Skoðuðu twerk og Beyoncé fyrir verkið #PRIVATEPUSSY Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 12. maí 2015 09:30 Sveinbjörg Þórhallsdóttir, lektor og fagstjóri samtímadansbrautar Listaháskóla Íslands, er annar danshöfunda #PRIVATEPUSSY. Vísir/Ernir „Þetta er svakalega viðeigandi og current á okkar tíma. Free the Nipple nýbúið að vera í umræðunni og Free the Pussy að koma upp á yfirborðið og við erum nákvæmlega að fjalla um þessi málefni,“ segir Sveinbjörg Þórhallsdóttir, lektor og fagstjóri samtímadansbrautar Listaháskóla Íslands. Hún, ásamt Steinunni Ketilsdóttur, er danshöfundur samtímadansverksins #PRIVATEPUSSY, annarrar sýningar útskriftarnema af samtímadansbraut LHÍ, en útskriftarhópurinn setur einnig upp sýninguna A life In Muscle eftir Tony Vezich. „Þetta er rosalega sterkur hópur samtímadansara, sterkar konur,“ segir Sveinbjörg stolt en þetta er jafnframt þriðja verkið sem Sveinbjörg og Steinunn vinna saman að og fjallar um baráttumál konunnar. #PRIVATEPUSSY spyr spurninga um birtingarmynd konunnar og kvenlíkamans í nútímasamfélagi og fjallar um stöðu og birtingarmynd hennar í poppmenningu. Free the Nipple-byltingin átti sér stað á Twitter á sama tíma og verkið var í vinnslu en þar birtu íslenskar konur myndir af brjóstum sínum meðal annars til þess að mótmæla kynvæðingu brjósta. „Free the Nipple kemur bara inn í mitt tímabil hjá okkur þar sem við eru að fjalla um þessi málefni. Við vorum að gera senu þar sem þær voru allar berar að ofan og þetta átti svona vel við,“ segir hún og bætir við að það hafi enn frekar styrkt að verkið væri í takt við tímann.Búningarnir eru eftirtektaverðir og líkja eftir vöðvabyggingu líkamans.Talsverð hugmynda- og rannsóknarvinna liggur að baki dansverkum og er engin undantekning þar á í #PRIVATEPUSSY, en Sveinbjörg segir þær Steinunni og dansarana í verkinu meðal annars hafa lagst yfir poppmenningu og skoðað þekktustu poppstjörnur samtímans nánar. „Við tókum til dæmis Beyoncé og allar þessar poppdrottningar. Rannsökuðum hreyfingarnar og tilvitnanirnar,“ segir hún og bætir við: „Þær hafa svo ofboðslega mótandi áhrif á samfélagið sitt og þau geta verið misgóð og misvísandi skilaboð,“ segir Sveinbjörg, en hún segir meðal annars mikið hafa verið unnið með twerk og aðrar hreyfingar sem áberandi eru í tónlistarmyndböndum. Tónlistin í sýningunni er eftir Áskel Harðarson og er það útskriftarverk hans úr tónsmíðum. Ókeypis er inn á báðar sýningarnar en panta þarf miða á midisvidslist@lhi.is. Verkin verða sýnd í Gamla bíói á fimmtudag og föstudag klukkan fimm og átta. Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
„Þetta er svakalega viðeigandi og current á okkar tíma. Free the Nipple nýbúið að vera í umræðunni og Free the Pussy að koma upp á yfirborðið og við erum nákvæmlega að fjalla um þessi málefni,“ segir Sveinbjörg Þórhallsdóttir, lektor og fagstjóri samtímadansbrautar Listaháskóla Íslands. Hún, ásamt Steinunni Ketilsdóttur, er danshöfundur samtímadansverksins #PRIVATEPUSSY, annarrar sýningar útskriftarnema af samtímadansbraut LHÍ, en útskriftarhópurinn setur einnig upp sýninguna A life In Muscle eftir Tony Vezich. „Þetta er rosalega sterkur hópur samtímadansara, sterkar konur,“ segir Sveinbjörg stolt en þetta er jafnframt þriðja verkið sem Sveinbjörg og Steinunn vinna saman að og fjallar um baráttumál konunnar. #PRIVATEPUSSY spyr spurninga um birtingarmynd konunnar og kvenlíkamans í nútímasamfélagi og fjallar um stöðu og birtingarmynd hennar í poppmenningu. Free the Nipple-byltingin átti sér stað á Twitter á sama tíma og verkið var í vinnslu en þar birtu íslenskar konur myndir af brjóstum sínum meðal annars til þess að mótmæla kynvæðingu brjósta. „Free the Nipple kemur bara inn í mitt tímabil hjá okkur þar sem við eru að fjalla um þessi málefni. Við vorum að gera senu þar sem þær voru allar berar að ofan og þetta átti svona vel við,“ segir hún og bætir við að það hafi enn frekar styrkt að verkið væri í takt við tímann.Búningarnir eru eftirtektaverðir og líkja eftir vöðvabyggingu líkamans.Talsverð hugmynda- og rannsóknarvinna liggur að baki dansverkum og er engin undantekning þar á í #PRIVATEPUSSY, en Sveinbjörg segir þær Steinunni og dansarana í verkinu meðal annars hafa lagst yfir poppmenningu og skoðað þekktustu poppstjörnur samtímans nánar. „Við tókum til dæmis Beyoncé og allar þessar poppdrottningar. Rannsökuðum hreyfingarnar og tilvitnanirnar,“ segir hún og bætir við: „Þær hafa svo ofboðslega mótandi áhrif á samfélagið sitt og þau geta verið misgóð og misvísandi skilaboð,“ segir Sveinbjörg, en hún segir meðal annars mikið hafa verið unnið með twerk og aðrar hreyfingar sem áberandi eru í tónlistarmyndböndum. Tónlistin í sýningunni er eftir Áskel Harðarson og er það útskriftarverk hans úr tónsmíðum. Ókeypis er inn á báðar sýningarnar en panta þarf miða á midisvidslist@lhi.is. Verkin verða sýnd í Gamla bíói á fimmtudag og föstudag klukkan fimm og átta.
Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning