Hverju andar þú að þér? Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 28. apríl 2015 12:00 Heilnæmt andrúmsloft er sannarlega mikilvæg auðlind og mikilvæg undirstaða góðrar heilsu og velferðar. Áhrif mengaðs andrúmslofts á heilsu koma sífellt betur í ljós og eru ákveðnir hópar taldir viðkvæmari en aðrir. Til dæmis börn og einstaklingar með astma, lungnasjúkdóma, hjarta- og æðasjúkdóma og aðra undirliggjandi sjúkdóma. Aukin loftmengun er einn af fylgifiskum þéttbýlismyndunar og því hefur Reykjavíkurborg tekið alvarlega í gegnum tíðina og mælt loftgæði utandyra reglulega síðan 1986. Frá aldamótum hafa borgarbúar getað fylgst með niðurstöðum svo að segja á rauntíma. Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur hefur sett saman viðbragðsáætlun um loftgæði sem borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti fyrst allra sveitarfélaga á Íslandi og viðbragðsteymi borgarinnar bregst við þegar þarf samkvæmt henni. Í því felst meðal annars að senda út tilkynningar ef loftgæði eru líkleg til að fara yfir heilsuverndarmörk og ákveða til hvaða mótvægisaðgerða er gripið hverju sinni. Á nýafstöðnu málþingi Reykjavíkurborgar um loftgæði kom fram að við búum það vel að loftgæði í Reykjavík eru almennt góð miðað við þau heilsuverndarmörk sem sett eru, en þau efni sem líklegust eru til að fara yfir mörkin eru köfnunarefnisdíoxíð (NO2) og svifryk (PM10). Við erum þó meðvituð um að í raun er lítið vitað um áhrif loftmengunar á heilsu en gerðar eru stöðugt fleiri rannsóknir sem munu eflaust hafa áhrif á heilsuverndarmörk í framtíðinni og ef til vill einnig hvaða efni við mælum. Sem dæmi má nefna að losun brennisteinsvetnis (H2S) hefur margfaldast með fjölgun virkjana og þrátt fyrir að styrkur þess sé undir núverandi heilsuverndarmörkum þá vantar rannsóknir á langtímaáhrifum brennisteinsvetnis í lágum styrk á heilsu fólks. Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur mun að sjálfsögðu fylgjast grannt með rannsóknum og breyta viðmiðum og viðbragðsáætlunum eftir því sem besta þekking segir til um hverju sinni. Borgarstjórn er einnig meðvituð um að margt af okkar verkum hefur áhrif á loftgæði og þar með lýðheilsu. Þar má nefna skipulag borgarinnar, gatnahreinsun og hálkuvörn, trjágróður og umferðarstýringu. Sumt getum við ekki haft áhrif á eins og við vorum rækilega minnt á meðan við fylgdumst grannt með brennisteinsdíoxíðsmengun (SO2) frá eldgosinu í Holuhrauni sem eins og allir vita hafði mikil áhrif á loftgæði á landinu. Með því að velja vistvænan samgöngumáta, keyra hægar, sleppa nagladekkjunum eða hlúa að gróðri í kringum okkur getum við hins vegar öll lagt okkar af mörkum til þess að bæta loftgæði okkar. Allt bætir það loftgæði okkar og líðan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Heilnæmt andrúmsloft er sannarlega mikilvæg auðlind og mikilvæg undirstaða góðrar heilsu og velferðar. Áhrif mengaðs andrúmslofts á heilsu koma sífellt betur í ljós og eru ákveðnir hópar taldir viðkvæmari en aðrir. Til dæmis börn og einstaklingar með astma, lungnasjúkdóma, hjarta- og æðasjúkdóma og aðra undirliggjandi sjúkdóma. Aukin loftmengun er einn af fylgifiskum þéttbýlismyndunar og því hefur Reykjavíkurborg tekið alvarlega í gegnum tíðina og mælt loftgæði utandyra reglulega síðan 1986. Frá aldamótum hafa borgarbúar getað fylgst með niðurstöðum svo að segja á rauntíma. Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur hefur sett saman viðbragðsáætlun um loftgæði sem borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti fyrst allra sveitarfélaga á Íslandi og viðbragðsteymi borgarinnar bregst við þegar þarf samkvæmt henni. Í því felst meðal annars að senda út tilkynningar ef loftgæði eru líkleg til að fara yfir heilsuverndarmörk og ákveða til hvaða mótvægisaðgerða er gripið hverju sinni. Á nýafstöðnu málþingi Reykjavíkurborgar um loftgæði kom fram að við búum það vel að loftgæði í Reykjavík eru almennt góð miðað við þau heilsuverndarmörk sem sett eru, en þau efni sem líklegust eru til að fara yfir mörkin eru köfnunarefnisdíoxíð (NO2) og svifryk (PM10). Við erum þó meðvituð um að í raun er lítið vitað um áhrif loftmengunar á heilsu en gerðar eru stöðugt fleiri rannsóknir sem munu eflaust hafa áhrif á heilsuverndarmörk í framtíðinni og ef til vill einnig hvaða efni við mælum. Sem dæmi má nefna að losun brennisteinsvetnis (H2S) hefur margfaldast með fjölgun virkjana og þrátt fyrir að styrkur þess sé undir núverandi heilsuverndarmörkum þá vantar rannsóknir á langtímaáhrifum brennisteinsvetnis í lágum styrk á heilsu fólks. Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur mun að sjálfsögðu fylgjast grannt með rannsóknum og breyta viðmiðum og viðbragðsáætlunum eftir því sem besta þekking segir til um hverju sinni. Borgarstjórn er einnig meðvituð um að margt af okkar verkum hefur áhrif á loftgæði og þar með lýðheilsu. Þar má nefna skipulag borgarinnar, gatnahreinsun og hálkuvörn, trjágróður og umferðarstýringu. Sumt getum við ekki haft áhrif á eins og við vorum rækilega minnt á meðan við fylgdumst grannt með brennisteinsdíoxíðsmengun (SO2) frá eldgosinu í Holuhrauni sem eins og allir vita hafði mikil áhrif á loftgæði á landinu. Með því að velja vistvænan samgöngumáta, keyra hægar, sleppa nagladekkjunum eða hlúa að gróðri í kringum okkur getum við hins vegar öll lagt okkar af mörkum til þess að bæta loftgæði okkar. Allt bætir það loftgæði okkar og líðan.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun