Beggja vegna borðsins? Ásta Rut Jónasdóttir skrifar 23. maí 2015 07:00 Miklar kröfur eru gerðar til lífeyrissjóðanna í landinu. Það er eðlilegt. Við eigum að gera miklar kröfur til þeirra. Það er líka eðlilegt að skoða hvaða kröfur við eigum að gera til þeirra og hvaða kröfur við eigum ekki, getum ekki og megum ekki gera til þeirra. Í lögum um lífeyrissjóði er hlutverk þeirra skilgreint: Að taka við iðgjöldum sjóðfélaga, ávaxta þau og greiða sjóðfélögum út lífeyri að lokinni starfsævi. Annað er ekki hlutverk lífeyrissjóðanna. Í lögunum um lífeyrissjóðina eru ströng ákvæði um hvernig þeir mega og geta fjárfest til að ávaxta fé sjóðfélaganna. Þar eru líka ströng ákvæði um hvernig eftirliti skuli háttað með starfsemi þeirra. Íslensku lífeyrissjóðunum hefur tekist vel að ávaxta fé sjóðfélaganna þegar á heildina er litið. Sem dæmi má nefna að Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur á undanförnum 20 árum skilað að meðaltali 4,7% raunávöxtun á ári.Vinna samkvæmt ströngum reglum Af sjálfu leiðir að margvísleg önnur lög í landinu eiga líka við, þegar kemur að starfi lífeyrissjóða, að gefnu tilefni vil ég hér nefna sérstaklega hlutafélagalög. Tilefnið er, að í þeirri samfélagsólgu sem verið hefur á Íslandi undanfarnar vikur og mánuði hefur nokkrum sinnum borið við að sú krafa hefur verið sett fram að lífeyrissjóðirnir gerist beinir þátttakendur í rekstri þeirra fyrirtækja, sem þeir hafa fjárfest í og móti launastefnu þeirra, ákvarði jafnvel laun starfsmanna fyrirtækjanna allt frá þeim lægst launuðu til forstjóranna. Þetta eiga víst fulltrúar stéttarfélaganna í stjórn lífeyrissjóðanna að gera. Í þessari kröfu felst að gert er ráð fyrir að stéttarfélögin skipi fulltrúa í stjórnir allra lífeyrissjóðanna og ráði þar allri stefnumótun og ákvarðanatöku. Í úttekt Viðskiptablaðs Morgunblaðsins 23. apríl kemur m.a. fram að stéttarfélögin eiga ekki fulltrúa nema í minnihluta sjóðanna, 28 stjórnarmenn af 119 alls í 19 stærstu sjóðunum. Þegar af þessari ástæðu einni saman er ljóst að þessi krafa er óraunhæf. Þá er mikilvægt að skoða hvers konar umhverfi við værum í, ef lífeyrissjóðirnir gætu ákvarðað launakjör starfsmanna þeirra fyrirtækja, sem þeir fjárfesta í. Látum liggja á milli hluta að stéttarfélög og Samtök atvinnulífsins fara með samningsumboð í kjarasamningum. Það væri andstætt starfsreglum, góðum stjórnarháttum og beinlínis ólögmætt ef hluthafi gæti hlutast til um daglegan rekstur fyrirtækis. Hlutafélagalögin kveða skýrt á um að stjórnarmenn hlutafélaga séu ábyrgir gerða sinna, sjálfstæðir og með öllu er óheimilt að skipa þeim fyrir verkum, enda er skylda hvers og eins stjórnarmanns að gæta hagsmuna allra hluthafa, ekki bara sumra. Lífeyrissjóður verzlunarmanna (og flestir aðrir lífeyrissjóðir) kemur hins vegar áherslum sínum og stefnu á framfæri við stjórnir hlutafélaga með því að kynna þeim bréflega hluthafastefnu sjóðsins, sem jafnframt er aðgengileg á vef sjóðsins.Misskilningur álitsgjafa Þá er líka vert að vekja athygli á að í þessari umræðu er oftast gert mun meira úr mögulegum áhrifum lífeyrissjóðanna en raunin gæti verið. Það er gert með því að ætla sjóðunum að eiga mun meira í íslensku atvinnulífi en raunin er. Menn birta því gjarnan eingöngu upplýsingar um samanlagða eignarhluti þeirra í skráðum fyrirtækjum, en sleppa öllu öðru. Þá er horft fram hjá mörgum staðreyndum. Hin fyrsta er að sjóðirnir starfa sjálfstætt, enda væri það í hróplegri andstöðu við samkeppnislög, ef þeir ættu samstarf um hlutafjáreign sína. Í öðru lagi er horft fram hjá því, hve mikill meirihluti atvinnulífsins – og þar með starfsfólks á vinnumarkaði – er utan áhrifa eignarhalds lífeyrissjóðanna. Þar má nefna nær allan sjávarútveginn, allan iðnað í landinu, alla stóriðju, nær alla orkuframleiðslu, verslun aðra en stóru matvörukeðjurnar, fjölmiðla svo það helsta sé nefnt. Engar forsendur eru til að gera þá kröfu til stéttarfélaga að þau ákveði launakjör í landinu í krafti fulltrúa sinna í stjórnum lífeyrissjóða. Það gengi engan veginn upp og væri hrein fásinna enda væri það andstætt starfsreglum, góðum stjórnarháttum og beinlínis ólögmætt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Miklar kröfur eru gerðar til lífeyrissjóðanna í landinu. Það er eðlilegt. Við eigum að gera miklar kröfur til þeirra. Það er líka eðlilegt að skoða hvaða kröfur við eigum að gera til þeirra og hvaða kröfur við eigum ekki, getum ekki og megum ekki gera til þeirra. Í lögum um lífeyrissjóði er hlutverk þeirra skilgreint: Að taka við iðgjöldum sjóðfélaga, ávaxta þau og greiða sjóðfélögum út lífeyri að lokinni starfsævi. Annað er ekki hlutverk lífeyrissjóðanna. Í lögunum um lífeyrissjóðina eru ströng ákvæði um hvernig þeir mega og geta fjárfest til að ávaxta fé sjóðfélaganna. Þar eru líka ströng ákvæði um hvernig eftirliti skuli háttað með starfsemi þeirra. Íslensku lífeyrissjóðunum hefur tekist vel að ávaxta fé sjóðfélaganna þegar á heildina er litið. Sem dæmi má nefna að Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur á undanförnum 20 árum skilað að meðaltali 4,7% raunávöxtun á ári.Vinna samkvæmt ströngum reglum Af sjálfu leiðir að margvísleg önnur lög í landinu eiga líka við, þegar kemur að starfi lífeyrissjóða, að gefnu tilefni vil ég hér nefna sérstaklega hlutafélagalög. Tilefnið er, að í þeirri samfélagsólgu sem verið hefur á Íslandi undanfarnar vikur og mánuði hefur nokkrum sinnum borið við að sú krafa hefur verið sett fram að lífeyrissjóðirnir gerist beinir þátttakendur í rekstri þeirra fyrirtækja, sem þeir hafa fjárfest í og móti launastefnu þeirra, ákvarði jafnvel laun starfsmanna fyrirtækjanna allt frá þeim lægst launuðu til forstjóranna. Þetta eiga víst fulltrúar stéttarfélaganna í stjórn lífeyrissjóðanna að gera. Í þessari kröfu felst að gert er ráð fyrir að stéttarfélögin skipi fulltrúa í stjórnir allra lífeyrissjóðanna og ráði þar allri stefnumótun og ákvarðanatöku. Í úttekt Viðskiptablaðs Morgunblaðsins 23. apríl kemur m.a. fram að stéttarfélögin eiga ekki fulltrúa nema í minnihluta sjóðanna, 28 stjórnarmenn af 119 alls í 19 stærstu sjóðunum. Þegar af þessari ástæðu einni saman er ljóst að þessi krafa er óraunhæf. Þá er mikilvægt að skoða hvers konar umhverfi við værum í, ef lífeyrissjóðirnir gætu ákvarðað launakjör starfsmanna þeirra fyrirtækja, sem þeir fjárfesta í. Látum liggja á milli hluta að stéttarfélög og Samtök atvinnulífsins fara með samningsumboð í kjarasamningum. Það væri andstætt starfsreglum, góðum stjórnarháttum og beinlínis ólögmætt ef hluthafi gæti hlutast til um daglegan rekstur fyrirtækis. Hlutafélagalögin kveða skýrt á um að stjórnarmenn hlutafélaga séu ábyrgir gerða sinna, sjálfstæðir og með öllu er óheimilt að skipa þeim fyrir verkum, enda er skylda hvers og eins stjórnarmanns að gæta hagsmuna allra hluthafa, ekki bara sumra. Lífeyrissjóður verzlunarmanna (og flestir aðrir lífeyrissjóðir) kemur hins vegar áherslum sínum og stefnu á framfæri við stjórnir hlutafélaga með því að kynna þeim bréflega hluthafastefnu sjóðsins, sem jafnframt er aðgengileg á vef sjóðsins.Misskilningur álitsgjafa Þá er líka vert að vekja athygli á að í þessari umræðu er oftast gert mun meira úr mögulegum áhrifum lífeyrissjóðanna en raunin gæti verið. Það er gert með því að ætla sjóðunum að eiga mun meira í íslensku atvinnulífi en raunin er. Menn birta því gjarnan eingöngu upplýsingar um samanlagða eignarhluti þeirra í skráðum fyrirtækjum, en sleppa öllu öðru. Þá er horft fram hjá mörgum staðreyndum. Hin fyrsta er að sjóðirnir starfa sjálfstætt, enda væri það í hróplegri andstöðu við samkeppnislög, ef þeir ættu samstarf um hlutafjáreign sína. Í öðru lagi er horft fram hjá því, hve mikill meirihluti atvinnulífsins – og þar með starfsfólks á vinnumarkaði – er utan áhrifa eignarhalds lífeyrissjóðanna. Þar má nefna nær allan sjávarútveginn, allan iðnað í landinu, alla stóriðju, nær alla orkuframleiðslu, verslun aðra en stóru matvörukeðjurnar, fjölmiðla svo það helsta sé nefnt. Engar forsendur eru til að gera þá kröfu til stéttarfélaga að þau ákveði launakjör í landinu í krafti fulltrúa sinna í stjórnum lífeyrissjóða. Það gengi engan veginn upp og væri hrein fásinna enda væri það andstætt starfsreglum, góðum stjórnarháttum og beinlínis ólögmætt.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun