Svakalega stoltur af árangrinum hjá ÍBV Henry Birgir Gunnarsson skrifar 2. apríl 2015 06:00 Margir eru á því að Gunnar hafi unnið kraftaverk með því að taka stóru titlana með ÍBV. vísir/stefán „Það er engin dramatík í þessari ákvörðun heldur bara breytingar á fjölskylduhögum,“ segir Gunnar Magnússon en hann mun láta af þjálfun Íslands- og bikarmeistara ÍBV eftir tímabilið. „Konan mín er kennari og það kom í ljós fyrir stuttu að það væru margir að koma til baka í skólann og því liti ekki vel út með vinnu hjá henni næsta vetur. Það er svona aðalástæðan fyrir því að við höfum ákveðið að flytja í bæinn. Við höfum verið á fimm ára flakki og vorum farin að huga að því að fara til Reykjavíkur þar sem fjölskyldan er.“ Undir stjórn Gunnars hefur lið ÍBV komið gríðarlega á óvart. Liðið varð Íslandsmeistari í fyrra og svo bikarmeistari á dögunum. Liðið er því handhafi beggja stærstu titlanna. Þessum árangri náði Gunnar með lið sem fáir þorðu að spá svo góðu gengi. Ætlaði að taka ár í viðbót „Okkur hefur liðið alveg ótrúlega vel í Vestmannaeyjum og þetta hefur auðvitað verið algjört ævintýri,“ segir Gunnar þakklátur fyrir góða tíma en hann ætlaði sér samt að staldra við örlítið lengur í Eyjum. „Planið var að taka eitt ár í viðbót en svo kom þetta upp á með vinnu konunnar og þá tókum við þessa ákvörðun.“ Gunnar segist ekkert hafa rætt við félög í bænum en hugur hans stefnir þó klárlega á að halda áfram í þjálfun. Miðað við það sem hann hefur afrekað í Eyjum ætti ekki að vera neinn skortur á eftispurn.vísir/þórdísFramhaldið óráðið „Þetta er tiltölulega nýkomið upp þannig að ég fer að skoða framhaldið bara í kjölfarið. Svo er tímabilinu auðvitað ekki lokið hjá okkur og við ætlum að koma grimmir inn í úrslitakeppnina þar sem við höfum titil að verja,“ segir Gunnar en hann er einnig fyrrverandi bankamaður og útilokar ekki að taka upp þráðinn þar síðar. „Ég á klárlega eftir að fara í bankann aftur enda er það líka eitthvað sem mig langar að gera. Það verður þó ekki alveg á næstunni enda stefnir hugurinn á að vera áfram í þjálfun.“ Það leynir sér ekki er maður talar við Gunnar að hann hefur notið tímans í Eyjum í botn.Mjög stoltur „Ég er svakalega stoltur af þeim árangri sem ég náði hjá ÍBV og þeirri vinnu sem hefur verið í gangi. Ég geng mjög sáttur frá borði. Ekki bara út af gengi meistaraflokksins heldur líka út af yngriflokkastarfinu sem hefur blómstrað. Það hefur verið gaman að eiga þátt í því líka. ÍBV er komið á kortið sem stórveldi í handbolta,“ segir Gunnar og bætir við að þessi árangur sé nú ekki allur sér að þakka enda sé vel staðið að hlutum í Eyjum. „Þetta stendur ekki og fellur með einum manni. Þetta er vel rekið félag og margir efnilegir strákar sem hafa verið að koma upp. Ég hef fulla trú á því að ÍBV eigi eftir að vera í fremstu röð áfram. Ég fer svo héðan með frábærar minningar og þykir ólíklegt að ég eigi eftir að upplifa annað eins og þegar við unnum titlana og sigldum svo inn til Vestmannaeyja. Það var alveg einstakt. Eyjamenn eru ótrúlegir og hér er samheldnin mikil. Þeir hugsa vel um sitt fólk og stemningin ólík því sem er víða.“Gunnar hefur verið aðstoðarmaður Arons og var í teymi Guðmundar Guðmundssonar þar á undan.vísir/eva björkEkki tilbúinn í A-landsliðið Gunnar er einnig aðstoðarþjálfari landsliðsins en hann hefur verið lengi í þjálfarateymi landsliðsins. Óvissa er með framhaldið hjá Aroni Kristjánssyni landsliðsþjálfara og menn því farnir að spá í framhaldið fari svo að hann hætti. Væri Gunnar tilbúinn að taka skrefið og verða aðalþjálfari ef eftir því væri leitað? „Ég myndi ekki telja mig tilbúinn í það á þessari stundu. Ég ætla að skoða þau mál í rólegheitunum í sumar en ég sé tilbúinn að starfa áfram í kringum landsliðið ef Aron verður áfram,“ segir Gunnar en hann hefur notið þess að vinna með landsliðinu. „Þetta er búið að vera ótrúlega gaman og ég hef líka lært mjög mikið sem þjálfari. Ég er því tilbúinn að vera áfram ef til mín verður leitað.“ Olís-deild karla Tengdar fréttir Gunnar hættir hjá ÍBV eftir tímabilið Samkvæmt heimildum Vísis þá mun Gunnar Magnússon láta af þjálfun karlaliðs ÍBV eftir tímabilið. 1. apríl 2015 15:08 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Sigurganga Blomberg-Lippe heldur áfram EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Sjá meira
„Það er engin dramatík í þessari ákvörðun heldur bara breytingar á fjölskylduhögum,“ segir Gunnar Magnússon en hann mun láta af þjálfun Íslands- og bikarmeistara ÍBV eftir tímabilið. „Konan mín er kennari og það kom í ljós fyrir stuttu að það væru margir að koma til baka í skólann og því liti ekki vel út með vinnu hjá henni næsta vetur. Það er svona aðalástæðan fyrir því að við höfum ákveðið að flytja í bæinn. Við höfum verið á fimm ára flakki og vorum farin að huga að því að fara til Reykjavíkur þar sem fjölskyldan er.“ Undir stjórn Gunnars hefur lið ÍBV komið gríðarlega á óvart. Liðið varð Íslandsmeistari í fyrra og svo bikarmeistari á dögunum. Liðið er því handhafi beggja stærstu titlanna. Þessum árangri náði Gunnar með lið sem fáir þorðu að spá svo góðu gengi. Ætlaði að taka ár í viðbót „Okkur hefur liðið alveg ótrúlega vel í Vestmannaeyjum og þetta hefur auðvitað verið algjört ævintýri,“ segir Gunnar þakklátur fyrir góða tíma en hann ætlaði sér samt að staldra við örlítið lengur í Eyjum. „Planið var að taka eitt ár í viðbót en svo kom þetta upp á með vinnu konunnar og þá tókum við þessa ákvörðun.“ Gunnar segist ekkert hafa rætt við félög í bænum en hugur hans stefnir þó klárlega á að halda áfram í þjálfun. Miðað við það sem hann hefur afrekað í Eyjum ætti ekki að vera neinn skortur á eftispurn.vísir/þórdísFramhaldið óráðið „Þetta er tiltölulega nýkomið upp þannig að ég fer að skoða framhaldið bara í kjölfarið. Svo er tímabilinu auðvitað ekki lokið hjá okkur og við ætlum að koma grimmir inn í úrslitakeppnina þar sem við höfum titil að verja,“ segir Gunnar en hann er einnig fyrrverandi bankamaður og útilokar ekki að taka upp þráðinn þar síðar. „Ég á klárlega eftir að fara í bankann aftur enda er það líka eitthvað sem mig langar að gera. Það verður þó ekki alveg á næstunni enda stefnir hugurinn á að vera áfram í þjálfun.“ Það leynir sér ekki er maður talar við Gunnar að hann hefur notið tímans í Eyjum í botn.Mjög stoltur „Ég er svakalega stoltur af þeim árangri sem ég náði hjá ÍBV og þeirri vinnu sem hefur verið í gangi. Ég geng mjög sáttur frá borði. Ekki bara út af gengi meistaraflokksins heldur líka út af yngriflokkastarfinu sem hefur blómstrað. Það hefur verið gaman að eiga þátt í því líka. ÍBV er komið á kortið sem stórveldi í handbolta,“ segir Gunnar og bætir við að þessi árangur sé nú ekki allur sér að þakka enda sé vel staðið að hlutum í Eyjum. „Þetta stendur ekki og fellur með einum manni. Þetta er vel rekið félag og margir efnilegir strákar sem hafa verið að koma upp. Ég hef fulla trú á því að ÍBV eigi eftir að vera í fremstu röð áfram. Ég fer svo héðan með frábærar minningar og þykir ólíklegt að ég eigi eftir að upplifa annað eins og þegar við unnum titlana og sigldum svo inn til Vestmannaeyja. Það var alveg einstakt. Eyjamenn eru ótrúlegir og hér er samheldnin mikil. Þeir hugsa vel um sitt fólk og stemningin ólík því sem er víða.“Gunnar hefur verið aðstoðarmaður Arons og var í teymi Guðmundar Guðmundssonar þar á undan.vísir/eva björkEkki tilbúinn í A-landsliðið Gunnar er einnig aðstoðarþjálfari landsliðsins en hann hefur verið lengi í þjálfarateymi landsliðsins. Óvissa er með framhaldið hjá Aroni Kristjánssyni landsliðsþjálfara og menn því farnir að spá í framhaldið fari svo að hann hætti. Væri Gunnar tilbúinn að taka skrefið og verða aðalþjálfari ef eftir því væri leitað? „Ég myndi ekki telja mig tilbúinn í það á þessari stundu. Ég ætla að skoða þau mál í rólegheitunum í sumar en ég sé tilbúinn að starfa áfram í kringum landsliðið ef Aron verður áfram,“ segir Gunnar en hann hefur notið þess að vinna með landsliðinu. „Þetta er búið að vera ótrúlega gaman og ég hef líka lært mjög mikið sem þjálfari. Ég er því tilbúinn að vera áfram ef til mín verður leitað.“
Olís-deild karla Tengdar fréttir Gunnar hættir hjá ÍBV eftir tímabilið Samkvæmt heimildum Vísis þá mun Gunnar Magnússon láta af þjálfun karlaliðs ÍBV eftir tímabilið. 1. apríl 2015 15:08 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Sigurganga Blomberg-Lippe heldur áfram EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Sjá meira
Gunnar hættir hjá ÍBV eftir tímabilið Samkvæmt heimildum Vísis þá mun Gunnar Magnússon láta af þjálfun karlaliðs ÍBV eftir tímabilið. 1. apríl 2015 15:08