Stjórnvöld eru meðvituð um vandann Jón Hákon Halldórsson skrifar 20. maí 2015 08:00 Margrét bendir á að mikil umræða hafi farið fram um mögulega aðild að Evrópusambandinu. Það skipti ekki síður máli að fram fari umræða um hvernig við leggjum rækt við EES samninginn. fréttablaðið/stefán Stjórnvöld eru meðvituð um hversu seint gengur við upptöku á löggjöf Evrópusambandsins og innleiðingu í íslensk lög og að við því þurfi að bregðast. Þetta segir Margrét Einarsdóttir, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Margrét starfar með stýrihópi um framkvæmd EES-samningsins sem forsætisráðuneytið skipaði í fyrra. Hún hefur að auki skrifað grein um innleiðingarhallann. Margrét segir í samtali við Markaðinn að íslenska ríkið standi frammi fyrir tvenns konar verkefnum vegna aðildar sinnar að Evrópusambandinu. Annars vegar að taka upp í EES-samninginn löggjöf sem stofnanir Evrópusambandsins hafa sett, en löggjöfin getur bæði verið tilskipanir og reglugerðir. Hins vegar, þegar búið er að taka löggjöfina upp í samninginn, þá þarf að innleiða löggjöfina í íslenskan rétt. Margrét segir að á árunum 2000 til 2010 hafi gengið ágætlega við upptöku löggjafarinnar, en það hafi farið að halla undan fæti frá árinu 2011. „Það eru örugglega margar ástæður fyrir þessu en það sem ég bendi á og tel vera stóran hluti af ástæðunni er í fyrsta lagi efnahagshrunið árið 2008. Í kjölfarið stendur stjórnsýslan frammi fyrir niðurskurði, bæði hér heima og í Brussel. Svo er mikið af verkefnum sem voru afleiðingar hrunsins og stjórnsýslan þurfti að sinna. Í öðru lagi var, í þessu upptökuferli, farið að hafa aukið samráð við Alþingi. Það er jákvætt að mörgu leyti en lengir tímann sem þetta upptökuferli tekur,“ segir Margrét. Þriðja ástæðan sem Margrét nefnir er lýðræðishalli sem er innbyggður í EES-samninginn. „Við erum að taka upp í EES-samninginn og inn okkar landsrétt löggjöf sem við höfum litla möguleika á að hafa áhrif á. Þegar svo kemur að því að taka þessa löggjöf upp í samninginn og innleiða í landsrétt þá þarf að vera meiri sátt um að þetta er staðan,“ segir Margrét og vísar þar í þennan lýðræðishalla. Margrét segir að það hafi farið fram meiri umræða um þennan þátt í Noregi. Fjórða ástæðan sem Margrét nefnir er stjórnarskrárvandinn. „Íslenska stjórnarskráin hefur ekkert ákvæði sem heimilar framsal á valdi til alþjóðlegra stofnana og þetta hefur á undanförnum árum skapað vandamál. Það hefur alltaf öðru hvoru komið upp löggjöf sem við þurfum að taka upp í EES-samninginn en hefur verið vafi á hvort standist stjórnarskrána. Þessi staða hefur valdið töfum á upptöku löggjafarinnar. Og það eru vísbendingar um að þetta vandamál eigi eftir að verða meira í framtíðinni,“ segir Margrét. Margrét ítrekar að staðan sé að skána. Innleiðingarhallinn hafi verið 3,2 prósent í fyrra en núna sé hann 2,8 prósent. Það er að í ár eru Íslendingar ekki búnir að innleiða um 2,8 prósent af þeim tilskipunum sem þeir eiga að vera búnir að innleiða. Markmið Evrópusambandsins er að þessi halli sé ekki meiri en eitt prósent. Meðalhallinn í ESB-ríkjunum er 0,5 prósent og það er bara eitt ríki, Slóvenía, sem er með meira en eitt prósent innleiðingarhalla. „Af þessum 28 ESB-ríkjum og svo EES-ríkjunum erum við að standa okkur verst. Þannig að það er langt í land,“ segir Margrét. Noregur er í tveimur prósentum og stendur sig líka illa. Alþingi Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira
Stjórnvöld eru meðvituð um hversu seint gengur við upptöku á löggjöf Evrópusambandsins og innleiðingu í íslensk lög og að við því þurfi að bregðast. Þetta segir Margrét Einarsdóttir, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Margrét starfar með stýrihópi um framkvæmd EES-samningsins sem forsætisráðuneytið skipaði í fyrra. Hún hefur að auki skrifað grein um innleiðingarhallann. Margrét segir í samtali við Markaðinn að íslenska ríkið standi frammi fyrir tvenns konar verkefnum vegna aðildar sinnar að Evrópusambandinu. Annars vegar að taka upp í EES-samninginn löggjöf sem stofnanir Evrópusambandsins hafa sett, en löggjöfin getur bæði verið tilskipanir og reglugerðir. Hins vegar, þegar búið er að taka löggjöfina upp í samninginn, þá þarf að innleiða löggjöfina í íslenskan rétt. Margrét segir að á árunum 2000 til 2010 hafi gengið ágætlega við upptöku löggjafarinnar, en það hafi farið að halla undan fæti frá árinu 2011. „Það eru örugglega margar ástæður fyrir þessu en það sem ég bendi á og tel vera stóran hluti af ástæðunni er í fyrsta lagi efnahagshrunið árið 2008. Í kjölfarið stendur stjórnsýslan frammi fyrir niðurskurði, bæði hér heima og í Brussel. Svo er mikið af verkefnum sem voru afleiðingar hrunsins og stjórnsýslan þurfti að sinna. Í öðru lagi var, í þessu upptökuferli, farið að hafa aukið samráð við Alþingi. Það er jákvætt að mörgu leyti en lengir tímann sem þetta upptökuferli tekur,“ segir Margrét. Þriðja ástæðan sem Margrét nefnir er lýðræðishalli sem er innbyggður í EES-samninginn. „Við erum að taka upp í EES-samninginn og inn okkar landsrétt löggjöf sem við höfum litla möguleika á að hafa áhrif á. Þegar svo kemur að því að taka þessa löggjöf upp í samninginn og innleiða í landsrétt þá þarf að vera meiri sátt um að þetta er staðan,“ segir Margrét og vísar þar í þennan lýðræðishalla. Margrét segir að það hafi farið fram meiri umræða um þennan þátt í Noregi. Fjórða ástæðan sem Margrét nefnir er stjórnarskrárvandinn. „Íslenska stjórnarskráin hefur ekkert ákvæði sem heimilar framsal á valdi til alþjóðlegra stofnana og þetta hefur á undanförnum árum skapað vandamál. Það hefur alltaf öðru hvoru komið upp löggjöf sem við þurfum að taka upp í EES-samninginn en hefur verið vafi á hvort standist stjórnarskrána. Þessi staða hefur valdið töfum á upptöku löggjafarinnar. Og það eru vísbendingar um að þetta vandamál eigi eftir að verða meira í framtíðinni,“ segir Margrét. Margrét ítrekar að staðan sé að skána. Innleiðingarhallinn hafi verið 3,2 prósent í fyrra en núna sé hann 2,8 prósent. Það er að í ár eru Íslendingar ekki búnir að innleiða um 2,8 prósent af þeim tilskipunum sem þeir eiga að vera búnir að innleiða. Markmið Evrópusambandsins er að þessi halli sé ekki meiri en eitt prósent. Meðalhallinn í ESB-ríkjunum er 0,5 prósent og það er bara eitt ríki, Slóvenía, sem er með meira en eitt prósent innleiðingarhalla. „Af þessum 28 ESB-ríkjum og svo EES-ríkjunum erum við að standa okkur verst. Þannig að það er langt í land,“ segir Margrét. Noregur er í tveimur prósentum og stendur sig líka illa.
Alþingi Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira