Saknar Spaugstofunnar 2. maí 2015 12:00 Örn hefur alltaf haft nóg að gera og núna skemmtir hann leikhúsgestum Borgarleikhússins í þremur vinsælum sýningum. mynd/valli „Leikarastarfið verður seint talið fjölskylduvænt. Vinna öll kvöld og helgar. Þessa helgi verð ég því að mestu í leikhúsinu,“ svarar Örn Árnason þegar hann er spurður hvernig hann hyggst verja helginni. Örn leikur pabba Línu Langsokks og þar sem hún er með eindæmum vinsæl eru margar sýningar um helgar. „Mínar helgar fara í að skemmta fólki. Hversu vel sýningarnar ganga er bara lúxusvandamál,“ segir hann og hlær. „Það er draumur hvers leikara að sýningunum sé vel tekið. Stundum gengur vel og stundum ekki,“ segir Örn sem segist ekki hafa lent í því að hlaupa í sjóræningjafötum úr Línu Langsokk inn á svið breskra verkamanna í Billy Elliot. „Annars er það misjafnt hvað fólki finnst skemmtilegt. Einu sinni lék ég í mjög þungu dramatísku leikverki þar sem söguhetjan framdi sjálfsmorð. Eftir sýninguna kom eldri kona baksviðs og sagði: „Mikið óskaplega var gaman.“ Líklegast finnst flestum alltaf gaman að koma í leikhús.“Góðir vinirÖrn segist sakna Spaugstofunnar, enda starfaði hún í 20 ár. „Hún var hluti af lífi mínu. Svona er leikhúsið, sýning gengur vel um tíma og svo er hún búin. Þessi Spaugstofuleiksýning entist óvenju lengi. Við skemmtum okkur alltaf vel á meðan á þessu stóð, það var gaman í vinnunni á hverjum degi. Við félagarnir erum núna hver á sínum staðnum en hittumst reglulega. Við erum góðir vinir utan leikhússins. Okkar bestu stundir eru plokkfiskur í hádeginu á Múlakaffi,“ segir Örn léttur í skapi.spaugið Örn segir að þeir félagar hittist oft, enda nær vinskapurinn langt út fyrir leikhúsið.Utan leikhússins hefur Örn starfað hjá fyrirtæki sem heitir Gerum betur ehf. „Ég fer á milli fyrirtækja með litlar hugvekjur sem fjalla annars vegar um fyrirbærið „hrós“ og hins vegar „samstarfsmaður“. Ég vinn þetta svolítið út frá upplifun minni í leikhúsinu. Ég bendi fólki á hvað það getur verið gott að vinna saman ef maður lætur sér líða vel á jákvæðum nótum. Þetta hefur gengið mjög vel. Ég tala og fólk hlustar, síðan tek ég gjarnan eitt lag í lokin. Hrós getur verið árangursrík aðferð til að láta sér og öðrum líða vel í vinnunni.“Fyrir útlendingaÞetta er ekki það eina því undanfarin ár hefur Örn verið með leikþátt á ensku í Hörpu ásamt Karli Ágústi Úlfssyni. Þessi sýning heitir How to Become Icelandic in 60 Minutes og fer fram á ensku fyrir útlendinga. „Við Karl skiptum þessu á milli okkar þar sem þetta er dagleg sýning,“ útskýrir hann. Þegar Örn er spurður hvenær hann hafi tíma fyrir fjölskylduna, svarar hann: „Sonur minn býr á Akureyri ásamt konu og þremur börnum, ein dóttir mín býr í Noregi og önnur hér í bænum. Leikhúsið kemur auðvitað í veg fyrir mikil ferðalög svo maður hittir ekki fólkið sitt eins oft og maður vildi. Það koma þó alltaf smá göt á milli sýninga en það eru bara lítil nálargöt. Sumarfríið fer svo líklega í leik í Hörpu.“Ekki fjölskylduvænt Örn á farsælan feril að baki í leikhúsinu og hefur alltaf haft nóg að gera. „Já, ég er mjög sáttur við leikferil minn,“ segir hann. Faðir hans, Árni Tryggvason, átti sömuleiðis farsælan leikferil. Hann er núna orðinn 91 árs. „Hann fylgist alltaf með mér eftir því sem hann getur. Ellimerkin eru auðvitað farin að gera vart við sig,“ segir Örn, sem fylgdi föður sínum oft í leikhús á yngri árum. „Ég sótti pabba oft í leikhúsið þegar ég var kominn með bílpróf. Þá settist ég inn á sýningar meðan ég beið eftir honum. Það má vera að þetta hafi haft áhrif á að ég fetaði þessa braut. En pabbi hvatti mig ekki til þess. Sérstaklega þar sem þetta er ekki fjölskylduvænt starf, setur miklar kröfur á maka og börn. Leikari missir af mörgum viðburðum í fjölskyldunni. Þar utan getur hann ekki hringt sig inn veikan. Ég get nefnt dæmi um tvo unga leikara sem ég starfa með núna og eiga von á börnum. Þeir eru afar stressaðir yfir að börnin komi í heiminn í miðri leiksýningu. Þá reynum við auðvitað að bjarga málum og hlaupa inn í hlutverkin þeirra en þetta getur verið snúið,“ segir Örn. Þrátt fyrir allt er leiklistin eftirsóknarverð hjá ungu fólki og færri fá hlutverk en vilja. „Leikurum hefur fjölgað mikið en margir eru mjög duglegir að bjarga sér með alls kyns uppákomum. Menn skapa sér vettvang sem er frábært,“ segir Örn. Í Billy Elliot eru verkamenn í verkfalli í heilt ár án árangurs. Það er drungi verkfalls og fátæktar í verkinu. Þegar Örn er beðinn um að koma með gullkorn úr hugvekjum sínum svona í lokin, núna þegar verkföll eru yfirvofandi í þjóðfélaginu, er hann fljótur að svara; „Hrós er sólskin í orðum.“ Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Fleiri fréttir Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Sjá meira
„Leikarastarfið verður seint talið fjölskylduvænt. Vinna öll kvöld og helgar. Þessa helgi verð ég því að mestu í leikhúsinu,“ svarar Örn Árnason þegar hann er spurður hvernig hann hyggst verja helginni. Örn leikur pabba Línu Langsokks og þar sem hún er með eindæmum vinsæl eru margar sýningar um helgar. „Mínar helgar fara í að skemmta fólki. Hversu vel sýningarnar ganga er bara lúxusvandamál,“ segir hann og hlær. „Það er draumur hvers leikara að sýningunum sé vel tekið. Stundum gengur vel og stundum ekki,“ segir Örn sem segist ekki hafa lent í því að hlaupa í sjóræningjafötum úr Línu Langsokk inn á svið breskra verkamanna í Billy Elliot. „Annars er það misjafnt hvað fólki finnst skemmtilegt. Einu sinni lék ég í mjög þungu dramatísku leikverki þar sem söguhetjan framdi sjálfsmorð. Eftir sýninguna kom eldri kona baksviðs og sagði: „Mikið óskaplega var gaman.“ Líklegast finnst flestum alltaf gaman að koma í leikhús.“Góðir vinirÖrn segist sakna Spaugstofunnar, enda starfaði hún í 20 ár. „Hún var hluti af lífi mínu. Svona er leikhúsið, sýning gengur vel um tíma og svo er hún búin. Þessi Spaugstofuleiksýning entist óvenju lengi. Við skemmtum okkur alltaf vel á meðan á þessu stóð, það var gaman í vinnunni á hverjum degi. Við félagarnir erum núna hver á sínum staðnum en hittumst reglulega. Við erum góðir vinir utan leikhússins. Okkar bestu stundir eru plokkfiskur í hádeginu á Múlakaffi,“ segir Örn léttur í skapi.spaugið Örn segir að þeir félagar hittist oft, enda nær vinskapurinn langt út fyrir leikhúsið.Utan leikhússins hefur Örn starfað hjá fyrirtæki sem heitir Gerum betur ehf. „Ég fer á milli fyrirtækja með litlar hugvekjur sem fjalla annars vegar um fyrirbærið „hrós“ og hins vegar „samstarfsmaður“. Ég vinn þetta svolítið út frá upplifun minni í leikhúsinu. Ég bendi fólki á hvað það getur verið gott að vinna saman ef maður lætur sér líða vel á jákvæðum nótum. Þetta hefur gengið mjög vel. Ég tala og fólk hlustar, síðan tek ég gjarnan eitt lag í lokin. Hrós getur verið árangursrík aðferð til að láta sér og öðrum líða vel í vinnunni.“Fyrir útlendingaÞetta er ekki það eina því undanfarin ár hefur Örn verið með leikþátt á ensku í Hörpu ásamt Karli Ágústi Úlfssyni. Þessi sýning heitir How to Become Icelandic in 60 Minutes og fer fram á ensku fyrir útlendinga. „Við Karl skiptum þessu á milli okkar þar sem þetta er dagleg sýning,“ útskýrir hann. Þegar Örn er spurður hvenær hann hafi tíma fyrir fjölskylduna, svarar hann: „Sonur minn býr á Akureyri ásamt konu og þremur börnum, ein dóttir mín býr í Noregi og önnur hér í bænum. Leikhúsið kemur auðvitað í veg fyrir mikil ferðalög svo maður hittir ekki fólkið sitt eins oft og maður vildi. Það koma þó alltaf smá göt á milli sýninga en það eru bara lítil nálargöt. Sumarfríið fer svo líklega í leik í Hörpu.“Ekki fjölskylduvænt Örn á farsælan feril að baki í leikhúsinu og hefur alltaf haft nóg að gera. „Já, ég er mjög sáttur við leikferil minn,“ segir hann. Faðir hans, Árni Tryggvason, átti sömuleiðis farsælan leikferil. Hann er núna orðinn 91 árs. „Hann fylgist alltaf með mér eftir því sem hann getur. Ellimerkin eru auðvitað farin að gera vart við sig,“ segir Örn, sem fylgdi föður sínum oft í leikhús á yngri árum. „Ég sótti pabba oft í leikhúsið þegar ég var kominn með bílpróf. Þá settist ég inn á sýningar meðan ég beið eftir honum. Það má vera að þetta hafi haft áhrif á að ég fetaði þessa braut. En pabbi hvatti mig ekki til þess. Sérstaklega þar sem þetta er ekki fjölskylduvænt starf, setur miklar kröfur á maka og börn. Leikari missir af mörgum viðburðum í fjölskyldunni. Þar utan getur hann ekki hringt sig inn veikan. Ég get nefnt dæmi um tvo unga leikara sem ég starfa með núna og eiga von á börnum. Þeir eru afar stressaðir yfir að börnin komi í heiminn í miðri leiksýningu. Þá reynum við auðvitað að bjarga málum og hlaupa inn í hlutverkin þeirra en þetta getur verið snúið,“ segir Örn. Þrátt fyrir allt er leiklistin eftirsóknarverð hjá ungu fólki og færri fá hlutverk en vilja. „Leikurum hefur fjölgað mikið en margir eru mjög duglegir að bjarga sér með alls kyns uppákomum. Menn skapa sér vettvang sem er frábært,“ segir Örn. Í Billy Elliot eru verkamenn í verkfalli í heilt ár án árangurs. Það er drungi verkfalls og fátæktar í verkinu. Þegar Örn er beðinn um að koma með gullkorn úr hugvekjum sínum svona í lokin, núna þegar verkföll eru yfirvofandi í þjóðfélaginu, er hann fljótur að svara; „Hrós er sólskin í orðum.“
Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Fleiri fréttir Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Sjá meira