Góðir kennarar – Hvað einkennir þá? Jóhanna Einarsdóttir skrifar 21. apríl 2015 09:00 Menntastofnanir teljast til grunnstoða samfélagsins og gott skólastarf er undirstaða velferðar hverrar þjóðar. Meginhlutverk skóla er að sjá um almenna menntun þegnanna eins og fram kemur í aðalnámskrám. Menntun barna og ungmenna innan veggja skóla felur ekki einungis í sér þá þekkingu og færni sem nútímafólki er nauðsynleg, skólar eiga jafnframt ríkan þátt í að móta viðhorf og gildi samfélagsins. Keðja samverkandi þátta hefur áhrif á gæði skólastarfs og eru kennarar mikilvægir hlekkir í þeirri keðju. Síðastliðið vor stóð Menntavísindasvið Háskóla Íslands fyrir átakinu „Hafðu áhrif“ í þeim tilgangi að vekja athygli á kennarastarfinu. Almenningi gafst kostur á að tilnefna góða kennara og barst mikill fjöldi tilnefninga frá fólki á öllum aldri. Um 500 kennarar voru tilnefndir og voru fimm heiðraðir sérstaklega. Nokkrir þættir stóðu upp úr þegar góðum kennurum var lýst:Ástríða og metnaður í starfiMargir minntust kennara sem höfðu ástríðu og metnað fyrir starfinu. Þeir vönduðu til kennslu og kennslugagna og höfðu mikinn áhuga og víðtæka þekkingu á því sem þeir voru að kenna. Þessu fylgdi einlægur áhugi á að nemendur tileinkuðu sér efnið og næðu árangri.Fjölbreyttar kennsluaðferðirMörg ummæli voru um kennara sem tókst að vekja áhuga nemenda á náminu og gera kennslustundirnar áhugaverðar. Góðir kennarar voru nefndir sem notuðu skemmtilegar og óhefðbundnar kennsluaðferðir.Vinátta og virðingÞeirra kennara sem fengu hvað flestar tilnefningar var ekki síst minnst fyrir vináttu og virðingu sem þeir sýndu nemendum sínum. Margir minntust kennara sem höfðu reynst þeim vel utan skólastofunnar. Þeir gáfu sér tíma til þess að hlusta, voru óeigingjarnir á tíma sinn og tilbúnir að aðstoða innan skóla sem utan.Sanngirni og réttlætiUmhyggja og réttlæti voru einkenni góðra kennara að mati margra. Kennarar sem gera ekki upp á milli nemenda og koma fram við alla á jafnréttisgrundvelli eru góðir kennarar.Hvatning og stuðningurHvetjandi og styðjandi voru algeng ummæli um þá kennara sem fengu margar tilnefningar. Fólk minntist kennara sem vöktu athygli á styrkleikum þeirra og hrósuðu þeim fyrir það sem vel var gert.Varanleg áhrif á líf nemendaFólk á ýmsum aldri lýsti því hvernig kennarinn þeirra og kennslan varð kveikjan að nýjum hugmyndum, framtíðaráformum og námsáhuga. Sumir töldu að kennarinn hafi breytt sýn þeirra á heiminn og haft áhrif á líf þeirra.Hafðu áhrifÞegar rýnt er í þau ummæli sem góðir kennarar fengu frá núverandi og fyrrverandi nemendum sínum má ljóst vera að þar fer áhrifamikið fólk. Einstaklingar sem hafa haft áhrif á æsku og lífshlaup fjölmargra. Ég hvet það unga fólk, sem nú er að huga að framtíðarstarfi og vill hafa áhrif á mótun íslensks samfélags, til að kynna sér fjölbreytt nám á sviði kennslu, uppeldis og þjálfunar við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Menntastofnanir teljast til grunnstoða samfélagsins og gott skólastarf er undirstaða velferðar hverrar þjóðar. Meginhlutverk skóla er að sjá um almenna menntun þegnanna eins og fram kemur í aðalnámskrám. Menntun barna og ungmenna innan veggja skóla felur ekki einungis í sér þá þekkingu og færni sem nútímafólki er nauðsynleg, skólar eiga jafnframt ríkan þátt í að móta viðhorf og gildi samfélagsins. Keðja samverkandi þátta hefur áhrif á gæði skólastarfs og eru kennarar mikilvægir hlekkir í þeirri keðju. Síðastliðið vor stóð Menntavísindasvið Háskóla Íslands fyrir átakinu „Hafðu áhrif“ í þeim tilgangi að vekja athygli á kennarastarfinu. Almenningi gafst kostur á að tilnefna góða kennara og barst mikill fjöldi tilnefninga frá fólki á öllum aldri. Um 500 kennarar voru tilnefndir og voru fimm heiðraðir sérstaklega. Nokkrir þættir stóðu upp úr þegar góðum kennurum var lýst:Ástríða og metnaður í starfiMargir minntust kennara sem höfðu ástríðu og metnað fyrir starfinu. Þeir vönduðu til kennslu og kennslugagna og höfðu mikinn áhuga og víðtæka þekkingu á því sem þeir voru að kenna. Þessu fylgdi einlægur áhugi á að nemendur tileinkuðu sér efnið og næðu árangri.Fjölbreyttar kennsluaðferðirMörg ummæli voru um kennara sem tókst að vekja áhuga nemenda á náminu og gera kennslustundirnar áhugaverðar. Góðir kennarar voru nefndir sem notuðu skemmtilegar og óhefðbundnar kennsluaðferðir.Vinátta og virðingÞeirra kennara sem fengu hvað flestar tilnefningar var ekki síst minnst fyrir vináttu og virðingu sem þeir sýndu nemendum sínum. Margir minntust kennara sem höfðu reynst þeim vel utan skólastofunnar. Þeir gáfu sér tíma til þess að hlusta, voru óeigingjarnir á tíma sinn og tilbúnir að aðstoða innan skóla sem utan.Sanngirni og réttlætiUmhyggja og réttlæti voru einkenni góðra kennara að mati margra. Kennarar sem gera ekki upp á milli nemenda og koma fram við alla á jafnréttisgrundvelli eru góðir kennarar.Hvatning og stuðningurHvetjandi og styðjandi voru algeng ummæli um þá kennara sem fengu margar tilnefningar. Fólk minntist kennara sem vöktu athygli á styrkleikum þeirra og hrósuðu þeim fyrir það sem vel var gert.Varanleg áhrif á líf nemendaFólk á ýmsum aldri lýsti því hvernig kennarinn þeirra og kennslan varð kveikjan að nýjum hugmyndum, framtíðaráformum og námsáhuga. Sumir töldu að kennarinn hafi breytt sýn þeirra á heiminn og haft áhrif á líf þeirra.Hafðu áhrifÞegar rýnt er í þau ummæli sem góðir kennarar fengu frá núverandi og fyrrverandi nemendum sínum má ljóst vera að þar fer áhrifamikið fólk. Einstaklingar sem hafa haft áhrif á æsku og lífshlaup fjölmargra. Ég hvet það unga fólk, sem nú er að huga að framtíðarstarfi og vill hafa áhrif á mótun íslensks samfélags, til að kynna sér fjölbreytt nám á sviði kennslu, uppeldis og þjálfunar við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar