Íhugun um AA-samtökin Reynar Kári Bjarnason skrifar 26. maí 2015 07:00 Misnotkun á áfengi og vímuefnum er alvarlegt vandamál á Íslandi eins og um allan heim. AA-samtökin skipa stóran sess í áfengis- og vímuefnameðferð hér á landi. Margir kynnast AA-samtökunum í meðferð og sækja fundi samtakanna eftir að meðferð lýkur. Nú um stundir er talið að um tvær milljónir manna stundi þessi samtök um allan heim. Meðan á meðferð stendur er fólk hvatt til að að stunda AA-fundi þegar það kemur úr meðferð. Sumir virðast hins vegar ekki finna sig innan AA- samtakanna og fara aðrar leiðir til að halda sér allsgáðum. Það getur farið mikill tími í það hjá fólki að vera virkt innan AA-samtakanna, t.d. að fara á fundi, lesa AA-fræðin og hjálpa öðrum. Er þessi mikla vinna sem fólk er að leggja á sig í AA-samtökunum að skila tilætluðum árangri? Samkvæmt niðurstöðum fjölda erlendra rannsókna leikur ekki vafi á að AA-samtökin hjálpa mjög mörgum að halda sér á réttri braut eftir meðferð. Enn fremur hefur komið í ljós að þeir sem tengjast AA-samtökunum fljótt eftir meðferð og stunda AA-fundi lengur eru líklegri til að halda sér allsgáðum samanborið við þá sem ekki stunda samtökin. Samkvæmt þessu þá er mikilvægt að fólk byrji strax eftir meðferð að stunda fundi. Því má ætla að sú tilhögun að hafa AA-fundi sem hluta af meðferð líkt og gert er hér á landi sé heillavænleg, þannig að fólk sé í raun byrjað í AA-samtökunum áður en það kemur úr meðferð. Fólk óttast oft þá hluti sem það þekkir ekki svo að það getur komið sér vel að vera búinn að kynnast samtökunum í meðferðinni.Umhugsunarefni Þrátt fyrir að rannsóknir bendi til þess að AA-samtökin hjálpi til í baráttunni við fíknisjúkdóma hefur komið í ljós að stór hópur fólks stundar ekki AA-fundi eftir að það kemur úr meðferð. Þetta er umhugsunarefni. Helstu ástæður sem fólk gefur upp fyrir því að stunda ekki AA eru að það finni sig ekki í samtökunum, það samsami sig ekki aðferðunum. fundirnir veki upp löngun, það finni ekki fyrir þörf til að mæta á fundi og að það hafi ekki tíma til þess. Enn fremur hefur komið í ljós að þeir sem eru innhverfir persónuleikar og kjósa frekar einveru stunda AA-samtökin síður. Það ætti ekki að koma á óvart í ljósi þess að samtökin ganga að stórum hluta út á samveru og samskipti við annað fólk. Margir þjást af kvíða þegar þeir koma úr meðferð og getur það einnig verið orsakavaldur og haft áhrif á að fólk stundar ekki samtökin. Fundirnir ganga m.a. út á að hitta annað fólk og segja frá persónulegri reynslu sinni. Þeim sem haldnir eru miklum kvíða gæti vaxið þetta í augum og fundist öruggara að halda sig heima. Niðurstöður þeirra rannsókna sem hér hafa verið reifaðar benda til þess að jafnvel þó að AA sé árangursrík leið fyrir marga þá virðist hún ekki henta öllum. Sumum gæti hentað betur einstaklingsviðtöl við sérfræðinga. En mikilvægt er að hver og einn einstaklingur finni þá leið sem hentar honum best í baráttunni við fíknina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Misnotkun á áfengi og vímuefnum er alvarlegt vandamál á Íslandi eins og um allan heim. AA-samtökin skipa stóran sess í áfengis- og vímuefnameðferð hér á landi. Margir kynnast AA-samtökunum í meðferð og sækja fundi samtakanna eftir að meðferð lýkur. Nú um stundir er talið að um tvær milljónir manna stundi þessi samtök um allan heim. Meðan á meðferð stendur er fólk hvatt til að að stunda AA-fundi þegar það kemur úr meðferð. Sumir virðast hins vegar ekki finna sig innan AA- samtakanna og fara aðrar leiðir til að halda sér allsgáðum. Það getur farið mikill tími í það hjá fólki að vera virkt innan AA-samtakanna, t.d. að fara á fundi, lesa AA-fræðin og hjálpa öðrum. Er þessi mikla vinna sem fólk er að leggja á sig í AA-samtökunum að skila tilætluðum árangri? Samkvæmt niðurstöðum fjölda erlendra rannsókna leikur ekki vafi á að AA-samtökin hjálpa mjög mörgum að halda sér á réttri braut eftir meðferð. Enn fremur hefur komið í ljós að þeir sem tengjast AA-samtökunum fljótt eftir meðferð og stunda AA-fundi lengur eru líklegri til að halda sér allsgáðum samanborið við þá sem ekki stunda samtökin. Samkvæmt þessu þá er mikilvægt að fólk byrji strax eftir meðferð að stunda fundi. Því má ætla að sú tilhögun að hafa AA-fundi sem hluta af meðferð líkt og gert er hér á landi sé heillavænleg, þannig að fólk sé í raun byrjað í AA-samtökunum áður en það kemur úr meðferð. Fólk óttast oft þá hluti sem það þekkir ekki svo að það getur komið sér vel að vera búinn að kynnast samtökunum í meðferðinni.Umhugsunarefni Þrátt fyrir að rannsóknir bendi til þess að AA-samtökin hjálpi til í baráttunni við fíknisjúkdóma hefur komið í ljós að stór hópur fólks stundar ekki AA-fundi eftir að það kemur úr meðferð. Þetta er umhugsunarefni. Helstu ástæður sem fólk gefur upp fyrir því að stunda ekki AA eru að það finni sig ekki í samtökunum, það samsami sig ekki aðferðunum. fundirnir veki upp löngun, það finni ekki fyrir þörf til að mæta á fundi og að það hafi ekki tíma til þess. Enn fremur hefur komið í ljós að þeir sem eru innhverfir persónuleikar og kjósa frekar einveru stunda AA-samtökin síður. Það ætti ekki að koma á óvart í ljósi þess að samtökin ganga að stórum hluta út á samveru og samskipti við annað fólk. Margir þjást af kvíða þegar þeir koma úr meðferð og getur það einnig verið orsakavaldur og haft áhrif á að fólk stundar ekki samtökin. Fundirnir ganga m.a. út á að hitta annað fólk og segja frá persónulegri reynslu sinni. Þeim sem haldnir eru miklum kvíða gæti vaxið þetta í augum og fundist öruggara að halda sig heima. Niðurstöður þeirra rannsókna sem hér hafa verið reifaðar benda til þess að jafnvel þó að AA sé árangursrík leið fyrir marga þá virðist hún ekki henta öllum. Sumum gæti hentað betur einstaklingsviðtöl við sérfræðinga. En mikilvægt er að hver og einn einstaklingur finni þá leið sem hentar honum best í baráttunni við fíknina.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun