Hagnaður fasteignafélagsins Eikar á síðasta ári nam 1.336 milljónum króna. Það er um 110 milljónum meiri hagnaður en árið áður. Rekstrartekjurnar næstum tvöfölduðust, fóru úr 2.029 milljónum króna í 3.961 milljón króna. Ástæðan er sú að Eik sameinaðist Landfestum og keypti einnig EF1.
Eignasafn Landfesta ehf. er alls um 98 þúsund fermetrar og samanstendur af 35 eignum. Eignasafn EF1 hf. er alls um 60 þúsund fermetrar og meðal eigna félagsins eru Smáratorg 1 og Turninn að Smáratorgi 3 í Kópavogi, auk verslunarmiðstöðvarinnar Glerártorgs og fasteigna við Dalsbraut 1 á Akureyri.
Við þessi viðskipti með EF1 og Landfestar fóru eignir Eikar úr 24,6 milljörðum króna í 62,3 milljarða króna. Skuldirnar þrefölduðust einnig, fóru úr 16,3 milljörðum í 46,7 milljarða.
Í ársreikningi Eikar kemur fram að stjórn félagsins leggur til að greiddur verði 580 milljóna króna arður til hluthafa á árinu 2015 en ekki var greiddur arður á síðasta ári.
Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri félagsins, sagði í samtali við Markaðinn á dögunum að nú væri lögð áhersla á arðsemi og þjónustu við hluthafa, fremur en frekari stækkun. „Stjórn hefur sett sér arðgreiðslustefnu um að greiða árlega út arð sem nemur 35% af handbæru fé frá rekstri,“ sagði Garðar.
Eins og fram hefur komið er stefnt að hlutafjárútboði Eikar nú í apríl og að í framhaldinu verði félagið skráð í Kauphöll. Tveir stærstu núverandi eigendur í félaginu eru Arion banki með liðlega 14 prósenta hlut og Lífeyrissjóður verslunarmanna með 10,5 prósenta hlut. Í útboðinu mun Arion selja hlut sinn.
Hagnaður Eikar jókst um 110 milljónir
Jón Hákon Halldórsson skrifar

Mest lesið

Í öðrum erindagjörðum í Króatíu en að sóla sig með frúnni
Viðskipti innlent


Viðskiptataflið snúist við milli ESB og Rússa
Viðskipti erlent

Leggja til að leggja niður „aggressíva“ auglýsingadeild RÚV
Viðskipti innlent

Erfiðast að hafa ekki getað sagt bless við fólkið hjá Festi
Viðskipti innlent

Mikill munur á hækkun fasteignamats milli hverfa
Viðskipti innlent

Segir Play með yngsta flugflota í Evrópu með nýjustu þotunni
Viðskipti innlent

Starfsmaður Amazon Ring njósnaði um konur með dyrabjöllumyndavél
Viðskipti erlent

Tæpur milljarður í áburðarverksmiðju í Ölfusi
Viðskipti innlent

Ragnhildur Steinunn nýr eigandi tveggja húsgagnaverslana
Viðskipti innlent