Flutti til Sviss og heillaðist af Íslandi Guðrún Ansnes skrifar 9. júní 2015 08:00 Brynjar hefur í nægu að snúast og ætlar að koma á Klakann í lok þessa mánaðar, þar sem hann vinnur að verkefni með kærustu sinni og Frosta Gnarr. „Það er klikkað að horfa sex ár til baka, á strákinn sem flutti einn út til Sviss,“ segir Brynjar Sigurðsson sem er tilnefndur til svissnesku hönnunarverðlaunanna í ár, Swiss Design Awards. Er hann tilnefndur til verðlauna í flokki hönnunar og hluta, en um tuttugu flokka er að ræða og verða úrslit kunngjörð í næstu viku. Brynjar er jafnframt fyrsti Íslendingurinn sem tilnefndur er til þessara virtu verðlauna í Sviss, en hann flutti út fyrir sex árum. Hefur hann lokið námi í Sviss og kennt við sama skóla. Auk þess hefur hann sett upp sitt eigið stúdíó þar sem kærastan hans vinnur með honum. „Ég hef verið að vinna mikið með Ísland, náttúruna og hafumhverfið, og hef unnið mikið með Vopnafjörð í mínum verkum,“ útskýrir Brynjar aðspurður um verkin sem komu honum á lista tilnefndra. „Þetta er í raun mörg mismunandi verkefni sem skapa eina heild og eru mikið til byggð á tengingu minni við Vopnafjörð. Þetta er allt frá prikum upp í húsgögn og postulín.“ Segist Brynjar sækja mikinn innblástur í heimahagana á Íslandi, en sá innblástur hafi í raun læðst aftan að honum. „Þegar ég flutti frá Íslandi fór ég að hafa áhuga á því, og fór ósjálfrátt að vinna markvisst með íslenska umhverfið,“ segir Brynjar, og nokkuð ljóst að íslenska sjávarloftið hefur fylgt honum til Sviss, þar sem það á greinilega upp á pallborðið hjá Svisslendingum.Partur af húsgagnalínu Brynjars sem heitir The Silent Village Collection, gerð fyrir galleríið Galerie Kreo í París.mynd/ Fabrice GoussetLofsamar Brynjar hönnunarsenuna í Sviss og segir vel stutt við skapandi greinar þar. „Þessi verðlaun hafa mikla þýðingu fyrir mig og geta opnað fyrir mér einhverjar dyr,“ segir Brynjar, en verkin hans eru nú til sýnis og verða þar til í næstu viku. „Það er aldrei að vita hver sér þetta og hvaða tækifæri verða til í kjölfarið, en umfram allt lít ég á þessa tilnefningu sem gott klapp á bakið og hvatningu til að halda áfram, því frílans vinna getur verið ansi mikið hark,“ útskýrir Brynjar og bætir við að hann sé afar upp með sér yfir tilnefningunni. Brynjar er farinn að hugsa sér til hreyfings og gæti vel hugsað sér að flytjast til Berlínar, þar sem kærastan Veronica býr. En fyrst gerir hann stutt stopp á Íslandi í lok mánaðarins. „Við Veronica í slagtogi við Frosta Gnarr ætlum að vinna saman verkefni þar sem við setjum upp pop-up búð og seljum verk sem við vinnum úr íslensku hráefni. Nú erum við bara að leita okkur að húsnæði til að leggja undir okkur í einn mánuð,“ segir Brynjar að lokum. Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira
„Það er klikkað að horfa sex ár til baka, á strákinn sem flutti einn út til Sviss,“ segir Brynjar Sigurðsson sem er tilnefndur til svissnesku hönnunarverðlaunanna í ár, Swiss Design Awards. Er hann tilnefndur til verðlauna í flokki hönnunar og hluta, en um tuttugu flokka er að ræða og verða úrslit kunngjörð í næstu viku. Brynjar er jafnframt fyrsti Íslendingurinn sem tilnefndur er til þessara virtu verðlauna í Sviss, en hann flutti út fyrir sex árum. Hefur hann lokið námi í Sviss og kennt við sama skóla. Auk þess hefur hann sett upp sitt eigið stúdíó þar sem kærastan hans vinnur með honum. „Ég hef verið að vinna mikið með Ísland, náttúruna og hafumhverfið, og hef unnið mikið með Vopnafjörð í mínum verkum,“ útskýrir Brynjar aðspurður um verkin sem komu honum á lista tilnefndra. „Þetta er í raun mörg mismunandi verkefni sem skapa eina heild og eru mikið til byggð á tengingu minni við Vopnafjörð. Þetta er allt frá prikum upp í húsgögn og postulín.“ Segist Brynjar sækja mikinn innblástur í heimahagana á Íslandi, en sá innblástur hafi í raun læðst aftan að honum. „Þegar ég flutti frá Íslandi fór ég að hafa áhuga á því, og fór ósjálfrátt að vinna markvisst með íslenska umhverfið,“ segir Brynjar, og nokkuð ljóst að íslenska sjávarloftið hefur fylgt honum til Sviss, þar sem það á greinilega upp á pallborðið hjá Svisslendingum.Partur af húsgagnalínu Brynjars sem heitir The Silent Village Collection, gerð fyrir galleríið Galerie Kreo í París.mynd/ Fabrice GoussetLofsamar Brynjar hönnunarsenuna í Sviss og segir vel stutt við skapandi greinar þar. „Þessi verðlaun hafa mikla þýðingu fyrir mig og geta opnað fyrir mér einhverjar dyr,“ segir Brynjar, en verkin hans eru nú til sýnis og verða þar til í næstu viku. „Það er aldrei að vita hver sér þetta og hvaða tækifæri verða til í kjölfarið, en umfram allt lít ég á þessa tilnefningu sem gott klapp á bakið og hvatningu til að halda áfram, því frílans vinna getur verið ansi mikið hark,“ útskýrir Brynjar og bætir við að hann sé afar upp með sér yfir tilnefningunni. Brynjar er farinn að hugsa sér til hreyfings og gæti vel hugsað sér að flytjast til Berlínar, þar sem kærastan Veronica býr. En fyrst gerir hann stutt stopp á Íslandi í lok mánaðarins. „Við Veronica í slagtogi við Frosta Gnarr ætlum að vinna saman verkefni þar sem við setjum upp pop-up búð og seljum verk sem við vinnum úr íslensku hráefni. Nú erum við bara að leita okkur að húsnæði til að leggja undir okkur í einn mánuð,“ segir Brynjar að lokum.
Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira