Að vekja upp gamlan draug Úrsúla Jünemann skrifar 26. maí 2015 07:00 Margir kannast við það að dreyma illa og rjúka allt í einu upp, sveittur og með ónot. Sem betur fer var þetta einungis draumur og raunveruleikinn er allt annar. En í daglegu lífi geta menn líka vaknað upp við vondan draum, til dæmis þegar fylgt var eftir einhverjum plönum sem seinna meir reyndust óraunhæf. Dæmi um þetta er Reykjanesbær. Í fjölda ára þegar Árni Sigfússon var bæjarstjóri var lofað gulli og grænum skógum ef stóriðjufyrirtæki vildi vera svo væn að setjast að í Helguvík. Álverið er – sem betur fer – enn þá tálsýn og má vera það áfram. En önnur mengandi stóriðja vill enn þá setjast að á þessum stað. Vonandi eru íbúar í Reykjanesbæ að átta sig loksins á því að sú mengandi stóriðja er einungis 1,5 km frá byggð. Og hestamenn og þeirra svæði lenda innan við þynningarsvæði stóriðjunnar. Hvenær vöknum við loksins upp við vondan draum hér á landi? Nátttröllin á þinginu eru enn þá að fylgja úreltum stóriðjudraumum. Menn sjá ekki og vilja ekki sjá að framtíð landsins mun vera betur borgið í öðrum greinum. Þetta „eitthvað annað“ en stóriðjan skilar margfalt meiru inn í þjóðarbúið. Ferðaþjónustan til dæmis er helsti vaxtarbroddur hér á landi. Um 14% starfa – og þá einungis bein störf – eru í kringum ferðaþjónustuna en stóriðjan skapar einungis 1% starfa. Flestallir ferðamenn koma hingað til að upplifa einstaka náttúru Íslands. Samt er grátlega litlum peningum varið í að lagfæra helstu ferðamannastaði þannig að þeir liggi ekki undir skemmdum.Vöknum núna Ó já, á þinginu er núna rætt um að færa einstök landsvæði úr biðflokki í nýtingarflokk, þvert á móti því sem var samþykkt í rammaáætlun um vernd og nýtingu landsins. Menn í stjórnarflokkunum gefa skít í það sem unnið var að á síðasta kjörtímabili. Nú skal aftur virkja allt í drasl! Ganga með frekju á móti lögum og hugsa ekki út fyrir kassann. Berja í gegn einhverja stóriðjudrauma sem munu falla um sjálfa sig eftir örfá ár. Tala jafnframt um sæstreng til Skotlands án þess að vita hvaðan orkan á að koma. Á virkilega að virkja öll vatnsföll og öll háhitasvæði fyrir svona tálsýn? Hver mun græða á því? Ekki þú og ekki ég! Eiga menn sem vilja ganga svona grimmt á náttúruauðlindirnar ekki börn eða barnabörn? Þykir þeim ekki vænt um þau? Hvernig land eftirlátum við næstu kynslóðum? Mengað land þar sem mörgum dýrmætum og einstökum landsvæðum var fórnað fyrir meiri orku handa stóriðjunni? Spúandi verksmiðjur sem tilheyra alþjóðlegum auðhringjum og skilja lítið eftir í þjóðarbúið? Hvert erum við að stefna? Við eigum ekki að þurfa að vakna upp við vondan draum. Við eigum að vakna NÚNA og segja stopp, hingað og ekki lengra! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Margir kannast við það að dreyma illa og rjúka allt í einu upp, sveittur og með ónot. Sem betur fer var þetta einungis draumur og raunveruleikinn er allt annar. En í daglegu lífi geta menn líka vaknað upp við vondan draum, til dæmis þegar fylgt var eftir einhverjum plönum sem seinna meir reyndust óraunhæf. Dæmi um þetta er Reykjanesbær. Í fjölda ára þegar Árni Sigfússon var bæjarstjóri var lofað gulli og grænum skógum ef stóriðjufyrirtæki vildi vera svo væn að setjast að í Helguvík. Álverið er – sem betur fer – enn þá tálsýn og má vera það áfram. En önnur mengandi stóriðja vill enn þá setjast að á þessum stað. Vonandi eru íbúar í Reykjanesbæ að átta sig loksins á því að sú mengandi stóriðja er einungis 1,5 km frá byggð. Og hestamenn og þeirra svæði lenda innan við þynningarsvæði stóriðjunnar. Hvenær vöknum við loksins upp við vondan draum hér á landi? Nátttröllin á þinginu eru enn þá að fylgja úreltum stóriðjudraumum. Menn sjá ekki og vilja ekki sjá að framtíð landsins mun vera betur borgið í öðrum greinum. Þetta „eitthvað annað“ en stóriðjan skilar margfalt meiru inn í þjóðarbúið. Ferðaþjónustan til dæmis er helsti vaxtarbroddur hér á landi. Um 14% starfa – og þá einungis bein störf – eru í kringum ferðaþjónustuna en stóriðjan skapar einungis 1% starfa. Flestallir ferðamenn koma hingað til að upplifa einstaka náttúru Íslands. Samt er grátlega litlum peningum varið í að lagfæra helstu ferðamannastaði þannig að þeir liggi ekki undir skemmdum.Vöknum núna Ó já, á þinginu er núna rætt um að færa einstök landsvæði úr biðflokki í nýtingarflokk, þvert á móti því sem var samþykkt í rammaáætlun um vernd og nýtingu landsins. Menn í stjórnarflokkunum gefa skít í það sem unnið var að á síðasta kjörtímabili. Nú skal aftur virkja allt í drasl! Ganga með frekju á móti lögum og hugsa ekki út fyrir kassann. Berja í gegn einhverja stóriðjudrauma sem munu falla um sjálfa sig eftir örfá ár. Tala jafnframt um sæstreng til Skotlands án þess að vita hvaðan orkan á að koma. Á virkilega að virkja öll vatnsföll og öll háhitasvæði fyrir svona tálsýn? Hver mun græða á því? Ekki þú og ekki ég! Eiga menn sem vilja ganga svona grimmt á náttúruauðlindirnar ekki börn eða barnabörn? Þykir þeim ekki vænt um þau? Hvernig land eftirlátum við næstu kynslóðum? Mengað land þar sem mörgum dýrmætum og einstökum landsvæðum var fórnað fyrir meiri orku handa stóriðjunni? Spúandi verksmiðjur sem tilheyra alþjóðlegum auðhringjum og skilja lítið eftir í þjóðarbúið? Hvert erum við að stefna? Við eigum ekki að þurfa að vakna upp við vondan draum. Við eigum að vakna NÚNA og segja stopp, hingað og ekki lengra!
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar