Færir munaðarlausum börnum bókasafn 15. apríl 2015 11:15 Hjálpsöm Börnin eru afar áhugasöm um bókasafnið, annað en fullorðna fólkið á svæðinu. mynd/einkasafn „Mér fannst eitthvað bogið við hvernig fordómar fá að grassera. Hér er gert grín að heyrnarlausum til dæmis og margt fleira í þeim dúr,“ segir Jana Ármannsdóttir, sjálfboðaliði í Úganda. Hún hóf nýverið söfnun á fésbókarsíðunni sinni þar sem hún greindi frá að hana langaði að koma á fót bókasafni fyrir börnin. Bað hún þá fimm hundruð og átján vini sína að leggja til fimmtíu krónur og þá væri hægt að gera stórgott safn handa börnunum. Með sanni má segja að söfnunin hafi undið upp á sig, en áður en hún vissi höfðu safnast um eitt hundrað þúsund íslenskra króna á reikninginn hennar. „Ég átti engan veginn von á að þetta myndi ganga svona vel. Fólk sem ég þekki ekki neitt var duglegt að leggja söfnuninni lið.“ Raunar gekk söfnunin svo vel að til er fyrir bókunum og því sem þarf til að gera rýmið upp. Jana Ármannsdóttirmynd/einkasafn„Ég vildi koma upp safni bóka sem hafa boðskap og geta kennt börnunum umburðarlyndi, virðingu og svoleiðis, á sama tíma og þau læra ensku,“ segir Jana og bætir við að hún standi í ströngu við að koma þessu á koppinn þökk sé gjafmildum Íslendingum. Hún segir börnin afar spennt fyrir bókasafninu og reyna að hjálpa eftir bestu getu. Það verði hins vegar ekki sagt um fullorðna fólkið sem þyki hún fullfrökk. „Sumum finnst ég ekki eiga að vera að þessu og eiga að fara heim. Ég finn vissulega fyrir fordómum vegna þess að ég er hvít,“ segir hún, þó hvergi bangin og spennt fyrir að hafa áhrif til lengri tíma. Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira
„Mér fannst eitthvað bogið við hvernig fordómar fá að grassera. Hér er gert grín að heyrnarlausum til dæmis og margt fleira í þeim dúr,“ segir Jana Ármannsdóttir, sjálfboðaliði í Úganda. Hún hóf nýverið söfnun á fésbókarsíðunni sinni þar sem hún greindi frá að hana langaði að koma á fót bókasafni fyrir börnin. Bað hún þá fimm hundruð og átján vini sína að leggja til fimmtíu krónur og þá væri hægt að gera stórgott safn handa börnunum. Með sanni má segja að söfnunin hafi undið upp á sig, en áður en hún vissi höfðu safnast um eitt hundrað þúsund íslenskra króna á reikninginn hennar. „Ég átti engan veginn von á að þetta myndi ganga svona vel. Fólk sem ég þekki ekki neitt var duglegt að leggja söfnuninni lið.“ Raunar gekk söfnunin svo vel að til er fyrir bókunum og því sem þarf til að gera rýmið upp. Jana Ármannsdóttirmynd/einkasafn„Ég vildi koma upp safni bóka sem hafa boðskap og geta kennt börnunum umburðarlyndi, virðingu og svoleiðis, á sama tíma og þau læra ensku,“ segir Jana og bætir við að hún standi í ströngu við að koma þessu á koppinn þökk sé gjafmildum Íslendingum. Hún segir börnin afar spennt fyrir bókasafninu og reyna að hjálpa eftir bestu getu. Það verði hins vegar ekki sagt um fullorðna fólkið sem þyki hún fullfrökk. „Sumum finnst ég ekki eiga að vera að þessu og eiga að fara heim. Ég finn vissulega fyrir fordómum vegna þess að ég er hvít,“ segir hún, þó hvergi bangin og spennt fyrir að hafa áhrif til lengri tíma.
Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira