Skoðun

Umhverfisvænn sólarkísill

Alain Turenne og Dr. Matthias Heuer skrifar
Til að beisla sólarljósið til framleiðslu rafmagns þarf hreinsaðan kísil, svokallaðan sólarkísil. Silicor Materials vinnur nú að því að reisa á Grundartanga í Hvalfirði verksmiðju þar sem hreinsa á kísil til notkunar í sólarrafhlöð. Starfsemi verksmiðjunnar mun byggja á nýrri tækni, sem hefur verið í þróun undanfarinn áratug, sem mun tryggja umhverfisvænni, einfaldari og ódýrari framleiðslu auk þess að útheimta aðeins þriðjung þeirrar orku en sú tækni sem hreinsun kísíls hefur byggt á hingað til.

Hvernig er framleiðsluferlið?

Til þess að hreinsa kísil, hitum við hráefnin, kísil og ál, þar til þau bráðna og látum þau síðan kólna þar til kísillinn kristallast. Þetta ferli er endurtekið nokkrum sinnum, og í hvert skipti hreinsast kísillinn betur. Síðan notum við gler til að fjarlægja málmleifar (snefilefni í kísilnum) og náum þannig að framleiða efni sem hentar þörfum sólarorkuiðnaðarins. Vegna þess að menn hafa haft áhyggjur af flúor sem notaður var í litlu magni í glerið í vinnslunni, höfum við hannað framleiðsluferli sem gerir okkur kleift að útiloka flúor alveg frá ferlinu þar sem glerið er notað.

Hvað gerir ferlið umhverfisvænt?

Árleg framleiðsla verksmiðju Silicor mun nægja til framleiðslu sólarhlaða sem geta séð um 800 þúsund heimilum fyrir raforku. Þannig verður hægt að framleiða umtalsvert meiri raforku með framleiðslu Silicor en verksmiðjan þarf til framleiðslu sinnar. Með öðrum orðum mun notkun íslenskrar orku hafa í för með sér gríðarlegan ávinning fyrir umhverfið á heimsvísu. Ennfremur er framleiðsluferlið sjálft hannað með það fyrir augum að það hafi lítil eða engin áhrif á umhverfið.

- Hráefnin okkar:

- Hreinn kísill sem er leystur upp í fljótandi áli (engra hjálparefna er þörf, einungis hita).

- Framleiðsluferli Silicor notar mun minni orku en hefðbundið framleiðsluferli sólarkísils eða 20-30 kWh á hvert kíló, miðað við allt að 120 kWh á hvert kíló.

- 100% af þeirri orku sem við munum nota á Íslandi kemur frá staðbundnum sjálfbærum orkulindum, þar á meðal jarðvarma og fallorku, sem þýðir að verksmiðjan mun hafa eitt minnsta kolefnisspor sem um getur í heiminum hjá verksmiðjum sem hreinsa kísil.

- Framleiðsluvörur okkar:

- Engar eitraðar aukaafurðir eru framleiddar í ferlinu. Framleiðsluferlið gefur af sér tvær öruggar aukaafurðir: álblöndur sem notaðar eru í bíla- og flugvélaiðnaðinum og álklóríð (PAC) sem er notað við hreinsun vatns.

- Framleiðsluferlið sem Silicor hefur þróað hefur enga flúorlosun í för með sér.

- Verksmiðja okkar á Íslandi mun losa álíka mikið af gróðurhúsalofttegundinni koltvísýringi og meðalstórt kúabú á Íslandi.

Styrkur fyrirhugaðrar verksmiðju Silicor á Grundartanga liggur í hinni nýju tækni sem hlífir umhverfinu og er ekki í andstöðu við lífríki og náttúru. Markmið Silicor er að framleiðsluferillinn falli vel að ríkum áherslum Íslendinga um hreint land og nauðsynlega náttúruvernd.




Skoðun

Skoðun

Vertu drusla!

Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Skoðun

Ert þú drusla?

Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Sjá meira


×