Nýjar höfuðstöðvar Landsbankans við Austurhöfn Frosti Sigurjónsson skrifar 25. mars 2015 07:00 Í skýrslu stjórnar Landsbankans fyrir aðalfund 18. mars voru ítrekuð áform um að reisa nýjar höfuðstöðvar bankans við Austurhöfn, á einum dýrasta byggingarreit landsins. Í skýrslunni segir: „Gert er nú ráð fyrir að rýma um 28 þúsund fermetra og koma starfseminni sem á þeim var fyrir á um 15 þúsund fermetrum í nýju sérhönnuðu húsnæði. Reikna má með um 600 milljóna króna sparnaði á ári.“ Fagna ber hagræðingu í rekstri Landsbankans, hún er mikilvægur þáttur í því að bankinn geti veitt betri kjör, en sú spurning vaknar hvort hagræðingin gæti ekki orðið enn meiri ef byggt væri hóflegt skrifstofuhúsnæði á hagkvæmri lóð? Það hljóta að finnast hagkvæmari lóðir í Reykjavík en Austurhöfn. Verður nóg af bílastæðum fyrir starfsfólkið, viðskiptavini bankans og þau fyrirtæki sem koma til með að fylla þessa 28 þúsund fermetra sem bankinn mun rýma?Hvað mun þetta kosta og hver borgar? Kostnaðaráætlun fyrir verkefnið hefur ekki verið kynnt en ólíklegt má telja að 15 þúsund fermetra bygging við Austurhöfn muni kosta minna en sjö milljarða. Kostnaðarauki vegna staðarvalsins mun lenda á viðskiptavinum bankans með einum eða öðrum hætti, hvort sem er í gegnum hærri vexti á lánum, með hærri þjónustugjöldum eða með hærri sköttum. Höfuðmarkmið bankans er arðsemi eigin fjár Stefnumótun bankans til ársins 2020 var einnig kynnt á aðalfundinum. Höfuðmarkmiðið er sagt „viðunandi arðsemi eigin fjár“. Arðsemi eigin fjár bankans var 12,5% árið 2014 sem hlýtur að teljast meira en viðunandi. Við fyrstu sýn er öll arðsemi af hinu góða. Stóru bankarnir þrír skipta hins vegar með sér meira en 90% af markaðinum. Á slíkum fákeppnismarkaði er hætt við að samkeppni verði ekki nægilega hörð til að tryggja viðskiptavinum bestu kjör. Bankar geta þá aukið arðsemi sína með því að auka vaxtamun og gjaldtöku. Það kæmi sér því best fyrir landsmenn ef Landsbankinn tæki upp það höfuðmarkmið að bjóða upp á bestu kjör og hóflega arðsemi. Aðrir bankar yrðu þá væntanlega að mæta samkeppninni til að halda í sína viðskiptavini. Allir landsmenn myndu njóta góðs af virkari samkeppni á bankamarkaði.Eignarhlutur starfsmanna Árið 2009 gerði núverandi Landsbanki, LBI hf. og þáverandi fjármálaráðherra samkomulag um að starfsfólk bankans myndi eignast tæplega 1% hlut í bankanum. Hlutirnir voru afhentir í mars 2013 og nam verðmæti þeirra eftir skatta 1,8 milljörðum króna. Það má reikna með að eignaraðild starfsmanna sé hvati til að auka arðsemi bankans. Þar sem íslenski bankamarkaðurinn einkennist af fákeppni, er hætt við að hærri arðsemi Landsbankans verði á kostnað almennings. Eignaraðildin og hvatinn sem hann myndar er því óheppileg frá sjónarhóli landsmanna. Sé vilji fyrir hendi mætti leysa málið með því að láta bankann kaupa til baka hlut starfsmanna svo ríkið verði 100% eigandi að bankanum. Þá mætti setja honum aðalmarkmið að veita góða þjónustu á lágu verði og skila hóflegri arðsemi. Þannig myndi Landsbankinn skapa landsmönnum mest verðmæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Í skýrslu stjórnar Landsbankans fyrir aðalfund 18. mars voru ítrekuð áform um að reisa nýjar höfuðstöðvar bankans við Austurhöfn, á einum dýrasta byggingarreit landsins. Í skýrslunni segir: „Gert er nú ráð fyrir að rýma um 28 þúsund fermetra og koma starfseminni sem á þeim var fyrir á um 15 þúsund fermetrum í nýju sérhönnuðu húsnæði. Reikna má með um 600 milljóna króna sparnaði á ári.“ Fagna ber hagræðingu í rekstri Landsbankans, hún er mikilvægur þáttur í því að bankinn geti veitt betri kjör, en sú spurning vaknar hvort hagræðingin gæti ekki orðið enn meiri ef byggt væri hóflegt skrifstofuhúsnæði á hagkvæmri lóð? Það hljóta að finnast hagkvæmari lóðir í Reykjavík en Austurhöfn. Verður nóg af bílastæðum fyrir starfsfólkið, viðskiptavini bankans og þau fyrirtæki sem koma til með að fylla þessa 28 þúsund fermetra sem bankinn mun rýma?Hvað mun þetta kosta og hver borgar? Kostnaðaráætlun fyrir verkefnið hefur ekki verið kynnt en ólíklegt má telja að 15 þúsund fermetra bygging við Austurhöfn muni kosta minna en sjö milljarða. Kostnaðarauki vegna staðarvalsins mun lenda á viðskiptavinum bankans með einum eða öðrum hætti, hvort sem er í gegnum hærri vexti á lánum, með hærri þjónustugjöldum eða með hærri sköttum. Höfuðmarkmið bankans er arðsemi eigin fjár Stefnumótun bankans til ársins 2020 var einnig kynnt á aðalfundinum. Höfuðmarkmiðið er sagt „viðunandi arðsemi eigin fjár“. Arðsemi eigin fjár bankans var 12,5% árið 2014 sem hlýtur að teljast meira en viðunandi. Við fyrstu sýn er öll arðsemi af hinu góða. Stóru bankarnir þrír skipta hins vegar með sér meira en 90% af markaðinum. Á slíkum fákeppnismarkaði er hætt við að samkeppni verði ekki nægilega hörð til að tryggja viðskiptavinum bestu kjör. Bankar geta þá aukið arðsemi sína með því að auka vaxtamun og gjaldtöku. Það kæmi sér því best fyrir landsmenn ef Landsbankinn tæki upp það höfuðmarkmið að bjóða upp á bestu kjör og hóflega arðsemi. Aðrir bankar yrðu þá væntanlega að mæta samkeppninni til að halda í sína viðskiptavini. Allir landsmenn myndu njóta góðs af virkari samkeppni á bankamarkaði.Eignarhlutur starfsmanna Árið 2009 gerði núverandi Landsbanki, LBI hf. og þáverandi fjármálaráðherra samkomulag um að starfsfólk bankans myndi eignast tæplega 1% hlut í bankanum. Hlutirnir voru afhentir í mars 2013 og nam verðmæti þeirra eftir skatta 1,8 milljörðum króna. Það má reikna með að eignaraðild starfsmanna sé hvati til að auka arðsemi bankans. Þar sem íslenski bankamarkaðurinn einkennist af fákeppni, er hætt við að hærri arðsemi Landsbankans verði á kostnað almennings. Eignaraðildin og hvatinn sem hann myndar er því óheppileg frá sjónarhóli landsmanna. Sé vilji fyrir hendi mætti leysa málið með því að láta bankann kaupa til baka hlut starfsmanna svo ríkið verði 100% eigandi að bankanum. Þá mætti setja honum aðalmarkmið að veita góða þjónustu á lágu verði og skila hóflegri arðsemi. Þannig myndi Landsbankinn skapa landsmönnum mest verðmæti.
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar