Græddum mikið á því að falla Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. apríl 2015 06:00 Helgi Rafn Viggósson er í lykilhlutverki í liði Tindastóls sem mætir Haukum í kvöld. fréttablaðið/valli Tindastóll mætir aftur til leiks í úrslitakeppni Domino‘s-deildar karla eftir ellefu daga hvíld en liðið tekur á móti Haukum í fyrsta leik liðanna í undanúrslitarimmu þeirra í Síkinu, íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2010 að Stólarnir komast í undanúrslitin en eru til alls líklegir nú miðað við gengi nýliðanna í vetur. „Þetta verður fróðlegt einvígi og ég tel að Haukarnir henti okkur ágætlega. En þeir eru með sterkt lið og það hefði engu máli skipt hvaða lið við hefðum fengið í undanúrslitunum. Taflan sýnir að þangað eru fjögur bestu lið landsins komin. Aðalmálið er að við mætum klárir í slaginn og með hausinn í lagi,“ segir Helgi Rafn Viggósson, fyrirliði Tindastóls, við Fréttablaðið. Haukar þurftu að hafa mikið fyrir því að komast í undanúrslitin en liðið vann Keflavík í hörkurimmu sem taldi fimm leiki. Haukar eru annað lið frá upphafi sem vinnur fimm leikja rimmu eftir að hafa lent 2-0 undir.Góður hópur varð betri Bæði lið eru með marga unga og spennandi leikmenn en Tindastóll hefur einnig notið góðs af því að vera með öflugan hóp eldri og reyndari leikmanna auk þess sem þjálfarinn Israel Martin hefur komið inn í félagið á sínu fyrsta tímabili. Darrell Lewis og Bandaríkjamaðurinn Myron Dempsey bættust við hópinn auk þess sem Svavar Atli Birgisson tók fram skóna á ný. Að öðru leyti er hópurinn sá sami og vann 1. deildina í fyrra með miklum yfirburðum. „Þessir ungu strákar sem eru að spila stórt hlutverk núna fengu heilmikla reynslu af því að spila í 1. deildinni í fyrra og því erum við að græða á því nú að hafa fallið um deild,“ segir Helgi Rafn, sem hefur ekki áhyggjur af reynsluleysi þeirra af úrslitakeppninni í efstu deild. „Þeir stóðu vaktina vel í rimmunni gegn Þór Þorlákshöfn [í 8-liða úrslitum] og ég held að þeir séu klárir. Þeir hlusta mikið á þjálfarann og okkur eldri leikmennina og eiga að vita út í hvað þeir eru að fara,“ segir fyrirliðinn.Pabbi á myndavélinni Helgi Rafn segir að það sé mikil stemning fyrir gengi liðsins á Sauðárkróki og allir vilji tala um körfubolta. „Nú viljum við fylla Síkið og því hvet ég alla til að mæta, bæði bæjarbúa og nærsveitunga. Við erum með nóg pláss fyrir alla sem vilja koma,“ segir hann í léttum dúr. Hann segir að allir í kringum félagið eigi hrós skilið fyrir óeigingjarnt starf – margir leggi hönd á plóg. „Það er alltaf öllu reddað og menn ávallt tilbúnir að hjálpa til. Það gerir þetta mjög skemmtilegt,“ segir Helgi Rafn, en karl faðir hans leggur sitt af mörkum fyrir Tindastóll TV, vefsjónvarp liðsins. „Við tökum tækin með á alla útileiki og karlinn er svo á myndavélinni alla leiki, bæði heima og úti. Við bíðum svo spenntir eftir því að fá sjónvarpsvélarnar hingað norður og fá að sýna körfuboltaáhugamönnum landsins hvernig það er að spila í Síkinu. Það er orðið tímabært.“ Dominos-deild karla Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Sjá meira
Tindastóll mætir aftur til leiks í úrslitakeppni Domino‘s-deildar karla eftir ellefu daga hvíld en liðið tekur á móti Haukum í fyrsta leik liðanna í undanúrslitarimmu þeirra í Síkinu, íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2010 að Stólarnir komast í undanúrslitin en eru til alls líklegir nú miðað við gengi nýliðanna í vetur. „Þetta verður fróðlegt einvígi og ég tel að Haukarnir henti okkur ágætlega. En þeir eru með sterkt lið og það hefði engu máli skipt hvaða lið við hefðum fengið í undanúrslitunum. Taflan sýnir að þangað eru fjögur bestu lið landsins komin. Aðalmálið er að við mætum klárir í slaginn og með hausinn í lagi,“ segir Helgi Rafn Viggósson, fyrirliði Tindastóls, við Fréttablaðið. Haukar þurftu að hafa mikið fyrir því að komast í undanúrslitin en liðið vann Keflavík í hörkurimmu sem taldi fimm leiki. Haukar eru annað lið frá upphafi sem vinnur fimm leikja rimmu eftir að hafa lent 2-0 undir.Góður hópur varð betri Bæði lið eru með marga unga og spennandi leikmenn en Tindastóll hefur einnig notið góðs af því að vera með öflugan hóp eldri og reyndari leikmanna auk þess sem þjálfarinn Israel Martin hefur komið inn í félagið á sínu fyrsta tímabili. Darrell Lewis og Bandaríkjamaðurinn Myron Dempsey bættust við hópinn auk þess sem Svavar Atli Birgisson tók fram skóna á ný. Að öðru leyti er hópurinn sá sami og vann 1. deildina í fyrra með miklum yfirburðum. „Þessir ungu strákar sem eru að spila stórt hlutverk núna fengu heilmikla reynslu af því að spila í 1. deildinni í fyrra og því erum við að græða á því nú að hafa fallið um deild,“ segir Helgi Rafn, sem hefur ekki áhyggjur af reynsluleysi þeirra af úrslitakeppninni í efstu deild. „Þeir stóðu vaktina vel í rimmunni gegn Þór Þorlákshöfn [í 8-liða úrslitum] og ég held að þeir séu klárir. Þeir hlusta mikið á þjálfarann og okkur eldri leikmennina og eiga að vita út í hvað þeir eru að fara,“ segir fyrirliðinn.Pabbi á myndavélinni Helgi Rafn segir að það sé mikil stemning fyrir gengi liðsins á Sauðárkróki og allir vilji tala um körfubolta. „Nú viljum við fylla Síkið og því hvet ég alla til að mæta, bæði bæjarbúa og nærsveitunga. Við erum með nóg pláss fyrir alla sem vilja koma,“ segir hann í léttum dúr. Hann segir að allir í kringum félagið eigi hrós skilið fyrir óeigingjarnt starf – margir leggi hönd á plóg. „Það er alltaf öllu reddað og menn ávallt tilbúnir að hjálpa til. Það gerir þetta mjög skemmtilegt,“ segir Helgi Rafn, en karl faðir hans leggur sitt af mörkum fyrir Tindastóll TV, vefsjónvarp liðsins. „Við tökum tækin með á alla útileiki og karlinn er svo á myndavélinni alla leiki, bæði heima og úti. Við bíðum svo spenntir eftir því að fá sjónvarpsvélarnar hingað norður og fá að sýna körfuboltaáhugamönnum landsins hvernig það er að spila í Síkinu. Það er orðið tímabært.“
Dominos-deild karla Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Sjá meira