Opið bréf til eiginkonu Ólafs Ólafssonar, stjórnarformanns Samskipa Jón Gerald Sullenberger skrifar 30. apríl 2015 07:30 Sæl, Ingibjörg Kristjánsdóttir. Ég las af áhuga og fróðleik samantekt lögmanna ykkar hjóna sem þú birtir í Fréttablaðinu 7. apríl 2015 þar sem þú fullyrðir að Hæstiréttur hafi farið „mannavillt“ og ranglega sakfellt eiginmann þinn, Ólaf Ólafsson, í svokölluðu Al Thani-máli. Eftir þann lestur kom eiginmaður þinn, Ólafur Ólafsson, hvergi nálægt þessu Al Thani-máli og hafði nákvæmlega enga aðkomu að málinu eins og fullyrt er í grein þinni. Ef svo er þá er það auðvitað sjálfsagt og rökrétt að yfirvöld leiðrétti slíkt ranglæti strax og eiginmanni þínum verði sleppt úr fangelsi hið snarasta. Eftir að hafa lesið Hæstiréttardóminn langar mig að beina nokkrum spurningum til þín á sama vettvangi og bréf þitt birtist á, þ.e. í Fréttablaðinu 7. apríl 20151. Í símtali sem þú vitnar til í grein þinni segir þú að verið sé að tala um Ólaf Arinbjörn, lögmann hjá Logos, en ekki eiginmann þinn, Ólaf Ólafsson, og þú birtir svo hluta úr símtalinu máli þínu til stuðnings. Mig langar hins vegar að birta þann hluta símtalsins sem þú birtir EKKI en hann er svohljóðandi: „…já, sem það og er sko, af því mér skilst að Ólafur náttúrulega á að fá sinn part af kökunni sko.“ Um HVAÐA ÓLAF er verið að ræða hérna ,Ingibjörg? átti Ólafur Arinbjörn hjá Logos að fá „sinn part af kökunni“?2. Bjarnfreður Ólafsson, hdl. og stjórnarmaður í Kaupþingi, sem starfaði fyrir eiginmann þinn, segir í þessu sama símtali og lýst er hér að ofan: „Hann þarf að fá sinn part af upside-inu sko,“ og er þarna verið að vísa til þess skv. dómnum til mögulegra gengishækkana á Kaupþingsbréfunum sem voru keypt. Hvaða „HANN“ er starfsmaður ykkar hjóna að vísa til hérna sem eigi að fá „sinn part af upside-inu sko“? Varla er Bjarnfreður, starfsmaður ykkar hjóna, að meina að Ólafur Arinbjörn, lögmaður hjá Logos, eigi að fá hagnaðinn af gengishækkun hlutabréfanna í Kaupþingi?3. Í tölvupósti sem Kaupþingsmenn sendu sín á milli og Hæstiréttur vísar í er spurt „hvernig samning ÓÓ gerir við Sjeikinn til að tryggja sér sinn hlut af hagnaðinum af Kaupþingsbréfunum sem þeir eru að kaupa“. Ingibjörg, hvaða „ÓÓ“ eru Kaupþingsmenn að vísa til hérna sem eigi að fá sinn hlut af hagnaðinum?4. Fram kom í málinu að Kaupþing hefði lánað félaginu „Gerland Assets Ltd.“, skráðu á Bresku Jómfrúareyjum, yfir 12 þúsund milljónir króna, félagi sem var að stórum hluta í eigu Ólafs Ólafssonar, eiginmanns þíns. Sama upphæð var svo lánuð til félags í eigu Sjeiks Al Thani. Var eiginmaður þinn skráður eigandi að „Gerland Assets Ltd.“ ÁN HANS SAMÞYKKIS? Ef svarið er já, hafið þið hjónin þá ekki lagt fram kæru á Kaupþingsmenn fyrir skjalafals?5. Er það rétt að eftir að Kaupþing banki féll, þá hafi Ólafur Ólafsson, eiginmaður þinn, hringt til Kaupþings banka í Lúxemborg og beðið starfsmenn bankans um að allar ábyrgðir, sem Sjeik Al Thani hafði undirgengist, yrðu felldar niður?6. Fram kom við vitnaleiðslur málsins að lögmenn Sjeiks Al Thani töldu það fráleitt að Sjeikinn ætti að greiða einhverja fjármuni til baka og sögðu skjólstæðing sinn hafa verið blekktan. Sé hafður í huga hinn mikli vinskapur ykkar hjóna við Sjeik Al Thani sbr. bréf þitt, af hverju kom Al Thani ekki fyrir dóm og bar vitni um sakleysi eiginmanns þíns?7. Fram kom fyrir dómi að eiginmaður þinn, Ólafur Ólafsson, hafi persónulega greitt mörg hundruð milljónir króna í vexti af láni til Al Thanis. Ef eiginmaður þinn kom hvergi nálægt þessum hlutabréfakaupum Sjeiks Al Thani eins og þið hjónin viljið halda fram, af hverju er þá Ólafur Ólafsson, eiginmaður þinn, að greiða vexti fyrir einn ríkasta mann í heimi, þar sem þetta voru hans persónulegu hlutabréfakaup í Kaupþingi banka en ekki ykkar hjóna?Virðingarfyllst,Jon Gerald Sullenberger. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Sæl, Ingibjörg Kristjánsdóttir. Ég las af áhuga og fróðleik samantekt lögmanna ykkar hjóna sem þú birtir í Fréttablaðinu 7. apríl 2015 þar sem þú fullyrðir að Hæstiréttur hafi farið „mannavillt“ og ranglega sakfellt eiginmann þinn, Ólaf Ólafsson, í svokölluðu Al Thani-máli. Eftir þann lestur kom eiginmaður þinn, Ólafur Ólafsson, hvergi nálægt þessu Al Thani-máli og hafði nákvæmlega enga aðkomu að málinu eins og fullyrt er í grein þinni. Ef svo er þá er það auðvitað sjálfsagt og rökrétt að yfirvöld leiðrétti slíkt ranglæti strax og eiginmanni þínum verði sleppt úr fangelsi hið snarasta. Eftir að hafa lesið Hæstiréttardóminn langar mig að beina nokkrum spurningum til þín á sama vettvangi og bréf þitt birtist á, þ.e. í Fréttablaðinu 7. apríl 20151. Í símtali sem þú vitnar til í grein þinni segir þú að verið sé að tala um Ólaf Arinbjörn, lögmann hjá Logos, en ekki eiginmann þinn, Ólaf Ólafsson, og þú birtir svo hluta úr símtalinu máli þínu til stuðnings. Mig langar hins vegar að birta þann hluta símtalsins sem þú birtir EKKI en hann er svohljóðandi: „…já, sem það og er sko, af því mér skilst að Ólafur náttúrulega á að fá sinn part af kökunni sko.“ Um HVAÐA ÓLAF er verið að ræða hérna ,Ingibjörg? átti Ólafur Arinbjörn hjá Logos að fá „sinn part af kökunni“?2. Bjarnfreður Ólafsson, hdl. og stjórnarmaður í Kaupþingi, sem starfaði fyrir eiginmann þinn, segir í þessu sama símtali og lýst er hér að ofan: „Hann þarf að fá sinn part af upside-inu sko,“ og er þarna verið að vísa til þess skv. dómnum til mögulegra gengishækkana á Kaupþingsbréfunum sem voru keypt. Hvaða „HANN“ er starfsmaður ykkar hjóna að vísa til hérna sem eigi að fá „sinn part af upside-inu sko“? Varla er Bjarnfreður, starfsmaður ykkar hjóna, að meina að Ólafur Arinbjörn, lögmaður hjá Logos, eigi að fá hagnaðinn af gengishækkun hlutabréfanna í Kaupþingi?3. Í tölvupósti sem Kaupþingsmenn sendu sín á milli og Hæstiréttur vísar í er spurt „hvernig samning ÓÓ gerir við Sjeikinn til að tryggja sér sinn hlut af hagnaðinum af Kaupþingsbréfunum sem þeir eru að kaupa“. Ingibjörg, hvaða „ÓÓ“ eru Kaupþingsmenn að vísa til hérna sem eigi að fá sinn hlut af hagnaðinum?4. Fram kom í málinu að Kaupþing hefði lánað félaginu „Gerland Assets Ltd.“, skráðu á Bresku Jómfrúareyjum, yfir 12 þúsund milljónir króna, félagi sem var að stórum hluta í eigu Ólafs Ólafssonar, eiginmanns þíns. Sama upphæð var svo lánuð til félags í eigu Sjeiks Al Thani. Var eiginmaður þinn skráður eigandi að „Gerland Assets Ltd.“ ÁN HANS SAMÞYKKIS? Ef svarið er já, hafið þið hjónin þá ekki lagt fram kæru á Kaupþingsmenn fyrir skjalafals?5. Er það rétt að eftir að Kaupþing banki féll, þá hafi Ólafur Ólafsson, eiginmaður þinn, hringt til Kaupþings banka í Lúxemborg og beðið starfsmenn bankans um að allar ábyrgðir, sem Sjeik Al Thani hafði undirgengist, yrðu felldar niður?6. Fram kom við vitnaleiðslur málsins að lögmenn Sjeiks Al Thani töldu það fráleitt að Sjeikinn ætti að greiða einhverja fjármuni til baka og sögðu skjólstæðing sinn hafa verið blekktan. Sé hafður í huga hinn mikli vinskapur ykkar hjóna við Sjeik Al Thani sbr. bréf þitt, af hverju kom Al Thani ekki fyrir dóm og bar vitni um sakleysi eiginmanns þíns?7. Fram kom fyrir dómi að eiginmaður þinn, Ólafur Ólafsson, hafi persónulega greitt mörg hundruð milljónir króna í vexti af láni til Al Thanis. Ef eiginmaður þinn kom hvergi nálægt þessum hlutabréfakaupum Sjeiks Al Thani eins og þið hjónin viljið halda fram, af hverju er þá Ólafur Ólafsson, eiginmaður þinn, að greiða vexti fyrir einn ríkasta mann í heimi, þar sem þetta voru hans persónulegu hlutabréfakaup í Kaupþingi banka en ekki ykkar hjóna?Virðingarfyllst,Jon Gerald Sullenberger.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar