Karlakór og fíflagangur hin fullkomna blanda Anna Guðjónsdóttir skrifar 18. apríl 2015 14:00 Jón Þormóðsson, Snæbjörn Ragnarsson, Steinþór Þráinsson, Oddur Bjarni Þorkelsson, Guðmundur Jónsson og Guðmundur Svafarsson stilla sér upp á mynd meðan Eggert Hilmarsson og Baldur Ragnarsson stelast inn á myndina fyrir aftan. „Þetta hefur verið ævintýralegt og mjög skemmtilegur fíflagangur,“ segir Steinþór Þráinsson, kórstjóri þingeyska karlakórsins Hreims, en kórinn fagnar 40 ára afmæli sínu með tónleikum ásamt Ljótu hálfvitunum. „Við höldum alltaf stóra tónleika á vorin en í ár ákváðum við að gera eitthvað meira en venjulega til að halda almennilega upp á afmælið okkar. Úr því varð þessi skemmtilega blanda af klassíska karlakórnum og svo fíflaganginum í hálfvitunum,“ segir Steinþór. Steinþór segir undirbúning hafa gengið gríðarlega vel, þrátt fyrir að það hafi verið fremur skiptar skoðanir á meðal meðlima kórsins í fyrstu. „Eftir að við hófum æfingar um áramótin voru allir sammála um að þetta yrði bara skemmtilegra með hverri æfingunni. Aldursforsetinn okkar sem er áttræður segist hreinlega aldrei hafa skemmt sér eins vel,“ segir Steinþór. Kórinn og hljómsveitin héldu tónleika síðustu helgi fyrir norðan. „Þeir gengu mjög vel og salurinn var fullur, þrátt fyrir öskrandi stórhríð,“ segir Steinþór og telur að tónleikarnir í dag verði ekki síðri. „Þessi blanda er svo skemmtileg og það hefur verið alveg ótrúlega gaman að vinna með þessum vitleysingum,“ segir Steinþór. Afmælistónleikarnir fara fram í Háskólabíói í dag klukkan 15 og munu Hreimur og Hálfvitarnir flytja tónlist sína á hefðbundinn hátt en vinna einnig saman. Hálfvitarnir hafa meðal annars útsett nokkur lög kórsins eftir sínu höfði og munu leika undir söng kórsins. Einnig hafa nokkur lög hljómsveitarinnar fengið meðferð hjá kórnum og mun hann taka undir lögin. „Fyrri hluti tónleikanna verður klassískir karlakórstónleikar, en Ljótu hálfvitarnir koma inn rétt fyrir hlé og þá erum við strax farnir út af sporinu. Eftir hlé munum við síðan syngja með þeirra lögum og úr verða mjög frumlegir og skemmtilegir tónleikar,“ segir Steinþór. Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira
„Þetta hefur verið ævintýralegt og mjög skemmtilegur fíflagangur,“ segir Steinþór Þráinsson, kórstjóri þingeyska karlakórsins Hreims, en kórinn fagnar 40 ára afmæli sínu með tónleikum ásamt Ljótu hálfvitunum. „Við höldum alltaf stóra tónleika á vorin en í ár ákváðum við að gera eitthvað meira en venjulega til að halda almennilega upp á afmælið okkar. Úr því varð þessi skemmtilega blanda af klassíska karlakórnum og svo fíflaganginum í hálfvitunum,“ segir Steinþór. Steinþór segir undirbúning hafa gengið gríðarlega vel, þrátt fyrir að það hafi verið fremur skiptar skoðanir á meðal meðlima kórsins í fyrstu. „Eftir að við hófum æfingar um áramótin voru allir sammála um að þetta yrði bara skemmtilegra með hverri æfingunni. Aldursforsetinn okkar sem er áttræður segist hreinlega aldrei hafa skemmt sér eins vel,“ segir Steinþór. Kórinn og hljómsveitin héldu tónleika síðustu helgi fyrir norðan. „Þeir gengu mjög vel og salurinn var fullur, þrátt fyrir öskrandi stórhríð,“ segir Steinþór og telur að tónleikarnir í dag verði ekki síðri. „Þessi blanda er svo skemmtileg og það hefur verið alveg ótrúlega gaman að vinna með þessum vitleysingum,“ segir Steinþór. Afmælistónleikarnir fara fram í Háskólabíói í dag klukkan 15 og munu Hreimur og Hálfvitarnir flytja tónlist sína á hefðbundinn hátt en vinna einnig saman. Hálfvitarnir hafa meðal annars útsett nokkur lög kórsins eftir sínu höfði og munu leika undir söng kórsins. Einnig hafa nokkur lög hljómsveitarinnar fengið meðferð hjá kórnum og mun hann taka undir lögin. „Fyrri hluti tónleikanna verður klassískir karlakórstónleikar, en Ljótu hálfvitarnir koma inn rétt fyrir hlé og þá erum við strax farnir út af sporinu. Eftir hlé munum við síðan syngja með þeirra lögum og úr verða mjög frumlegir og skemmtilegir tónleikar,“ segir Steinþór.
Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira