Atvinna fyrir alla – sem geta unnið! Kjarahópur Öryrkjabandalags Íslands skrifar 11. maí 2015 07:00 Höfundar eru: Axel Jespersen, Ellen Calmon, Guðmundur Ingi Kristinsson, Guðmundur Magnússon, Halldór Sævar Guðbergsson, Hilmar Guðmundsson, María Óskarsdóttir, Sigríður Hanna Ingólfsdóttir, Sylviane Pétursson – Lecoultre, og Þorbera Fjölnisdóttir, í kjarahópi ÖBÍ Mannréttindum er ætlað að tryggja fólki grundvallaréttindi og mannvirðingu. Mannréttindi eru alþjóðleg og eiga að ná til allra, án mismununar. Í mannréttindum felst meðal annars rétturinn til þátttöku í samfélaginu og rétturinn til að stunda vinnu. Eins og fram kemur í 27. gr. í Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem Ísland undirritaði 30. mars 2007, eiga aðildarríkin að viðurkenna „rétt fatlaðs fólks, til jafns við aðra, til vinnu; í því felst réttur til að fá ráðrúm til að afla sér lífsviðurværis með vinnu að eigin vali eða vinnu sem er þegin á frjálsan hátt á vinnumarkaði og í vinnuumhverfi sem fötluðu fólki stendur opið, er án aðgreiningar og er því aðgengilegt.“Atvinnuþátttaka Í rannsóknum kemur fram að mikill meirihluti örorkulífeyrisþega vill vinna. Hins vegar eru eingöngu rúm 30% þeirra með einhverjar atvinnutekjur. Aðspurðir telja þeir helstu hindranir fyrir atvinnuþátttöku fyrst og fremst tengjast hinum ýmsu þáttum vinnumarkaðarins. Næst koma miklar tekjutengingar almannatrygginga og heilsuleysi eða fötlun. Það er því stór hópur fólks á Íslandi sem upplifir að hann sé útilokaður frá þátttöku á vinnumarkaði. Aðgengi örorkulífeyrisþega að atvinnu er því miður ekki fullnægjandi á Íslandi. Hægt væri að bæta úr því með fjölgun hlutastarfa og auknum sveigjanleika á vinnutíma. Frá október 2014 hefur ÖBÍ unnið að átaksverkefni í samvinnu við Vinnumálastofnun og Landssamtökin Þroskahjálp þar sem stofnanir á vegum ríkis og sveitarfélaga voru hvattar til að ráða fólk með skerta starfsgetu. Því miður hafa einungis innan við 10 störf borist af tilstuðlan þessa verkefnis. Miklar tekjutengingar í almannatryggingakerfinu hamla atvinnuþátttöku örorkulífeyrisþega. Fyrstu tekjur lífeyrisþega skerða greiðslur frá Tryggingastofnun þannig að hver króna sem viðkomandi vinnur sér inn skerðir lífeyrinn um nákvæmlega sömu upphæð og viðkomandi hefur fengið í atvinnutekjur. Því er enginn fjárhagslegur ávinningur eða hvati fyrir þann hinn sama að stunda vinnu. Þetta kallast króna á móti krónu skerðing eða 100% skerðing á sérstakri framfærsluuppbót. Slíkar tekjuskerðingar og lágt frítekjumark gera það að verkum að fólk aflar sér lítilla eða engra viðbótartekna með vinnu sinni. Fólki er þannig haldið í fátæktargildru og frá þátttöku á vinnumarkaði. Í nýrri skýrslu ÖBÍ, Virkt samfélag, eru m.a. tillögur um að afnema 100% skerðingar og að hækka frítekjumark vegna atvinnutekna í 309.140 kr. á mánuði. Tryggja á aðgengi Stjórnvöld hafa nýlega lýst því yfir að við horfum fram á betri fjárhagstíð með blóm í haga. Er því ekki einmitt rétti tíminn núna til að endurskoða almannatrygginga- og lífeyrissjóðskerfið frá grunni með það fyrir augum að tryggja fólki með skerta starfsgetu aðgengi að vinnumarkaði og viðunandi framfærslu? Ásamt því að tryggja lagalegu stöðu þess með lagasetningu um bann við mismunun á vinnumarkaði. Minnt er á að lífeyrir almannatrygginga er undir lágmarkslaunum fyrir dagvinnu. Veruleg hækkun persónuafsláttar myndi lækka skattbyrði allra sem myndi þá einnig ná til tekjulágra skattgreiðenda. Hækkun persónuafsláttar er því einföld og skilvirk leið sem stjórnvöld geta valið að fara nú þegar. Í dag greiðir fólk skatt af tekjum yfir 142.153 kr. Krafan er störf við hæfi fyrir þá sem hafa starfsgetu til þess og veruleg hækkun lífeyrisgreiðslna. Niðurstaðan væri sú að lífeyrisþegar geti lifað mannsæmandi lífi af tekjum sínum, hvort heldur þeir eru á vinnumarkaði eða ekki.Áskorun til stjórnvalda ÖBÍ leggur mikla áherslu á að Samningur SÞ um réttindi fatlaðs fólks verði fullgiltur og lögfestur. Meðal réttinda sem eru tryggð í samningnum er réttur til framfærslu, annarrar félagslegrar aðstoðar og réttur til vinnu á vinnumarkaði án aðgreiningar. Á heimasíðu ÖBÍ www.obi.is er að finna áskorun til stjórnvalda um að innleiða Samning SÞ um réttindi fatlaðs fólks. ÖBÍ hvetur alla til að skrifa undir áskorunina. Samningurinn hefur tekið gildi í 151 ríki. Fjögur Evrópulönd eiga eftir að innleiða hann, Ísland, Finnland, Írland og Holland. Ætlum við að verða síðust Evrópuríkja? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Höfundar eru: Axel Jespersen, Ellen Calmon, Guðmundur Ingi Kristinsson, Guðmundur Magnússon, Halldór Sævar Guðbergsson, Hilmar Guðmundsson, María Óskarsdóttir, Sigríður Hanna Ingólfsdóttir, Sylviane Pétursson – Lecoultre, og Þorbera Fjölnisdóttir, í kjarahópi ÖBÍ Mannréttindum er ætlað að tryggja fólki grundvallaréttindi og mannvirðingu. Mannréttindi eru alþjóðleg og eiga að ná til allra, án mismununar. Í mannréttindum felst meðal annars rétturinn til þátttöku í samfélaginu og rétturinn til að stunda vinnu. Eins og fram kemur í 27. gr. í Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem Ísland undirritaði 30. mars 2007, eiga aðildarríkin að viðurkenna „rétt fatlaðs fólks, til jafns við aðra, til vinnu; í því felst réttur til að fá ráðrúm til að afla sér lífsviðurværis með vinnu að eigin vali eða vinnu sem er þegin á frjálsan hátt á vinnumarkaði og í vinnuumhverfi sem fötluðu fólki stendur opið, er án aðgreiningar og er því aðgengilegt.“Atvinnuþátttaka Í rannsóknum kemur fram að mikill meirihluti örorkulífeyrisþega vill vinna. Hins vegar eru eingöngu rúm 30% þeirra með einhverjar atvinnutekjur. Aðspurðir telja þeir helstu hindranir fyrir atvinnuþátttöku fyrst og fremst tengjast hinum ýmsu þáttum vinnumarkaðarins. Næst koma miklar tekjutengingar almannatrygginga og heilsuleysi eða fötlun. Það er því stór hópur fólks á Íslandi sem upplifir að hann sé útilokaður frá þátttöku á vinnumarkaði. Aðgengi örorkulífeyrisþega að atvinnu er því miður ekki fullnægjandi á Íslandi. Hægt væri að bæta úr því með fjölgun hlutastarfa og auknum sveigjanleika á vinnutíma. Frá október 2014 hefur ÖBÍ unnið að átaksverkefni í samvinnu við Vinnumálastofnun og Landssamtökin Þroskahjálp þar sem stofnanir á vegum ríkis og sveitarfélaga voru hvattar til að ráða fólk með skerta starfsgetu. Því miður hafa einungis innan við 10 störf borist af tilstuðlan þessa verkefnis. Miklar tekjutengingar í almannatryggingakerfinu hamla atvinnuþátttöku örorkulífeyrisþega. Fyrstu tekjur lífeyrisþega skerða greiðslur frá Tryggingastofnun þannig að hver króna sem viðkomandi vinnur sér inn skerðir lífeyrinn um nákvæmlega sömu upphæð og viðkomandi hefur fengið í atvinnutekjur. Því er enginn fjárhagslegur ávinningur eða hvati fyrir þann hinn sama að stunda vinnu. Þetta kallast króna á móti krónu skerðing eða 100% skerðing á sérstakri framfærsluuppbót. Slíkar tekjuskerðingar og lágt frítekjumark gera það að verkum að fólk aflar sér lítilla eða engra viðbótartekna með vinnu sinni. Fólki er þannig haldið í fátæktargildru og frá þátttöku á vinnumarkaði. Í nýrri skýrslu ÖBÍ, Virkt samfélag, eru m.a. tillögur um að afnema 100% skerðingar og að hækka frítekjumark vegna atvinnutekna í 309.140 kr. á mánuði. Tryggja á aðgengi Stjórnvöld hafa nýlega lýst því yfir að við horfum fram á betri fjárhagstíð með blóm í haga. Er því ekki einmitt rétti tíminn núna til að endurskoða almannatrygginga- og lífeyrissjóðskerfið frá grunni með það fyrir augum að tryggja fólki með skerta starfsgetu aðgengi að vinnumarkaði og viðunandi framfærslu? Ásamt því að tryggja lagalegu stöðu þess með lagasetningu um bann við mismunun á vinnumarkaði. Minnt er á að lífeyrir almannatrygginga er undir lágmarkslaunum fyrir dagvinnu. Veruleg hækkun persónuafsláttar myndi lækka skattbyrði allra sem myndi þá einnig ná til tekjulágra skattgreiðenda. Hækkun persónuafsláttar er því einföld og skilvirk leið sem stjórnvöld geta valið að fara nú þegar. Í dag greiðir fólk skatt af tekjum yfir 142.153 kr. Krafan er störf við hæfi fyrir þá sem hafa starfsgetu til þess og veruleg hækkun lífeyrisgreiðslna. Niðurstaðan væri sú að lífeyrisþegar geti lifað mannsæmandi lífi af tekjum sínum, hvort heldur þeir eru á vinnumarkaði eða ekki.Áskorun til stjórnvalda ÖBÍ leggur mikla áherslu á að Samningur SÞ um réttindi fatlaðs fólks verði fullgiltur og lögfestur. Meðal réttinda sem eru tryggð í samningnum er réttur til framfærslu, annarrar félagslegrar aðstoðar og réttur til vinnu á vinnumarkaði án aðgreiningar. Á heimasíðu ÖBÍ www.obi.is er að finna áskorun til stjórnvalda um að innleiða Samning SÞ um réttindi fatlaðs fólks. ÖBÍ hvetur alla til að skrifa undir áskorunina. Samningurinn hefur tekið gildi í 151 ríki. Fjögur Evrópulönd eiga eftir að innleiða hann, Ísland, Finnland, Írland og Holland. Ætlum við að verða síðust Evrópuríkja?
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun