Aldur skyldi enginn forsmá Margrét Jörundsdóttir og Kristinn Sveinsson skrifar 15. maí 2015 08:00 Góðir samborgarar. Frá 17. febrúar til 17. mars á þessu ári bauðst okkur hjónum „endurhæfingarinnlögn” á Hrafnistu í Reykjavík. Markmið þessarar þjónustu er að styðja og styrkja eldri borgara með það að markmiði að efla þá andlega og líkamlega í þeim tilgangi að gera þá betur í stakk búna að takast á við að búa áfram á eigin vegum, m.ö.o. að halda heimili. Lengst af ævinnar leiðir fólk ekki hugann að þessu, því það er aðeins hluti þess sem glímt er við í dagsins önnum. Fjölskylda, vinna og áhugamál eru hornsteinar lífsins. En þegar ellin þrengir að verður heimilishaldið aðalatriði og hornsteinn sjálfstæðs lífs. Dagskráin á Hrafnistu DAS var í samræmi við þetta: Í boði var dagleg sjúkraþjálfun og stólaleikfimi, sem gerði ótrúlegt gagn, enn fremur hin hefðbundna handavinna og spil. Síðast og ekki síst ber að nefna hin mannlegu samskipti, sem eru svo mikilvæg sérhverjum manni, ungum jafnt sem öldnum. Maður er manns gaman og þessi samvera með öðru fólki er afar mikilvæg þeim sem búa einir í elli sinni og við misjöfn kjör og aðstæður. Þjálfun og aukin færni geta eflt það sem kallað er „félagsleg virkni“. En með því er átt við að fólk lokist ekki inni í sér en leiti og njóti mannlegra samskipta. Án þeirra er ekkert líf, aðeins einangrun, einmanaleiki og lifandi dauði. Aðbúnaður, vistarverur, fæði, aðhlynning, umhyggja og viðmót starfsfólksins var til algerrar fyrirmyndar, einlægt og tilgerðarlaust – hvort heldur um var að ræða starfsstúlkur, sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga eða sjúkraþjálfara. Þarna var valinn maður í hverju rúmi. Maturinn var góður. Í boði var morgunverður, hádegisverður, síðdegiskaffi, kvöldverður og kvöldhressing. Boðið var upp á hollan, bragðgóðan og einfaldan mat. Hann var snyrtilega fram borinn. Allt var þetta til mesta sóma þeim er að stóðu. Slíkt ber að virða og þakka. Við hjónin höfum aldrei nýtt okkur þessa þjónustu fyrr, en að fenginni reynslu er öldungis ótrúlegt til þess að vita að leggja eigi hana niður í sparnaðarskyni. Það mun þýða að þjónustan þyki of dýr og því ástæðulaust að bjóða hana til styrktar andlegri og líkamlegri reisn aldraðs fólks. Ég get hins vegar vottað og viðurkennt að þessi mánaðardvöl veitti okkur nýja sýn á lífið. Hún efldi okkur og styrkti. Síðastliðinn vetur var bæði þungur og þrúgandi fyrir eldra fólk. Færðin var þung og háskaleg okkur sem eldri erum. Af slíku leiðir langvarandi innisetur. Dvölin á DAS var því alger himnasending og að öllu leyti ómetanleg, enda jók hún okkur þrótt og bjartsýni. Það er bæði synd og skömm að svipta fólk þessari einstöku þjónustu. Ég er 85 ára gömul, maðurinn minn liðlega níræður. Við búum enn í eigin húsnæði og höldum eigið heimili. Við höfum ekki verið að þvælast fyrir eða angra stofnanir hins opinbera enda mjög erfitt og seintekið að fá nokkra aðstoð þar. Við eigum trausta fjölskyldu sem hefur sameinast um það að aðstoða okkur eftir megni eftir alvarleg veikindi og afleiðingar þeirra, sem herjuðu á okkur fyrir sautján árum. Reynsla okkar af læknum er yfirleitt góð. Mikið er talað um fjölgun eldri borgara í framtíðinni. Það er flest á neikvæðum nótum. Ég segi á móti að það er töggur í þjóð sem nær háum aldri. Hár meðalaldur bendir til almennra lífsgæða enda eru Íslendingar vel settir um margt. Eldri borgarar eru þeir sem lokið hafa ævistarfi sínu og verðskulda virðingu og góðan aðbúnað þegar þar er komið æviskeiðinu. Sannleikurinn er hins vegar sá að úrræði ætluð eldri borgurum í eigin húsnæði eru í skötulíki. Þau líta vel út á pappír en þegar til á að taka er erfitt að nálgast og njóta slíkra úrræða – kerfið stíft og stirt. Kerfið er kerfi. Það er alls ekki einstaklingsmiðað. Við höfum fundið áþreifanlega fyrir því, en notið úrræða barna okkar, sem leyst hafa það sem þurft hefur að leysa af drengskap og sóma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Góðir samborgarar. Frá 17. febrúar til 17. mars á þessu ári bauðst okkur hjónum „endurhæfingarinnlögn” á Hrafnistu í Reykjavík. Markmið þessarar þjónustu er að styðja og styrkja eldri borgara með það að markmiði að efla þá andlega og líkamlega í þeim tilgangi að gera þá betur í stakk búna að takast á við að búa áfram á eigin vegum, m.ö.o. að halda heimili. Lengst af ævinnar leiðir fólk ekki hugann að þessu, því það er aðeins hluti þess sem glímt er við í dagsins önnum. Fjölskylda, vinna og áhugamál eru hornsteinar lífsins. En þegar ellin þrengir að verður heimilishaldið aðalatriði og hornsteinn sjálfstæðs lífs. Dagskráin á Hrafnistu DAS var í samræmi við þetta: Í boði var dagleg sjúkraþjálfun og stólaleikfimi, sem gerði ótrúlegt gagn, enn fremur hin hefðbundna handavinna og spil. Síðast og ekki síst ber að nefna hin mannlegu samskipti, sem eru svo mikilvæg sérhverjum manni, ungum jafnt sem öldnum. Maður er manns gaman og þessi samvera með öðru fólki er afar mikilvæg þeim sem búa einir í elli sinni og við misjöfn kjör og aðstæður. Þjálfun og aukin færni geta eflt það sem kallað er „félagsleg virkni“. En með því er átt við að fólk lokist ekki inni í sér en leiti og njóti mannlegra samskipta. Án þeirra er ekkert líf, aðeins einangrun, einmanaleiki og lifandi dauði. Aðbúnaður, vistarverur, fæði, aðhlynning, umhyggja og viðmót starfsfólksins var til algerrar fyrirmyndar, einlægt og tilgerðarlaust – hvort heldur um var að ræða starfsstúlkur, sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga eða sjúkraþjálfara. Þarna var valinn maður í hverju rúmi. Maturinn var góður. Í boði var morgunverður, hádegisverður, síðdegiskaffi, kvöldverður og kvöldhressing. Boðið var upp á hollan, bragðgóðan og einfaldan mat. Hann var snyrtilega fram borinn. Allt var þetta til mesta sóma þeim er að stóðu. Slíkt ber að virða og þakka. Við hjónin höfum aldrei nýtt okkur þessa þjónustu fyrr, en að fenginni reynslu er öldungis ótrúlegt til þess að vita að leggja eigi hana niður í sparnaðarskyni. Það mun þýða að þjónustan þyki of dýr og því ástæðulaust að bjóða hana til styrktar andlegri og líkamlegri reisn aldraðs fólks. Ég get hins vegar vottað og viðurkennt að þessi mánaðardvöl veitti okkur nýja sýn á lífið. Hún efldi okkur og styrkti. Síðastliðinn vetur var bæði þungur og þrúgandi fyrir eldra fólk. Færðin var þung og háskaleg okkur sem eldri erum. Af slíku leiðir langvarandi innisetur. Dvölin á DAS var því alger himnasending og að öllu leyti ómetanleg, enda jók hún okkur þrótt og bjartsýni. Það er bæði synd og skömm að svipta fólk þessari einstöku þjónustu. Ég er 85 ára gömul, maðurinn minn liðlega níræður. Við búum enn í eigin húsnæði og höldum eigið heimili. Við höfum ekki verið að þvælast fyrir eða angra stofnanir hins opinbera enda mjög erfitt og seintekið að fá nokkra aðstoð þar. Við eigum trausta fjölskyldu sem hefur sameinast um það að aðstoða okkur eftir megni eftir alvarleg veikindi og afleiðingar þeirra, sem herjuðu á okkur fyrir sautján árum. Reynsla okkar af læknum er yfirleitt góð. Mikið er talað um fjölgun eldri borgara í framtíðinni. Það er flest á neikvæðum nótum. Ég segi á móti að það er töggur í þjóð sem nær háum aldri. Hár meðalaldur bendir til almennra lífsgæða enda eru Íslendingar vel settir um margt. Eldri borgarar eru þeir sem lokið hafa ævistarfi sínu og verðskulda virðingu og góðan aðbúnað þegar þar er komið æviskeiðinu. Sannleikurinn er hins vegar sá að úrræði ætluð eldri borgurum í eigin húsnæði eru í skötulíki. Þau líta vel út á pappír en þegar til á að taka er erfitt að nálgast og njóta slíkra úrræða – kerfið stíft og stirt. Kerfið er kerfi. Það er alls ekki einstaklingsmiðað. Við höfum fundið áþreifanlega fyrir því, en notið úrræða barna okkar, sem leyst hafa það sem þurft hefur að leysa af drengskap og sóma.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun