Stórfyrirtæki gegn lýðræði Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 6. júní 2015 07:00 Mikil leynd hefur hvílt yfir samningaviðræðum Bandaríkjanna og ríkja Evrópusambandsins um sáttmála um fjárfestingar beggja vegna Atlantsála (TTIP) og sáttmála um rekstrarfyrirkomulag þjónustu (TISA) sem nær til fleiri ríkja og fjallar jafnframt um grunnatriði eins og heilsugæslu. Það var ekki fyrr en flett var ofan af þessum viðræðum á netsíðunni Wikileaks að almenningur fékk innsýn í innihald þessara viðræða. Fram að því hafði leyndarhyggjan verið allsráðandi. Mikið hefur skort upp á að íslenskir fjölmiðlar veiti þessum viðræðum viðeigandi athygli og fæstir íslenskir stjórnmálaflokkar hafa gefið upp afstöðu sína til málsins. Við í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði erum hins vegar mjög gagnrýnin á þessar viðræður og það sem þeim er ætlað að ná fram. Við teljum að í þessum sáttmálum felist aðför að lýðræði í þeim ríkjum sem gerast aðilar. Verið er færa völd úr höndum lýðræðislegra stofnana í hendur stórfyrirtækja. Forræði lýðræðislegra samfélaga yfir eigin lögum og reglum er að verulegu leyti fært yfir á vettvang sem óhjákvæmilega verður ógagnsær. Ætla má að ákvarðanir verði ekki bornar undir almenning eða teknar með hag hans að leiðarljósi. Sem dæmi um það er sú ráðstöfun að koma á fót dómstólum þar sem stórfyrirtæki eigi sama rétt og sjálfstæðar þjóðir. Niðurstaða máls fyrir slíkum dómi gæti auðveldlega orðið sú að hagsmunir fyrirtækis séu teknir fram yfir almannahagsmuni. Það myndi merkja endalok lýðræðisins í þeirri mynd sem hefur verið ríkjandi á Vesturlöndum frá því að almenningur fékk kosningarétt. Forsenda fyrir því að verið er að smygla þessu viðsjárverða aðskotadýri inn í samfélagsgerð okkar er kreppa auðvaldsins sem hefur valdið efnahagsþrengingum alls staðar á Vesturlöndum og takmarkað ofsagróða fyrirtækja. Þau ætla nú að sækja sér betri vígstöðu á kostnað almennings og sameiginlegrar grunnþjónustu okkar. Hið nýja slagorð virðist vera „allt vald til stórfyrirtækjanna“. Gegn því verðum við að standa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þóra Árnadóttir Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Sjá meira
Mikil leynd hefur hvílt yfir samningaviðræðum Bandaríkjanna og ríkja Evrópusambandsins um sáttmála um fjárfestingar beggja vegna Atlantsála (TTIP) og sáttmála um rekstrarfyrirkomulag þjónustu (TISA) sem nær til fleiri ríkja og fjallar jafnframt um grunnatriði eins og heilsugæslu. Það var ekki fyrr en flett var ofan af þessum viðræðum á netsíðunni Wikileaks að almenningur fékk innsýn í innihald þessara viðræða. Fram að því hafði leyndarhyggjan verið allsráðandi. Mikið hefur skort upp á að íslenskir fjölmiðlar veiti þessum viðræðum viðeigandi athygli og fæstir íslenskir stjórnmálaflokkar hafa gefið upp afstöðu sína til málsins. Við í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði erum hins vegar mjög gagnrýnin á þessar viðræður og það sem þeim er ætlað að ná fram. Við teljum að í þessum sáttmálum felist aðför að lýðræði í þeim ríkjum sem gerast aðilar. Verið er færa völd úr höndum lýðræðislegra stofnana í hendur stórfyrirtækja. Forræði lýðræðislegra samfélaga yfir eigin lögum og reglum er að verulegu leyti fært yfir á vettvang sem óhjákvæmilega verður ógagnsær. Ætla má að ákvarðanir verði ekki bornar undir almenning eða teknar með hag hans að leiðarljósi. Sem dæmi um það er sú ráðstöfun að koma á fót dómstólum þar sem stórfyrirtæki eigi sama rétt og sjálfstæðar þjóðir. Niðurstaða máls fyrir slíkum dómi gæti auðveldlega orðið sú að hagsmunir fyrirtækis séu teknir fram yfir almannahagsmuni. Það myndi merkja endalok lýðræðisins í þeirri mynd sem hefur verið ríkjandi á Vesturlöndum frá því að almenningur fékk kosningarétt. Forsenda fyrir því að verið er að smygla þessu viðsjárverða aðskotadýri inn í samfélagsgerð okkar er kreppa auðvaldsins sem hefur valdið efnahagsþrengingum alls staðar á Vesturlöndum og takmarkað ofsagróða fyrirtækja. Þau ætla nú að sækja sér betri vígstöðu á kostnað almennings og sameiginlegrar grunnþjónustu okkar. Hið nýja slagorð virðist vera „allt vald til stórfyrirtækjanna“. Gegn því verðum við að standa.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun