Grunnskólarokkarar ætla sér stóra hluti í tónlistinni Kjartan Atli Kjartansson skrifar 28. apríl 2015 09:45 Albert til vinstri, Þórarinn fyrir miðju og Ásþór lengst til hægri. „Við ætlum okkur að taka tónlistarferilinn af alvöru,“ segir Ásþór Loki Rúnarsson, hinn sextán ára aldursforseti sveitarinnar Meistarar dauðans. Með honum í sveitinni er yngri bróðir hans, Þórarinn Þeyr Rúnarsson, sem spilar á trommur, og Albert Elías Arason, sem spilar á bassa. Þórarinn er 11 ára og Albert 15 ára. Þrátt fyrir ungan aldur hafa strákarnir vakið athygli fyrir skemmtilega rokktónlist og eiga tilbúna plötu sem þarf að taka upp. „Til þess að geta staðið straum af kostnaði við upptökur og vinnslu höfum við farið af stað með söfnun í gegnum Karolinafund, þar sem fólk getur forpantað plötuna,“ útskýrir Ásþór og bætir við ábyrgur í rómi: „En við viljum taka það fram að ef ekki tekst að safna að fullu fyrir plötunni fá allir endurgreitt.“ Strákarnir halda einnig úti Facebook-síðu, þar sem aðdáendur geta fylgst með sveitinni.Á samfés Hér má sjá sveitina troða upp á Samfestingi, Samfésballinu. Ásþór er þarna með gítarinn.Gaman að vera með litla bróður í sveit Ásþór segir að það styrki bara bræðraböndin að vera með litla bróður sínum í hljómsveit. „Ég held að margir telji það erfiðara en það er í raun að vera með litla bróður sínum í sveit. Mér finnst það efla samheldnina hjá sveitinni að við séum bræður og við hjálpumst betur að sem bræður.“ Upphaf sveitarinnar má rekja til heimsóknar þeirra bræðra til Alberts bassaleikara. „Pabbar okkar voru saman í hljómsveit og eru góðir vinir. Við vorum í heimsókn hjá Alberti þegar við heyrðum hann djamma á bassann. Fyrst héldum við að þetta væri pabbi hans, sem er mjög góður bassaleikari. En svo föttuðum við að pabbi hans var frammi og þá rann upp fyrir okkur að Albert var svona rosalegur á bassann. Þá kviknaði hugmyndin að því að stofna hljómsveit.“Tvíræðni í nafninu Ásþór segir að nafnið á sveitinni hafi komið þegar hún skráði sig á Músíktilraunir í fyrsta sinn. „Fyrst var þetta bara vinnuheiti. En svo festist þetta bara við okkur. Nafnið hljómar kannski svolítið ýkt og „desperate“ í fyrstu. En við horfum á tvíræðnina í nafninu og finnst það skemmtilegt,“ útskýrir hann kampakátur. Ásþór segir að lagasmíðarnar séu verkefni liðsheildarinnar, að strákarnir semji lögin sín í sameiningu. „Ég sem alla textana og kem oft með hugmyndir að gítarriffum. Strákarnir bæta svo við og þannig verður þetta að flottri heild.“Æfa reglulega Strákarnir æfa reglulega, að sögn Ásþórs. „Við notum helgarnar í að æfa yfirleitt. Við erum mjög uppteknir á virkum dögum, því við erum allir í tónlistarnámi og fleiru. En við æfum okkur vel hver í sínu lagi, að minnsta kosti í hálftíma á dag.“ Sveitin hefur komið fram víða. Hún spilaði á Samfestingi í ár, reyndi fyrir sér í Ísland Got Talent, hefur leikið á Músíktilraunum og hlaut Upptaktinn, verðlaun Barnamenningarhátíðar 2013, fyrir lagið Sálfræðingur dauðans. Lagið, sem samið var af sveitinni, var fallega útsett og flutt af klassískri hljómsveit. Jónas Sigurðsson sá svo um sönginn. Sveitin spilar alls kyns rokk að sögn Ásþórs. „Við elskum rokk og ról. En þetta er mjög víðtækt hjá okkur. Spilum þungt og létt rokk í bland. Við erum mikið fyrir hraðan metal og þess háttar. En fyrst og fremst leggjum við mikið upp úr grípandi laglínum og skemmtilegum hljóðfæraleik.“Áhugasamir geta forpantað plötu sveitarinnar í gegnum Karolinafund. Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira
„Við ætlum okkur að taka tónlistarferilinn af alvöru,“ segir Ásþór Loki Rúnarsson, hinn sextán ára aldursforseti sveitarinnar Meistarar dauðans. Með honum í sveitinni er yngri bróðir hans, Þórarinn Þeyr Rúnarsson, sem spilar á trommur, og Albert Elías Arason, sem spilar á bassa. Þórarinn er 11 ára og Albert 15 ára. Þrátt fyrir ungan aldur hafa strákarnir vakið athygli fyrir skemmtilega rokktónlist og eiga tilbúna plötu sem þarf að taka upp. „Til þess að geta staðið straum af kostnaði við upptökur og vinnslu höfum við farið af stað með söfnun í gegnum Karolinafund, þar sem fólk getur forpantað plötuna,“ útskýrir Ásþór og bætir við ábyrgur í rómi: „En við viljum taka það fram að ef ekki tekst að safna að fullu fyrir plötunni fá allir endurgreitt.“ Strákarnir halda einnig úti Facebook-síðu, þar sem aðdáendur geta fylgst með sveitinni.Á samfés Hér má sjá sveitina troða upp á Samfestingi, Samfésballinu. Ásþór er þarna með gítarinn.Gaman að vera með litla bróður í sveit Ásþór segir að það styrki bara bræðraböndin að vera með litla bróður sínum í hljómsveit. „Ég held að margir telji það erfiðara en það er í raun að vera með litla bróður sínum í sveit. Mér finnst það efla samheldnina hjá sveitinni að við séum bræður og við hjálpumst betur að sem bræður.“ Upphaf sveitarinnar má rekja til heimsóknar þeirra bræðra til Alberts bassaleikara. „Pabbar okkar voru saman í hljómsveit og eru góðir vinir. Við vorum í heimsókn hjá Alberti þegar við heyrðum hann djamma á bassann. Fyrst héldum við að þetta væri pabbi hans, sem er mjög góður bassaleikari. En svo föttuðum við að pabbi hans var frammi og þá rann upp fyrir okkur að Albert var svona rosalegur á bassann. Þá kviknaði hugmyndin að því að stofna hljómsveit.“Tvíræðni í nafninu Ásþór segir að nafnið á sveitinni hafi komið þegar hún skráði sig á Músíktilraunir í fyrsta sinn. „Fyrst var þetta bara vinnuheiti. En svo festist þetta bara við okkur. Nafnið hljómar kannski svolítið ýkt og „desperate“ í fyrstu. En við horfum á tvíræðnina í nafninu og finnst það skemmtilegt,“ útskýrir hann kampakátur. Ásþór segir að lagasmíðarnar séu verkefni liðsheildarinnar, að strákarnir semji lögin sín í sameiningu. „Ég sem alla textana og kem oft með hugmyndir að gítarriffum. Strákarnir bæta svo við og þannig verður þetta að flottri heild.“Æfa reglulega Strákarnir æfa reglulega, að sögn Ásþórs. „Við notum helgarnar í að æfa yfirleitt. Við erum mjög uppteknir á virkum dögum, því við erum allir í tónlistarnámi og fleiru. En við æfum okkur vel hver í sínu lagi, að minnsta kosti í hálftíma á dag.“ Sveitin hefur komið fram víða. Hún spilaði á Samfestingi í ár, reyndi fyrir sér í Ísland Got Talent, hefur leikið á Músíktilraunum og hlaut Upptaktinn, verðlaun Barnamenningarhátíðar 2013, fyrir lagið Sálfræðingur dauðans. Lagið, sem samið var af sveitinni, var fallega útsett og flutt af klassískri hljómsveit. Jónas Sigurðsson sá svo um sönginn. Sveitin spilar alls kyns rokk að sögn Ásþórs. „Við elskum rokk og ról. En þetta er mjög víðtækt hjá okkur. Spilum þungt og létt rokk í bland. Við erum mikið fyrir hraðan metal og þess háttar. En fyrst og fremst leggjum við mikið upp úr grípandi laglínum og skemmtilegum hljóðfæraleik.“Áhugasamir geta forpantað plötu sveitarinnar í gegnum Karolinafund.
Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira