Dove hristir upp í landanum Guðrún Ansnes skrifar 30. apríl 2015 09:30 #sönnfegurð Mynd/Facebooksíða Dove Ólík sjónarhorn mættust á samskiptamiðlum í gær og þá sérstaklega á Twitter þar sem herferðin var annars vegar lofuð í hástert og talin þörf áminning út í samfélagið, á meðan aðrir töldu að um sannkallaðan úlf í sauðargæru væri að ræða. Megininntak herferðarinnar er að benda konum á að allar séu þær fallegar, burtséð frá stærðarhlutföllum eða fjölda misfella á líkamanum. Bornar voru saman upplifanir sjö ára stúlkna og háskólanema varðandi sundferðir og má með sanni segja að munur hafi verið þar á. Á meðan yngri hópurinn hafði mestar áhyggjur af að fá rúsínufingur af langri sundferð var þeim eldri umhugað um of stór læri eða hvers kyns ólögulegheit á sundlaugarbakkanum. Fréttablaðið tók þær Maríu Lilju Þrastardóttur fjölmiðlakonu og Þóru Tómasdóttur kvikmyndagerðarkonu tali og fékk að kynnast ólíkum skoðunum þessara skeleggu kvenna á herferðinni.María Lilja ÞrastardóttirTveir pólarMaría Lilja segir sér ekki hugnast svona aðferðir: „Það skýtur náttúrulega skökku við þegar stórfyrirtæki sem makar krókinn á útlitskomplexum fer að selja vörurnar sínar undir formerkjum baráttunnar.“ Hún bendir á að hér sé um að ræða fyrirtæki sem beinlínis hagnist á hlutgervingunni og því sé aldeilis eitthvað bogið við að taka hinn pólinn. „Ef þeir ætluðu sér raunverulega að bæta sjálfsmyndir kvenna myndu þeir ekki vera að bæta þessari fegrunarlínu sinni inn í lok myndbandsins,“ segir María Lilja.Þóra TómasdóttirVísirÞóra er annarrar skoðunar. „Mér hefur fundist Dove skera sig úr í flóru snyrtivöruframleiðenda sem auglýsa fótósjoppaðar konur, sem ekki eru til í alvörunni. Það er frábært framtak, og skref í átt að nútímanum, að þora að leggja það á heimsbyggðina að sýna hvernig konur eru vaxnar og óþarfi að skjóta það í kaf,“ segir hún og bætir jafnframt við að hún þekki eignarhald Dove ekki neitt. Þóra segir ekki veita af að sýna unglingsstúlkum að þær megi hætta í megrun og bendir á að ef þau skilaboð komi frá Dove, þá sé það einfaldlega gott mál. „Ég skil gagnrýnina, fyrirtæki eiga ekki að kaupa sér ímyndir, en ef við eigum á annað borð að kryfja auglýsingar snyrtivöruframleiðenda þá myndi ég beina fókusnum í aðra átt,“ segir hún að lokum. Tengdar fréttir „Ég kannaðist við allar áhyggjurnar þeirra“ Guðrún Veiga ritaði pistil um #SönnFegurð. 29. apríl 2015 16:05 Átakinu #SönnFegurð ýtt úr vör með áhrifaríku myndbandi Hver ætli sé stúlkur hugsi á meðan sundferð stendur? 29. apríl 2015 11:32 Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira
Ólík sjónarhorn mættust á samskiptamiðlum í gær og þá sérstaklega á Twitter þar sem herferðin var annars vegar lofuð í hástert og talin þörf áminning út í samfélagið, á meðan aðrir töldu að um sannkallaðan úlf í sauðargæru væri að ræða. Megininntak herferðarinnar er að benda konum á að allar séu þær fallegar, burtséð frá stærðarhlutföllum eða fjölda misfella á líkamanum. Bornar voru saman upplifanir sjö ára stúlkna og háskólanema varðandi sundferðir og má með sanni segja að munur hafi verið þar á. Á meðan yngri hópurinn hafði mestar áhyggjur af að fá rúsínufingur af langri sundferð var þeim eldri umhugað um of stór læri eða hvers kyns ólögulegheit á sundlaugarbakkanum. Fréttablaðið tók þær Maríu Lilju Þrastardóttur fjölmiðlakonu og Þóru Tómasdóttur kvikmyndagerðarkonu tali og fékk að kynnast ólíkum skoðunum þessara skeleggu kvenna á herferðinni.María Lilja ÞrastardóttirTveir pólarMaría Lilja segir sér ekki hugnast svona aðferðir: „Það skýtur náttúrulega skökku við þegar stórfyrirtæki sem makar krókinn á útlitskomplexum fer að selja vörurnar sínar undir formerkjum baráttunnar.“ Hún bendir á að hér sé um að ræða fyrirtæki sem beinlínis hagnist á hlutgervingunni og því sé aldeilis eitthvað bogið við að taka hinn pólinn. „Ef þeir ætluðu sér raunverulega að bæta sjálfsmyndir kvenna myndu þeir ekki vera að bæta þessari fegrunarlínu sinni inn í lok myndbandsins,“ segir María Lilja.Þóra TómasdóttirVísirÞóra er annarrar skoðunar. „Mér hefur fundist Dove skera sig úr í flóru snyrtivöruframleiðenda sem auglýsa fótósjoppaðar konur, sem ekki eru til í alvörunni. Það er frábært framtak, og skref í átt að nútímanum, að þora að leggja það á heimsbyggðina að sýna hvernig konur eru vaxnar og óþarfi að skjóta það í kaf,“ segir hún og bætir jafnframt við að hún þekki eignarhald Dove ekki neitt. Þóra segir ekki veita af að sýna unglingsstúlkum að þær megi hætta í megrun og bendir á að ef þau skilaboð komi frá Dove, þá sé það einfaldlega gott mál. „Ég skil gagnrýnina, fyrirtæki eiga ekki að kaupa sér ímyndir, en ef við eigum á annað borð að kryfja auglýsingar snyrtivöruframleiðenda þá myndi ég beina fókusnum í aðra átt,“ segir hún að lokum.
Tengdar fréttir „Ég kannaðist við allar áhyggjurnar þeirra“ Guðrún Veiga ritaði pistil um #SönnFegurð. 29. apríl 2015 16:05 Átakinu #SönnFegurð ýtt úr vör með áhrifaríku myndbandi Hver ætli sé stúlkur hugsi á meðan sundferð stendur? 29. apríl 2015 11:32 Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira
„Ég kannaðist við allar áhyggjurnar þeirra“ Guðrún Veiga ritaði pistil um #SönnFegurð. 29. apríl 2015 16:05
Átakinu #SönnFegurð ýtt úr vör með áhrifaríku myndbandi Hver ætli sé stúlkur hugsi á meðan sundferð stendur? 29. apríl 2015 11:32