Skoðun

Treystu mér!

Guðmundur Örn Jónsson skrifar
Ísland, ásamt flestum vestrænum ríkjum, er aðili að Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD) sem hefur það að markmiði að auka hagsæld aðildarlanda sinna. OECD er þeirrar skoðunar að ójöfnuður minnki bæði traust á stjórnmálamönnum og hagsæld og var það umfjöllunarefni árbókar stofnunarinnar á síðasta ári. Ekkert minnki traust þó meira en spilling.

OECD bendir á að þegar traust á stjórnmálamönnum sé eins lítið og nú höfði stefnumál sem bera sýnilegan ávöxt hratt sterkast til kjósenda. Gott innlent dæmi um slíkt mál er „Leiðréttingin“. Á sama tíma hafi kjósendur minni áhuga á stefnumálum sem beri ávöxt að löngum tíma liðnum, en færa má rök fyrir að aðild að Evrópusambandinu sé slíkt mál.

Nýleg skoðanakönnun MMR sýnir að traust á íslenskum stjórnmálamönnum er mjög lítið. Í ljósi umræðunnar í samfélaginu, t.d. um lekamálið og loforðs núverandi ráðherra um þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópusambandið sem ekki stendur til að efna, eru allar líkur á því að það traust aukist lítið á þeim tveimur árum sem eru til kosninga.

Raunsæir stjórnmálamenn taka mið af því umhverfi sem þeir starfa í. Til þess að ná árangri leggja þeir því áherslu á stefnumál sem bera sýnilegan ávöxt innan skamms tíma. Gott dæmi um slíkt stefnumál væri ráðstöfun auðlindaarðs beint til þjóðarinnar, líkt og gert er nú þegar í Alaska. Sérfræðingar áætla að með uppboði á kvóta og sæstreng til Evrópu gæti árlegur auðlindaarður numið á annað hundrað milljarða króna sem jafngildir nokkur hundruð þúsund krónum árlega á hvern lifandi Íslending. Ólíkt „Leiðréttingunni“ myndi sú aðgerð minnka ójöfnuð og stuðla að hagvexti.

Á nýliðnum landsfundi Samfylkingarinnar lagði undirritaður til framangreinda stefnu og var tekið sæmilega í málið. Betur má ef duga skal enda má efast um að flokkum sem láta bara nægja að biðja fólk um að treysta sér vegni vel í næstu kosningum.




Skoðun

Skoðun

Vertu drusla!

Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Skoðun

Ert þú drusla?

Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Sjá meira


×