Dove hristir upp í landanum Guðrún Ansnes skrifar 30. apríl 2015 09:30 #sönnfegurð Mynd/Facebooksíða Dove Ólík sjónarhorn mættust á samskiptamiðlum í gær og þá sérstaklega á Twitter þar sem herferðin var annars vegar lofuð í hástert og talin þörf áminning út í samfélagið, á meðan aðrir töldu að um sannkallaðan úlf í sauðargæru væri að ræða. Megininntak herferðarinnar er að benda konum á að allar séu þær fallegar, burtséð frá stærðarhlutföllum eða fjölda misfella á líkamanum. Bornar voru saman upplifanir sjö ára stúlkna og háskólanema varðandi sundferðir og má með sanni segja að munur hafi verið þar á. Á meðan yngri hópurinn hafði mestar áhyggjur af að fá rúsínufingur af langri sundferð var þeim eldri umhugað um of stór læri eða hvers kyns ólögulegheit á sundlaugarbakkanum. Fréttablaðið tók þær Maríu Lilju Þrastardóttur fjölmiðlakonu og Þóru Tómasdóttur kvikmyndagerðarkonu tali og fékk að kynnast ólíkum skoðunum þessara skeleggu kvenna á herferðinni.María Lilja ÞrastardóttirTveir pólarMaría Lilja segir sér ekki hugnast svona aðferðir: „Það skýtur náttúrulega skökku við þegar stórfyrirtæki sem makar krókinn á útlitskomplexum fer að selja vörurnar sínar undir formerkjum baráttunnar.“ Hún bendir á að hér sé um að ræða fyrirtæki sem beinlínis hagnist á hlutgervingunni og því sé aldeilis eitthvað bogið við að taka hinn pólinn. „Ef þeir ætluðu sér raunverulega að bæta sjálfsmyndir kvenna myndu þeir ekki vera að bæta þessari fegrunarlínu sinni inn í lok myndbandsins,“ segir María Lilja.Þóra TómasdóttirVísirÞóra er annarrar skoðunar. „Mér hefur fundist Dove skera sig úr í flóru snyrtivöruframleiðenda sem auglýsa fótósjoppaðar konur, sem ekki eru til í alvörunni. Það er frábært framtak, og skref í átt að nútímanum, að þora að leggja það á heimsbyggðina að sýna hvernig konur eru vaxnar og óþarfi að skjóta það í kaf,“ segir hún og bætir jafnframt við að hún þekki eignarhald Dove ekki neitt. Þóra segir ekki veita af að sýna unglingsstúlkum að þær megi hætta í megrun og bendir á að ef þau skilaboð komi frá Dove, þá sé það einfaldlega gott mál. „Ég skil gagnrýnina, fyrirtæki eiga ekki að kaupa sér ímyndir, en ef við eigum á annað borð að kryfja auglýsingar snyrtivöruframleiðenda þá myndi ég beina fókusnum í aðra átt,“ segir hún að lokum. Tengdar fréttir „Ég kannaðist við allar áhyggjurnar þeirra“ Guðrún Veiga ritaði pistil um #SönnFegurð. 29. apríl 2015 16:05 Átakinu #SönnFegurð ýtt úr vör með áhrifaríku myndbandi Hver ætli sé stúlkur hugsi á meðan sundferð stendur? 29. apríl 2015 11:32 Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Sjá meira
Ólík sjónarhorn mættust á samskiptamiðlum í gær og þá sérstaklega á Twitter þar sem herferðin var annars vegar lofuð í hástert og talin þörf áminning út í samfélagið, á meðan aðrir töldu að um sannkallaðan úlf í sauðargæru væri að ræða. Megininntak herferðarinnar er að benda konum á að allar séu þær fallegar, burtséð frá stærðarhlutföllum eða fjölda misfella á líkamanum. Bornar voru saman upplifanir sjö ára stúlkna og háskólanema varðandi sundferðir og má með sanni segja að munur hafi verið þar á. Á meðan yngri hópurinn hafði mestar áhyggjur af að fá rúsínufingur af langri sundferð var þeim eldri umhugað um of stór læri eða hvers kyns ólögulegheit á sundlaugarbakkanum. Fréttablaðið tók þær Maríu Lilju Þrastardóttur fjölmiðlakonu og Þóru Tómasdóttur kvikmyndagerðarkonu tali og fékk að kynnast ólíkum skoðunum þessara skeleggu kvenna á herferðinni.María Lilja ÞrastardóttirTveir pólarMaría Lilja segir sér ekki hugnast svona aðferðir: „Það skýtur náttúrulega skökku við þegar stórfyrirtæki sem makar krókinn á útlitskomplexum fer að selja vörurnar sínar undir formerkjum baráttunnar.“ Hún bendir á að hér sé um að ræða fyrirtæki sem beinlínis hagnist á hlutgervingunni og því sé aldeilis eitthvað bogið við að taka hinn pólinn. „Ef þeir ætluðu sér raunverulega að bæta sjálfsmyndir kvenna myndu þeir ekki vera að bæta þessari fegrunarlínu sinni inn í lok myndbandsins,“ segir María Lilja.Þóra TómasdóttirVísirÞóra er annarrar skoðunar. „Mér hefur fundist Dove skera sig úr í flóru snyrtivöruframleiðenda sem auglýsa fótósjoppaðar konur, sem ekki eru til í alvörunni. Það er frábært framtak, og skref í átt að nútímanum, að þora að leggja það á heimsbyggðina að sýna hvernig konur eru vaxnar og óþarfi að skjóta það í kaf,“ segir hún og bætir jafnframt við að hún þekki eignarhald Dove ekki neitt. Þóra segir ekki veita af að sýna unglingsstúlkum að þær megi hætta í megrun og bendir á að ef þau skilaboð komi frá Dove, þá sé það einfaldlega gott mál. „Ég skil gagnrýnina, fyrirtæki eiga ekki að kaupa sér ímyndir, en ef við eigum á annað borð að kryfja auglýsingar snyrtivöruframleiðenda þá myndi ég beina fókusnum í aðra átt,“ segir hún að lokum.
Tengdar fréttir „Ég kannaðist við allar áhyggjurnar þeirra“ Guðrún Veiga ritaði pistil um #SönnFegurð. 29. apríl 2015 16:05 Átakinu #SönnFegurð ýtt úr vör með áhrifaríku myndbandi Hver ætli sé stúlkur hugsi á meðan sundferð stendur? 29. apríl 2015 11:32 Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Sjá meira
„Ég kannaðist við allar áhyggjurnar þeirra“ Guðrún Veiga ritaði pistil um #SönnFegurð. 29. apríl 2015 16:05
Átakinu #SönnFegurð ýtt úr vör með áhrifaríku myndbandi Hver ætli sé stúlkur hugsi á meðan sundferð stendur? 29. apríl 2015 11:32