Biblían er spennandi bók Solveig Lára Guðmundsdóttir skrifar 23. maí 2015 07:00 Það er alltaf spennandi tilfinning að byrja á nýrri bók. Tilfinningin jafnast á við að nýr heimur sé að opnast með áður óþekktu fólki og umhverfi sem við höfum aldrei séð fyrr. Við byrjum á byrjuninni og smám saman kynnumst við lífi persónanna þar til síðasta blaðsíðan er lesin. Þannig er ferill bóklesturs okkar í langflestum tilfellum. Þannig er því þó ekki farið um sjálfa bók bókanna, Biblíuna, en í ár er elsta félag landsins Hið íslenska Biblíufélag 200 ára gamalt. Biblían skiptist í tvo meginhluta, Gamla testamentið þar sem eru 39 bækur og Nýja testamentið þar sem eru 27 bækur. Þetta er heilt bókasafn. Bækur Biblíunnar eru skrifaðar á löngum tíma af mörgu fólki, væntanlega bæði konum og körlum, sem miðla okkur hvernig fólk upplifir handleiðslu Guðs í lífinu. Bækur Gamla testamentisins hafa ólík bókmenntaform. Þar eru fjölskyldusögur, ljóð og spádómar. Nýja testamentið segir frá lífi, starfi, dauða og upprisu Jesú og hvernig fyrsta kristna fólkið fór að því að feta sig í lífinu eftir að hin nýja trú fór að breiðast út. Í því eru líka sendibréf til fyrstu safnaðanna þar sem inntaki trúarinnar er lýst. Í guðspjöllunum er frásaga af Jesú þar sem hann birtist lærisveinum sínum upprisinn á uppstigningardag. Þá kallaði hann vini sína til sín og fól þeim mikilvægt hlutverk, að fara út um allan heim, skíra fólk og kenna því allt það sem hann hafði kennt þeim. Þessu boði fylgdi loforð um að hann skyldi vera með þeim allt til enda veraldarinnar. Þetta var fólk sem tók hlutverk sitt alvarlega, fór út um allan heim og sagði fólki frá, síðan sagði næsta kynslóð börnum sínum frá og þannig hefur boðskapur Jesú um kærleikann borist frá einni kynslóð til annarrar allt til dagsins í dag. Orð Biblíunnar eru mismikilvæg. Allra mikilvægustu orðin eru orð Jesú. Davíðssálmarnir í Gamla testamentinu eru líka mjög mikilvægir af því að þeir voru bænabók Jesú og hann vitnar oft í þá. Við sem þekkjum boðskap Jesú berum mikla ábyrgð á því að koma boðskapnum áfram. Grundvöllur þekkingar okkar á Guði er í Biblíunni. Þess vegna er svo mikilvægt að við lesum í henni og þá þarf ekki að byrja á fyrstu blaðsíðu. Þegar við byrjum að lesa Biblíuna, er best að kynna sér hvert rit fyrir sig, skoða hvers eðlis ritið er og frá hvað tíma. Svo getum við lesið það sem okkur finnst mest spennandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Það er alltaf spennandi tilfinning að byrja á nýrri bók. Tilfinningin jafnast á við að nýr heimur sé að opnast með áður óþekktu fólki og umhverfi sem við höfum aldrei séð fyrr. Við byrjum á byrjuninni og smám saman kynnumst við lífi persónanna þar til síðasta blaðsíðan er lesin. Þannig er ferill bóklesturs okkar í langflestum tilfellum. Þannig er því þó ekki farið um sjálfa bók bókanna, Biblíuna, en í ár er elsta félag landsins Hið íslenska Biblíufélag 200 ára gamalt. Biblían skiptist í tvo meginhluta, Gamla testamentið þar sem eru 39 bækur og Nýja testamentið þar sem eru 27 bækur. Þetta er heilt bókasafn. Bækur Biblíunnar eru skrifaðar á löngum tíma af mörgu fólki, væntanlega bæði konum og körlum, sem miðla okkur hvernig fólk upplifir handleiðslu Guðs í lífinu. Bækur Gamla testamentisins hafa ólík bókmenntaform. Þar eru fjölskyldusögur, ljóð og spádómar. Nýja testamentið segir frá lífi, starfi, dauða og upprisu Jesú og hvernig fyrsta kristna fólkið fór að því að feta sig í lífinu eftir að hin nýja trú fór að breiðast út. Í því eru líka sendibréf til fyrstu safnaðanna þar sem inntaki trúarinnar er lýst. Í guðspjöllunum er frásaga af Jesú þar sem hann birtist lærisveinum sínum upprisinn á uppstigningardag. Þá kallaði hann vini sína til sín og fól þeim mikilvægt hlutverk, að fara út um allan heim, skíra fólk og kenna því allt það sem hann hafði kennt þeim. Þessu boði fylgdi loforð um að hann skyldi vera með þeim allt til enda veraldarinnar. Þetta var fólk sem tók hlutverk sitt alvarlega, fór út um allan heim og sagði fólki frá, síðan sagði næsta kynslóð börnum sínum frá og þannig hefur boðskapur Jesú um kærleikann borist frá einni kynslóð til annarrar allt til dagsins í dag. Orð Biblíunnar eru mismikilvæg. Allra mikilvægustu orðin eru orð Jesú. Davíðssálmarnir í Gamla testamentinu eru líka mjög mikilvægir af því að þeir voru bænabók Jesú og hann vitnar oft í þá. Við sem þekkjum boðskap Jesú berum mikla ábyrgð á því að koma boðskapnum áfram. Grundvöllur þekkingar okkar á Guði er í Biblíunni. Þess vegna er svo mikilvægt að við lesum í henni og þá þarf ekki að byrja á fyrstu blaðsíðu. Þegar við byrjum að lesa Biblíuna, er best að kynna sér hvert rit fyrir sig, skoða hvers eðlis ritið er og frá hvað tíma. Svo getum við lesið það sem okkur finnst mest spennandi.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar