Veisluhöld í skömmtum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. apríl 2015 13:00 María Lovísa býr fyrir austan fjall og starfar þar hluta vikunnar. María Lovísa Ragnarsdóttir er sextug í dag. Hún er þekkt nafn í heimi fatahönnunar og hefur rekið verslun og saumastofu í yfir 30 ár, nú um langt skeið á Skólavörðustíg 6A. Hitt vita kannski færri að hún býr fyrir austan fjall og sinnir hestum meðfram hönnuninni. „Ég bý í Tjarnarbyggð, rétt fyrir utan Selfoss,“ segir hún. „Þetta er búgarðabyggð, góðir reiðvegir hér í kring og margir búnir að koma sér upp hesthúsum. Ég hef bara búið hér í þrjú ár en hef verið 20 ár í hrossum.“ María Lovísa hannar og sníður heima hjá sér en saumastofan er í Reykjavík. „Ég er heima á mánudögum og þriðjudögum, keyri svo í bæinn og hef aðstöðu til að gista þar þegar veðrið er brjálað.“ Hún kveðst hafa byrjað 11 til 12 ára að teikna föt og kynnst fataframleiðslu strax eftir gagnfræðapróf. „Ég fór að vinna í Gefjun á Snorrabraut þegar ég var 17 ára, það var stór saumastofa og ég lærði mikið þar. Ég sótti líka sníðanámskeið og hélt svo í nám til Kaupmannahafnar við Margaretha-hönnunarskólann árið 1977.“ Kreppur í efnahagslífi hefur María Lovísa staðið af sér og hún segir túristana kunna vel að meta vörurnar hennar. En hvað um útrás? „Ég hef ekki farið í þá vinnu að koma fatnaðinum á framfæri erlendis. Þetta er lítið fyrirtæki, ég er bara með tvær konur með mér.“ María Lovísa á einn son og tvö barnabörn sem búa í næsta húsi svo stutt er fyrir þau að skreppa til hennar í kaffi í dag, þótt hún segi ómögulegt að vera með veislu á þriðjudegi. „Ég ætla að halda upp á afmælið í skömmtum. Fyrsti skammtur er á föstudaginn. Þá verður kvennaboð.“ Mest lesið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Magnesíum potturinn í Laugardalslaug snýr aftur! Lífið samstarf „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Sjá meira
María Lovísa Ragnarsdóttir er sextug í dag. Hún er þekkt nafn í heimi fatahönnunar og hefur rekið verslun og saumastofu í yfir 30 ár, nú um langt skeið á Skólavörðustíg 6A. Hitt vita kannski færri að hún býr fyrir austan fjall og sinnir hestum meðfram hönnuninni. „Ég bý í Tjarnarbyggð, rétt fyrir utan Selfoss,“ segir hún. „Þetta er búgarðabyggð, góðir reiðvegir hér í kring og margir búnir að koma sér upp hesthúsum. Ég hef bara búið hér í þrjú ár en hef verið 20 ár í hrossum.“ María Lovísa hannar og sníður heima hjá sér en saumastofan er í Reykjavík. „Ég er heima á mánudögum og þriðjudögum, keyri svo í bæinn og hef aðstöðu til að gista þar þegar veðrið er brjálað.“ Hún kveðst hafa byrjað 11 til 12 ára að teikna föt og kynnst fataframleiðslu strax eftir gagnfræðapróf. „Ég fór að vinna í Gefjun á Snorrabraut þegar ég var 17 ára, það var stór saumastofa og ég lærði mikið þar. Ég sótti líka sníðanámskeið og hélt svo í nám til Kaupmannahafnar við Margaretha-hönnunarskólann árið 1977.“ Kreppur í efnahagslífi hefur María Lovísa staðið af sér og hún segir túristana kunna vel að meta vörurnar hennar. En hvað um útrás? „Ég hef ekki farið í þá vinnu að koma fatnaðinum á framfæri erlendis. Þetta er lítið fyrirtæki, ég er bara með tvær konur með mér.“ María Lovísa á einn son og tvö barnabörn sem búa í næsta húsi svo stutt er fyrir þau að skreppa til hennar í kaffi í dag, þótt hún segi ómögulegt að vera með veislu á þriðjudegi. „Ég ætla að halda upp á afmælið í skömmtum. Fyrsti skammtur er á föstudaginn. Þá verður kvennaboð.“
Mest lesið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Magnesíum potturinn í Laugardalslaug snýr aftur! Lífið samstarf „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Sjá meira