Grunnskólarokkarar ætla sér stóra hluti í tónlistinni Kjartan Atli Kjartansson skrifar 28. apríl 2015 09:45 Albert til vinstri, Þórarinn fyrir miðju og Ásþór lengst til hægri. „Við ætlum okkur að taka tónlistarferilinn af alvöru,“ segir Ásþór Loki Rúnarsson, hinn sextán ára aldursforseti sveitarinnar Meistarar dauðans. Með honum í sveitinni er yngri bróðir hans, Þórarinn Þeyr Rúnarsson, sem spilar á trommur, og Albert Elías Arason, sem spilar á bassa. Þórarinn er 11 ára og Albert 15 ára. Þrátt fyrir ungan aldur hafa strákarnir vakið athygli fyrir skemmtilega rokktónlist og eiga tilbúna plötu sem þarf að taka upp. „Til þess að geta staðið straum af kostnaði við upptökur og vinnslu höfum við farið af stað með söfnun í gegnum Karolinafund, þar sem fólk getur forpantað plötuna,“ útskýrir Ásþór og bætir við ábyrgur í rómi: „En við viljum taka það fram að ef ekki tekst að safna að fullu fyrir plötunni fá allir endurgreitt.“ Strákarnir halda einnig úti Facebook-síðu, þar sem aðdáendur geta fylgst með sveitinni.Á samfés Hér má sjá sveitina troða upp á Samfestingi, Samfésballinu. Ásþór er þarna með gítarinn.Gaman að vera með litla bróður í sveit Ásþór segir að það styrki bara bræðraböndin að vera með litla bróður sínum í hljómsveit. „Ég held að margir telji það erfiðara en það er í raun að vera með litla bróður sínum í sveit. Mér finnst það efla samheldnina hjá sveitinni að við séum bræður og við hjálpumst betur að sem bræður.“ Upphaf sveitarinnar má rekja til heimsóknar þeirra bræðra til Alberts bassaleikara. „Pabbar okkar voru saman í hljómsveit og eru góðir vinir. Við vorum í heimsókn hjá Alberti þegar við heyrðum hann djamma á bassann. Fyrst héldum við að þetta væri pabbi hans, sem er mjög góður bassaleikari. En svo föttuðum við að pabbi hans var frammi og þá rann upp fyrir okkur að Albert var svona rosalegur á bassann. Þá kviknaði hugmyndin að því að stofna hljómsveit.“Tvíræðni í nafninu Ásþór segir að nafnið á sveitinni hafi komið þegar hún skráði sig á Músíktilraunir í fyrsta sinn. „Fyrst var þetta bara vinnuheiti. En svo festist þetta bara við okkur. Nafnið hljómar kannski svolítið ýkt og „desperate“ í fyrstu. En við horfum á tvíræðnina í nafninu og finnst það skemmtilegt,“ útskýrir hann kampakátur. Ásþór segir að lagasmíðarnar séu verkefni liðsheildarinnar, að strákarnir semji lögin sín í sameiningu. „Ég sem alla textana og kem oft með hugmyndir að gítarriffum. Strákarnir bæta svo við og þannig verður þetta að flottri heild.“Æfa reglulega Strákarnir æfa reglulega, að sögn Ásþórs. „Við notum helgarnar í að æfa yfirleitt. Við erum mjög uppteknir á virkum dögum, því við erum allir í tónlistarnámi og fleiru. En við æfum okkur vel hver í sínu lagi, að minnsta kosti í hálftíma á dag.“ Sveitin hefur komið fram víða. Hún spilaði á Samfestingi í ár, reyndi fyrir sér í Ísland Got Talent, hefur leikið á Músíktilraunum og hlaut Upptaktinn, verðlaun Barnamenningarhátíðar 2013, fyrir lagið Sálfræðingur dauðans. Lagið, sem samið var af sveitinni, var fallega útsett og flutt af klassískri hljómsveit. Jónas Sigurðsson sá svo um sönginn. Sveitin spilar alls kyns rokk að sögn Ásþórs. „Við elskum rokk og ról. En þetta er mjög víðtækt hjá okkur. Spilum þungt og létt rokk í bland. Við erum mikið fyrir hraðan metal og þess háttar. En fyrst og fremst leggjum við mikið upp úr grípandi laglínum og skemmtilegum hljóðfæraleik.“Áhugasamir geta forpantað plötu sveitarinnar í gegnum Karolinafund. Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Sjá meira
„Við ætlum okkur að taka tónlistarferilinn af alvöru,“ segir Ásþór Loki Rúnarsson, hinn sextán ára aldursforseti sveitarinnar Meistarar dauðans. Með honum í sveitinni er yngri bróðir hans, Þórarinn Þeyr Rúnarsson, sem spilar á trommur, og Albert Elías Arason, sem spilar á bassa. Þórarinn er 11 ára og Albert 15 ára. Þrátt fyrir ungan aldur hafa strákarnir vakið athygli fyrir skemmtilega rokktónlist og eiga tilbúna plötu sem þarf að taka upp. „Til þess að geta staðið straum af kostnaði við upptökur og vinnslu höfum við farið af stað með söfnun í gegnum Karolinafund, þar sem fólk getur forpantað plötuna,“ útskýrir Ásþór og bætir við ábyrgur í rómi: „En við viljum taka það fram að ef ekki tekst að safna að fullu fyrir plötunni fá allir endurgreitt.“ Strákarnir halda einnig úti Facebook-síðu, þar sem aðdáendur geta fylgst með sveitinni.Á samfés Hér má sjá sveitina troða upp á Samfestingi, Samfésballinu. Ásþór er þarna með gítarinn.Gaman að vera með litla bróður í sveit Ásþór segir að það styrki bara bræðraböndin að vera með litla bróður sínum í hljómsveit. „Ég held að margir telji það erfiðara en það er í raun að vera með litla bróður sínum í sveit. Mér finnst það efla samheldnina hjá sveitinni að við séum bræður og við hjálpumst betur að sem bræður.“ Upphaf sveitarinnar má rekja til heimsóknar þeirra bræðra til Alberts bassaleikara. „Pabbar okkar voru saman í hljómsveit og eru góðir vinir. Við vorum í heimsókn hjá Alberti þegar við heyrðum hann djamma á bassann. Fyrst héldum við að þetta væri pabbi hans, sem er mjög góður bassaleikari. En svo föttuðum við að pabbi hans var frammi og þá rann upp fyrir okkur að Albert var svona rosalegur á bassann. Þá kviknaði hugmyndin að því að stofna hljómsveit.“Tvíræðni í nafninu Ásþór segir að nafnið á sveitinni hafi komið þegar hún skráði sig á Músíktilraunir í fyrsta sinn. „Fyrst var þetta bara vinnuheiti. En svo festist þetta bara við okkur. Nafnið hljómar kannski svolítið ýkt og „desperate“ í fyrstu. En við horfum á tvíræðnina í nafninu og finnst það skemmtilegt,“ útskýrir hann kampakátur. Ásþór segir að lagasmíðarnar séu verkefni liðsheildarinnar, að strákarnir semji lögin sín í sameiningu. „Ég sem alla textana og kem oft með hugmyndir að gítarriffum. Strákarnir bæta svo við og þannig verður þetta að flottri heild.“Æfa reglulega Strákarnir æfa reglulega, að sögn Ásþórs. „Við notum helgarnar í að æfa yfirleitt. Við erum mjög uppteknir á virkum dögum, því við erum allir í tónlistarnámi og fleiru. En við æfum okkur vel hver í sínu lagi, að minnsta kosti í hálftíma á dag.“ Sveitin hefur komið fram víða. Hún spilaði á Samfestingi í ár, reyndi fyrir sér í Ísland Got Talent, hefur leikið á Músíktilraunum og hlaut Upptaktinn, verðlaun Barnamenningarhátíðar 2013, fyrir lagið Sálfræðingur dauðans. Lagið, sem samið var af sveitinni, var fallega útsett og flutt af klassískri hljómsveit. Jónas Sigurðsson sá svo um sönginn. Sveitin spilar alls kyns rokk að sögn Ásþórs. „Við elskum rokk og ról. En þetta er mjög víðtækt hjá okkur. Spilum þungt og létt rokk í bland. Við erum mikið fyrir hraðan metal og þess háttar. En fyrst og fremst leggjum við mikið upp úr grípandi laglínum og skemmtilegum hljóðfæraleik.“Áhugasamir geta forpantað plötu sveitarinnar í gegnum Karolinafund.
Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Sjá meira