Aldur skyldi enginn forsmá Margrét Jörundsdóttir og Kristinn Sveinsson skrifar 15. maí 2015 08:00 Góðir samborgarar. Frá 17. febrúar til 17. mars á þessu ári bauðst okkur hjónum „endurhæfingarinnlögn” á Hrafnistu í Reykjavík. Markmið þessarar þjónustu er að styðja og styrkja eldri borgara með það að markmiði að efla þá andlega og líkamlega í þeim tilgangi að gera þá betur í stakk búna að takast á við að búa áfram á eigin vegum, m.ö.o. að halda heimili. Lengst af ævinnar leiðir fólk ekki hugann að þessu, því það er aðeins hluti þess sem glímt er við í dagsins önnum. Fjölskylda, vinna og áhugamál eru hornsteinar lífsins. En þegar ellin þrengir að verður heimilishaldið aðalatriði og hornsteinn sjálfstæðs lífs. Dagskráin á Hrafnistu DAS var í samræmi við þetta: Í boði var dagleg sjúkraþjálfun og stólaleikfimi, sem gerði ótrúlegt gagn, enn fremur hin hefðbundna handavinna og spil. Síðast og ekki síst ber að nefna hin mannlegu samskipti, sem eru svo mikilvæg sérhverjum manni, ungum jafnt sem öldnum. Maður er manns gaman og þessi samvera með öðru fólki er afar mikilvæg þeim sem búa einir í elli sinni og við misjöfn kjör og aðstæður. Þjálfun og aukin færni geta eflt það sem kallað er „félagsleg virkni“. En með því er átt við að fólk lokist ekki inni í sér en leiti og njóti mannlegra samskipta. Án þeirra er ekkert líf, aðeins einangrun, einmanaleiki og lifandi dauði. Aðbúnaður, vistarverur, fæði, aðhlynning, umhyggja og viðmót starfsfólksins var til algerrar fyrirmyndar, einlægt og tilgerðarlaust – hvort heldur um var að ræða starfsstúlkur, sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga eða sjúkraþjálfara. Þarna var valinn maður í hverju rúmi. Maturinn var góður. Í boði var morgunverður, hádegisverður, síðdegiskaffi, kvöldverður og kvöldhressing. Boðið var upp á hollan, bragðgóðan og einfaldan mat. Hann var snyrtilega fram borinn. Allt var þetta til mesta sóma þeim er að stóðu. Slíkt ber að virða og þakka. Við hjónin höfum aldrei nýtt okkur þessa þjónustu fyrr, en að fenginni reynslu er öldungis ótrúlegt til þess að vita að leggja eigi hana niður í sparnaðarskyni. Það mun þýða að þjónustan þyki of dýr og því ástæðulaust að bjóða hana til styrktar andlegri og líkamlegri reisn aldraðs fólks. Ég get hins vegar vottað og viðurkennt að þessi mánaðardvöl veitti okkur nýja sýn á lífið. Hún efldi okkur og styrkti. Síðastliðinn vetur var bæði þungur og þrúgandi fyrir eldra fólk. Færðin var þung og háskaleg okkur sem eldri erum. Af slíku leiðir langvarandi innisetur. Dvölin á DAS var því alger himnasending og að öllu leyti ómetanleg, enda jók hún okkur þrótt og bjartsýni. Það er bæði synd og skömm að svipta fólk þessari einstöku þjónustu. Ég er 85 ára gömul, maðurinn minn liðlega níræður. Við búum enn í eigin húsnæði og höldum eigið heimili. Við höfum ekki verið að þvælast fyrir eða angra stofnanir hins opinbera enda mjög erfitt og seintekið að fá nokkra aðstoð þar. Við eigum trausta fjölskyldu sem hefur sameinast um það að aðstoða okkur eftir megni eftir alvarleg veikindi og afleiðingar þeirra, sem herjuðu á okkur fyrir sautján árum. Reynsla okkar af læknum er yfirleitt góð. Mikið er talað um fjölgun eldri borgara í framtíðinni. Það er flest á neikvæðum nótum. Ég segi á móti að það er töggur í þjóð sem nær háum aldri. Hár meðalaldur bendir til almennra lífsgæða enda eru Íslendingar vel settir um margt. Eldri borgarar eru þeir sem lokið hafa ævistarfi sínu og verðskulda virðingu og góðan aðbúnað þegar þar er komið æviskeiðinu. Sannleikurinn er hins vegar sá að úrræði ætluð eldri borgurum í eigin húsnæði eru í skötulíki. Þau líta vel út á pappír en þegar til á að taka er erfitt að nálgast og njóta slíkra úrræða – kerfið stíft og stirt. Kerfið er kerfi. Það er alls ekki einstaklingsmiðað. Við höfum fundið áþreifanlega fyrir því, en notið úrræða barna okkar, sem leyst hafa það sem þurft hefur að leysa af drengskap og sóma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Góðir samborgarar. Frá 17. febrúar til 17. mars á þessu ári bauðst okkur hjónum „endurhæfingarinnlögn” á Hrafnistu í Reykjavík. Markmið þessarar þjónustu er að styðja og styrkja eldri borgara með það að markmiði að efla þá andlega og líkamlega í þeim tilgangi að gera þá betur í stakk búna að takast á við að búa áfram á eigin vegum, m.ö.o. að halda heimili. Lengst af ævinnar leiðir fólk ekki hugann að þessu, því það er aðeins hluti þess sem glímt er við í dagsins önnum. Fjölskylda, vinna og áhugamál eru hornsteinar lífsins. En þegar ellin þrengir að verður heimilishaldið aðalatriði og hornsteinn sjálfstæðs lífs. Dagskráin á Hrafnistu DAS var í samræmi við þetta: Í boði var dagleg sjúkraþjálfun og stólaleikfimi, sem gerði ótrúlegt gagn, enn fremur hin hefðbundna handavinna og spil. Síðast og ekki síst ber að nefna hin mannlegu samskipti, sem eru svo mikilvæg sérhverjum manni, ungum jafnt sem öldnum. Maður er manns gaman og þessi samvera með öðru fólki er afar mikilvæg þeim sem búa einir í elli sinni og við misjöfn kjör og aðstæður. Þjálfun og aukin færni geta eflt það sem kallað er „félagsleg virkni“. En með því er átt við að fólk lokist ekki inni í sér en leiti og njóti mannlegra samskipta. Án þeirra er ekkert líf, aðeins einangrun, einmanaleiki og lifandi dauði. Aðbúnaður, vistarverur, fæði, aðhlynning, umhyggja og viðmót starfsfólksins var til algerrar fyrirmyndar, einlægt og tilgerðarlaust – hvort heldur um var að ræða starfsstúlkur, sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga eða sjúkraþjálfara. Þarna var valinn maður í hverju rúmi. Maturinn var góður. Í boði var morgunverður, hádegisverður, síðdegiskaffi, kvöldverður og kvöldhressing. Boðið var upp á hollan, bragðgóðan og einfaldan mat. Hann var snyrtilega fram borinn. Allt var þetta til mesta sóma þeim er að stóðu. Slíkt ber að virða og þakka. Við hjónin höfum aldrei nýtt okkur þessa þjónustu fyrr, en að fenginni reynslu er öldungis ótrúlegt til þess að vita að leggja eigi hana niður í sparnaðarskyni. Það mun þýða að þjónustan þyki of dýr og því ástæðulaust að bjóða hana til styrktar andlegri og líkamlegri reisn aldraðs fólks. Ég get hins vegar vottað og viðurkennt að þessi mánaðardvöl veitti okkur nýja sýn á lífið. Hún efldi okkur og styrkti. Síðastliðinn vetur var bæði þungur og þrúgandi fyrir eldra fólk. Færðin var þung og háskaleg okkur sem eldri erum. Af slíku leiðir langvarandi innisetur. Dvölin á DAS var því alger himnasending og að öllu leyti ómetanleg, enda jók hún okkur þrótt og bjartsýni. Það er bæði synd og skömm að svipta fólk þessari einstöku þjónustu. Ég er 85 ára gömul, maðurinn minn liðlega níræður. Við búum enn í eigin húsnæði og höldum eigið heimili. Við höfum ekki verið að þvælast fyrir eða angra stofnanir hins opinbera enda mjög erfitt og seintekið að fá nokkra aðstoð þar. Við eigum trausta fjölskyldu sem hefur sameinast um það að aðstoða okkur eftir megni eftir alvarleg veikindi og afleiðingar þeirra, sem herjuðu á okkur fyrir sautján árum. Reynsla okkar af læknum er yfirleitt góð. Mikið er talað um fjölgun eldri borgara í framtíðinni. Það er flest á neikvæðum nótum. Ég segi á móti að það er töggur í þjóð sem nær háum aldri. Hár meðalaldur bendir til almennra lífsgæða enda eru Íslendingar vel settir um margt. Eldri borgarar eru þeir sem lokið hafa ævistarfi sínu og verðskulda virðingu og góðan aðbúnað þegar þar er komið æviskeiðinu. Sannleikurinn er hins vegar sá að úrræði ætluð eldri borgurum í eigin húsnæði eru í skötulíki. Þau líta vel út á pappír en þegar til á að taka er erfitt að nálgast og njóta slíkra úrræða – kerfið stíft og stirt. Kerfið er kerfi. Það er alls ekki einstaklingsmiðað. Við höfum fundið áþreifanlega fyrir því, en notið úrræða barna okkar, sem leyst hafa það sem þurft hefur að leysa af drengskap og sóma.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun