Finnur Freyr: Sætti mig strax við pressuna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. maí 2015 07:00 Finnur Freyr Stefánsson með bikarinn sem verður áfram í KR-heimilinu við Frostaskjól næsta árið hið minnsta. vísir/ernir Finnur Freyr Stefánsson stendur uppi sem sigurvegari eftir langt tímabil með KR sem virtist ætla að taka óvænta stefnu undir lokin eftir mikla yfirburði framan af vetri. KR tapaði fyrst fyrir Stjörnunni í úrslitaleik bikarsins í lok febrúar á lokamínútunum, eftir að leikstjórnandinn Pavel Ermolinskij fór út af meiddur. KR-ingar þurftu í raun að læra að spila án hans og lentu í kröppum dansi gegn Njarðvík í undanúrslitum úrslitakeppninnar þar sem liðið komst í lokaúrslitin gegn Tindastóli eftir tvíframlengdan oddaleik. KR-ingar unnu svo Stólana 3-1 í úrslitunum og Finnur Freyr varð um leið fyrsti þjálfari KR sem vinnur tvo Íslandsmeistaratitla í röð síðan Gordon Godfrey gerði það árið 1968.Þýðir ekkert að vera hræddur „Það eru fánar inni í sal og ég var strax byrjaður að pæla í þessu um leið og við unnum síðast. Markmiðið var að ná öðrum strax og það er gríðarlega sætt að það tókst,“ sagði Finnur Freyr í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann er uppalinn í KR og þessi 32 ára þjálfari þekkir vel hvað það þýðir að vera þjálfari meistaraflokks karla. „Ég ákvað strax og ég tók starfið að mér að sætta mig við pressuna sem því fylgir. Það þýðir ekkert að vera hræddur. Ef maður verður rekinn þá tekur maður því bara. Ég hef fulla trú á því sem ég geri og ef mér tekst að ná mínu fram þá er það frábært. Ef ekki, þá er það bara gott og blessað.“ Í ár fagnaði KR 50 ára afmæli fyrsta Íslandsmeistaratitils síns í körfubolta. Í því liði eru menn sem fylgjast náið með gangi mála í dag og er Finnur þakklátur fyrir það. „Þetta eru menn sem lögðu grunninn að þessu öllu. Þeir og fleiri sem hafa spilað með KR í gegnum tíðina hafa stutt dyggilega við okkur. Margir þeirra voru fremstu menn í stúkunni í Síkinu og fögnuðu titlinum með okkur. Þannig á það að vera.“Styrkur í áföllunum Finnur segir að tapið gegn Stjörnunni í bikarnum og meiðsli Pavels hafi verið áfall fyrir liðið. Áfall sem liðið komst ekki yfir í leiknum sjálfum. „Auðvitað sat það í manni. Ég lét það samt ekki stoppa mig og við héldum áfram. Án Pavels tók KR miklum framförum – það tók tíma enda getur maður ímyndað sér hvað Tindastóll gerir án Darrels Lewis, Njarðvík án Loga Gunnarssonar og Stjarnan án Justins Shouse? Við fundum styrk í áfallinu og það rak okkur áfram.“ Það gekk svo á ýmsu gegn Njarðvík. Stefan Bonneau, sem Finnur kallar „martraðamanninn sinn“, lék KR grátt og í fjórða leik liðanna rúlluðu Njarðvíkingar yfir þá svarthvítu. „Ég tók áhættu í þeim leik og lét Michael Craion sitja í síðari hálfleik. Hann var þreyttur og lemstraður eftir síðasta leik á undan og ég tók þessa ákvörðun. Ég fékk mikla gagnrýni fyrir hana og það var erfitt að taka hana en ég er handviss um að hún hafi verið rétt. Hann átti svo stórleik í oddaleiknum,“ segir Finnur Freyr sem lætur sér fátt um finnast þó svo að gagnrýnisraddir láti mikið í sér heyra. „Ég hlusta á fólkið sem er í innsta hring en mér er svo sama um annað. Þetta snýst ekki um mig heldur erum við ein stór fjölskylda leikmanna og annarra sem störfum í kringum þetta á einn eða annan hátt. Ég væri ekki hér án þeirra allra.“ Finnur Freyr hefur verið þjálfari hálfa ævina og neitar því ekki að sú tilhugsun heilli að þjálfa sterkt lið í atvinnumannadeild í Evrópu. „Það væri skemmtilegt en sem stendur er ég einbeittur í því sem ég er að gera hjá mínu félagi. Ég gæti ekki haft það betra en að þjálfa hjá mínu uppeldisfélagi. Það eru forréttindi að vera í þessum hópi og ég hef lært heilmikið af því að vinna með þessum leikmönnum. Maður er alltaf að læra.“ Dominos-deild karla Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Spilaði dauðadrukkinn í átta leikjum Sport Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Sjá meira
Finnur Freyr Stefánsson stendur uppi sem sigurvegari eftir langt tímabil með KR sem virtist ætla að taka óvænta stefnu undir lokin eftir mikla yfirburði framan af vetri. KR tapaði fyrst fyrir Stjörnunni í úrslitaleik bikarsins í lok febrúar á lokamínútunum, eftir að leikstjórnandinn Pavel Ermolinskij fór út af meiddur. KR-ingar þurftu í raun að læra að spila án hans og lentu í kröppum dansi gegn Njarðvík í undanúrslitum úrslitakeppninnar þar sem liðið komst í lokaúrslitin gegn Tindastóli eftir tvíframlengdan oddaleik. KR-ingar unnu svo Stólana 3-1 í úrslitunum og Finnur Freyr varð um leið fyrsti þjálfari KR sem vinnur tvo Íslandsmeistaratitla í röð síðan Gordon Godfrey gerði það árið 1968.Þýðir ekkert að vera hræddur „Það eru fánar inni í sal og ég var strax byrjaður að pæla í þessu um leið og við unnum síðast. Markmiðið var að ná öðrum strax og það er gríðarlega sætt að það tókst,“ sagði Finnur Freyr í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann er uppalinn í KR og þessi 32 ára þjálfari þekkir vel hvað það þýðir að vera þjálfari meistaraflokks karla. „Ég ákvað strax og ég tók starfið að mér að sætta mig við pressuna sem því fylgir. Það þýðir ekkert að vera hræddur. Ef maður verður rekinn þá tekur maður því bara. Ég hef fulla trú á því sem ég geri og ef mér tekst að ná mínu fram þá er það frábært. Ef ekki, þá er það bara gott og blessað.“ Í ár fagnaði KR 50 ára afmæli fyrsta Íslandsmeistaratitils síns í körfubolta. Í því liði eru menn sem fylgjast náið með gangi mála í dag og er Finnur þakklátur fyrir það. „Þetta eru menn sem lögðu grunninn að þessu öllu. Þeir og fleiri sem hafa spilað með KR í gegnum tíðina hafa stutt dyggilega við okkur. Margir þeirra voru fremstu menn í stúkunni í Síkinu og fögnuðu titlinum með okkur. Þannig á það að vera.“Styrkur í áföllunum Finnur segir að tapið gegn Stjörnunni í bikarnum og meiðsli Pavels hafi verið áfall fyrir liðið. Áfall sem liðið komst ekki yfir í leiknum sjálfum. „Auðvitað sat það í manni. Ég lét það samt ekki stoppa mig og við héldum áfram. Án Pavels tók KR miklum framförum – það tók tíma enda getur maður ímyndað sér hvað Tindastóll gerir án Darrels Lewis, Njarðvík án Loga Gunnarssonar og Stjarnan án Justins Shouse? Við fundum styrk í áfallinu og það rak okkur áfram.“ Það gekk svo á ýmsu gegn Njarðvík. Stefan Bonneau, sem Finnur kallar „martraðamanninn sinn“, lék KR grátt og í fjórða leik liðanna rúlluðu Njarðvíkingar yfir þá svarthvítu. „Ég tók áhættu í þeim leik og lét Michael Craion sitja í síðari hálfleik. Hann var þreyttur og lemstraður eftir síðasta leik á undan og ég tók þessa ákvörðun. Ég fékk mikla gagnrýni fyrir hana og það var erfitt að taka hana en ég er handviss um að hún hafi verið rétt. Hann átti svo stórleik í oddaleiknum,“ segir Finnur Freyr sem lætur sér fátt um finnast þó svo að gagnrýnisraddir láti mikið í sér heyra. „Ég hlusta á fólkið sem er í innsta hring en mér er svo sama um annað. Þetta snýst ekki um mig heldur erum við ein stór fjölskylda leikmanna og annarra sem störfum í kringum þetta á einn eða annan hátt. Ég væri ekki hér án þeirra allra.“ Finnur Freyr hefur verið þjálfari hálfa ævina og neitar því ekki að sú tilhugsun heilli að þjálfa sterkt lið í atvinnumannadeild í Evrópu. „Það væri skemmtilegt en sem stendur er ég einbeittur í því sem ég er að gera hjá mínu félagi. Ég gæti ekki haft það betra en að þjálfa hjá mínu uppeldisfélagi. Það eru forréttindi að vera í þessum hópi og ég hef lært heilmikið af því að vinna með þessum leikmönnum. Maður er alltaf að læra.“
Dominos-deild karla Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Spilaði dauðadrukkinn í átta leikjum Sport Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Sjá meira