Sterkir bakhjarlar Silicor Materials Ingvar Garðarsson skrifar 11. júní 2015 07:00 Nú er í undirbúningi uppbygging sólarkísilverksmiðju Silicor Materials á Grundartanga, sem er stærsta fjárfesting á Íslandi frá því ráðist var í byggingu álversins á Reyðarfirði. Þetta verkefni er hins vegar gjörólíkt; annars vegar er það fyrsta stóra verkefnið á sviði hátækniiðnaðar hér á landi og hins vegar verður verksmiðjan umhverfisvæn. Það hefur því verið áhugavert að fylgjast með umræðu um verkefnið að undanförnu. Þar hafa komið fram eðlilegar spurningar sem bæði varða umhverfisáhrif verksmiðjunnar en einnig illa grundvallaðar vangaveltur um áreiðanleika fyrirtækisins og verkefnisins.Umhverfisvæn verksmiðja Bæði opinberar eftirlitsstofnanir og virtir ráðgjafar á sviði umhverfismála hafa eytt öllum efasemdum um umhverfisáhrif verksmiðjunnar með því að staðfesta að hún verði umhverfisvæn og að hún falli vel að kröfum Íslendinga í þeim efnum. Þegar það lá fyrir fór umræðan að snúast um að efast um fyrirtækið Silicor Materials. Hefur þar verið talað um dökka fortíð fyrirtækisins, rætt er um kennitöluflakk og jafnvel ýjað að því að fyrirtækið hafi þurft að flýja Norður-Ameríku. Slíkur málflutningur stenst hins vegar enga skoðun.„Enn á sömu kennitölunni“ Á heimasíðu Silicor er saga fyrirtækisins rakin. Þar kemur fram að fyrirtækið byggir á grunni tveggja fyrirtækja sem runnu saman undir nýju nafni eins og algengt er þegar tvö fyrirtæki renna saman. Engu að síður hefur verið reynt að gera það tortryggilegt að fyrirtækið hafi tekið upp nýtt nafn við samrunann þrátt fyrir að það sé alvanalegt að slíkt sé gert, bæði á Íslandi og annars staðar. Félagið er „enn á sömu kennitölunni“ þrátt fyrir nafnabreytingar. Á heimasíðunni kemur einnig fram að vegna viðskiptastríðs á milli Bandaríkjanna og Kína þurfti fyrirtækið að leita að stað utan Norður-Ameríku fyrir verksmiðju sína þar sem helsti markaðurinn fyrir framleiðslu fyrirtækisins er í Kína. Í umræðunni hefur einnig verið reynt að gera þetta tortryggilegt þrátt fyrir að augljóst sé að ekkert útflutningsfyrirtæki getur starfað ef 60% tollar eru inn á helsta markað þess.Umfangið kallar á könnun áreiðanleika Fram hefur komið að uppbygging verksmiðjunnar á Grundartanga felur í sér 120 milljarða króna fjárfestingu og mun það fjármagn koma að stærstum hluta að utan. Við sem störfum í viðskiptalífinu vitum að svo stórar fjárfestingar kalla á að áreiðanleiki verkefnisins og eigenda þess sé kannaður í þaula. Komið hefur fram í fjölmiðlum að danski lífeyrissjóðurinn ATP, einn af íhaldssamari lífeyrissjóðum Norðurlanda, hefur verið einn helsti bakhjarl þessa verkefnis undanfarin ár. Þá liggur einnig fyrir að verkefnið muni sækja lán sín til Þróunarbanka Þýskalands, KfW, og annarra þýskra fjármálastofnana sem þykja bæði íhaldssamar og kröfuharðar. Það að þessar fjármálastofnanir standi að baki verkefninu segir margt um móðurfélagið Silicor. Hvarflar það að einhverjum að slíkar fjármálastofnanir kanni ekki áreiðanleika félagsins og verkefna þess í þaula áður en þær ákveða að taka þátt í verkefni í lokuðu hagkerfi norður við íshaf? Einnig hefur komið fram að þýska stórfyrirtækið SMS Siemag hefur starfað náið með Silicor undanfarin fimm ár við að þróa þá tækni sem verksmiðjan mun byggja á og mun sjá henni fyrir öllum vélbúnaði. Um er að ræða fyrirtæki með 150 ára sögu sem byggir á þýskri varkárni og nákvæmni. Slíkt fyrirtæki færi vart að ganga til samstarfs við Silicor án þess að kanna viðskiptasögu og líklega hvers einasta einstaklings sem þar kemur að málum. Halda menn að nú þegar hið þýska félag ákveður að selja búnað fyrir 70 milljarða kr. til Íslands sé það ekki gert að vel ígrunduðu máli?Umræða byggi á staðreyndum Það er ljóst að uppbygging sólarkísilverksmiðju Silicor á Grundartanga stendur á traustum grunni og nýtur stuðnings sterkra bakhjarla. Það er gott að virk umræða fari fram um verkefni sem þetta bæði í samfélaginu og viðskiptalífinu. Slík umræða verður þó að vera sanngjörn, upplýst og umfram allt byggja á staðreyndum. Við sem leitum eftir því að endurreisa atvinnulíf og opið hagkerfi á Íslandi eigum að bjóða erlenda fjárfesta velkomna, sérstaklega ef þeir hafa jafn góð verkefni í huga og með jafn sterka bakhjarla og Silicor gerir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Nú er í undirbúningi uppbygging sólarkísilverksmiðju Silicor Materials á Grundartanga, sem er stærsta fjárfesting á Íslandi frá því ráðist var í byggingu álversins á Reyðarfirði. Þetta verkefni er hins vegar gjörólíkt; annars vegar er það fyrsta stóra verkefnið á sviði hátækniiðnaðar hér á landi og hins vegar verður verksmiðjan umhverfisvæn. Það hefur því verið áhugavert að fylgjast með umræðu um verkefnið að undanförnu. Þar hafa komið fram eðlilegar spurningar sem bæði varða umhverfisáhrif verksmiðjunnar en einnig illa grundvallaðar vangaveltur um áreiðanleika fyrirtækisins og verkefnisins.Umhverfisvæn verksmiðja Bæði opinberar eftirlitsstofnanir og virtir ráðgjafar á sviði umhverfismála hafa eytt öllum efasemdum um umhverfisáhrif verksmiðjunnar með því að staðfesta að hún verði umhverfisvæn og að hún falli vel að kröfum Íslendinga í þeim efnum. Þegar það lá fyrir fór umræðan að snúast um að efast um fyrirtækið Silicor Materials. Hefur þar verið talað um dökka fortíð fyrirtækisins, rætt er um kennitöluflakk og jafnvel ýjað að því að fyrirtækið hafi þurft að flýja Norður-Ameríku. Slíkur málflutningur stenst hins vegar enga skoðun.„Enn á sömu kennitölunni“ Á heimasíðu Silicor er saga fyrirtækisins rakin. Þar kemur fram að fyrirtækið byggir á grunni tveggja fyrirtækja sem runnu saman undir nýju nafni eins og algengt er þegar tvö fyrirtæki renna saman. Engu að síður hefur verið reynt að gera það tortryggilegt að fyrirtækið hafi tekið upp nýtt nafn við samrunann þrátt fyrir að það sé alvanalegt að slíkt sé gert, bæði á Íslandi og annars staðar. Félagið er „enn á sömu kennitölunni“ þrátt fyrir nafnabreytingar. Á heimasíðunni kemur einnig fram að vegna viðskiptastríðs á milli Bandaríkjanna og Kína þurfti fyrirtækið að leita að stað utan Norður-Ameríku fyrir verksmiðju sína þar sem helsti markaðurinn fyrir framleiðslu fyrirtækisins er í Kína. Í umræðunni hefur einnig verið reynt að gera þetta tortryggilegt þrátt fyrir að augljóst sé að ekkert útflutningsfyrirtæki getur starfað ef 60% tollar eru inn á helsta markað þess.Umfangið kallar á könnun áreiðanleika Fram hefur komið að uppbygging verksmiðjunnar á Grundartanga felur í sér 120 milljarða króna fjárfestingu og mun það fjármagn koma að stærstum hluta að utan. Við sem störfum í viðskiptalífinu vitum að svo stórar fjárfestingar kalla á að áreiðanleiki verkefnisins og eigenda þess sé kannaður í þaula. Komið hefur fram í fjölmiðlum að danski lífeyrissjóðurinn ATP, einn af íhaldssamari lífeyrissjóðum Norðurlanda, hefur verið einn helsti bakhjarl þessa verkefnis undanfarin ár. Þá liggur einnig fyrir að verkefnið muni sækja lán sín til Þróunarbanka Þýskalands, KfW, og annarra þýskra fjármálastofnana sem þykja bæði íhaldssamar og kröfuharðar. Það að þessar fjármálastofnanir standi að baki verkefninu segir margt um móðurfélagið Silicor. Hvarflar það að einhverjum að slíkar fjármálastofnanir kanni ekki áreiðanleika félagsins og verkefna þess í þaula áður en þær ákveða að taka þátt í verkefni í lokuðu hagkerfi norður við íshaf? Einnig hefur komið fram að þýska stórfyrirtækið SMS Siemag hefur starfað náið með Silicor undanfarin fimm ár við að þróa þá tækni sem verksmiðjan mun byggja á og mun sjá henni fyrir öllum vélbúnaði. Um er að ræða fyrirtæki með 150 ára sögu sem byggir á þýskri varkárni og nákvæmni. Slíkt fyrirtæki færi vart að ganga til samstarfs við Silicor án þess að kanna viðskiptasögu og líklega hvers einasta einstaklings sem þar kemur að málum. Halda menn að nú þegar hið þýska félag ákveður að selja búnað fyrir 70 milljarða kr. til Íslands sé það ekki gert að vel ígrunduðu máli?Umræða byggi á staðreyndum Það er ljóst að uppbygging sólarkísilverksmiðju Silicor á Grundartanga stendur á traustum grunni og nýtur stuðnings sterkra bakhjarla. Það er gott að virk umræða fari fram um verkefni sem þetta bæði í samfélaginu og viðskiptalífinu. Slík umræða verður þó að vera sanngjörn, upplýst og umfram allt byggja á staðreyndum. Við sem leitum eftir því að endurreisa atvinnulíf og opið hagkerfi á Íslandi eigum að bjóða erlenda fjárfesta velkomna, sérstaklega ef þeir hafa jafn góð verkefni í huga og með jafn sterka bakhjarla og Silicor gerir.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun