Að setja sér markmið og láta draumana rætast Steinar Almarsson og Benedikt Gestsson skrifar 24. mars 2015 07:00 Klúbburinn Geysir er hvorki sjúkrastofnun né meðferðarheimili. Samt sem áður er í Klúbbnum Geysi að finna verkfæri til að vinna að því að bæta hag klúbbfélaga, sem allir eiga það sameiginlegt að hafa orðið fyrir skakkaföllum á lífsleiðinni af völdum geðraskana eða geðsjúkdóma. Vissulega taka félagar klúbbsins þátt í vinnumiðuðum degi, sem er þáttur í því að bæta andlega og líkamlega heilsu. Til þess að styðja og auka möguleika félaga til bættra lífsgæða stendur félögum í Klúbbnum Geysi til boða að gera markmiðsáætlun, sem kölluð er Batastjarnan. Með þátttöku í starfsemi klúbbsins og verkfærum Batastjörnunnar er unnið að því að ná persónulegum markmiðum. Þetta rímar við tíunda geðorðið sem fjallar um að setja sér markmið og láta drauma sína rætast. Batastjarnan hefur verið notuð í Bretlandi með góðum árangri. Klúbburinn Geysir fékk leyfi til þess að þýða efnið og nota það í starfsemi sinni. Það er draumur þeirra sem þjást af geðrænum veikindum að endurheimta heilsuna. Batastjarnan, sem unnið er með í Klúbbnum Geysi, er hagnýtt verkfæri til þess að greina og meta raunhæf markmið. Sá sem fer í Batastjörnuna svarar spurningalista um ýmislegt sem tengist honum persónulega og umhverfi hans; allt frá sjálfsumhirðu til tengslanets. Þetta er myndræn og einföld aðferð til að skoða stöðu viðkomandi í fortíð og nútíð til að byggja upp markmið til framtíðar. Í Batastjörnunni fást stig fyrir ýmsa flokka á skalanum einn til tíu. Eftir því sem lægra er skorað í einstökum flokkum, þeim mun meira þarf að bæta sig á því sviði. Til dæmis má nefna að ef skorað er lágt í efnisflokkinum „sjálfsmynd og sjálfsálit“ er unnið með þá þætti til þess að bæta þá. Eftir ákveðinn tíma, oftast þrjá til fjóra mánuði, er athugað hvernig til hefur tekist og hvort sett markmið hafi náðst.Raunhæf markmið Hvað varðar gerð markmiða, þá er undirstaða þess að þau náist sú að þau séu raunhæf og möguleg. Reglunni um að markmið eigi að vera smart hefur verið fylgt í öðrum markmiðssetningum. Orðið smart er þá ritað með höfuðstöfum og stendur fyrir að markmið skulu vera: 1) Skýr; 2) Mælanleg; 3) Afmörkuð; 4) Raunhæf; og 5) Tímasett. Skýr markmið eru skiljanleg markmið. Mælanleg eru markmiðin til að maður viti hvenær maður er búinn að ná þeim. Afmörkuð eru markmiðin svo að maður sé ekki að færast of mikið í fang og þess vegna gefist upp. Á sama hátt gefst maður upp ef markmiðið er óraunhæft. Að lokum þurfa markmið að vera tímasett til að vita hvenær markmiði skal hafa verið náð og þá með raunhæfri tímasetningu þess. Á hinn bóginn eru samkvæmt Batastjörnunni langtímamarkmið aðeins samsafn fjölda skammtímamarkmiða. Markmiðin mega heldur ekki vera mörg og þung heldur skal setja sér fá en áhrifarík markmið. Þá er hægt að láta drauma sína um betra líf rætast. Raunhæfir draumar rætast.Greinin er síðasta greinin af tíu í greinarröð jafnmargra úrræða og/eða félaga á geðheilbrigðissviðinu á höfuðborgarsvæðinu um Geðorðin 10. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Klúbburinn Geysir er hvorki sjúkrastofnun né meðferðarheimili. Samt sem áður er í Klúbbnum Geysi að finna verkfæri til að vinna að því að bæta hag klúbbfélaga, sem allir eiga það sameiginlegt að hafa orðið fyrir skakkaföllum á lífsleiðinni af völdum geðraskana eða geðsjúkdóma. Vissulega taka félagar klúbbsins þátt í vinnumiðuðum degi, sem er þáttur í því að bæta andlega og líkamlega heilsu. Til þess að styðja og auka möguleika félaga til bættra lífsgæða stendur félögum í Klúbbnum Geysi til boða að gera markmiðsáætlun, sem kölluð er Batastjarnan. Með þátttöku í starfsemi klúbbsins og verkfærum Batastjörnunnar er unnið að því að ná persónulegum markmiðum. Þetta rímar við tíunda geðorðið sem fjallar um að setja sér markmið og láta drauma sína rætast. Batastjarnan hefur verið notuð í Bretlandi með góðum árangri. Klúbburinn Geysir fékk leyfi til þess að þýða efnið og nota það í starfsemi sinni. Það er draumur þeirra sem þjást af geðrænum veikindum að endurheimta heilsuna. Batastjarnan, sem unnið er með í Klúbbnum Geysi, er hagnýtt verkfæri til þess að greina og meta raunhæf markmið. Sá sem fer í Batastjörnuna svarar spurningalista um ýmislegt sem tengist honum persónulega og umhverfi hans; allt frá sjálfsumhirðu til tengslanets. Þetta er myndræn og einföld aðferð til að skoða stöðu viðkomandi í fortíð og nútíð til að byggja upp markmið til framtíðar. Í Batastjörnunni fást stig fyrir ýmsa flokka á skalanum einn til tíu. Eftir því sem lægra er skorað í einstökum flokkum, þeim mun meira þarf að bæta sig á því sviði. Til dæmis má nefna að ef skorað er lágt í efnisflokkinum „sjálfsmynd og sjálfsálit“ er unnið með þá þætti til þess að bæta þá. Eftir ákveðinn tíma, oftast þrjá til fjóra mánuði, er athugað hvernig til hefur tekist og hvort sett markmið hafi náðst.Raunhæf markmið Hvað varðar gerð markmiða, þá er undirstaða þess að þau náist sú að þau séu raunhæf og möguleg. Reglunni um að markmið eigi að vera smart hefur verið fylgt í öðrum markmiðssetningum. Orðið smart er þá ritað með höfuðstöfum og stendur fyrir að markmið skulu vera: 1) Skýr; 2) Mælanleg; 3) Afmörkuð; 4) Raunhæf; og 5) Tímasett. Skýr markmið eru skiljanleg markmið. Mælanleg eru markmiðin til að maður viti hvenær maður er búinn að ná þeim. Afmörkuð eru markmiðin svo að maður sé ekki að færast of mikið í fang og þess vegna gefist upp. Á sama hátt gefst maður upp ef markmiðið er óraunhæft. Að lokum þurfa markmið að vera tímasett til að vita hvenær markmiði skal hafa verið náð og þá með raunhæfri tímasetningu þess. Á hinn bóginn eru samkvæmt Batastjörnunni langtímamarkmið aðeins samsafn fjölda skammtímamarkmiða. Markmiðin mega heldur ekki vera mörg og þung heldur skal setja sér fá en áhrifarík markmið. Þá er hægt að láta drauma sína um betra líf rætast. Raunhæfir draumar rætast.Greinin er síðasta greinin af tíu í greinarröð jafnmargra úrræða og/eða félaga á geðheilbrigðissviðinu á höfuðborgarsvæðinu um Geðorðin 10.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun