlitsstofnanir og virtir ráðgjafar á sviði umhverfismála hafa eytt öllum efasemdum um umhverfisáhrif verksmiðjunnar með því að staðfesta að hún verði umhverfisvæn og að hún falli vel að kröfum Íslendinga í þeim efnum. Þegar það lá fyrir fór umræðan að snúast um að efast um fyrirtækið Silicor Materials. Hefur þar verið talað um dökka fortíð fyrirtækisins, rætt er um kennitöluflakk og jafnvel ýjað að því að fyrirtækið hafi þurft að flýja Norður-Ameríku. Slíkur málflutningur stenst hins vegar enga skoðun.„Enn á sömu kennitölunni“ Á heimasíðu Silicor er saga fyrirtækisins rakin. Þar kemur fram að fyrirtækið byggir á grunni tveggja fyrirtækja sem runnu saman undir nýju nafni eins og algengt er þegar tvö fyrirtæki renna saman. Engu að síður hefur verið reynt að gera það tortryggilegt að fyrirtækið hafi tekið upp nýtt nafn við samrunann þrátt fyrir að það sé alvanalegt að slíkt sé gert, bæði á Íslandi og annars staðar. Félagið er „enn á sömu kennitölunni“ þrátt fyrir nafnabreytingar. Á heimasíðunni kemur einnig fram að vegna viðskiptastríðs á milli Bandaríkjanna og Kína þurfti fyrirtækið að leita að stað utan Norður-Ameríku fyrir verksmiðju sína þar sem helsti markaðurinn fyrir framleiðslu fyrirtækisins er í Kína. Í umræðunni hefur einnig verið reynt að gera þetta tortryggilegt þrátt fyrir að augljóst sé að ekkert útflutningsfyrirtæki getur starfað ef 60% tollar eru inn á helsta markað þess.Umfangið kallar á könnun áreiðanleika Fram hefur komið að uppbygging verksmiðjunnar á Grundartanga felur í sér 120 milljarða króna fjárfestingu og mun það fjármagn koma að stærstum hluta að utan. Við sem störfum í viðskiptalífinu vitum að svo stórar fjárfestingar kalla á að áreiðanleiki verkefnisins og eigenda þess sé kannaður í þaula. Komið hefur fram í fjölmiðlum að danski lífeyrissjóðurinn ATP, einn af íhaldssamari lífeyrissjóðum Norðurlanda, hefur verið einn helsti bakhjarl þessa verkefnis undanfarin ár. Þá liggur einnig fyrir að verkefnið muni sækja lán sín til Þróunarbanka Þýskalands, KfW, og annarra þýskra fjármálastofnana sem þykja bæði íhaldssamar og kröfuharðar. Það að þessar fjármálastofnanir standi að baki verkefninu segir margt um móðurfélagið Silicor. Hvarflar það að einhverjum að slíkar fjármálastofnanir kanni ekki áreiðanleika félagsins og verkefna þess í þaula áður en þær ákveða að taka þátt í verkefni í lokuðu hagkerfi norður við íshaf? Einnig hefur komið fram að þýska stórfyrirtækið SMS Siemag hefur starfað náið með Silicor undanfarin fimm ár við að þróa þá tækni sem verksmiðjan mun byggja á og mun sjá henni fyrir öllum vélbúnaði. Um er að ræða fyrirtæki með 150 ára sögu sem byggir á þýskri varkárni og nákvæmni. Slíkt fyrirtæki færi vart að ganga til samstarfs við Silicor án þess að kanna viðskiptasögu og líklega hvers einasta einstaklings sem þar kemur að málum. Halda menn að nú þegar hið þýska félag ákveður að selja búnað fyrir 70 milljarða kr. til Íslands sé það ekki gert að vel ígrunduðu máli?Umræða byggi á staðreyndum Það er ljóst að uppbygging sólarkísilverksmiðju Silicor á Grundartanga stendur á traustum grunni og nýtur stuðnings sterkra bakhjarla. Það er gott að virk umræða fari fram um verkefni sem þetta bæði í samfélaginu og viðskiptalífinu. Slík umræða verður þó að vera sanngjörn, upplýst og umfram allt byggja á staðreyndum. Við sem leitum eftir því að endurreisa atvinnulíf og opið hagkerfi á Íslandi eigum að bjóða erlenda fjárfesta velkomna, sérstaklega ef þeir hafa jafn góð verkefni í huga og með jafn sterka bakhjarla og Silicor gerir.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun