Skrýtið að fólk sé farið að þekkja mann Adda Soffia Ingvarsdóttir skrifar 2. maí 2015 08:00 Heiða nýtur mikilla vinsælda úti í Bretlandi, í kjölfar sýninga á þáttunum Poldark. Vísir/getty Bresku þættirnir Poldark hafa slegið í gegn í Bretlandi, en þar fer leikkonan Heiða Rún Sigurðardóttir með eitt af aðalhlutverkunum. „Það er eiginlega algjör heiður að mæta í vinnuna, að fá að vinna með svona mörgu góðu fólki og með gott handrit.“ Tökum á fyrstu seríu lauk fyrir skemmstu og er stefnt að því að tökur á annarri seríu hefjist í september. „Það er ekkert gefið að halda áfram með sjónvarpsseríur, sérstaklega ef maður gerir bara samning um eina í einu. Þetta veltur allt á áhorfinu,“ segir hún, en þættirnir hafa notið mikilla vinsælda ytra.Heiður að vinna fyrir BAFTA Um síðustu helgi fékk hún þann heiður að afhenda verðlaun á BAFTA Craft-verðlaunahátíðinni, þar sem fólkið á bak við tjöldin var verðlaunað. „Ég var ekkert smá hissa þegar umboðsmaðurinn minn hringdi í mig og tilkynnti mér að ég ætti að afhenda verðlaun. BAFTA er virðuleg stofnun og það er mikill heiður að fá að vinna með henni.“ Hún segist ekki reikna með því að fara á stóru hátíðina sem fer fram í maí, enda sé þátturinn það nýr að hann komi ekki til greina til tilnefningar fyrr en að ári liðnu.Heiða á BAFTA Craft hátíðinni.Vísir/GettyStöðvuð í lestinni Heiða segist ekki enn vera búin að venjast því að ókunnugt fólk þekki hana úti á götu, og jafnvel stöðvi hana. „Stundum held ég hreinlega að ég sé að ímynda mér að fólk sé að horfa á mig,“ segir hún og hlær. „Það er eiginlega vandræðalegast að lenda í því í lestinni, því þá kemst maður ekki neitt. Ég lenti í því um daginn að einhver kona sem var aðdáandi, alveg yndisleg samt, talaði við mig í lestinni í gegnum 4 eða 5 stopp. Ég auðvitað komst ekkert og sökum þess hversu lengi hún talaði við mig þá tóku allir eftir mér og horfðu.“ Íslandsheimsókn í sumar Aðspurð hvort hana langi að taka að sér fleiri verkefni heima á Íslandi segist hún meira en til í það. „Það er ótrúlega gaman að vinna heima og mér finnst verkefnin verða metnaðarfyllri og flottari með hverju árinu sem líður. Ég ber mikla virðingu fyrir bransanum heima og leikurunum, sem eru hver öðrum hæfileikaríkari.“ Þessa dagana er Heiða að leika í leikritinu Scarlett, sem fjallar um unga stúlku sem verður fyrir barðinu á hefndarklámi og hvernig hún vinnur úr þeirri lífsreynslu. Sumarið er óljóst hvað verkefni varðar. „Ég er að skoða ýmislegt og hef farið á nokkra fundi vegna verkefna, en það er ekkert ákveðið.“ Hún stefnir að því að koma til Íslands í júlí og mögulega aftur í ágúst, ásamt leikurum úr þáttunum. „Þá langar mikið að koma og vonandi finnum við tíma til þess. Ég þarf að sýna þeim gullna hringinn og fara með þau í hvalaskoðun og svona,“ segir hún og hlær. Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Fleiri fréttir Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Sjá meira
Bresku þættirnir Poldark hafa slegið í gegn í Bretlandi, en þar fer leikkonan Heiða Rún Sigurðardóttir með eitt af aðalhlutverkunum. „Það er eiginlega algjör heiður að mæta í vinnuna, að fá að vinna með svona mörgu góðu fólki og með gott handrit.“ Tökum á fyrstu seríu lauk fyrir skemmstu og er stefnt að því að tökur á annarri seríu hefjist í september. „Það er ekkert gefið að halda áfram með sjónvarpsseríur, sérstaklega ef maður gerir bara samning um eina í einu. Þetta veltur allt á áhorfinu,“ segir hún, en þættirnir hafa notið mikilla vinsælda ytra.Heiður að vinna fyrir BAFTA Um síðustu helgi fékk hún þann heiður að afhenda verðlaun á BAFTA Craft-verðlaunahátíðinni, þar sem fólkið á bak við tjöldin var verðlaunað. „Ég var ekkert smá hissa þegar umboðsmaðurinn minn hringdi í mig og tilkynnti mér að ég ætti að afhenda verðlaun. BAFTA er virðuleg stofnun og það er mikill heiður að fá að vinna með henni.“ Hún segist ekki reikna með því að fara á stóru hátíðina sem fer fram í maí, enda sé þátturinn það nýr að hann komi ekki til greina til tilnefningar fyrr en að ári liðnu.Heiða á BAFTA Craft hátíðinni.Vísir/GettyStöðvuð í lestinni Heiða segist ekki enn vera búin að venjast því að ókunnugt fólk þekki hana úti á götu, og jafnvel stöðvi hana. „Stundum held ég hreinlega að ég sé að ímynda mér að fólk sé að horfa á mig,“ segir hún og hlær. „Það er eiginlega vandræðalegast að lenda í því í lestinni, því þá kemst maður ekki neitt. Ég lenti í því um daginn að einhver kona sem var aðdáandi, alveg yndisleg samt, talaði við mig í lestinni í gegnum 4 eða 5 stopp. Ég auðvitað komst ekkert og sökum þess hversu lengi hún talaði við mig þá tóku allir eftir mér og horfðu.“ Íslandsheimsókn í sumar Aðspurð hvort hana langi að taka að sér fleiri verkefni heima á Íslandi segist hún meira en til í það. „Það er ótrúlega gaman að vinna heima og mér finnst verkefnin verða metnaðarfyllri og flottari með hverju árinu sem líður. Ég ber mikla virðingu fyrir bransanum heima og leikurunum, sem eru hver öðrum hæfileikaríkari.“ Þessa dagana er Heiða að leika í leikritinu Scarlett, sem fjallar um unga stúlku sem verður fyrir barðinu á hefndarklámi og hvernig hún vinnur úr þeirri lífsreynslu. Sumarið er óljóst hvað verkefni varðar. „Ég er að skoða ýmislegt og hef farið á nokkra fundi vegna verkefna, en það er ekkert ákveðið.“ Hún stefnir að því að koma til Íslands í júlí og mögulega aftur í ágúst, ásamt leikurum úr þáttunum. „Þá langar mikið að koma og vonandi finnum við tíma til þess. Ég þarf að sýna þeim gullna hringinn og fara með þau í hvalaskoðun og svona,“ segir hún og hlær.
Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Fleiri fréttir Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Sjá meira