Af hugsuðum Húbert Nói Jóhannesson skrifar 15. maí 2015 07:30 Það er undarlegt að myndlistarrýnir Ríkissjónvarpsins, sem flytur okkur hugvekjur í enda dagskrárliðarins Djöflaeyjan, finni hjá sér þörf til að réttlæta val á erlendum listamanni sem fulltrúa Íslands á Feneyjartvíæring með því að afskrifa og atvinnurægja íslenska myndlistarmenn heilt yfir. (Að undanskildum þeim íslensku myndlistarmönum sem eru erlendir.) Á myndlistarrýninum mátti skilja, í einni af hugvekjum hans, að íslenskir myndlistarmenn hafi ekki það andlega atgervi sem þarf til að fara sem fulltrúar sinnar þjóðar á Feneyjatvíæringinn. Íslenskir myndlistarmenn standast kröfur um hagleik og meðferð hefðbundins efnis en eru ófærir um að vinna með flókið myndmál. Verk þeirra skortir aukinheldur allt inntak, þeir „hafa ekkert að segja“, eru engir hugsuðir, andleg „násker“. (Nú vekur þetta þá spurningu að ef rétt er að í verkum íslenskra myndlistarmenna sjáist hvorki heil hugsun eða brú þá lýsi það vel íslenskum veruleika og samfélagi eins og það er nú um stundir og slík verk því skínandi og sannur spegill þjóðar.) Þetta árið var, svo öllu sé til haga haldið, valinn erlendur ríkisborgari sem framlag Íslands á Feneyjatvíæring. Eðlilega fór af stað talsverð umræða um þetta meðal myndlistarmanna og ýmsar skoðanir fram settar en engan heyrði ég draga í efa hæfileika listamannsins sem varð fyrir valinu. Það er mikið tækifæri fólgið í því að vera valinn sem fulltrúi þjóðar á Feneyjatvíæring og getur orðið stökkpallur fyrir listamann til að koma sér betur fyrir í sínu fagi, fá aukin tækifæri og ekki síst að vinna með fagfólki í allri umgjörð. Á Rás 2 Ríkisútvarpsins 11. maí síðastliðinn var viðtal við myndlistarrýni Djöflaeyjunnar, þá nýkominn frá Feneyjum. Hann sagði hlustendum meðal annars frá fjórtán manna sendinefnd sem þar er að störfum frá sölugalleríi núverandi fulltrúa Íslands. Sendinefndin sér líklega um að útskýra fyrir áhugasömum myndlistarrýnum hugsunina að baki verki listamannsins og skírskotanir þess til samtímans sem listrýnar komu ekki auga á sjálfir. Fáir ef nokkrir íslenskir myndlistarmenn hafa aðgang að svo öflugri sveit í daglegu amstri og einmitt þess vegna er Feneyjatvíæringur íslenskum listamönnum mikilvægur því hann getur skapað þeim þannig starfsumhverfi. Það starfsumhverfi listamanns er þá einnig orðið vettvangur og hróður þjóðar eins og margoft hefur sýnt sig á undanförnum árum með velgengni íslenskra listamanna á heimsvísu. En dagskrárgerðarmaður Djöflaeyjunnar sér ástæðu, umbúðalaust, til að afskrifa íslenska myndlistarmenn frá alþjóðlegu starfi og skilaboðin eru þau að íslenskir myndlistarmenn eigi ekkert erindi á Tvíæringinn í Feneyjum. Dagskrárgerðarmaðurinn ætti nú að ganga fram fyrir skjöldu og segja starfi sínu lausu þar sem myndlistin í landinu nær ekki máli og því ástæðulaust að gera henni nokkur skil í sjónvarpi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Það er undarlegt að myndlistarrýnir Ríkissjónvarpsins, sem flytur okkur hugvekjur í enda dagskrárliðarins Djöflaeyjan, finni hjá sér þörf til að réttlæta val á erlendum listamanni sem fulltrúa Íslands á Feneyjartvíæring með því að afskrifa og atvinnurægja íslenska myndlistarmenn heilt yfir. (Að undanskildum þeim íslensku myndlistarmönum sem eru erlendir.) Á myndlistarrýninum mátti skilja, í einni af hugvekjum hans, að íslenskir myndlistarmenn hafi ekki það andlega atgervi sem þarf til að fara sem fulltrúar sinnar þjóðar á Feneyjatvíæringinn. Íslenskir myndlistarmenn standast kröfur um hagleik og meðferð hefðbundins efnis en eru ófærir um að vinna með flókið myndmál. Verk þeirra skortir aukinheldur allt inntak, þeir „hafa ekkert að segja“, eru engir hugsuðir, andleg „násker“. (Nú vekur þetta þá spurningu að ef rétt er að í verkum íslenskra myndlistarmenna sjáist hvorki heil hugsun eða brú þá lýsi það vel íslenskum veruleika og samfélagi eins og það er nú um stundir og slík verk því skínandi og sannur spegill þjóðar.) Þetta árið var, svo öllu sé til haga haldið, valinn erlendur ríkisborgari sem framlag Íslands á Feneyjatvíæring. Eðlilega fór af stað talsverð umræða um þetta meðal myndlistarmanna og ýmsar skoðanir fram settar en engan heyrði ég draga í efa hæfileika listamannsins sem varð fyrir valinu. Það er mikið tækifæri fólgið í því að vera valinn sem fulltrúi þjóðar á Feneyjatvíæring og getur orðið stökkpallur fyrir listamann til að koma sér betur fyrir í sínu fagi, fá aukin tækifæri og ekki síst að vinna með fagfólki í allri umgjörð. Á Rás 2 Ríkisútvarpsins 11. maí síðastliðinn var viðtal við myndlistarrýni Djöflaeyjunnar, þá nýkominn frá Feneyjum. Hann sagði hlustendum meðal annars frá fjórtán manna sendinefnd sem þar er að störfum frá sölugalleríi núverandi fulltrúa Íslands. Sendinefndin sér líklega um að útskýra fyrir áhugasömum myndlistarrýnum hugsunina að baki verki listamannsins og skírskotanir þess til samtímans sem listrýnar komu ekki auga á sjálfir. Fáir ef nokkrir íslenskir myndlistarmenn hafa aðgang að svo öflugri sveit í daglegu amstri og einmitt þess vegna er Feneyjatvíæringur íslenskum listamönnum mikilvægur því hann getur skapað þeim þannig starfsumhverfi. Það starfsumhverfi listamanns er þá einnig orðið vettvangur og hróður þjóðar eins og margoft hefur sýnt sig á undanförnum árum með velgengni íslenskra listamanna á heimsvísu. En dagskrárgerðarmaður Djöflaeyjunnar sér ástæðu, umbúðalaust, til að afskrifa íslenska myndlistarmenn frá alþjóðlegu starfi og skilaboðin eru þau að íslenskir myndlistarmenn eigi ekkert erindi á Tvíæringinn í Feneyjum. Dagskrárgerðarmaðurinn ætti nú að ganga fram fyrir skjöldu og segja starfi sínu lausu þar sem myndlistin í landinu nær ekki máli og því ástæðulaust að gera henni nokkur skil í sjónvarpi.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar