Opið bréf til stjórnar HB Granda Hópur kvenna skrifar 21. maí 2015 07:00 Kæru stjórnendur HB Granda. Þessar línur eru sendar fyrir hönd hóps kvenna á Akranesi, sem kvíða því mjög að á næstu dögum verði tekin óafturkræf ákvörðun vegna beiðni ykkar um að reisa á Akranesi eina allra stærstu, jafnvel stærstu verksmiðju sinnar tegundar í heiminum. Við fögnum því að HB Grandi hyggst fara í mikilvæga uppbyggingu á hafnarsvæðinu. Það er gleðiefni, nema að einu undanskildu: Í pakkanum er ætlunin að reisa þurrkunaraðstöðu í um 4.500 fermetra húsnæði fyrir fiskhausa og jafnvel þurrkun á loðnu og er það nokkuð sem sannarlega á ekki að vera nálægt íbúðabyggð. Að minnsta kosti dettur engum lengur í hug að bjóða Reykvíkingum, Seltirningum eða íbúum Mosfellsbæjar upp á slíkar trakteringar. Þar myndi þetta, árið 2015, aldrei verða leyft. Eða hvað haldið þið? Fjárfesting ykkar vegna uppbyggingar hausaþurrkunarinnar er upp á mörg hundruð milljónir króna. Væri ekki skynsamlegra að þeim fjármunum yrði varið á þeim stað sem sátt ríkir um starfsemina, nóg er landrýmið? Akurnesingar hafa hörmulega reynslu af Laugafiski hf. sem hefur verið hér síðan 2003 en í ykkar eigu sl. tæp tvö ár. Starfsleyfið rennur út í febrúar á næsta ári og var það von okkar að verksmiðjan yrði flutt fjær íbúðabyggð. Í stað þessa á nú að stækka og auka framleiðsluna, og þar með meira en þrefalda hana, úr 170 tonnum í 600 tonn á viku. „Fyrr má nú rota en dauðrota.“ Næstu íbúðarhús eru innan við tvö hundruð metra frá verksmiðjunni. Í skýrslu sem bæjaryfirvöld fengu VSÓ Ráðgjöf til að vinna varðandi starfsemina, kemur auðvitað í ljós að verksmiðja af þessu tagi verður aldrei lyktarlaus, þótt allri núverandi tæknikunnáttu verði beitt. Skýrsluhöfundar eru greinilega ekki tilbúnir að segja í skýrslunni hvað lyktin verður mikil, því þá þarf að standa við þau orð.Þefurinn á nýjar lendur Það sem verra er, að samkvæmt veðurfarsspám, svokölluðum vindrósum sem skilmerkilega eru tíundaðar í skýrslunni, sést að þefurinn mun færa sig á nýjar lendur og er þá kirkjan okkar, sjúkrahúsið og nýja torgið, að ógleymdum Jaðarsbökkum útsett fyrir lyktinni á góðviðrisdögum í hægum sunnanáttum. Þurfum við í alvörunni að sætta okkur við það að húseignir í ákveðnum bæjarhluta séu verðfelldar áfram, þótt ekki sé rætt um þá andlegu vansæld sem þessari skítalykt fylgir? Unga fólkið í dag vill ekki búa við þessi skilyrði; þetta er algjör tímaskekkja að okkar mati. Stjórnendur HB Granda! Við skorum á ykkur að finna aðra staðsetningu fyrir hausaþurrkun ykkar, í samráði við bæjaryfirvöld og í sátt og samlyndi við alla bæjarbúa, þar sem framleiðslan hvorki skaðar né angrar íbúa Akraness. Við trúum því og treystum að hentugri staður finnist fyrir þurrkunina sem getur verið hvar sem er í hæfilegri fjarlægð frá íbúðabyggð, ef að er gáð, og við erum tilbúin í þá vinnu með ykkur. Í okkar hópi er bráðsnjallt fólk sem er vant að finna lausnir í erfiðum málum. Verum víðsýn og reynum að læra af reynslunni. Með metnaðarfullum óskum um að fyrirtækið stækki og blómstri á Akranesi. Valey Benediktsdóttir, Anna Guðrún Ahlbrecht, Guðrún Bragadóttir, Gerður Jóhannsdóttir, Þura Hreinsdóttir, Árný Örnólfsdóttir, Ellen Óttarsdóttir, Ingibjörg Finnbogadóttir, Katla María Ketilsdóttir, Brynhildur Björnsdóttir, Lilja Guðmundsdóttir, Ragna Kristinsdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Kæru stjórnendur HB Granda. Þessar línur eru sendar fyrir hönd hóps kvenna á Akranesi, sem kvíða því mjög að á næstu dögum verði tekin óafturkræf ákvörðun vegna beiðni ykkar um að reisa á Akranesi eina allra stærstu, jafnvel stærstu verksmiðju sinnar tegundar í heiminum. Við fögnum því að HB Grandi hyggst fara í mikilvæga uppbyggingu á hafnarsvæðinu. Það er gleðiefni, nema að einu undanskildu: Í pakkanum er ætlunin að reisa þurrkunaraðstöðu í um 4.500 fermetra húsnæði fyrir fiskhausa og jafnvel þurrkun á loðnu og er það nokkuð sem sannarlega á ekki að vera nálægt íbúðabyggð. Að minnsta kosti dettur engum lengur í hug að bjóða Reykvíkingum, Seltirningum eða íbúum Mosfellsbæjar upp á slíkar trakteringar. Þar myndi þetta, árið 2015, aldrei verða leyft. Eða hvað haldið þið? Fjárfesting ykkar vegna uppbyggingar hausaþurrkunarinnar er upp á mörg hundruð milljónir króna. Væri ekki skynsamlegra að þeim fjármunum yrði varið á þeim stað sem sátt ríkir um starfsemina, nóg er landrýmið? Akurnesingar hafa hörmulega reynslu af Laugafiski hf. sem hefur verið hér síðan 2003 en í ykkar eigu sl. tæp tvö ár. Starfsleyfið rennur út í febrúar á næsta ári og var það von okkar að verksmiðjan yrði flutt fjær íbúðabyggð. Í stað þessa á nú að stækka og auka framleiðsluna, og þar með meira en þrefalda hana, úr 170 tonnum í 600 tonn á viku. „Fyrr má nú rota en dauðrota.“ Næstu íbúðarhús eru innan við tvö hundruð metra frá verksmiðjunni. Í skýrslu sem bæjaryfirvöld fengu VSÓ Ráðgjöf til að vinna varðandi starfsemina, kemur auðvitað í ljós að verksmiðja af þessu tagi verður aldrei lyktarlaus, þótt allri núverandi tæknikunnáttu verði beitt. Skýrsluhöfundar eru greinilega ekki tilbúnir að segja í skýrslunni hvað lyktin verður mikil, því þá þarf að standa við þau orð.Þefurinn á nýjar lendur Það sem verra er, að samkvæmt veðurfarsspám, svokölluðum vindrósum sem skilmerkilega eru tíundaðar í skýrslunni, sést að þefurinn mun færa sig á nýjar lendur og er þá kirkjan okkar, sjúkrahúsið og nýja torgið, að ógleymdum Jaðarsbökkum útsett fyrir lyktinni á góðviðrisdögum í hægum sunnanáttum. Þurfum við í alvörunni að sætta okkur við það að húseignir í ákveðnum bæjarhluta séu verðfelldar áfram, þótt ekki sé rætt um þá andlegu vansæld sem þessari skítalykt fylgir? Unga fólkið í dag vill ekki búa við þessi skilyrði; þetta er algjör tímaskekkja að okkar mati. Stjórnendur HB Granda! Við skorum á ykkur að finna aðra staðsetningu fyrir hausaþurrkun ykkar, í samráði við bæjaryfirvöld og í sátt og samlyndi við alla bæjarbúa, þar sem framleiðslan hvorki skaðar né angrar íbúa Akraness. Við trúum því og treystum að hentugri staður finnist fyrir þurrkunina sem getur verið hvar sem er í hæfilegri fjarlægð frá íbúðabyggð, ef að er gáð, og við erum tilbúin í þá vinnu með ykkur. Í okkar hópi er bráðsnjallt fólk sem er vant að finna lausnir í erfiðum málum. Verum víðsýn og reynum að læra af reynslunni. Með metnaðarfullum óskum um að fyrirtækið stækki og blómstri á Akranesi. Valey Benediktsdóttir, Anna Guðrún Ahlbrecht, Guðrún Bragadóttir, Gerður Jóhannsdóttir, Þura Hreinsdóttir, Árný Örnólfsdóttir, Ellen Óttarsdóttir, Ingibjörg Finnbogadóttir, Katla María Ketilsdóttir, Brynhildur Björnsdóttir, Lilja Guðmundsdóttir, Ragna Kristinsdóttir
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun