Innlent

Velferðarráðuneyti taki sig á

Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar
Upplýsingum um rekstur og starfsemi hjúkrunarheimila er ekki miðlað af velferðarráðuneyti eins og skyldi.
Upplýsingum um rekstur og starfsemi hjúkrunarheimila er ekki miðlað af velferðarráðuneyti eins og skyldi.
Ríkisendurskoðun hvetur velferðarráðuneytið til að bæta miðlun upplýsinga um rekstur og starfsemi hjúkrunarheimila sem þeir segja ábótavant. Árið 2012 birti Ríkisendurskoðun skýrslu um rekstur og starfsemi hjúkrunarheimila á árunum 2008–2010.

Í skýrslunni var bent á að velferðarráðuneytið safnaði ítarlegum gögnum um rekstur og starfsemi hjúkrunarheimila en þau væru ekki aðgengileg nema fáum. Ríkisendurskoðun hvatti ráðuneytið til að bæta úr þessu enda væri mikilvægt að unnar væru aðgengilegar upplýsingar úr gögnunum og þær birtar á heimasíðu ráðuneytisins.

Nú þremur árum síðar hefur upplýsingamiðlun um rekstur og starfsemi hjúkrunarheimila lítið breyst samkvæmt mati Ríkisendurskoðunar.

Stofnunin ítrekar þess vegna ábendingu sína frá 2012 en þó með örlítið breyttu sniði því verkefni hafi flust til Sjúkratrygginga Íslands. Ríkisendurskoðun minnir á að þótt svo sé, þá sé það eftir sem áður á ábyrgð ráðuneytisins að fylgja því eftir að stofnunin birti og uppfæri nauðsynlegum upplýsingum reglulega. Birting upplýsinga um fjölda hjúkrunar-, dvalar- og dagdvalarrýma dugir ekki til í því sambandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×