Töfrum fótboltans ógnað Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 30. maí 2015 09:45 Svisslendingurinn Sepp Blatter rétt marði endurkjör í forsetastól Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, í skugga lögreglurannsókna sem snúast um peningaþvætti og mútur. Lítil reisn er yfir kappanum sem hefur verið höfuð fótboltans á uppgangstímum, sem sökum spillingar og græðgi gætu snúist upp í andhverfu sína. Þetta er háalvarlegt mál, sem snertir alla heimsbyggðina. Enginn leikur nær álíka tökum á tilfinningum karlpeningsins og fótbolti. Í Súdan og Grímsnesinu geta karlar rætt smáatvik á vellinum, sem átti sér stað fyrir langalöngu, tímunum saman. Þeir deila um hvor var betri, þessi eða hinn, æsa sig, hækka róminn og tárast af einlægri hrifningu, líkt og listviðburður sé á ferð. Vagga fótboltans er á Wembley í London. Þar er mikið safn, þar sem þrautþjálfaðir leiðsögumenn fræða gesti um sögu íþróttarinnar. Þeir hafa fyrir satt að dag hvern, að afloknum vinnudegi, fari fram funheitar umræður milli 300 þúsund karla á krám vítt og breitt um Bretland um markið umdeilda, sem tryggði Englendingum sigur í úrslitaleiknum gegn Þjóðverjum í heimsmeistarakeppninni 1966, umdeildasta mark sögunnar. Geoff Hurst, landsliðsmaður Englendinga, skaut í slá og niður. Rifist er um hvort boltinn var á línu, fyrir innan eða utan. Markið var dæmt gilt og tryggði Englandi jafntefli að loknum venjulegum leiktíma og heimsmeistaratitil í æsispennandi framlengingu. Sumum þykir þetta ómerkilegt karp. En það er hroki að gera lítið úr daglegu umræðuefni 300 þúsund karla, þótt þeir hafi kneyfað nokkrar ölkönnur. Heimsmeistarakeppnin 1966 var sú fyrsta sem sýnd var beint í sjónvarpi. Milljónir manna fylgdust með keppninni heima í stofu. Beinar útsendingar voru nýjar af nálinni. Nú á tímum Sepps Blatter fylgjast vel á annan milljarð manna með heimsmeistarakeppni í beinni útsendingu. Líklega skipta karlarnir tugum milljóna, sem núna í dag ræða einstök atvik í einstökum leikjum. Fótboltamenn verða fyrirmyndir. Ruud Gullit og Frank Rijkard voru fyrir um aldarfjórðungi fyrstu þeldökku stjörnur hollenska landsliðsins. Sagt er að þeirra frammistaða á fótboltavelli hafi um tíma haft meiri áhrif á batnandi samskipti kynþátta í heimalandinu en nokkuð annað. Í Afríkuríkinu Líberíu var um langt árabil háð blóðug borgarastyrjöld. Þaðan er knattspyrnumaðurinn George Weah. Hann lék lengst af á Ítalíu og var talinn sá besti í heiminum. Heima í Líberíu naut hann slíkrar hylli að dæmi voru um að á meðan beinar útsendingar fóru fram legðu stríðandi fylkingar niður vopn og fylgdust saman með goðinu á skjánum. Hvergi heyrðust skothvellir á meðan leikir fóru fram. Nú stendur litla Ísland mögulega frammi fyrir því að verða merkur hluti af sögu fótboltans. Við eigum raunhæfa möguleika á að komast í lokakeppni Evrópumótsins í Frakklandi á næsta ári. Þar með yrðum við minnsta þjóðin til að ná slíkum árangri. Verra væri ef það merka afrek verður í skugga leiðindanna, sem nú skyggja á þessa töfrandi íþrótt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Skoðun Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Svisslendingurinn Sepp Blatter rétt marði endurkjör í forsetastól Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, í skugga lögreglurannsókna sem snúast um peningaþvætti og mútur. Lítil reisn er yfir kappanum sem hefur verið höfuð fótboltans á uppgangstímum, sem sökum spillingar og græðgi gætu snúist upp í andhverfu sína. Þetta er háalvarlegt mál, sem snertir alla heimsbyggðina. Enginn leikur nær álíka tökum á tilfinningum karlpeningsins og fótbolti. Í Súdan og Grímsnesinu geta karlar rætt smáatvik á vellinum, sem átti sér stað fyrir langalöngu, tímunum saman. Þeir deila um hvor var betri, þessi eða hinn, æsa sig, hækka róminn og tárast af einlægri hrifningu, líkt og listviðburður sé á ferð. Vagga fótboltans er á Wembley í London. Þar er mikið safn, þar sem þrautþjálfaðir leiðsögumenn fræða gesti um sögu íþróttarinnar. Þeir hafa fyrir satt að dag hvern, að afloknum vinnudegi, fari fram funheitar umræður milli 300 þúsund karla á krám vítt og breitt um Bretland um markið umdeilda, sem tryggði Englendingum sigur í úrslitaleiknum gegn Þjóðverjum í heimsmeistarakeppninni 1966, umdeildasta mark sögunnar. Geoff Hurst, landsliðsmaður Englendinga, skaut í slá og niður. Rifist er um hvort boltinn var á línu, fyrir innan eða utan. Markið var dæmt gilt og tryggði Englandi jafntefli að loknum venjulegum leiktíma og heimsmeistaratitil í æsispennandi framlengingu. Sumum þykir þetta ómerkilegt karp. En það er hroki að gera lítið úr daglegu umræðuefni 300 þúsund karla, þótt þeir hafi kneyfað nokkrar ölkönnur. Heimsmeistarakeppnin 1966 var sú fyrsta sem sýnd var beint í sjónvarpi. Milljónir manna fylgdust með keppninni heima í stofu. Beinar útsendingar voru nýjar af nálinni. Nú á tímum Sepps Blatter fylgjast vel á annan milljarð manna með heimsmeistarakeppni í beinni útsendingu. Líklega skipta karlarnir tugum milljóna, sem núna í dag ræða einstök atvik í einstökum leikjum. Fótboltamenn verða fyrirmyndir. Ruud Gullit og Frank Rijkard voru fyrir um aldarfjórðungi fyrstu þeldökku stjörnur hollenska landsliðsins. Sagt er að þeirra frammistaða á fótboltavelli hafi um tíma haft meiri áhrif á batnandi samskipti kynþátta í heimalandinu en nokkuð annað. Í Afríkuríkinu Líberíu var um langt árabil háð blóðug borgarastyrjöld. Þaðan er knattspyrnumaðurinn George Weah. Hann lék lengst af á Ítalíu og var talinn sá besti í heiminum. Heima í Líberíu naut hann slíkrar hylli að dæmi voru um að á meðan beinar útsendingar fóru fram legðu stríðandi fylkingar niður vopn og fylgdust saman með goðinu á skjánum. Hvergi heyrðust skothvellir á meðan leikir fóru fram. Nú stendur litla Ísland mögulega frammi fyrir því að verða merkur hluti af sögu fótboltans. Við eigum raunhæfa möguleika á að komast í lokakeppni Evrópumótsins í Frakklandi á næsta ári. Þar með yrðum við minnsta þjóðin til að ná slíkum árangri. Verra væri ef það merka afrek verður í skugga leiðindanna, sem nú skyggja á þessa töfrandi íþrótt.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar