Frítíminn getur verið dýrt spaug Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 14. maí 2015 07:00 Brátt líður að sumri, skólar loka dyrum sínum og börnin flykkjast út til að njóta þess sem sumarið hefur upp á að bjóða; ferðalög, leiki, námskeið og samveru við fjölskyldu og vini. Ólíkt grunnskólanum, sem er kjölfesta allra barna, er frítíminn eins misjafn og aðstæður barnanna leyfa. Frítíminn getur nefnilega verið dýrt spaug. Samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem Ísland hefur lögfest, eiga öll börn rétt á grunnmenntun án endurgjalds. Þau eiga rétt á tómstundum, leikjum og skemmtunum sem hæfa aldri þeirra og þroska. Jafnframt er í Barnasáttmálanum kveðið á um að ekki megi mismuna börnum sökum stöðu þeirra eða foreldra þeirra, svo sem vegna efnahags. Skólinn er hornsteinn jafnræðis í samfélaginu og þar gefst einstakt tækifæri til að jafna aðstöðu barna. Hér á landi er almennt lítill munur á milli skóla og í flestum íslenskum skólum er að finna þverskurð íslensks samfélags. Það er í skólanum sem mörg börn kynnast hinu fjölbreytta samfélagi lista, menningar og íþrótta. Þau uppgötva eigin hæfileika og áhugasvið og finna þeim gjarnan farveg til lífstíðar. Því miður er það þó svo, að sökum efnahagslegrar stöðu foreldra sinna, hafa ekki öll börn á Íslandi tækifæri til að rækta áhugamál sín, stunda tómstundir utan skólatíma eða nýta sér hin fjölbreyttu tækifæri sem börnum bjóðast í skólafríum. Þó að grunnskólinn sé gjaldfrjáls hafa börn gjarnan þurft að greiða fyrir ýmislegt sem tengist skólanum, svo sem fyrir námsgögn, skemmtanir og ferðalög. Nú þegar líður að vori senda sumir skólar út lista yfir námsgögn sem börn þurfa til skólagöngunnar haustið 2015 og skólinn gerir ráð fyrir að foreldrar útvegi. Mikilvægt er að árétta að öll þau gögn sem gert er ráð fyrir að börn noti fyrir skólann ætti skólinn að útvega án endurgjalds. Börnum sé ekki mismunað Til að gera börnum kleift að taka þátt í kostnaðarsömum viðburðum á vegum skóla eða tómstundafélaga hefur það víða tíðkast að börnin eru látin safna fé með því að selja vinum og vandamönnum ýmsan varning og jafnvel er salan eyrnamerkt hverju barni. Hér þarf að huga að því að ábyrgðin verður foreldranna og staða barna og foreldra þeirra er ansi misjöfn. Ekki hafa öll börn sömu tækifæri til að afla fjár með þessum hætti og sem dæmi má nefna að sum börn eiga foreldra sem ekki eru á vinnumarkaði, eru af erlendum uppruna og /eða hafa lítið tengslanet. Mikilvægt er að öllum börnum sé gert kleift að taka þátt í öllu því starfi sem er á vegum skóla, eða annars starfs tengdu skólanum svo sem foreldrafélaga eða frístundaheimila og sé ekki mismunað vegna stöðu þeirra. Jafnframt er mikilvægt að öll börn hafi tækifæri til að sinna tómstundum utan skólatíma og í skólafríum. Barnaheill – Save the Children á Íslandi kalla eftir stefnu frá stjórnvöldum hvað varðar rétt allra barna til tómstunda, leikja og skemmtana án þess að þeim sé mismunað vegna stöðu foreldra sinna sem þau bera svo sannarlega ekki ábyrgð á. Barnaheill vilja jafnframt hvetja alla þá sem vinna með börnum eða að málefnum þeirra, að tryggja öllum börnum þann rétt sem þau eiga samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og að þeim sé ekki mismunað. Þannig megi öll börn þroskast og dafna, uppgötva hæfileika sína og nýta þau tækifæri sem samfélagið hefur upp á að bjóða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Júlía Rafnsdóttir Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Brátt líður að sumri, skólar loka dyrum sínum og börnin flykkjast út til að njóta þess sem sumarið hefur upp á að bjóða; ferðalög, leiki, námskeið og samveru við fjölskyldu og vini. Ólíkt grunnskólanum, sem er kjölfesta allra barna, er frítíminn eins misjafn og aðstæður barnanna leyfa. Frítíminn getur nefnilega verið dýrt spaug. Samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem Ísland hefur lögfest, eiga öll börn rétt á grunnmenntun án endurgjalds. Þau eiga rétt á tómstundum, leikjum og skemmtunum sem hæfa aldri þeirra og þroska. Jafnframt er í Barnasáttmálanum kveðið á um að ekki megi mismuna börnum sökum stöðu þeirra eða foreldra þeirra, svo sem vegna efnahags. Skólinn er hornsteinn jafnræðis í samfélaginu og þar gefst einstakt tækifæri til að jafna aðstöðu barna. Hér á landi er almennt lítill munur á milli skóla og í flestum íslenskum skólum er að finna þverskurð íslensks samfélags. Það er í skólanum sem mörg börn kynnast hinu fjölbreytta samfélagi lista, menningar og íþrótta. Þau uppgötva eigin hæfileika og áhugasvið og finna þeim gjarnan farveg til lífstíðar. Því miður er það þó svo, að sökum efnahagslegrar stöðu foreldra sinna, hafa ekki öll börn á Íslandi tækifæri til að rækta áhugamál sín, stunda tómstundir utan skólatíma eða nýta sér hin fjölbreyttu tækifæri sem börnum bjóðast í skólafríum. Þó að grunnskólinn sé gjaldfrjáls hafa börn gjarnan þurft að greiða fyrir ýmislegt sem tengist skólanum, svo sem fyrir námsgögn, skemmtanir og ferðalög. Nú þegar líður að vori senda sumir skólar út lista yfir námsgögn sem börn þurfa til skólagöngunnar haustið 2015 og skólinn gerir ráð fyrir að foreldrar útvegi. Mikilvægt er að árétta að öll þau gögn sem gert er ráð fyrir að börn noti fyrir skólann ætti skólinn að útvega án endurgjalds. Börnum sé ekki mismunað Til að gera börnum kleift að taka þátt í kostnaðarsömum viðburðum á vegum skóla eða tómstundafélaga hefur það víða tíðkast að börnin eru látin safna fé með því að selja vinum og vandamönnum ýmsan varning og jafnvel er salan eyrnamerkt hverju barni. Hér þarf að huga að því að ábyrgðin verður foreldranna og staða barna og foreldra þeirra er ansi misjöfn. Ekki hafa öll börn sömu tækifæri til að afla fjár með þessum hætti og sem dæmi má nefna að sum börn eiga foreldra sem ekki eru á vinnumarkaði, eru af erlendum uppruna og /eða hafa lítið tengslanet. Mikilvægt er að öllum börnum sé gert kleift að taka þátt í öllu því starfi sem er á vegum skóla, eða annars starfs tengdu skólanum svo sem foreldrafélaga eða frístundaheimila og sé ekki mismunað vegna stöðu þeirra. Jafnframt er mikilvægt að öll börn hafi tækifæri til að sinna tómstundum utan skólatíma og í skólafríum. Barnaheill – Save the Children á Íslandi kalla eftir stefnu frá stjórnvöldum hvað varðar rétt allra barna til tómstunda, leikja og skemmtana án þess að þeim sé mismunað vegna stöðu foreldra sinna sem þau bera svo sannarlega ekki ábyrgð á. Barnaheill vilja jafnframt hvetja alla þá sem vinna með börnum eða að málefnum þeirra, að tryggja öllum börnum þann rétt sem þau eiga samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og að þeim sé ekki mismunað. Þannig megi öll börn þroskast og dafna, uppgötva hæfileika sína og nýta þau tækifæri sem samfélagið hefur upp á að bjóða.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun