Stórfyrirtæki gegn lýðræði Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 6. júní 2015 07:00 Mikil leynd hefur hvílt yfir samningaviðræðum Bandaríkjanna og ríkja Evrópusambandsins um sáttmála um fjárfestingar beggja vegna Atlantsála (TTIP) og sáttmála um rekstrarfyrirkomulag þjónustu (TISA) sem nær til fleiri ríkja og fjallar jafnframt um grunnatriði eins og heilsugæslu. Það var ekki fyrr en flett var ofan af þessum viðræðum á netsíðunni Wikileaks að almenningur fékk innsýn í innihald þessara viðræða. Fram að því hafði leyndarhyggjan verið allsráðandi. Mikið hefur skort upp á að íslenskir fjölmiðlar veiti þessum viðræðum viðeigandi athygli og fæstir íslenskir stjórnmálaflokkar hafa gefið upp afstöðu sína til málsins. Við í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði erum hins vegar mjög gagnrýnin á þessar viðræður og það sem þeim er ætlað að ná fram. Við teljum að í þessum sáttmálum felist aðför að lýðræði í þeim ríkjum sem gerast aðilar. Verið er færa völd úr höndum lýðræðislegra stofnana í hendur stórfyrirtækja. Forræði lýðræðislegra samfélaga yfir eigin lögum og reglum er að verulegu leyti fært yfir á vettvang sem óhjákvæmilega verður ógagnsær. Ætla má að ákvarðanir verði ekki bornar undir almenning eða teknar með hag hans að leiðarljósi. Sem dæmi um það er sú ráðstöfun að koma á fót dómstólum þar sem stórfyrirtæki eigi sama rétt og sjálfstæðar þjóðir. Niðurstaða máls fyrir slíkum dómi gæti auðveldlega orðið sú að hagsmunir fyrirtækis séu teknir fram yfir almannahagsmuni. Það myndi merkja endalok lýðræðisins í þeirri mynd sem hefur verið ríkjandi á Vesturlöndum frá því að almenningur fékk kosningarétt. Forsenda fyrir því að verið er að smygla þessu viðsjárverða aðskotadýri inn í samfélagsgerð okkar er kreppa auðvaldsins sem hefur valdið efnahagsþrengingum alls staðar á Vesturlöndum og takmarkað ofsagróða fyrirtækja. Þau ætla nú að sækja sér betri vígstöðu á kostnað almennings og sameiginlegrar grunnþjónustu okkar. Hið nýja slagorð virðist vera „allt vald til stórfyrirtækjanna“. Gegn því verðum við að standa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þóra Árnadóttir Mest lesið Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Landakot er ekki hjúkrunarheimili Steinunn Þórðardóttir Skoðun Er sjókvíaeldi umhverfisvænt? Seinni hluti Pálmi Gunnarsson Skoðun Ósnortin víðerni Kristín Bjarnadóttir Skoðun Eldra fólk, þolendur ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Mikil leynd hefur hvílt yfir samningaviðræðum Bandaríkjanna og ríkja Evrópusambandsins um sáttmála um fjárfestingar beggja vegna Atlantsála (TTIP) og sáttmála um rekstrarfyrirkomulag þjónustu (TISA) sem nær til fleiri ríkja og fjallar jafnframt um grunnatriði eins og heilsugæslu. Það var ekki fyrr en flett var ofan af þessum viðræðum á netsíðunni Wikileaks að almenningur fékk innsýn í innihald þessara viðræða. Fram að því hafði leyndarhyggjan verið allsráðandi. Mikið hefur skort upp á að íslenskir fjölmiðlar veiti þessum viðræðum viðeigandi athygli og fæstir íslenskir stjórnmálaflokkar hafa gefið upp afstöðu sína til málsins. Við í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði erum hins vegar mjög gagnrýnin á þessar viðræður og það sem þeim er ætlað að ná fram. Við teljum að í þessum sáttmálum felist aðför að lýðræði í þeim ríkjum sem gerast aðilar. Verið er færa völd úr höndum lýðræðislegra stofnana í hendur stórfyrirtækja. Forræði lýðræðislegra samfélaga yfir eigin lögum og reglum er að verulegu leyti fært yfir á vettvang sem óhjákvæmilega verður ógagnsær. Ætla má að ákvarðanir verði ekki bornar undir almenning eða teknar með hag hans að leiðarljósi. Sem dæmi um það er sú ráðstöfun að koma á fót dómstólum þar sem stórfyrirtæki eigi sama rétt og sjálfstæðar þjóðir. Niðurstaða máls fyrir slíkum dómi gæti auðveldlega orðið sú að hagsmunir fyrirtækis séu teknir fram yfir almannahagsmuni. Það myndi merkja endalok lýðræðisins í þeirri mynd sem hefur verið ríkjandi á Vesturlöndum frá því að almenningur fékk kosningarétt. Forsenda fyrir því að verið er að smygla þessu viðsjárverða aðskotadýri inn í samfélagsgerð okkar er kreppa auðvaldsins sem hefur valdið efnahagsþrengingum alls staðar á Vesturlöndum og takmarkað ofsagróða fyrirtækja. Þau ætla nú að sækja sér betri vígstöðu á kostnað almennings og sameiginlegrar grunnþjónustu okkar. Hið nýja slagorð virðist vera „allt vald til stórfyrirtækjanna“. Gegn því verðum við að standa.
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar