Opið bréf til stjórnar HB Granda Hópur kvenna skrifar 21. maí 2015 07:00 Kæru stjórnendur HB Granda. Þessar línur eru sendar fyrir hönd hóps kvenna á Akranesi, sem kvíða því mjög að á næstu dögum verði tekin óafturkræf ákvörðun vegna beiðni ykkar um að reisa á Akranesi eina allra stærstu, jafnvel stærstu verksmiðju sinnar tegundar í heiminum. Við fögnum því að HB Grandi hyggst fara í mikilvæga uppbyggingu á hafnarsvæðinu. Það er gleðiefni, nema að einu undanskildu: Í pakkanum er ætlunin að reisa þurrkunaraðstöðu í um 4.500 fermetra húsnæði fyrir fiskhausa og jafnvel þurrkun á loðnu og er það nokkuð sem sannarlega á ekki að vera nálægt íbúðabyggð. Að minnsta kosti dettur engum lengur í hug að bjóða Reykvíkingum, Seltirningum eða íbúum Mosfellsbæjar upp á slíkar trakteringar. Þar myndi þetta, árið 2015, aldrei verða leyft. Eða hvað haldið þið? Fjárfesting ykkar vegna uppbyggingar hausaþurrkunarinnar er upp á mörg hundruð milljónir króna. Væri ekki skynsamlegra að þeim fjármunum yrði varið á þeim stað sem sátt ríkir um starfsemina, nóg er landrýmið? Akurnesingar hafa hörmulega reynslu af Laugafiski hf. sem hefur verið hér síðan 2003 en í ykkar eigu sl. tæp tvö ár. Starfsleyfið rennur út í febrúar á næsta ári og var það von okkar að verksmiðjan yrði flutt fjær íbúðabyggð. Í stað þessa á nú að stækka og auka framleiðsluna, og þar með meira en þrefalda hana, úr 170 tonnum í 600 tonn á viku. „Fyrr má nú rota en dauðrota.“ Næstu íbúðarhús eru innan við tvö hundruð metra frá verksmiðjunni. Í skýrslu sem bæjaryfirvöld fengu VSÓ Ráðgjöf til að vinna varðandi starfsemina, kemur auðvitað í ljós að verksmiðja af þessu tagi verður aldrei lyktarlaus, þótt allri núverandi tæknikunnáttu verði beitt. Skýrsluhöfundar eru greinilega ekki tilbúnir að segja í skýrslunni hvað lyktin verður mikil, því þá þarf að standa við þau orð.Þefurinn á nýjar lendur Það sem verra er, að samkvæmt veðurfarsspám, svokölluðum vindrósum sem skilmerkilega eru tíundaðar í skýrslunni, sést að þefurinn mun færa sig á nýjar lendur og er þá kirkjan okkar, sjúkrahúsið og nýja torgið, að ógleymdum Jaðarsbökkum útsett fyrir lyktinni á góðviðrisdögum í hægum sunnanáttum. Þurfum við í alvörunni að sætta okkur við það að húseignir í ákveðnum bæjarhluta séu verðfelldar áfram, þótt ekki sé rætt um þá andlegu vansæld sem þessari skítalykt fylgir? Unga fólkið í dag vill ekki búa við þessi skilyrði; þetta er algjör tímaskekkja að okkar mati. Stjórnendur HB Granda! Við skorum á ykkur að finna aðra staðsetningu fyrir hausaþurrkun ykkar, í samráði við bæjaryfirvöld og í sátt og samlyndi við alla bæjarbúa, þar sem framleiðslan hvorki skaðar né angrar íbúa Akraness. Við trúum því og treystum að hentugri staður finnist fyrir þurrkunina sem getur verið hvar sem er í hæfilegri fjarlægð frá íbúðabyggð, ef að er gáð, og við erum tilbúin í þá vinnu með ykkur. Í okkar hópi er bráðsnjallt fólk sem er vant að finna lausnir í erfiðum málum. Verum víðsýn og reynum að læra af reynslunni. Með metnaðarfullum óskum um að fyrirtækið stækki og blómstri á Akranesi. Valey Benediktsdóttir, Anna Guðrún Ahlbrecht, Guðrún Bragadóttir, Gerður Jóhannsdóttir, Þura Hreinsdóttir, Árný Örnólfsdóttir, Ellen Óttarsdóttir, Ingibjörg Finnbogadóttir, Katla María Ketilsdóttir, Brynhildur Björnsdóttir, Lilja Guðmundsdóttir, Ragna Kristinsdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Kæru stjórnendur HB Granda. Þessar línur eru sendar fyrir hönd hóps kvenna á Akranesi, sem kvíða því mjög að á næstu dögum verði tekin óafturkræf ákvörðun vegna beiðni ykkar um að reisa á Akranesi eina allra stærstu, jafnvel stærstu verksmiðju sinnar tegundar í heiminum. Við fögnum því að HB Grandi hyggst fara í mikilvæga uppbyggingu á hafnarsvæðinu. Það er gleðiefni, nema að einu undanskildu: Í pakkanum er ætlunin að reisa þurrkunaraðstöðu í um 4.500 fermetra húsnæði fyrir fiskhausa og jafnvel þurrkun á loðnu og er það nokkuð sem sannarlega á ekki að vera nálægt íbúðabyggð. Að minnsta kosti dettur engum lengur í hug að bjóða Reykvíkingum, Seltirningum eða íbúum Mosfellsbæjar upp á slíkar trakteringar. Þar myndi þetta, árið 2015, aldrei verða leyft. Eða hvað haldið þið? Fjárfesting ykkar vegna uppbyggingar hausaþurrkunarinnar er upp á mörg hundruð milljónir króna. Væri ekki skynsamlegra að þeim fjármunum yrði varið á þeim stað sem sátt ríkir um starfsemina, nóg er landrýmið? Akurnesingar hafa hörmulega reynslu af Laugafiski hf. sem hefur verið hér síðan 2003 en í ykkar eigu sl. tæp tvö ár. Starfsleyfið rennur út í febrúar á næsta ári og var það von okkar að verksmiðjan yrði flutt fjær íbúðabyggð. Í stað þessa á nú að stækka og auka framleiðsluna, og þar með meira en þrefalda hana, úr 170 tonnum í 600 tonn á viku. „Fyrr má nú rota en dauðrota.“ Næstu íbúðarhús eru innan við tvö hundruð metra frá verksmiðjunni. Í skýrslu sem bæjaryfirvöld fengu VSÓ Ráðgjöf til að vinna varðandi starfsemina, kemur auðvitað í ljós að verksmiðja af þessu tagi verður aldrei lyktarlaus, þótt allri núverandi tæknikunnáttu verði beitt. Skýrsluhöfundar eru greinilega ekki tilbúnir að segja í skýrslunni hvað lyktin verður mikil, því þá þarf að standa við þau orð.Þefurinn á nýjar lendur Það sem verra er, að samkvæmt veðurfarsspám, svokölluðum vindrósum sem skilmerkilega eru tíundaðar í skýrslunni, sést að þefurinn mun færa sig á nýjar lendur og er þá kirkjan okkar, sjúkrahúsið og nýja torgið, að ógleymdum Jaðarsbökkum útsett fyrir lyktinni á góðviðrisdögum í hægum sunnanáttum. Þurfum við í alvörunni að sætta okkur við það að húseignir í ákveðnum bæjarhluta séu verðfelldar áfram, þótt ekki sé rætt um þá andlegu vansæld sem þessari skítalykt fylgir? Unga fólkið í dag vill ekki búa við þessi skilyrði; þetta er algjör tímaskekkja að okkar mati. Stjórnendur HB Granda! Við skorum á ykkur að finna aðra staðsetningu fyrir hausaþurrkun ykkar, í samráði við bæjaryfirvöld og í sátt og samlyndi við alla bæjarbúa, þar sem framleiðslan hvorki skaðar né angrar íbúa Akraness. Við trúum því og treystum að hentugri staður finnist fyrir þurrkunina sem getur verið hvar sem er í hæfilegri fjarlægð frá íbúðabyggð, ef að er gáð, og við erum tilbúin í þá vinnu með ykkur. Í okkar hópi er bráðsnjallt fólk sem er vant að finna lausnir í erfiðum málum. Verum víðsýn og reynum að læra af reynslunni. Með metnaðarfullum óskum um að fyrirtækið stækki og blómstri á Akranesi. Valey Benediktsdóttir, Anna Guðrún Ahlbrecht, Guðrún Bragadóttir, Gerður Jóhannsdóttir, Þura Hreinsdóttir, Árný Örnólfsdóttir, Ellen Óttarsdóttir, Ingibjörg Finnbogadóttir, Katla María Ketilsdóttir, Brynhildur Björnsdóttir, Lilja Guðmundsdóttir, Ragna Kristinsdóttir
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar