Krúnurakaðar gefa tóninn fyrir sumarið Guðrún Ansnes skrifar 17. apríl 2015 08:38 Það hefur færst í aukana að undanförnu að stelpur kjósi að krúnuraka sig. Krúnurakaðar konur spretta nú fram og flagga fögrum hausum. Ungar konur keppast nú við að peppa sig upp í að láta vaða, en margar hefur klæjað í fingurna í mörg ár. Nú virðist krúnurökunin ætla að ryðja sér til rúms sem tískufyrirbæri og verður spennandi að sjá hvort trendið nái almennilegri festu hér á landi með hækkandi sól. Hugrún Harðardóttir, eigandi hárgreiðslustofunnar Barbarellu coiffeur, segist hafa orðið vör við þetta trend. „Við sjáum þetta mikið í kringum okkur, en ég geri ráð fyrir að margar láti af þessu verða heima.“ Hugrún segir þær sem láta slag standa iðulega vera verulega töff týpur. „Að láta verða af þessu er oft ákveðið statement og mér finnst þetta endurspegla sjálfsöryggi,“ útskýrir Hugrún. Fréttablaðið hafði samband við þrjár ungar konur sem létu verða af þessu og má með sanni segja að utan hárleysisins eigi þær allar sameiginlegt að hafa langað lengi til að láta af þessu verða en ekki þorað fyrr en nú.Ögrar kynhlutverkunum „Ég hef verið með allar mögulegar síddir á hárinu og átti þetta einfaldlega eftir. Svo finnst mér ekki sérstaklega leiðinlegt að ögra fyrirframgefnum hugmyndum um kynhlutverkin“ segir Saga Matthildur sem vakti athygli þjóðarinnar er hún hrifsaði til sín þriðja sætið í Söngkeppni framhaldskólanna ekki alls fyrir löngu. Hún hlaut að sama skapi mikla athygli fyrir töff ásjónu, og höfðu sumir orð á að hér væri ung Sinead o‘connor mætt. „Ég hef fengið að heyra það svolítið,“ segir hún og skellir uppúr. Saga segir stjúpföður sinni hafa orðið sérlega ánægðan með ákvörðunina en hann er sjálfur sköllóttur. „Amma fékk áfall,“ bætir hún við og undirstrikar að þessi klipping sé einfaldlega sjúklega þægileg. Aðspurð um hvaðan innblásturinn sé helst kominn svara Saga „Ég sá söngkonuna Jessie J. Svona og varð að láta verða af þessu,“ og sér hún alls ekki eftir að hafa látið vaða.Gestný Rós Guðrúnardóttir lét gamla draum rætast þegar hún fékk kærastann til að raka af henni hárið.Flækjulaus og flott „Mér finnst flott að vera með mikinn varalit og ekkert hár. Mér finnst flott að vera með kíví og ég veit að ég hefði ekki látið verða af þessu núna, hefði ég sennilega haldið áfram að láta mig dreyma um þetta næstu tíu árin,“ segir Gestný Rós Guðrúnardóttir. Hún viðurkennir að hafa fengið innblástur eftir að hafa séð Sögu Matthildi á sviði söngkeppninnar og þá látið verða af þessum gamla draum. „Hárið á mér er líka rosalega fíngert og flækist auðveldlega, svo ég sé ekki endilega ástæðu til að halda því hreiðri gangandi, vonandi vex það aðeins heilbrigaðara til baka“ segir hún brött.Unnur Andrea Ásgeirsdóttir nýtur sín í hvívetna.Fyrst og fremst þægilegt Unnur Andrea Ásgeirsdóttir segist hafa farið töluvert út fyrir þægindarammann sinn þegar hún lét verða af að krúnuraka sig. „Fyrir mér var engin djúp pæling á bakvið þetta, ég hef verið með frekar stutt hár og langaði að taka þetta aðeins lengra,“ segir hún. Unnur segist sjá krúnurakaðar kynsystur sínar í auknum mæli og yrði ekki hissa þó þær yrðu fjölmargar þegar brestur á með sumri. „Þetta er fyrst og fremst þægilegt finnst mér. Svo hef ég líka fengið ótrúlega mikið af fallegum hrósum, það kom mér á óvart,“ segir hún, hæstánægð með kollinn. Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Fleiri fréttir Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Sjá meira
Krúnurakaðar konur spretta nú fram og flagga fögrum hausum. Ungar konur keppast nú við að peppa sig upp í að láta vaða, en margar hefur klæjað í fingurna í mörg ár. Nú virðist krúnurökunin ætla að ryðja sér til rúms sem tískufyrirbæri og verður spennandi að sjá hvort trendið nái almennilegri festu hér á landi með hækkandi sól. Hugrún Harðardóttir, eigandi hárgreiðslustofunnar Barbarellu coiffeur, segist hafa orðið vör við þetta trend. „Við sjáum þetta mikið í kringum okkur, en ég geri ráð fyrir að margar láti af þessu verða heima.“ Hugrún segir þær sem láta slag standa iðulega vera verulega töff týpur. „Að láta verða af þessu er oft ákveðið statement og mér finnst þetta endurspegla sjálfsöryggi,“ útskýrir Hugrún. Fréttablaðið hafði samband við þrjár ungar konur sem létu verða af þessu og má með sanni segja að utan hárleysisins eigi þær allar sameiginlegt að hafa langað lengi til að láta af þessu verða en ekki þorað fyrr en nú.Ögrar kynhlutverkunum „Ég hef verið með allar mögulegar síddir á hárinu og átti þetta einfaldlega eftir. Svo finnst mér ekki sérstaklega leiðinlegt að ögra fyrirframgefnum hugmyndum um kynhlutverkin“ segir Saga Matthildur sem vakti athygli þjóðarinnar er hún hrifsaði til sín þriðja sætið í Söngkeppni framhaldskólanna ekki alls fyrir löngu. Hún hlaut að sama skapi mikla athygli fyrir töff ásjónu, og höfðu sumir orð á að hér væri ung Sinead o‘connor mætt. „Ég hef fengið að heyra það svolítið,“ segir hún og skellir uppúr. Saga segir stjúpföður sinni hafa orðið sérlega ánægðan með ákvörðunina en hann er sjálfur sköllóttur. „Amma fékk áfall,“ bætir hún við og undirstrikar að þessi klipping sé einfaldlega sjúklega þægileg. Aðspurð um hvaðan innblásturinn sé helst kominn svara Saga „Ég sá söngkonuna Jessie J. Svona og varð að láta verða af þessu,“ og sér hún alls ekki eftir að hafa látið vaða.Gestný Rós Guðrúnardóttir lét gamla draum rætast þegar hún fékk kærastann til að raka af henni hárið.Flækjulaus og flott „Mér finnst flott að vera með mikinn varalit og ekkert hár. Mér finnst flott að vera með kíví og ég veit að ég hefði ekki látið verða af þessu núna, hefði ég sennilega haldið áfram að láta mig dreyma um þetta næstu tíu árin,“ segir Gestný Rós Guðrúnardóttir. Hún viðurkennir að hafa fengið innblástur eftir að hafa séð Sögu Matthildi á sviði söngkeppninnar og þá látið verða af þessum gamla draum. „Hárið á mér er líka rosalega fíngert og flækist auðveldlega, svo ég sé ekki endilega ástæðu til að halda því hreiðri gangandi, vonandi vex það aðeins heilbrigaðara til baka“ segir hún brött.Unnur Andrea Ásgeirsdóttir nýtur sín í hvívetna.Fyrst og fremst þægilegt Unnur Andrea Ásgeirsdóttir segist hafa farið töluvert út fyrir þægindarammann sinn þegar hún lét verða af að krúnuraka sig. „Fyrir mér var engin djúp pæling á bakvið þetta, ég hef verið með frekar stutt hár og langaði að taka þetta aðeins lengra,“ segir hún. Unnur segist sjá krúnurakaðar kynsystur sínar í auknum mæli og yrði ekki hissa þó þær yrðu fjölmargar þegar brestur á með sumri. „Þetta er fyrst og fremst þægilegt finnst mér. Svo hef ég líka fengið ótrúlega mikið af fallegum hrósum, það kom mér á óvart,“ segir hún, hæstánægð með kollinn.
Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Fleiri fréttir Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið