Tæplega áttrætt Matador fannst á vergangi í Neskaupstað Guðrún Ansnes skrifar 16. apríl 2015 08:57 Spilið er augljóslega hokið af reynslu enda komið á áttræðisaldur. Kassinn er þó fjarri góðu gamni, en hann hefði aukið verðmætið til muna segja matsmenn. Inn á borð Steinsins, nytjamarkaðar í Neskaupstað, rataði nýlega sannkallaður dýrgripur, hið sívinsæla Matador. Það sem gerir spilið merkilegt er að hér er um að ræða fyrstu útgáfu spilsins á íslensku frá árinu 1939 og því sjaldséður hvítur hrafn á ferðinni. „Við fundum það í bókakassa sem skilinn var eftir fyrir utan húsið hjá okkur,“ segir María Lind Kristjánsdóttir, ein þeirra sem sjá um markaðinn. Hún segir mikla lukku að sjálf hafi hún ekki tekið upp úr þeim kassa því þá hefði það að öllum líkindum endað í ruslinu. „Hún Elín hefur svo mikið auga fyrir svona dýrgripum og það var hún sem kom auga á spilið, sem var í nokkrum hlutum inni á milli bóka og annarra hluta,“ segir María. Hún tók spilið að sér og lét meta hverslags væri. „Þá kemur upp úr krafsinu að hér er fyrsta útgáfa Matador á íslensku og því antíkbragur á þessu öllu,“ útskýrir hún og bætir við að samkvæmt matinu væri hægt að selja það á hátt í fjörutíu þúsund krónur. „Ef kassinn hefði verið utan um hefði spilið verið umtalsvert verðmætara, segja þeir,“ bætir hún við. María segir að spilinu verði komið vel fyrir á nytjamarkaðnum góða, og stefnan sé að koma upp sérstökum skáp fyrir svona dýrgripi. Aðspurð um hvort hægt verði að kaupa spilið segir hún það ekki falt og bætir við glaðlega: „Eða svona, ef það kæmi nógu gott boð í það, þá er aldrei að vita hvort við myndum selja það.“María Lind Kristjándsóttir er ein þeirra sem stendur vaktina á nytjamarkaðnum.rightDugleg að styrkjaNytjamarkaðurinn í Neskaupstað hefur verið starfræktur síðan árið 2002. „Við fáum til okkar gamalt dót úr öllum mögulegum áttum, mikið til frá heimafólki og úr fjörðunum í kring,“ segir hún. María segir nytjamarkaðinn býsna vinsælan meðal Austfirðinga og hlutina sjaldnast staldra lengi við. „Við náum stundum ekki einu sinni að taka upp úr kössunum og iðulega bíður fólk við dyrnar áður en við opnum á laugardögum,“ skýtur hún að. María segir afar gleðilegt hve nytjamarkaðurinn hefur fallið vel í kramið meðal Norðfirðinga og allra nágranna, en markaðurinn leggur sig fram við að gefa ágóðann til góðgerðarmála og nefnir hún styrki til langveikra barna og foreldra þeirra, Mæðrastyrksnefndar og Rauða krossins auk annarra. Allt starf sem viðkemur markaðnum er unnið af sjálfboðaliðum. Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Inn á borð Steinsins, nytjamarkaðar í Neskaupstað, rataði nýlega sannkallaður dýrgripur, hið sívinsæla Matador. Það sem gerir spilið merkilegt er að hér er um að ræða fyrstu útgáfu spilsins á íslensku frá árinu 1939 og því sjaldséður hvítur hrafn á ferðinni. „Við fundum það í bókakassa sem skilinn var eftir fyrir utan húsið hjá okkur,“ segir María Lind Kristjánsdóttir, ein þeirra sem sjá um markaðinn. Hún segir mikla lukku að sjálf hafi hún ekki tekið upp úr þeim kassa því þá hefði það að öllum líkindum endað í ruslinu. „Hún Elín hefur svo mikið auga fyrir svona dýrgripum og það var hún sem kom auga á spilið, sem var í nokkrum hlutum inni á milli bóka og annarra hluta,“ segir María. Hún tók spilið að sér og lét meta hverslags væri. „Þá kemur upp úr krafsinu að hér er fyrsta útgáfa Matador á íslensku og því antíkbragur á þessu öllu,“ útskýrir hún og bætir við að samkvæmt matinu væri hægt að selja það á hátt í fjörutíu þúsund krónur. „Ef kassinn hefði verið utan um hefði spilið verið umtalsvert verðmætara, segja þeir,“ bætir hún við. María segir að spilinu verði komið vel fyrir á nytjamarkaðnum góða, og stefnan sé að koma upp sérstökum skáp fyrir svona dýrgripi. Aðspurð um hvort hægt verði að kaupa spilið segir hún það ekki falt og bætir við glaðlega: „Eða svona, ef það kæmi nógu gott boð í það, þá er aldrei að vita hvort við myndum selja það.“María Lind Kristjándsóttir er ein þeirra sem stendur vaktina á nytjamarkaðnum.rightDugleg að styrkjaNytjamarkaðurinn í Neskaupstað hefur verið starfræktur síðan árið 2002. „Við fáum til okkar gamalt dót úr öllum mögulegum áttum, mikið til frá heimafólki og úr fjörðunum í kring,“ segir hún. María segir nytjamarkaðinn býsna vinsælan meðal Austfirðinga og hlutina sjaldnast staldra lengi við. „Við náum stundum ekki einu sinni að taka upp úr kössunum og iðulega bíður fólk við dyrnar áður en við opnum á laugardögum,“ skýtur hún að. María segir afar gleðilegt hve nytjamarkaðurinn hefur fallið vel í kramið meðal Norðfirðinga og allra nágranna, en markaðurinn leggur sig fram við að gefa ágóðann til góðgerðarmála og nefnir hún styrki til langveikra barna og foreldra þeirra, Mæðrastyrksnefndar og Rauða krossins auk annarra. Allt starf sem viðkemur markaðnum er unnið af sjálfboðaliðum.
Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira