Neytendur eiga rétt á daglegu lífi án eiturefna 22. maí 2015 07:00 Börnin okkar eru með miklu meira magn af eiturefnum í blóðinu en nokkur önnur kynslóð hingað til. Ekki er séð fyrir um hverjar afleiðingarnar verða. Daglegt líf án eiturefna er lýðheilsumál. Aðgerðir gegn hormónatruflandi efnum eru ekki síður mikilvægar en aðgerðir gegn öðrum eiturefnum á við tóbak og áfengi. Þess vegna beitir Norðurlandaráð sér fyrir því að aflað verði meiri þekkingar og reglur hertar um efni og efnavörur í daglegu lífi fólks. Löggjöf Evrópusambandsins um efni og efnavörur, REACH, gildir á öllum Norðurlöndunum. Þar að auki hefur ESB sett ýmsar aðrar reglur um notkun efna og efnavara. Löndin hafa því hvert um sig takmarkað svigrúm til að setja sér reglur um efni og efnavörur. Á sjö árum hefur ESB ekki tekið nema tuttugu og tvö efni (af mörg hundruð) úr umferð sem skilgreind eru sem hormónatruflandi. Eins hefur framkvæmdastjórn ESB látið undir höfuð leggjast að efna gefin loforð um að leggja fram viðmið og reglur um prófanir á hormónatruflandi efnum. Þess vegna er brýnt að Norðurlöndin grípi til sameiginlegra aðgerða til að vernda almenning gegn skaðlegum efnum og efnavörum sem fólk kemst í snertingu við á degi hverjum.Neytendur treysta stjórnvöldum Traust til opinberra yfirvalda er eitt af því sem einkennir íbúa Norðurlandanna. Norrænir neytendur hafa trú á því að óhætt sé að nota vörur sem þeir kaupa í verslunum. Greining sem norska neytendaráðið lét gera á síðasta ári er aðeins ein af mörgum rannsóknum sem sýna að yfirvöld eru ekki traustsins verð. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin óttast að sjúkdómar sem eru í hröðum vexti tengist efnum sem við komumst í snertingu við. Eitrunaráhrif á fóstur geta verið dulin þangað til síðar á ævinni og koma í versta falli ekki fram fyrr en hjá næstu kynslóðum. Leikföng sem við gefum börnum geta innihaldið hormónatruflandi efni sem valdið geta hegðunarvanda og athyglisbresti með ofvirkni (ADHD). Hlaupabuxur sem við skokkum í til að halda líkamsþyngdinni í skefjum geta innihaldið eiturefni sem auka hættu á offitu og sykursýki 2. Sólarvarnarefni sem við berum á okkur til að verjast húðkrabbameini geta innihaldið efni sem auka hættu á ýmsum tegundum krabbameins. Árlegur kostnaður ESB-landanna vegna óvinnufærni og aukinna útgjalda til heilbrigðismála, sem rekja má til hormónatruflandi efna, nemur a.m.k. 4,5 milljörðum danskra króna. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem gerð var á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar.Kokteiláhrifin Fyrir hálfri öld voru efni og efnavörur í blóði okkar innan við tíu en nú skipta þau efni hundruðum sem renna í blóðinu um æðar okkar. Þrátt fyrir áralangar rannsóknir og vinnu við að skrá umfang og áhrif þessara efna er ýmsum spurningum enn ósvarað. Hið sama á við um lög og reglugerðir þó málið hafi verið í brennidepli stjórnmálanna um alllangt skeið. Norrænir neytendur treysta því að stjórnvöld verji þá gegn skaðlegum áhrifum en yfirvöld í löndunum eru oft lítils megnug í hnattvæddum heimi. Norðurlöndin hafa hvert um sig takmarkað athafnafrelsi til að setja sér reglur um efni og efnavörur, Því viljum við í Norðurlandaráði hvetja ríkisstjórnir landanna til að vinna markvisst saman að strangari reglum um efni og efnavörur í daglegu lífi fólks. Alþjóðlegt samstarf um eftirlit er afar brýnt í því skyni að verja neytendur gegn skaðlegum efnum sem valda kokteiláhrifum sem við þekkjum ekki afleiðingarnar af. Þegar upplýsingar skortir um tiltekin kokteiláhrif ber að hafa hugfast að málið hefur kannski ekki verið nægilega rannsakað frekar en draga þá ályktun að umrætt magn efnanna sé ekki skaðlegt. Hafa ber varúðarregluna í heiðri þegar um er að ræða almennar vörur sem meirihluti almennings notar á degi hverjum.Norðurlandaráð vill innleiða varúðarregluna Norðurlandaráð sendi frá sér yfirlýsingu í lok mars sl. þar sem Framkvæmdastjórn ESB er hvött til að herða reglugerðir um hormónatruflandi efni. Við teljum að ESB eigi að leggja fram tillögu hið fyrsta um almenn viðmið fyrir greiningu á hormónatruflandi efnum. Norðurlandaráð vill innleiða prófanir á efnum í því skyni að mæla hormónatruflandi áhrif þeirra, þar á meðal kokteiláhrif. Við teljum ennfremur að ESB verði að breyta löggjöfinni um efni og efnavörur eftir því sem við á þannig að hún nái einnig til efna sem geta verið hormónatruflandi. Efni á skrá REACH-löggjafar ESB um hættuleg efni og efnavörur ber að taka tafarlaust úr umferð. Norðurlandaþjóðirnar hafa löngum unnið ötullega að rannsóknum á áhrifum efna og efnavara og þróun laga og reglugerða þar að lútandi, ekki einungis innan ramma ESB heldur einnig á vettvangi Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) og Sameinuðu þjóðanna. Norðurlöndin geta gegnt mikilvægu hlutverki við að bæta alþjóðlegar reglur um hættuleg efni sem ekki er að finna í gildandi samningum. Við teljum að Norðurlöndin eigi að taka forystuna og leggjast á eitt um að innleiða varúðarregluna um efni og efnavörur sem ekki er fjallað um í REACH-löggjöfinni.Rannsóknir verði samhæfðar Norrænt samstarf á einnig að stuðla að því að upplýsingar um efni og efnavörur verði aðgengilegri. Virkur þrýstingur upplýstra neytenda en einnig vandaðar og fullnægjandi rannsóknir eru forsenda þess að reglur verði hertar. Eins og staðan er nú skortir þekkingu á áhrifum efnanna, meðal annars vegna þess hve rannsóknarumhverfi landanna eru smá í sniðum. Norðurlöndin hafa þróað kerfi til að samhæfa rannsóknir með það fyrir augum að stækka rannsóknarverkefni. Því eru góðar forsendur fyrir því að efla norrænt samstarf um rannsóknir á hormónatruflandi efnum og þess vegna höfum við skrifað rannsóknaráðum landanna og hvatt til þess að rannsóknasamstarf verði eflt, til að mynda á vettvangi NordForsk þar sem þróað hefur verið hentugt kerfi til að samhæfa rannsóknir í norrænu samstarfi. Sá fjöldi eiturefna sem almennir neytendur komast daglega í snertingu við er óásættanlegur. Ríkisstjórnir Norðurlandanna verða að geta sýnt fram á að þær séu verðugar trausts neytenda, meðal annars með því að vinna markvisst saman að því að herða reglur um efni og efnavörur í daglegu lífi fólks. Hvert land um sig er léttvægt á evrópskum eða alþjóðlegum vettvangi en samanlagt eru íbúar Norðurlandanna um 26 milljónir. Sameinuð höfum við miklu betri vonir um að geta tryggt norrænum neytendum daglegt líf án eiturefna eins og þeir eiga heimtingu á.Fyrir hönd Norðurlandaráðs sem er formlegur vettvangur þingmannasamstarfs Norðurlanda:Elin Hirst, borgara- og neytendanefnd (Íslandi)Knut Storberget, borgara- og neytendanefnd (Noregi)Annicka Engblom, formaður borgara- og neytendanefndar (Svíþjóð)Christina Gestrin, formaður umhverfis- og náttúruauðlindanefndar (Finnlandi)Pyry Niemi, formaður efnahags- og viðskiptanefndar (Svíþjóð) Yfirlýsing Norðurlandaráðs 26. mars 2015 um að herða löggjöf um hormónatruflandi efni:https://www.norden.org/is/a-doefinni/frettir/yfirlysing-nordurlandarad-kallar-eftir-daglegu-lifi-an-eiturefna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Börnin okkar eru með miklu meira magn af eiturefnum í blóðinu en nokkur önnur kynslóð hingað til. Ekki er séð fyrir um hverjar afleiðingarnar verða. Daglegt líf án eiturefna er lýðheilsumál. Aðgerðir gegn hormónatruflandi efnum eru ekki síður mikilvægar en aðgerðir gegn öðrum eiturefnum á við tóbak og áfengi. Þess vegna beitir Norðurlandaráð sér fyrir því að aflað verði meiri þekkingar og reglur hertar um efni og efnavörur í daglegu lífi fólks. Löggjöf Evrópusambandsins um efni og efnavörur, REACH, gildir á öllum Norðurlöndunum. Þar að auki hefur ESB sett ýmsar aðrar reglur um notkun efna og efnavara. Löndin hafa því hvert um sig takmarkað svigrúm til að setja sér reglur um efni og efnavörur. Á sjö árum hefur ESB ekki tekið nema tuttugu og tvö efni (af mörg hundruð) úr umferð sem skilgreind eru sem hormónatruflandi. Eins hefur framkvæmdastjórn ESB látið undir höfuð leggjast að efna gefin loforð um að leggja fram viðmið og reglur um prófanir á hormónatruflandi efnum. Þess vegna er brýnt að Norðurlöndin grípi til sameiginlegra aðgerða til að vernda almenning gegn skaðlegum efnum og efnavörum sem fólk kemst í snertingu við á degi hverjum.Neytendur treysta stjórnvöldum Traust til opinberra yfirvalda er eitt af því sem einkennir íbúa Norðurlandanna. Norrænir neytendur hafa trú á því að óhætt sé að nota vörur sem þeir kaupa í verslunum. Greining sem norska neytendaráðið lét gera á síðasta ári er aðeins ein af mörgum rannsóknum sem sýna að yfirvöld eru ekki traustsins verð. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin óttast að sjúkdómar sem eru í hröðum vexti tengist efnum sem við komumst í snertingu við. Eitrunaráhrif á fóstur geta verið dulin þangað til síðar á ævinni og koma í versta falli ekki fram fyrr en hjá næstu kynslóðum. Leikföng sem við gefum börnum geta innihaldið hormónatruflandi efni sem valdið geta hegðunarvanda og athyglisbresti með ofvirkni (ADHD). Hlaupabuxur sem við skokkum í til að halda líkamsþyngdinni í skefjum geta innihaldið eiturefni sem auka hættu á offitu og sykursýki 2. Sólarvarnarefni sem við berum á okkur til að verjast húðkrabbameini geta innihaldið efni sem auka hættu á ýmsum tegundum krabbameins. Árlegur kostnaður ESB-landanna vegna óvinnufærni og aukinna útgjalda til heilbrigðismála, sem rekja má til hormónatruflandi efna, nemur a.m.k. 4,5 milljörðum danskra króna. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem gerð var á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar.Kokteiláhrifin Fyrir hálfri öld voru efni og efnavörur í blóði okkar innan við tíu en nú skipta þau efni hundruðum sem renna í blóðinu um æðar okkar. Þrátt fyrir áralangar rannsóknir og vinnu við að skrá umfang og áhrif þessara efna er ýmsum spurningum enn ósvarað. Hið sama á við um lög og reglugerðir þó málið hafi verið í brennidepli stjórnmálanna um alllangt skeið. Norrænir neytendur treysta því að stjórnvöld verji þá gegn skaðlegum áhrifum en yfirvöld í löndunum eru oft lítils megnug í hnattvæddum heimi. Norðurlöndin hafa hvert um sig takmarkað athafnafrelsi til að setja sér reglur um efni og efnavörur, Því viljum við í Norðurlandaráði hvetja ríkisstjórnir landanna til að vinna markvisst saman að strangari reglum um efni og efnavörur í daglegu lífi fólks. Alþjóðlegt samstarf um eftirlit er afar brýnt í því skyni að verja neytendur gegn skaðlegum efnum sem valda kokteiláhrifum sem við þekkjum ekki afleiðingarnar af. Þegar upplýsingar skortir um tiltekin kokteiláhrif ber að hafa hugfast að málið hefur kannski ekki verið nægilega rannsakað frekar en draga þá ályktun að umrætt magn efnanna sé ekki skaðlegt. Hafa ber varúðarregluna í heiðri þegar um er að ræða almennar vörur sem meirihluti almennings notar á degi hverjum.Norðurlandaráð vill innleiða varúðarregluna Norðurlandaráð sendi frá sér yfirlýsingu í lok mars sl. þar sem Framkvæmdastjórn ESB er hvött til að herða reglugerðir um hormónatruflandi efni. Við teljum að ESB eigi að leggja fram tillögu hið fyrsta um almenn viðmið fyrir greiningu á hormónatruflandi efnum. Norðurlandaráð vill innleiða prófanir á efnum í því skyni að mæla hormónatruflandi áhrif þeirra, þar á meðal kokteiláhrif. Við teljum ennfremur að ESB verði að breyta löggjöfinni um efni og efnavörur eftir því sem við á þannig að hún nái einnig til efna sem geta verið hormónatruflandi. Efni á skrá REACH-löggjafar ESB um hættuleg efni og efnavörur ber að taka tafarlaust úr umferð. Norðurlandaþjóðirnar hafa löngum unnið ötullega að rannsóknum á áhrifum efna og efnavara og þróun laga og reglugerða þar að lútandi, ekki einungis innan ramma ESB heldur einnig á vettvangi Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) og Sameinuðu þjóðanna. Norðurlöndin geta gegnt mikilvægu hlutverki við að bæta alþjóðlegar reglur um hættuleg efni sem ekki er að finna í gildandi samningum. Við teljum að Norðurlöndin eigi að taka forystuna og leggjast á eitt um að innleiða varúðarregluna um efni og efnavörur sem ekki er fjallað um í REACH-löggjöfinni.Rannsóknir verði samhæfðar Norrænt samstarf á einnig að stuðla að því að upplýsingar um efni og efnavörur verði aðgengilegri. Virkur þrýstingur upplýstra neytenda en einnig vandaðar og fullnægjandi rannsóknir eru forsenda þess að reglur verði hertar. Eins og staðan er nú skortir þekkingu á áhrifum efnanna, meðal annars vegna þess hve rannsóknarumhverfi landanna eru smá í sniðum. Norðurlöndin hafa þróað kerfi til að samhæfa rannsóknir með það fyrir augum að stækka rannsóknarverkefni. Því eru góðar forsendur fyrir því að efla norrænt samstarf um rannsóknir á hormónatruflandi efnum og þess vegna höfum við skrifað rannsóknaráðum landanna og hvatt til þess að rannsóknasamstarf verði eflt, til að mynda á vettvangi NordForsk þar sem þróað hefur verið hentugt kerfi til að samhæfa rannsóknir í norrænu samstarfi. Sá fjöldi eiturefna sem almennir neytendur komast daglega í snertingu við er óásættanlegur. Ríkisstjórnir Norðurlandanna verða að geta sýnt fram á að þær séu verðugar trausts neytenda, meðal annars með því að vinna markvisst saman að því að herða reglur um efni og efnavörur í daglegu lífi fólks. Hvert land um sig er léttvægt á evrópskum eða alþjóðlegum vettvangi en samanlagt eru íbúar Norðurlandanna um 26 milljónir. Sameinuð höfum við miklu betri vonir um að geta tryggt norrænum neytendum daglegt líf án eiturefna eins og þeir eiga heimtingu á.Fyrir hönd Norðurlandaráðs sem er formlegur vettvangur þingmannasamstarfs Norðurlanda:Elin Hirst, borgara- og neytendanefnd (Íslandi)Knut Storberget, borgara- og neytendanefnd (Noregi)Annicka Engblom, formaður borgara- og neytendanefndar (Svíþjóð)Christina Gestrin, formaður umhverfis- og náttúruauðlindanefndar (Finnlandi)Pyry Niemi, formaður efnahags- og viðskiptanefndar (Svíþjóð) Yfirlýsing Norðurlandaráðs 26. mars 2015 um að herða löggjöf um hormónatruflandi efni:https://www.norden.org/is/a-doefinni/frettir/yfirlysing-nordurlandarad-kallar-eftir-daglegu-lifi-an-eiturefna
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun