Atvinna fyrir alla – sem geta unnið! Kjarahópur Öryrkjabandalags Íslands skrifar 11. maí 2015 07:00 Höfundar eru: Axel Jespersen, Ellen Calmon, Guðmundur Ingi Kristinsson, Guðmundur Magnússon, Halldór Sævar Guðbergsson, Hilmar Guðmundsson, María Óskarsdóttir, Sigríður Hanna Ingólfsdóttir, Sylviane Pétursson – Lecoultre, og Þorbera Fjölnisdóttir, í kjarahópi ÖBÍ Mannréttindum er ætlað að tryggja fólki grundvallaréttindi og mannvirðingu. Mannréttindi eru alþjóðleg og eiga að ná til allra, án mismununar. Í mannréttindum felst meðal annars rétturinn til þátttöku í samfélaginu og rétturinn til að stunda vinnu. Eins og fram kemur í 27. gr. í Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem Ísland undirritaði 30. mars 2007, eiga aðildarríkin að viðurkenna „rétt fatlaðs fólks, til jafns við aðra, til vinnu; í því felst réttur til að fá ráðrúm til að afla sér lífsviðurværis með vinnu að eigin vali eða vinnu sem er þegin á frjálsan hátt á vinnumarkaði og í vinnuumhverfi sem fötluðu fólki stendur opið, er án aðgreiningar og er því aðgengilegt.“Atvinnuþátttaka Í rannsóknum kemur fram að mikill meirihluti örorkulífeyrisþega vill vinna. Hins vegar eru eingöngu rúm 30% þeirra með einhverjar atvinnutekjur. Aðspurðir telja þeir helstu hindranir fyrir atvinnuþátttöku fyrst og fremst tengjast hinum ýmsu þáttum vinnumarkaðarins. Næst koma miklar tekjutengingar almannatrygginga og heilsuleysi eða fötlun. Það er því stór hópur fólks á Íslandi sem upplifir að hann sé útilokaður frá þátttöku á vinnumarkaði. Aðgengi örorkulífeyrisþega að atvinnu er því miður ekki fullnægjandi á Íslandi. Hægt væri að bæta úr því með fjölgun hlutastarfa og auknum sveigjanleika á vinnutíma. Frá október 2014 hefur ÖBÍ unnið að átaksverkefni í samvinnu við Vinnumálastofnun og Landssamtökin Þroskahjálp þar sem stofnanir á vegum ríkis og sveitarfélaga voru hvattar til að ráða fólk með skerta starfsgetu. Því miður hafa einungis innan við 10 störf borist af tilstuðlan þessa verkefnis. Miklar tekjutengingar í almannatryggingakerfinu hamla atvinnuþátttöku örorkulífeyrisþega. Fyrstu tekjur lífeyrisþega skerða greiðslur frá Tryggingastofnun þannig að hver króna sem viðkomandi vinnur sér inn skerðir lífeyrinn um nákvæmlega sömu upphæð og viðkomandi hefur fengið í atvinnutekjur. Því er enginn fjárhagslegur ávinningur eða hvati fyrir þann hinn sama að stunda vinnu. Þetta kallast króna á móti krónu skerðing eða 100% skerðing á sérstakri framfærsluuppbót. Slíkar tekjuskerðingar og lágt frítekjumark gera það að verkum að fólk aflar sér lítilla eða engra viðbótartekna með vinnu sinni. Fólki er þannig haldið í fátæktargildru og frá þátttöku á vinnumarkaði. Í nýrri skýrslu ÖBÍ, Virkt samfélag, eru m.a. tillögur um að afnema 100% skerðingar og að hækka frítekjumark vegna atvinnutekna í 309.140 kr. á mánuði. Tryggja á aðgengi Stjórnvöld hafa nýlega lýst því yfir að við horfum fram á betri fjárhagstíð með blóm í haga. Er því ekki einmitt rétti tíminn núna til að endurskoða almannatrygginga- og lífeyrissjóðskerfið frá grunni með það fyrir augum að tryggja fólki með skerta starfsgetu aðgengi að vinnumarkaði og viðunandi framfærslu? Ásamt því að tryggja lagalegu stöðu þess með lagasetningu um bann við mismunun á vinnumarkaði. Minnt er á að lífeyrir almannatrygginga er undir lágmarkslaunum fyrir dagvinnu. Veruleg hækkun persónuafsláttar myndi lækka skattbyrði allra sem myndi þá einnig ná til tekjulágra skattgreiðenda. Hækkun persónuafsláttar er því einföld og skilvirk leið sem stjórnvöld geta valið að fara nú þegar. Í dag greiðir fólk skatt af tekjum yfir 142.153 kr. Krafan er störf við hæfi fyrir þá sem hafa starfsgetu til þess og veruleg hækkun lífeyrisgreiðslna. Niðurstaðan væri sú að lífeyrisþegar geti lifað mannsæmandi lífi af tekjum sínum, hvort heldur þeir eru á vinnumarkaði eða ekki.Áskorun til stjórnvalda ÖBÍ leggur mikla áherslu á að Samningur SÞ um réttindi fatlaðs fólks verði fullgiltur og lögfestur. Meðal réttinda sem eru tryggð í samningnum er réttur til framfærslu, annarrar félagslegrar aðstoðar og réttur til vinnu á vinnumarkaði án aðgreiningar. Á heimasíðu ÖBÍ www.obi.is er að finna áskorun til stjórnvalda um að innleiða Samning SÞ um réttindi fatlaðs fólks. ÖBÍ hvetur alla til að skrifa undir áskorunina. Samningurinn hefur tekið gildi í 151 ríki. Fjögur Evrópulönd eiga eftir að innleiða hann, Ísland, Finnland, Írland og Holland. Ætlum við að verða síðust Evrópuríkja? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Höfundar eru: Axel Jespersen, Ellen Calmon, Guðmundur Ingi Kristinsson, Guðmundur Magnússon, Halldór Sævar Guðbergsson, Hilmar Guðmundsson, María Óskarsdóttir, Sigríður Hanna Ingólfsdóttir, Sylviane Pétursson – Lecoultre, og Þorbera Fjölnisdóttir, í kjarahópi ÖBÍ Mannréttindum er ætlað að tryggja fólki grundvallaréttindi og mannvirðingu. Mannréttindi eru alþjóðleg og eiga að ná til allra, án mismununar. Í mannréttindum felst meðal annars rétturinn til þátttöku í samfélaginu og rétturinn til að stunda vinnu. Eins og fram kemur í 27. gr. í Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem Ísland undirritaði 30. mars 2007, eiga aðildarríkin að viðurkenna „rétt fatlaðs fólks, til jafns við aðra, til vinnu; í því felst réttur til að fá ráðrúm til að afla sér lífsviðurværis með vinnu að eigin vali eða vinnu sem er þegin á frjálsan hátt á vinnumarkaði og í vinnuumhverfi sem fötluðu fólki stendur opið, er án aðgreiningar og er því aðgengilegt.“Atvinnuþátttaka Í rannsóknum kemur fram að mikill meirihluti örorkulífeyrisþega vill vinna. Hins vegar eru eingöngu rúm 30% þeirra með einhverjar atvinnutekjur. Aðspurðir telja þeir helstu hindranir fyrir atvinnuþátttöku fyrst og fremst tengjast hinum ýmsu þáttum vinnumarkaðarins. Næst koma miklar tekjutengingar almannatrygginga og heilsuleysi eða fötlun. Það er því stór hópur fólks á Íslandi sem upplifir að hann sé útilokaður frá þátttöku á vinnumarkaði. Aðgengi örorkulífeyrisþega að atvinnu er því miður ekki fullnægjandi á Íslandi. Hægt væri að bæta úr því með fjölgun hlutastarfa og auknum sveigjanleika á vinnutíma. Frá október 2014 hefur ÖBÍ unnið að átaksverkefni í samvinnu við Vinnumálastofnun og Landssamtökin Þroskahjálp þar sem stofnanir á vegum ríkis og sveitarfélaga voru hvattar til að ráða fólk með skerta starfsgetu. Því miður hafa einungis innan við 10 störf borist af tilstuðlan þessa verkefnis. Miklar tekjutengingar í almannatryggingakerfinu hamla atvinnuþátttöku örorkulífeyrisþega. Fyrstu tekjur lífeyrisþega skerða greiðslur frá Tryggingastofnun þannig að hver króna sem viðkomandi vinnur sér inn skerðir lífeyrinn um nákvæmlega sömu upphæð og viðkomandi hefur fengið í atvinnutekjur. Því er enginn fjárhagslegur ávinningur eða hvati fyrir þann hinn sama að stunda vinnu. Þetta kallast króna á móti krónu skerðing eða 100% skerðing á sérstakri framfærsluuppbót. Slíkar tekjuskerðingar og lágt frítekjumark gera það að verkum að fólk aflar sér lítilla eða engra viðbótartekna með vinnu sinni. Fólki er þannig haldið í fátæktargildru og frá þátttöku á vinnumarkaði. Í nýrri skýrslu ÖBÍ, Virkt samfélag, eru m.a. tillögur um að afnema 100% skerðingar og að hækka frítekjumark vegna atvinnutekna í 309.140 kr. á mánuði. Tryggja á aðgengi Stjórnvöld hafa nýlega lýst því yfir að við horfum fram á betri fjárhagstíð með blóm í haga. Er því ekki einmitt rétti tíminn núna til að endurskoða almannatrygginga- og lífeyrissjóðskerfið frá grunni með það fyrir augum að tryggja fólki með skerta starfsgetu aðgengi að vinnumarkaði og viðunandi framfærslu? Ásamt því að tryggja lagalegu stöðu þess með lagasetningu um bann við mismunun á vinnumarkaði. Minnt er á að lífeyrir almannatrygginga er undir lágmarkslaunum fyrir dagvinnu. Veruleg hækkun persónuafsláttar myndi lækka skattbyrði allra sem myndi þá einnig ná til tekjulágra skattgreiðenda. Hækkun persónuafsláttar er því einföld og skilvirk leið sem stjórnvöld geta valið að fara nú þegar. Í dag greiðir fólk skatt af tekjum yfir 142.153 kr. Krafan er störf við hæfi fyrir þá sem hafa starfsgetu til þess og veruleg hækkun lífeyrisgreiðslna. Niðurstaðan væri sú að lífeyrisþegar geti lifað mannsæmandi lífi af tekjum sínum, hvort heldur þeir eru á vinnumarkaði eða ekki.Áskorun til stjórnvalda ÖBÍ leggur mikla áherslu á að Samningur SÞ um réttindi fatlaðs fólks verði fullgiltur og lögfestur. Meðal réttinda sem eru tryggð í samningnum er réttur til framfærslu, annarrar félagslegrar aðstoðar og réttur til vinnu á vinnumarkaði án aðgreiningar. Á heimasíðu ÖBÍ www.obi.is er að finna áskorun til stjórnvalda um að innleiða Samning SÞ um réttindi fatlaðs fólks. ÖBÍ hvetur alla til að skrifa undir áskorunina. Samningurinn hefur tekið gildi í 151 ríki. Fjögur Evrópulönd eiga eftir að innleiða hann, Ísland, Finnland, Írland og Holland. Ætlum við að verða síðust Evrópuríkja?
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar