Vinstri eða hægri öfgar? Guðmundur Edgarsson skrifar 15. maí 2015 06:00 Sumir kalla þá sem aðhyllast lífsspeki frjálshyggjunnar hægri-öfgamenn. Þá hefur það viðhorf fest í sessi að bendla öfgar þjóðernissinna hér og þar um heiminn við hægri stefnu. Bæði þessi sjónarmið byggja á misskilningi enda ganga þau í berhögg við grunnstef frjálshyggjunnar. Annars vegar felst mótsögn í því að kenna þá skoðun við öfgar, að viðskipti og félagsleg samskipti skuli byggja á friði og valkvæðri þátttöku, en ekki þvingunaraðgerðum æ sterkara ríkisvalds. Hins vegar er hvers kyns þjóðernisstefna sem byggir á ofbeldi eða kynþáttahyggju í andstöðu við hugmyndir frjálshyggjunnar um markaðsfrelsi því á frjálsum markaði spyr viðskiptavinurinn ekki hvernig bakarinn sé á litinn, heldur hvernig brauðið sé á bragðið.Friðarboðskapur frjálshyggjunnar Frjálshyggja (e. libertarianism) er reist á þremur meginstoðum: einstaklingsfrelsi, eignarrétti og frjálsum markaði. Til að þessar stoðir virki með skilvirkum hætti þarf að færa sem mest vald frá ríkinu og stjórnmálamönnum til þess vettvangs þar sem viðskipti og samskipti eru háð sjálfviljugri þátttöku fólksins sjálfs, þ.e. markaðarins. Markaður er ekki bara torg peningalegra viðskipta. Hann er ekki síður vettvangur þar sem fólk leggur sitt af mörkum af fúsum og frjálsum vilja til margs konar þjóðrifaverka, til dæmis til hjálpar þeim sem höllum fæti standa. Grunntónninn í frjálshyggjunni er því að fara skuli með friði og að ekki skuli liðið að einstaklingar eða ríkið beiti aðra ofbeldi að fyrra bragði. Þetta er stundum nefnt friðsemdarlögmálið (e. non-aggression principle).Þýskaland þjóðernishyggjunnar Á fjórða áratug síðustu aldar komst til valda einstaklingur í Þýskalandi sem hjó í allar þrjár meginstoðir frelsisunnandi manna. Hann svipti milljónir saklausra borgara frelsi sínu og lífshamingju með því hrekja þá burt af heimilum sínum og smala saman í fangabúðir til vinnuþrælkunar, pyntingar og dauða auk þess sem hann hirti af fólki margvíslegar eignir. Þá herti hann tök ríkisins á markaðnum líkt og enginn væri morgundagurinn. Efnahagslífinu var drekkt í sköttum, reglugerðafrumskógi og tilskipunum um hvað mátti framleiða og selja, í hve miklu magni og á hvaða verði. Ótækt þótti að viðskipta- og atvinnulífið fengi að hafa sinn gang samkvæmt framboði og eftirspurn; eftirlitsstofnanir hins alvitra ríkisvalds skyldu hafa síðasta orðið, ekki gagnkvæmur vilji seljenda og kaupenda á markaði.Öfgar til vinstri? Sá stjórnmálaflokkur sem leiddi þennan harðstjóra til valda hét Nationalsozialistische Deutsche Arbeiterpartei eða Verkamannaflokkur þýskra þjóðernissósíalista á íslensku. Eitt helsta slagorð flokksins var „almannahagsmunir umfram einstaklinginn“. Margir myndu því telja að hér hefði verið á ferðinni vinstri flokkur með ofurtrú á miðstýringu og áætlunarbúskap. Í stað þess að fólk fengi með friðsælum hætti að haga lífi sínu eftir eigin draumum og hæfileikum, skyldu sjálfskipaðir þjóðfélagsverkfræðingar fyrirmyndarríkisins ráða örlögum þess. Allt fyrir heildina, var sagt. Því fór sem fór. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Sumir kalla þá sem aðhyllast lífsspeki frjálshyggjunnar hægri-öfgamenn. Þá hefur það viðhorf fest í sessi að bendla öfgar þjóðernissinna hér og þar um heiminn við hægri stefnu. Bæði þessi sjónarmið byggja á misskilningi enda ganga þau í berhögg við grunnstef frjálshyggjunnar. Annars vegar felst mótsögn í því að kenna þá skoðun við öfgar, að viðskipti og félagsleg samskipti skuli byggja á friði og valkvæðri þátttöku, en ekki þvingunaraðgerðum æ sterkara ríkisvalds. Hins vegar er hvers kyns þjóðernisstefna sem byggir á ofbeldi eða kynþáttahyggju í andstöðu við hugmyndir frjálshyggjunnar um markaðsfrelsi því á frjálsum markaði spyr viðskiptavinurinn ekki hvernig bakarinn sé á litinn, heldur hvernig brauðið sé á bragðið.Friðarboðskapur frjálshyggjunnar Frjálshyggja (e. libertarianism) er reist á þremur meginstoðum: einstaklingsfrelsi, eignarrétti og frjálsum markaði. Til að þessar stoðir virki með skilvirkum hætti þarf að færa sem mest vald frá ríkinu og stjórnmálamönnum til þess vettvangs þar sem viðskipti og samskipti eru háð sjálfviljugri þátttöku fólksins sjálfs, þ.e. markaðarins. Markaður er ekki bara torg peningalegra viðskipta. Hann er ekki síður vettvangur þar sem fólk leggur sitt af mörkum af fúsum og frjálsum vilja til margs konar þjóðrifaverka, til dæmis til hjálpar þeim sem höllum fæti standa. Grunntónninn í frjálshyggjunni er því að fara skuli með friði og að ekki skuli liðið að einstaklingar eða ríkið beiti aðra ofbeldi að fyrra bragði. Þetta er stundum nefnt friðsemdarlögmálið (e. non-aggression principle).Þýskaland þjóðernishyggjunnar Á fjórða áratug síðustu aldar komst til valda einstaklingur í Þýskalandi sem hjó í allar þrjár meginstoðir frelsisunnandi manna. Hann svipti milljónir saklausra borgara frelsi sínu og lífshamingju með því hrekja þá burt af heimilum sínum og smala saman í fangabúðir til vinnuþrælkunar, pyntingar og dauða auk þess sem hann hirti af fólki margvíslegar eignir. Þá herti hann tök ríkisins á markaðnum líkt og enginn væri morgundagurinn. Efnahagslífinu var drekkt í sköttum, reglugerðafrumskógi og tilskipunum um hvað mátti framleiða og selja, í hve miklu magni og á hvaða verði. Ótækt þótti að viðskipta- og atvinnulífið fengi að hafa sinn gang samkvæmt framboði og eftirspurn; eftirlitsstofnanir hins alvitra ríkisvalds skyldu hafa síðasta orðið, ekki gagnkvæmur vilji seljenda og kaupenda á markaði.Öfgar til vinstri? Sá stjórnmálaflokkur sem leiddi þennan harðstjóra til valda hét Nationalsozialistische Deutsche Arbeiterpartei eða Verkamannaflokkur þýskra þjóðernissósíalista á íslensku. Eitt helsta slagorð flokksins var „almannahagsmunir umfram einstaklinginn“. Margir myndu því telja að hér hefði verið á ferðinni vinstri flokkur með ofurtrú á miðstýringu og áætlunarbúskap. Í stað þess að fólk fengi með friðsælum hætti að haga lífi sínu eftir eigin draumum og hæfileikum, skyldu sjálfskipaðir þjóðfélagsverkfræðingar fyrirmyndarríkisins ráða örlögum þess. Allt fyrir heildina, var sagt. Því fór sem fór.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun