Vinstri eða hægri öfgar? Guðmundur Edgarsson skrifar 15. maí 2015 06:00 Sumir kalla þá sem aðhyllast lífsspeki frjálshyggjunnar hægri-öfgamenn. Þá hefur það viðhorf fest í sessi að bendla öfgar þjóðernissinna hér og þar um heiminn við hægri stefnu. Bæði þessi sjónarmið byggja á misskilningi enda ganga þau í berhögg við grunnstef frjálshyggjunnar. Annars vegar felst mótsögn í því að kenna þá skoðun við öfgar, að viðskipti og félagsleg samskipti skuli byggja á friði og valkvæðri þátttöku, en ekki þvingunaraðgerðum æ sterkara ríkisvalds. Hins vegar er hvers kyns þjóðernisstefna sem byggir á ofbeldi eða kynþáttahyggju í andstöðu við hugmyndir frjálshyggjunnar um markaðsfrelsi því á frjálsum markaði spyr viðskiptavinurinn ekki hvernig bakarinn sé á litinn, heldur hvernig brauðið sé á bragðið.Friðarboðskapur frjálshyggjunnar Frjálshyggja (e. libertarianism) er reist á þremur meginstoðum: einstaklingsfrelsi, eignarrétti og frjálsum markaði. Til að þessar stoðir virki með skilvirkum hætti þarf að færa sem mest vald frá ríkinu og stjórnmálamönnum til þess vettvangs þar sem viðskipti og samskipti eru háð sjálfviljugri þátttöku fólksins sjálfs, þ.e. markaðarins. Markaður er ekki bara torg peningalegra viðskipta. Hann er ekki síður vettvangur þar sem fólk leggur sitt af mörkum af fúsum og frjálsum vilja til margs konar þjóðrifaverka, til dæmis til hjálpar þeim sem höllum fæti standa. Grunntónninn í frjálshyggjunni er því að fara skuli með friði og að ekki skuli liðið að einstaklingar eða ríkið beiti aðra ofbeldi að fyrra bragði. Þetta er stundum nefnt friðsemdarlögmálið (e. non-aggression principle).Þýskaland þjóðernishyggjunnar Á fjórða áratug síðustu aldar komst til valda einstaklingur í Þýskalandi sem hjó í allar þrjár meginstoðir frelsisunnandi manna. Hann svipti milljónir saklausra borgara frelsi sínu og lífshamingju með því hrekja þá burt af heimilum sínum og smala saman í fangabúðir til vinnuþrælkunar, pyntingar og dauða auk þess sem hann hirti af fólki margvíslegar eignir. Þá herti hann tök ríkisins á markaðnum líkt og enginn væri morgundagurinn. Efnahagslífinu var drekkt í sköttum, reglugerðafrumskógi og tilskipunum um hvað mátti framleiða og selja, í hve miklu magni og á hvaða verði. Ótækt þótti að viðskipta- og atvinnulífið fengi að hafa sinn gang samkvæmt framboði og eftirspurn; eftirlitsstofnanir hins alvitra ríkisvalds skyldu hafa síðasta orðið, ekki gagnkvæmur vilji seljenda og kaupenda á markaði.Öfgar til vinstri? Sá stjórnmálaflokkur sem leiddi þennan harðstjóra til valda hét Nationalsozialistische Deutsche Arbeiterpartei eða Verkamannaflokkur þýskra þjóðernissósíalista á íslensku. Eitt helsta slagorð flokksins var „almannahagsmunir umfram einstaklinginn“. Margir myndu því telja að hér hefði verið á ferðinni vinstri flokkur með ofurtrú á miðstýringu og áætlunarbúskap. Í stað þess að fólk fengi með friðsælum hætti að haga lífi sínu eftir eigin draumum og hæfileikum, skyldu sjálfskipaðir þjóðfélagsverkfræðingar fyrirmyndarríkisins ráða örlögum þess. Allt fyrir heildina, var sagt. Því fór sem fór. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Sumir kalla þá sem aðhyllast lífsspeki frjálshyggjunnar hægri-öfgamenn. Þá hefur það viðhorf fest í sessi að bendla öfgar þjóðernissinna hér og þar um heiminn við hægri stefnu. Bæði þessi sjónarmið byggja á misskilningi enda ganga þau í berhögg við grunnstef frjálshyggjunnar. Annars vegar felst mótsögn í því að kenna þá skoðun við öfgar, að viðskipti og félagsleg samskipti skuli byggja á friði og valkvæðri þátttöku, en ekki þvingunaraðgerðum æ sterkara ríkisvalds. Hins vegar er hvers kyns þjóðernisstefna sem byggir á ofbeldi eða kynþáttahyggju í andstöðu við hugmyndir frjálshyggjunnar um markaðsfrelsi því á frjálsum markaði spyr viðskiptavinurinn ekki hvernig bakarinn sé á litinn, heldur hvernig brauðið sé á bragðið.Friðarboðskapur frjálshyggjunnar Frjálshyggja (e. libertarianism) er reist á þremur meginstoðum: einstaklingsfrelsi, eignarrétti og frjálsum markaði. Til að þessar stoðir virki með skilvirkum hætti þarf að færa sem mest vald frá ríkinu og stjórnmálamönnum til þess vettvangs þar sem viðskipti og samskipti eru háð sjálfviljugri þátttöku fólksins sjálfs, þ.e. markaðarins. Markaður er ekki bara torg peningalegra viðskipta. Hann er ekki síður vettvangur þar sem fólk leggur sitt af mörkum af fúsum og frjálsum vilja til margs konar þjóðrifaverka, til dæmis til hjálpar þeim sem höllum fæti standa. Grunntónninn í frjálshyggjunni er því að fara skuli með friði og að ekki skuli liðið að einstaklingar eða ríkið beiti aðra ofbeldi að fyrra bragði. Þetta er stundum nefnt friðsemdarlögmálið (e. non-aggression principle).Þýskaland þjóðernishyggjunnar Á fjórða áratug síðustu aldar komst til valda einstaklingur í Þýskalandi sem hjó í allar þrjár meginstoðir frelsisunnandi manna. Hann svipti milljónir saklausra borgara frelsi sínu og lífshamingju með því hrekja þá burt af heimilum sínum og smala saman í fangabúðir til vinnuþrælkunar, pyntingar og dauða auk þess sem hann hirti af fólki margvíslegar eignir. Þá herti hann tök ríkisins á markaðnum líkt og enginn væri morgundagurinn. Efnahagslífinu var drekkt í sköttum, reglugerðafrumskógi og tilskipunum um hvað mátti framleiða og selja, í hve miklu magni og á hvaða verði. Ótækt þótti að viðskipta- og atvinnulífið fengi að hafa sinn gang samkvæmt framboði og eftirspurn; eftirlitsstofnanir hins alvitra ríkisvalds skyldu hafa síðasta orðið, ekki gagnkvæmur vilji seljenda og kaupenda á markaði.Öfgar til vinstri? Sá stjórnmálaflokkur sem leiddi þennan harðstjóra til valda hét Nationalsozialistische Deutsche Arbeiterpartei eða Verkamannaflokkur þýskra þjóðernissósíalista á íslensku. Eitt helsta slagorð flokksins var „almannahagsmunir umfram einstaklinginn“. Margir myndu því telja að hér hefði verið á ferðinni vinstri flokkur með ofurtrú á miðstýringu og áætlunarbúskap. Í stað þess að fólk fengi með friðsælum hætti að haga lífi sínu eftir eigin draumum og hæfileikum, skyldu sjálfskipaðir þjóðfélagsverkfræðingar fyrirmyndarríkisins ráða örlögum þess. Allt fyrir heildina, var sagt. Því fór sem fór.
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun