Fimmtán ára rútína hjá Loga á leikdegi Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. apríl 2015 08:00 Logi Gunnarsson spilaði frábærlega til að byrja með á móti KR í fyrsta leiknum en lenti snemma í villuvandræðum. Vísir/Stefán „Við erum bara brattir,“ segir Logi Gunnarsson, leikmaður Njarðvíkur, við Fréttablaðið, aðspurður hvernig andinn sé í herbúðum Njarðvíkinga eftir skellinn sem liðið fékk í fyrsta leiknum gegn Íslands- og deildarmeisturum KR í undanúrslitum Domino's-deildar karla í körfubolta. Annar leikur liðanna fer fram í Ljónagryfjunni í kvöld. „Við förum bara á æfingar á milli þessara leikja og reynum að fínpússa þá hluti sem miður fóru. Við reynum að breyta einhverju hjá okkur en stressum okkur ekkert yfir því hversu slakir við vorum í sóknarleiknum,“ segir Logi.Verðum að halda áfram Njarðvíkingar töpuðu fyrsta leiknum með 17 stigum og skoruðu aðeins 32 stig í þremur síðustu leikhlutunum eftir að skora 28 í þeim fyrsta og vera ellefu stigum yfir, 33-22, í byrjun annars leikhluta. „Þetta hrundi allt hjá okkur,“ segir Logi. „Mér fannst við verða ragir þegar þeir komu með þetta áhlaup og jöfnuðu leikinn. Þeir sýndu meiri grimmd í varnarleiknum og við vorum ekki eins ákveðnir og þegar við komumst í þessa góðu forystu.“ Logi byrjaði leikinn frábærlega og skoraði 17 stig á fyrstu tólf mínútunum áður en hann þurfti frá að hverfa úr fyrri hálfleikinn eftir að fá sína þriðju villu. „Það hafði auðvitað sitt að segja. Við náðum bara aldrei taktinum aftur og vorum fljótlega komnir út úr því sem við ætluðum að gera. Þetta gerðist hjá KR líka í byrjun leiks en þeir héldu áfram og það verðum við að gera líka,“ segir Logi sem hefur ekki áhyggjur af Njarðvík þó liðið hafi spilað illa í einum leik í úrslitakeppninni. „Ég held að ef við spilum eins og á móti Stjörnunni í átta liða úrslitum verði þetta allt í lagi. Þó það komi vondar sóknir inn á milli megum við ekki hætta að gera það sem við ætlum að gera. Nú höfum við átt einn slakan leik af sex í úrslitakeppninni en það kostaði þó ekki meira en það.“ Logi segir engan ótta í Njarðvíkurliðinu þrátt fyrir stórtapið í DHL-höllinni: „Alls ekki. Menn töluðu um það inni í klefa eftir leikinn í Vesturbænum að þeir gætu ekki beðið eftir næsta leik,“ segir Logi sem telur KR er ekki ósigrandi. „KR er flott lið og við berum virðingu fyrir því. En það eru mörg önnur góð lið í deildinni og ég tel okkur vera eitt af þeim. KR hefur tapað í vetur og það sýndi að það er hægt að vinna það. Við þurfum bara að spila eins og við gerðum í byrjun leiks og halda út,“ segir Logi Gunnarsson. Stemningin í kringum Njarðvíkurliðið hefur verið góð í úrslitakeppninni og í raun allt tímabilið. Stuðningsmenn þess fylltu Ásgarð tvívegis og fylltu sitt svæði í DHL-höllinni löngu fyrir leik. „Þetta var líka svona í fyrra þegar við vorum einum leik frá því að komast í lokaúrslitin. Það var uppselt á leik í deildinni gegn Keflavík í ár og í fyrra. Við eigum stuðningsfólk sem mætir þó við spilum einn lélegan leik. Við erum mjög heppnir með stuðningsmenn. Ég býst fastlega við því að það verði fullt á móti KR og það þurfi að vísa fólki frá eins og gegn Stjörnunni,“ segir Logi. Á löngum ferli hefur Logi komið sér upp rútínu á leikdegi sem hann víkur ekki frá. „Ég vandist því að fara á morgunæfingar og skjóta þegar ég var í atvinnumennsku og ég hef haldið því áfram hérna heima. Eftir það er svo bara hádegismatur og hvíld. Ég set 160 körfur á leikdegi af ákveðnum mörgum stöðum á vellinum. Þetta hef ég gert í fimmtán ár og er því ekkert að fara að hætta því,“ segir Logi Gunnarsson. Dominos-deild karla Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Sjá meira
„Við erum bara brattir,“ segir Logi Gunnarsson, leikmaður Njarðvíkur, við Fréttablaðið, aðspurður hvernig andinn sé í herbúðum Njarðvíkinga eftir skellinn sem liðið fékk í fyrsta leiknum gegn Íslands- og deildarmeisturum KR í undanúrslitum Domino's-deildar karla í körfubolta. Annar leikur liðanna fer fram í Ljónagryfjunni í kvöld. „Við förum bara á æfingar á milli þessara leikja og reynum að fínpússa þá hluti sem miður fóru. Við reynum að breyta einhverju hjá okkur en stressum okkur ekkert yfir því hversu slakir við vorum í sóknarleiknum,“ segir Logi.Verðum að halda áfram Njarðvíkingar töpuðu fyrsta leiknum með 17 stigum og skoruðu aðeins 32 stig í þremur síðustu leikhlutunum eftir að skora 28 í þeim fyrsta og vera ellefu stigum yfir, 33-22, í byrjun annars leikhluta. „Þetta hrundi allt hjá okkur,“ segir Logi. „Mér fannst við verða ragir þegar þeir komu með þetta áhlaup og jöfnuðu leikinn. Þeir sýndu meiri grimmd í varnarleiknum og við vorum ekki eins ákveðnir og þegar við komumst í þessa góðu forystu.“ Logi byrjaði leikinn frábærlega og skoraði 17 stig á fyrstu tólf mínútunum áður en hann þurfti frá að hverfa úr fyrri hálfleikinn eftir að fá sína þriðju villu. „Það hafði auðvitað sitt að segja. Við náðum bara aldrei taktinum aftur og vorum fljótlega komnir út úr því sem við ætluðum að gera. Þetta gerðist hjá KR líka í byrjun leiks en þeir héldu áfram og það verðum við að gera líka,“ segir Logi sem hefur ekki áhyggjur af Njarðvík þó liðið hafi spilað illa í einum leik í úrslitakeppninni. „Ég held að ef við spilum eins og á móti Stjörnunni í átta liða úrslitum verði þetta allt í lagi. Þó það komi vondar sóknir inn á milli megum við ekki hætta að gera það sem við ætlum að gera. Nú höfum við átt einn slakan leik af sex í úrslitakeppninni en það kostaði þó ekki meira en það.“ Logi segir engan ótta í Njarðvíkurliðinu þrátt fyrir stórtapið í DHL-höllinni: „Alls ekki. Menn töluðu um það inni í klefa eftir leikinn í Vesturbænum að þeir gætu ekki beðið eftir næsta leik,“ segir Logi sem telur KR er ekki ósigrandi. „KR er flott lið og við berum virðingu fyrir því. En það eru mörg önnur góð lið í deildinni og ég tel okkur vera eitt af þeim. KR hefur tapað í vetur og það sýndi að það er hægt að vinna það. Við þurfum bara að spila eins og við gerðum í byrjun leiks og halda út,“ segir Logi Gunnarsson. Stemningin í kringum Njarðvíkurliðið hefur verið góð í úrslitakeppninni og í raun allt tímabilið. Stuðningsmenn þess fylltu Ásgarð tvívegis og fylltu sitt svæði í DHL-höllinni löngu fyrir leik. „Þetta var líka svona í fyrra þegar við vorum einum leik frá því að komast í lokaúrslitin. Það var uppselt á leik í deildinni gegn Keflavík í ár og í fyrra. Við eigum stuðningsfólk sem mætir þó við spilum einn lélegan leik. Við erum mjög heppnir með stuðningsmenn. Ég býst fastlega við því að það verði fullt á móti KR og það þurfi að vísa fólki frá eins og gegn Stjörnunni,“ segir Logi. Á löngum ferli hefur Logi komið sér upp rútínu á leikdegi sem hann víkur ekki frá. „Ég vandist því að fara á morgunæfingar og skjóta þegar ég var í atvinnumennsku og ég hef haldið því áfram hérna heima. Eftir það er svo bara hádegismatur og hvíld. Ég set 160 körfur á leikdegi af ákveðnum mörgum stöðum á vellinum. Þetta hef ég gert í fimmtán ár og er því ekkert að fara að hætta því,“ segir Logi Gunnarsson.
Dominos-deild karla Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Sjá meira