Ekkert lið hefur lifað af risaskell í fyrsta leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. apríl 2015 06:30 Alex Francis, bandaríski miðherjinn hjá Haukum, skoraði 22,8 stig að meðlatali í Keflavíkurseríunnni en Stólarnir héldu honum í aðeins sjö stigum í fyrsta leik. Vísir/Valli Annar leikur undanúrslitaeinvígis Tindastóls og Hauka fer fram í kvöld í Schenker-höllinni á Ásvöllum en staðan er 1-0 fyrir Tindastól eftir 30 stiga sigur í fyrsta leiknum í Síkinu. Stólarnir þurfa tvo sigra til viðbótar til að tryggja sér sæti í lokaúrslitunum í fyrsta sinn í fjórtán ár en Haukar verða hins vegar að endurskrifa sögu úrslitakeppninnar ætli þeir sér alla leið í úrslitin í fyrsta sinn frá 1993. Sextán lið hafa tapað með 30 stigum eða meira í fyrsta leik í einvígi í þriggja áratuga sögu úrslitakeppni karla og engu þeirra hefur tekist að komast áfram. Það eru aðeins fjögur lið úr þessum hópi sem hefur tekist að vinna leik tvö eftir slíkan skell og aðeins eitt af þessum sextán liðum komst alla leið í oddaleik. Það var í lokaúrslitunum 1991 þegar Njarðvík vann fyrsta leikinn á móti Keflavík með 3 stigum, Keflvíkingar komust síðan í 2-1 áður en Njarðvík tryggði sér titilinn með því að vinna tvo síðustu leikina. Haukarnir sjálfir hafa lent fjórum sinnum áður í þessari stöðu og eiga enn eftir að vinna leik í seríu eftir slíkt tap í leik eitt. Haukunum var sópað út úr undanúrslitunum 1986 (Njarðvík), í lokaúrslitunum 1993 (Keflavík) og út úr átta liða úrslitunum 1999 (Keflavík) og 2004 (Njarðvík) eftir að hafa tapað fyrsta leiknum með meira en 30 stiga mun. Haukar hafa þegar komist í fámennan hóp í þessari úrslitakeppni með því að verða aðeins annað félagið frá upphafi sem kemur til baka eftir að hafa lent 2-0 undir en það gerðu Haukarnir í átta liða úrslitunum á móti Keflavík. Nú er að sjá hvort Hafnarfjarðarliðið lifi fyrst liða af risaskell í fyrsta leik. Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, talaði um það að hann hefði líklega smitað leikmenn sína af flensunni í aðdraganda leiksins en þjálfarinn gat lítið verið með liðinu í undirbúningi fyrir leik eitt. Hvort það er ástæðan fyrir þessu stóra tapi á þriðjudagskvöldið eða hreinlega styrkleiki Stólanna kemur betur í ljós í leik tvö í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3 og hefst útsendingin klukkan 19.00. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Tindastóll - Haukar 94-64 | Haukar sukku í Síkinu Tindastóll byrjaði undanúrslitin í Dominos-deild karla með látum í kvöld er liðið vann afar sannfærandi sigur á Haukum í Síkinu. 7. apríl 2015 15:41 Bonneau: Skotið sem alla unga drengi dreymir um Stefan Bonneau var hetja Njarðvíkur gegn KR í kvöld og tryggði sínum mönnum eins stigs sigur með frábærri þriggja stiga körfu. 9. apríl 2015 21:15 Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - KR 85-84 | Tröllaþristur Bonneau tryggði Njarðvík sigur Stefan Bonneau skoraði þriggja stiga körfu á lokasekúndunni og tryggði Njarðvík eins stigs sigur. 9. apríl 2015 14:26 Hvergi eins flott umgjörð á landinu og hérna Helgi Freyr Margeirsson er einn af reynsluköppunum í liði Tindastóls og hann vill nýta tækifærið og fara alla leið með Stólunum í ár. 8. apríl 2015 22:30 Sigur Stólanna á Haukum sá stærsti í níu ár Fara þarf aftur til ársins 2006 til að finna stærri sigur í fyrsta leik í undanúrslitum úrvalsdeildar karla. 9. apríl 2015 07:30 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Fleiri fréttir Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Sjá meira
Annar leikur undanúrslitaeinvígis Tindastóls og Hauka fer fram í kvöld í Schenker-höllinni á Ásvöllum en staðan er 1-0 fyrir Tindastól eftir 30 stiga sigur í fyrsta leiknum í Síkinu. Stólarnir þurfa tvo sigra til viðbótar til að tryggja sér sæti í lokaúrslitunum í fyrsta sinn í fjórtán ár en Haukar verða hins vegar að endurskrifa sögu úrslitakeppninnar ætli þeir sér alla leið í úrslitin í fyrsta sinn frá 1993. Sextán lið hafa tapað með 30 stigum eða meira í fyrsta leik í einvígi í þriggja áratuga sögu úrslitakeppni karla og engu þeirra hefur tekist að komast áfram. Það eru aðeins fjögur lið úr þessum hópi sem hefur tekist að vinna leik tvö eftir slíkan skell og aðeins eitt af þessum sextán liðum komst alla leið í oddaleik. Það var í lokaúrslitunum 1991 þegar Njarðvík vann fyrsta leikinn á móti Keflavík með 3 stigum, Keflvíkingar komust síðan í 2-1 áður en Njarðvík tryggði sér titilinn með því að vinna tvo síðustu leikina. Haukarnir sjálfir hafa lent fjórum sinnum áður í þessari stöðu og eiga enn eftir að vinna leik í seríu eftir slíkt tap í leik eitt. Haukunum var sópað út úr undanúrslitunum 1986 (Njarðvík), í lokaúrslitunum 1993 (Keflavík) og út úr átta liða úrslitunum 1999 (Keflavík) og 2004 (Njarðvík) eftir að hafa tapað fyrsta leiknum með meira en 30 stiga mun. Haukar hafa þegar komist í fámennan hóp í þessari úrslitakeppni með því að verða aðeins annað félagið frá upphafi sem kemur til baka eftir að hafa lent 2-0 undir en það gerðu Haukarnir í átta liða úrslitunum á móti Keflavík. Nú er að sjá hvort Hafnarfjarðarliðið lifi fyrst liða af risaskell í fyrsta leik. Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, talaði um það að hann hefði líklega smitað leikmenn sína af flensunni í aðdraganda leiksins en þjálfarinn gat lítið verið með liðinu í undirbúningi fyrir leik eitt. Hvort það er ástæðan fyrir þessu stóra tapi á þriðjudagskvöldið eða hreinlega styrkleiki Stólanna kemur betur í ljós í leik tvö í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3 og hefst útsendingin klukkan 19.00.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Tindastóll - Haukar 94-64 | Haukar sukku í Síkinu Tindastóll byrjaði undanúrslitin í Dominos-deild karla með látum í kvöld er liðið vann afar sannfærandi sigur á Haukum í Síkinu. 7. apríl 2015 15:41 Bonneau: Skotið sem alla unga drengi dreymir um Stefan Bonneau var hetja Njarðvíkur gegn KR í kvöld og tryggði sínum mönnum eins stigs sigur með frábærri þriggja stiga körfu. 9. apríl 2015 21:15 Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - KR 85-84 | Tröllaþristur Bonneau tryggði Njarðvík sigur Stefan Bonneau skoraði þriggja stiga körfu á lokasekúndunni og tryggði Njarðvík eins stigs sigur. 9. apríl 2015 14:26 Hvergi eins flott umgjörð á landinu og hérna Helgi Freyr Margeirsson er einn af reynsluköppunum í liði Tindastóls og hann vill nýta tækifærið og fara alla leið með Stólunum í ár. 8. apríl 2015 22:30 Sigur Stólanna á Haukum sá stærsti í níu ár Fara þarf aftur til ársins 2006 til að finna stærri sigur í fyrsta leik í undanúrslitum úrvalsdeildar karla. 9. apríl 2015 07:30 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Fleiri fréttir Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Tindastóll - Haukar 94-64 | Haukar sukku í Síkinu Tindastóll byrjaði undanúrslitin í Dominos-deild karla með látum í kvöld er liðið vann afar sannfærandi sigur á Haukum í Síkinu. 7. apríl 2015 15:41
Bonneau: Skotið sem alla unga drengi dreymir um Stefan Bonneau var hetja Njarðvíkur gegn KR í kvöld og tryggði sínum mönnum eins stigs sigur með frábærri þriggja stiga körfu. 9. apríl 2015 21:15
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - KR 85-84 | Tröllaþristur Bonneau tryggði Njarðvík sigur Stefan Bonneau skoraði þriggja stiga körfu á lokasekúndunni og tryggði Njarðvík eins stigs sigur. 9. apríl 2015 14:26
Hvergi eins flott umgjörð á landinu og hérna Helgi Freyr Margeirsson er einn af reynsluköppunum í liði Tindastóls og hann vill nýta tækifærið og fara alla leið með Stólunum í ár. 8. apríl 2015 22:30
Sigur Stólanna á Haukum sá stærsti í níu ár Fara þarf aftur til ársins 2006 til að finna stærri sigur í fyrsta leik í undanúrslitum úrvalsdeildar karla. 9. apríl 2015 07:30