Karlakór og fíflagangur hin fullkomna blanda Anna Guðjónsdóttir skrifar 18. apríl 2015 14:00 Jón Þormóðsson, Snæbjörn Ragnarsson, Steinþór Þráinsson, Oddur Bjarni Þorkelsson, Guðmundur Jónsson og Guðmundur Svafarsson stilla sér upp á mynd meðan Eggert Hilmarsson og Baldur Ragnarsson stelast inn á myndina fyrir aftan. „Þetta hefur verið ævintýralegt og mjög skemmtilegur fíflagangur,“ segir Steinþór Þráinsson, kórstjóri þingeyska karlakórsins Hreims, en kórinn fagnar 40 ára afmæli sínu með tónleikum ásamt Ljótu hálfvitunum. „Við höldum alltaf stóra tónleika á vorin en í ár ákváðum við að gera eitthvað meira en venjulega til að halda almennilega upp á afmælið okkar. Úr því varð þessi skemmtilega blanda af klassíska karlakórnum og svo fíflaganginum í hálfvitunum,“ segir Steinþór. Steinþór segir undirbúning hafa gengið gríðarlega vel, þrátt fyrir að það hafi verið fremur skiptar skoðanir á meðal meðlima kórsins í fyrstu. „Eftir að við hófum æfingar um áramótin voru allir sammála um að þetta yrði bara skemmtilegra með hverri æfingunni. Aldursforsetinn okkar sem er áttræður segist hreinlega aldrei hafa skemmt sér eins vel,“ segir Steinþór. Kórinn og hljómsveitin héldu tónleika síðustu helgi fyrir norðan. „Þeir gengu mjög vel og salurinn var fullur, þrátt fyrir öskrandi stórhríð,“ segir Steinþór og telur að tónleikarnir í dag verði ekki síðri. „Þessi blanda er svo skemmtileg og það hefur verið alveg ótrúlega gaman að vinna með þessum vitleysingum,“ segir Steinþór. Afmælistónleikarnir fara fram í Háskólabíói í dag klukkan 15 og munu Hreimur og Hálfvitarnir flytja tónlist sína á hefðbundinn hátt en vinna einnig saman. Hálfvitarnir hafa meðal annars útsett nokkur lög kórsins eftir sínu höfði og munu leika undir söng kórsins. Einnig hafa nokkur lög hljómsveitarinnar fengið meðferð hjá kórnum og mun hann taka undir lögin. „Fyrri hluti tónleikanna verður klassískir karlakórstónleikar, en Ljótu hálfvitarnir koma inn rétt fyrir hlé og þá erum við strax farnir út af sporinu. Eftir hlé munum við síðan syngja með þeirra lögum og úr verða mjög frumlegir og skemmtilegir tónleikar,“ segir Steinþór. Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira
„Þetta hefur verið ævintýralegt og mjög skemmtilegur fíflagangur,“ segir Steinþór Þráinsson, kórstjóri þingeyska karlakórsins Hreims, en kórinn fagnar 40 ára afmæli sínu með tónleikum ásamt Ljótu hálfvitunum. „Við höldum alltaf stóra tónleika á vorin en í ár ákváðum við að gera eitthvað meira en venjulega til að halda almennilega upp á afmælið okkar. Úr því varð þessi skemmtilega blanda af klassíska karlakórnum og svo fíflaganginum í hálfvitunum,“ segir Steinþór. Steinþór segir undirbúning hafa gengið gríðarlega vel, þrátt fyrir að það hafi verið fremur skiptar skoðanir á meðal meðlima kórsins í fyrstu. „Eftir að við hófum æfingar um áramótin voru allir sammála um að þetta yrði bara skemmtilegra með hverri æfingunni. Aldursforsetinn okkar sem er áttræður segist hreinlega aldrei hafa skemmt sér eins vel,“ segir Steinþór. Kórinn og hljómsveitin héldu tónleika síðustu helgi fyrir norðan. „Þeir gengu mjög vel og salurinn var fullur, þrátt fyrir öskrandi stórhríð,“ segir Steinþór og telur að tónleikarnir í dag verði ekki síðri. „Þessi blanda er svo skemmtileg og það hefur verið alveg ótrúlega gaman að vinna með þessum vitleysingum,“ segir Steinþór. Afmælistónleikarnir fara fram í Háskólabíói í dag klukkan 15 og munu Hreimur og Hálfvitarnir flytja tónlist sína á hefðbundinn hátt en vinna einnig saman. Hálfvitarnir hafa meðal annars útsett nokkur lög kórsins eftir sínu höfði og munu leika undir söng kórsins. Einnig hafa nokkur lög hljómsveitarinnar fengið meðferð hjá kórnum og mun hann taka undir lögin. „Fyrri hluti tónleikanna verður klassískir karlakórstónleikar, en Ljótu hálfvitarnir koma inn rétt fyrir hlé og þá erum við strax farnir út af sporinu. Eftir hlé munum við síðan syngja með þeirra lögum og úr verða mjög frumlegir og skemmtilegir tónleikar,“ segir Steinþór.
Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira