Fimmtán ára rútína hjá Loga á leikdegi Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. apríl 2015 08:00 Logi Gunnarsson spilaði frábærlega til að byrja með á móti KR í fyrsta leiknum en lenti snemma í villuvandræðum. Vísir/Stefán „Við erum bara brattir,“ segir Logi Gunnarsson, leikmaður Njarðvíkur, við Fréttablaðið, aðspurður hvernig andinn sé í herbúðum Njarðvíkinga eftir skellinn sem liðið fékk í fyrsta leiknum gegn Íslands- og deildarmeisturum KR í undanúrslitum Domino's-deildar karla í körfubolta. Annar leikur liðanna fer fram í Ljónagryfjunni í kvöld. „Við förum bara á æfingar á milli þessara leikja og reynum að fínpússa þá hluti sem miður fóru. Við reynum að breyta einhverju hjá okkur en stressum okkur ekkert yfir því hversu slakir við vorum í sóknarleiknum,“ segir Logi.Verðum að halda áfram Njarðvíkingar töpuðu fyrsta leiknum með 17 stigum og skoruðu aðeins 32 stig í þremur síðustu leikhlutunum eftir að skora 28 í þeim fyrsta og vera ellefu stigum yfir, 33-22, í byrjun annars leikhluta. „Þetta hrundi allt hjá okkur,“ segir Logi. „Mér fannst við verða ragir þegar þeir komu með þetta áhlaup og jöfnuðu leikinn. Þeir sýndu meiri grimmd í varnarleiknum og við vorum ekki eins ákveðnir og þegar við komumst í þessa góðu forystu.“ Logi byrjaði leikinn frábærlega og skoraði 17 stig á fyrstu tólf mínútunum áður en hann þurfti frá að hverfa úr fyrri hálfleikinn eftir að fá sína þriðju villu. „Það hafði auðvitað sitt að segja. Við náðum bara aldrei taktinum aftur og vorum fljótlega komnir út úr því sem við ætluðum að gera. Þetta gerðist hjá KR líka í byrjun leiks en þeir héldu áfram og það verðum við að gera líka,“ segir Logi sem hefur ekki áhyggjur af Njarðvík þó liðið hafi spilað illa í einum leik í úrslitakeppninni. „Ég held að ef við spilum eins og á móti Stjörnunni í átta liða úrslitum verði þetta allt í lagi. Þó það komi vondar sóknir inn á milli megum við ekki hætta að gera það sem við ætlum að gera. Nú höfum við átt einn slakan leik af sex í úrslitakeppninni en það kostaði þó ekki meira en það.“ Logi segir engan ótta í Njarðvíkurliðinu þrátt fyrir stórtapið í DHL-höllinni: „Alls ekki. Menn töluðu um það inni í klefa eftir leikinn í Vesturbænum að þeir gætu ekki beðið eftir næsta leik,“ segir Logi sem telur KR er ekki ósigrandi. „KR er flott lið og við berum virðingu fyrir því. En það eru mörg önnur góð lið í deildinni og ég tel okkur vera eitt af þeim. KR hefur tapað í vetur og það sýndi að það er hægt að vinna það. Við þurfum bara að spila eins og við gerðum í byrjun leiks og halda út,“ segir Logi Gunnarsson. Stemningin í kringum Njarðvíkurliðið hefur verið góð í úrslitakeppninni og í raun allt tímabilið. Stuðningsmenn þess fylltu Ásgarð tvívegis og fylltu sitt svæði í DHL-höllinni löngu fyrir leik. „Þetta var líka svona í fyrra þegar við vorum einum leik frá því að komast í lokaúrslitin. Það var uppselt á leik í deildinni gegn Keflavík í ár og í fyrra. Við eigum stuðningsfólk sem mætir þó við spilum einn lélegan leik. Við erum mjög heppnir með stuðningsmenn. Ég býst fastlega við því að það verði fullt á móti KR og það þurfi að vísa fólki frá eins og gegn Stjörnunni,“ segir Logi. Á löngum ferli hefur Logi komið sér upp rútínu á leikdegi sem hann víkur ekki frá. „Ég vandist því að fara á morgunæfingar og skjóta þegar ég var í atvinnumennsku og ég hef haldið því áfram hérna heima. Eftir það er svo bara hádegismatur og hvíld. Ég set 160 körfur á leikdegi af ákveðnum mörgum stöðum á vellinum. Þetta hef ég gert í fimmtán ár og er því ekkert að fara að hætta því,“ segir Logi Gunnarsson. Dominos-deild karla Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Spilaði dauðadrukkinn í átta leikjum Sport Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Sjá meira
„Við erum bara brattir,“ segir Logi Gunnarsson, leikmaður Njarðvíkur, við Fréttablaðið, aðspurður hvernig andinn sé í herbúðum Njarðvíkinga eftir skellinn sem liðið fékk í fyrsta leiknum gegn Íslands- og deildarmeisturum KR í undanúrslitum Domino's-deildar karla í körfubolta. Annar leikur liðanna fer fram í Ljónagryfjunni í kvöld. „Við förum bara á æfingar á milli þessara leikja og reynum að fínpússa þá hluti sem miður fóru. Við reynum að breyta einhverju hjá okkur en stressum okkur ekkert yfir því hversu slakir við vorum í sóknarleiknum,“ segir Logi.Verðum að halda áfram Njarðvíkingar töpuðu fyrsta leiknum með 17 stigum og skoruðu aðeins 32 stig í þremur síðustu leikhlutunum eftir að skora 28 í þeim fyrsta og vera ellefu stigum yfir, 33-22, í byrjun annars leikhluta. „Þetta hrundi allt hjá okkur,“ segir Logi. „Mér fannst við verða ragir þegar þeir komu með þetta áhlaup og jöfnuðu leikinn. Þeir sýndu meiri grimmd í varnarleiknum og við vorum ekki eins ákveðnir og þegar við komumst í þessa góðu forystu.“ Logi byrjaði leikinn frábærlega og skoraði 17 stig á fyrstu tólf mínútunum áður en hann þurfti frá að hverfa úr fyrri hálfleikinn eftir að fá sína þriðju villu. „Það hafði auðvitað sitt að segja. Við náðum bara aldrei taktinum aftur og vorum fljótlega komnir út úr því sem við ætluðum að gera. Þetta gerðist hjá KR líka í byrjun leiks en þeir héldu áfram og það verðum við að gera líka,“ segir Logi sem hefur ekki áhyggjur af Njarðvík þó liðið hafi spilað illa í einum leik í úrslitakeppninni. „Ég held að ef við spilum eins og á móti Stjörnunni í átta liða úrslitum verði þetta allt í lagi. Þó það komi vondar sóknir inn á milli megum við ekki hætta að gera það sem við ætlum að gera. Nú höfum við átt einn slakan leik af sex í úrslitakeppninni en það kostaði þó ekki meira en það.“ Logi segir engan ótta í Njarðvíkurliðinu þrátt fyrir stórtapið í DHL-höllinni: „Alls ekki. Menn töluðu um það inni í klefa eftir leikinn í Vesturbænum að þeir gætu ekki beðið eftir næsta leik,“ segir Logi sem telur KR er ekki ósigrandi. „KR er flott lið og við berum virðingu fyrir því. En það eru mörg önnur góð lið í deildinni og ég tel okkur vera eitt af þeim. KR hefur tapað í vetur og það sýndi að það er hægt að vinna það. Við þurfum bara að spila eins og við gerðum í byrjun leiks og halda út,“ segir Logi Gunnarsson. Stemningin í kringum Njarðvíkurliðið hefur verið góð í úrslitakeppninni og í raun allt tímabilið. Stuðningsmenn þess fylltu Ásgarð tvívegis og fylltu sitt svæði í DHL-höllinni löngu fyrir leik. „Þetta var líka svona í fyrra þegar við vorum einum leik frá því að komast í lokaúrslitin. Það var uppselt á leik í deildinni gegn Keflavík í ár og í fyrra. Við eigum stuðningsfólk sem mætir þó við spilum einn lélegan leik. Við erum mjög heppnir með stuðningsmenn. Ég býst fastlega við því að það verði fullt á móti KR og það þurfi að vísa fólki frá eins og gegn Stjörnunni,“ segir Logi. Á löngum ferli hefur Logi komið sér upp rútínu á leikdegi sem hann víkur ekki frá. „Ég vandist því að fara á morgunæfingar og skjóta þegar ég var í atvinnumennsku og ég hef haldið því áfram hérna heima. Eftir það er svo bara hádegismatur og hvíld. Ég set 160 körfur á leikdegi af ákveðnum mörgum stöðum á vellinum. Þetta hef ég gert í fimmtán ár og er því ekkert að fara að hætta því,“ segir Logi Gunnarsson.
Dominos-deild karla Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Spilaði dauðadrukkinn í átta leikjum Sport Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Sjá meira