„Hafðu hugrekki…“ Jóhann Björnsson skrifar 10. apríl 2015 07:00 Nú á vordögum fermast rúmlega 300 ungmenni borgaralegri fermingu á vegum Siðmenntar. Aldrei hafa fleiri börn fermst borgaralega en í ár. Athafnir eru haldnar á Akureyri, í Reykjavík, Kópavogi og í fyrsta sinn í Reykjanesbæ. Fermingarbörnin sækja námskeið þar sem megináhersla er lögð á að efla og þjálfa gagnrýna og sjálfstæða hugsun og auka færni í að takast á við siðferðileg álitaefni. Eitt fermingarbarnanna var í viðtali nýverið og sagði m.a. um fermingarnámskeiðið: „Á námskeiðinu fjöllum við um ólíka siði, tölum um hvað það þýðir að vera með fordóma, ræðum gagnrýna hugsun og hvað það sé miklu betra að skoða hlutina frá ólíkum sjónarhornum. Maður á ekki bara að gleypa við öllu sem maður heyrir og les og samþykkja það án þess að hugsa frekar út í það.“ Og fermingarbarnið heldur áfram og kveðst: „…vera þeirrar skoðunar að fermingarfræðsla Siðmenntar sé mjög gagnleg fyrir alla, ekki bara unglinga heldur líka eldra fólk… Svo ræðum við hvað það sé gott fyrir mann að vera alltaf opinn fyrir nýjum hugmyndum og hugsa út fyrir rammann.“ Þessi hugsun sem ríkjandi er á fermingarnámskeiðunum og fermingarbarnið lýsti kom fram hjá þýska heimspekingnum Immanúel Kant í grein sem hann skrifaði 1784. Kant hvatti samborgara sína til þess að hugsa sjálfstætt og gagnrýnið. Hann benti jafnframt á að hvarvetna væri fólk hvatt til að hugsa hvorki né rökræða: „Fjármálaráðherrann segir: „Rökræðið ekki, heldur borgið.“ Presturinn segir: „Rökræðið ekki, heldur trúið.““ Í nútímasamfélagi er ekki síður mikilvægt að hugsa sjálfstætt og gagnrýnið en var á dögum Kants, enda dynja á okkur alls kyns skilaboð á degi hverjum sem ástæða er til að skoða gagnrýnið. Orð Kants: „Hafðu hugrekki til að nota þitt eigið hyggjuvit!“ lýsa einstaklega vel meginmarkmiði fermingarnámskeiða Siðmenntar. Ef unglingunum tekst að auka hugrekki sitt til þess að nota eigið hyggjuvit hefur mikið áunnist og þeir fengið dýrmætt veganesti út í lífið.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Nú á vordögum fermast rúmlega 300 ungmenni borgaralegri fermingu á vegum Siðmenntar. Aldrei hafa fleiri börn fermst borgaralega en í ár. Athafnir eru haldnar á Akureyri, í Reykjavík, Kópavogi og í fyrsta sinn í Reykjanesbæ. Fermingarbörnin sækja námskeið þar sem megináhersla er lögð á að efla og þjálfa gagnrýna og sjálfstæða hugsun og auka færni í að takast á við siðferðileg álitaefni. Eitt fermingarbarnanna var í viðtali nýverið og sagði m.a. um fermingarnámskeiðið: „Á námskeiðinu fjöllum við um ólíka siði, tölum um hvað það þýðir að vera með fordóma, ræðum gagnrýna hugsun og hvað það sé miklu betra að skoða hlutina frá ólíkum sjónarhornum. Maður á ekki bara að gleypa við öllu sem maður heyrir og les og samþykkja það án þess að hugsa frekar út í það.“ Og fermingarbarnið heldur áfram og kveðst: „…vera þeirrar skoðunar að fermingarfræðsla Siðmenntar sé mjög gagnleg fyrir alla, ekki bara unglinga heldur líka eldra fólk… Svo ræðum við hvað það sé gott fyrir mann að vera alltaf opinn fyrir nýjum hugmyndum og hugsa út fyrir rammann.“ Þessi hugsun sem ríkjandi er á fermingarnámskeiðunum og fermingarbarnið lýsti kom fram hjá þýska heimspekingnum Immanúel Kant í grein sem hann skrifaði 1784. Kant hvatti samborgara sína til þess að hugsa sjálfstætt og gagnrýnið. Hann benti jafnframt á að hvarvetna væri fólk hvatt til að hugsa hvorki né rökræða: „Fjármálaráðherrann segir: „Rökræðið ekki, heldur borgið.“ Presturinn segir: „Rökræðið ekki, heldur trúið.““ Í nútímasamfélagi er ekki síður mikilvægt að hugsa sjálfstætt og gagnrýnið en var á dögum Kants, enda dynja á okkur alls kyns skilaboð á degi hverjum sem ástæða er til að skoða gagnrýnið. Orð Kants: „Hafðu hugrekki til að nota þitt eigið hyggjuvit!“ lýsa einstaklega vel meginmarkmiði fermingarnámskeiða Siðmenntar. Ef unglingunum tekst að auka hugrekki sitt til þess að nota eigið hyggjuvit hefur mikið áunnist og þeir fengið dýrmætt veganesti út í lífið.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar