Andlegir torfbæir Finnur Þór Vilhjálmsson skrifar 21. mars 2015 07:00 Í sígildri ritgerð, Why I Write, setti George Orwell fram kjarnyrta skilgreiningu á góðum texta: Good prose is like a windowpane. Góður texti er eins og gluggarúða. Merkinguna þarf varla að útskýra en fyrir siðasakir má nefna að texti á að gera augljóst að hverju sjónum er beint, hvað er verið að segja. Í beinu framhaldi lýsti Orwell því til viðbótar að í verkum hans sjálfs hefði það undantekningarlaust verið þegar hann skorti pólitískt markmið að hann hefði skrifað líflausar bækur, glapist í málskrúð, merkingarlausar setningar, skreytilýsingarorð og kjaftæði almennt. Frá landnámi og fram á 20. öld bjuggu Íslendingar í torfbæjum. Lengst af þessum tíma þekkti þjóðin engar gluggarúður. Gluggar á torfbæjum – það er hjá þeim lánsömu sem höfðu glugga á annað borð – voru svonefndir skjágluggar. Þeir voru líknarbelgir úr kúm sem voru skafnir og þandir og strengdir á trégrind, þurrkaðir þannig og komið fyrir í gati á þekjunni. Í lýsingu sem finna má á netinu segir m.a. að varla hafi sú birta sem kom gegnum skjáinn nægt nema til að gera ratljóst í húsum við góðar aðstæður. Prófið að setja bökunarpappír fyrir augun, þá fáið þið hugmynd um þetta. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra skilaði fyrir stuttu af sér, fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, nú alræmdu bréfi til Evrópusambandsins. Við að lýsa efni þess og þýðingu vefst manni tunga um tönn. Það er von því að enginn, ekki einu sinni sendandi þess, ríkisstjórn Íslands, virðist geta skýrt það almennilega. Miðað við síðustu svör virðist sem ríkisstjórnin telji það í verkahring viðtakandans, ESB, að ráða fram úr hvað bréfið raunverulega segir. Ótrúlegt, en því miður satt. Ef góður texti er gluggarúða þá er þetta bréf ríkisstjórnarinnar til ESB skjágluggi af því tagi sem Íslendingar máttu um aldir búa við í torfbæjum sínum. Með því fæst engin skýr mynd af einu eða neinu, öðru nær: það bjagar og myrkvar og byrgir allt sem fyrir verður. Engum hefur tekist að rýna í það og greina handaskil í hugarheimi sendandans. Miðað við þetta bréf er fólki vorkunn að velta fyrir sér hvort ratljóst sé þar yfirhöfuð?Augljóst undirferli Það er þeim mun áleitnari spurning ef tekið er mið af því sem öllum er ljóst, og ekki út af þessu bréfi en frekar þrátt fyrir það, að pólitískt markmið ríkisstjórnarinnar er vissulega að ganga af ESB-umsókninni dauðri. Forsvarsmenn hennar skyldi því ekki undra, og allra síst mæta réttmætum spurningum og gagnrýni með þótta og yfirlæti, þó svo óskiljanlegt bréf sem hún ákvað að senda, að sögn í þágu þessa pólitíska markmiðs, og getur svo ekki einu sinni tjáð sig einum rómi um, jafnvel ekki utanríkisráðherra sjálfur frá einni setningu til annarrar, skuli hjá alþjóð – og alþjóðastofnunum – mæta engu nema reistum brúnum, kollklóri og axlayppingum. Látum þá vera allt um hið augljósa undirferli í þessu furðulega máli: að sniðganga réttan stjórnskipulegan farveg svona mála. Um það ætti nóg að vera komið fram nú þegar. Orwell heitnum hefði kannski þótt fróðlegt að hitta hér fyrir kennslubókardæmi um algera andstæðu hans eigin ágætu prinsippa í textaskrifum. Þetta er hins vegar ekki skemmtilegt fyrir okkur Íslendinga dagsins í dag, sem finnum okkur hinum megin við skjáglugga ríkisstjórnarinnar, guðum á gluggann, reynum af veikum mætti að rýna í rökkrið fyrir innan, bönkum jafnvel og hrópum. Huggum okkur samt við það að þó landinu virðist um þessar mundir stjórnað innan úr torfbæ þá erum við hin flest komin út í birtuna og getum séð og metið hlutina eins og þeir raunverulega eru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Í sígildri ritgerð, Why I Write, setti George Orwell fram kjarnyrta skilgreiningu á góðum texta: Good prose is like a windowpane. Góður texti er eins og gluggarúða. Merkinguna þarf varla að útskýra en fyrir siðasakir má nefna að texti á að gera augljóst að hverju sjónum er beint, hvað er verið að segja. Í beinu framhaldi lýsti Orwell því til viðbótar að í verkum hans sjálfs hefði það undantekningarlaust verið þegar hann skorti pólitískt markmið að hann hefði skrifað líflausar bækur, glapist í málskrúð, merkingarlausar setningar, skreytilýsingarorð og kjaftæði almennt. Frá landnámi og fram á 20. öld bjuggu Íslendingar í torfbæjum. Lengst af þessum tíma þekkti þjóðin engar gluggarúður. Gluggar á torfbæjum – það er hjá þeim lánsömu sem höfðu glugga á annað borð – voru svonefndir skjágluggar. Þeir voru líknarbelgir úr kúm sem voru skafnir og þandir og strengdir á trégrind, þurrkaðir þannig og komið fyrir í gati á þekjunni. Í lýsingu sem finna má á netinu segir m.a. að varla hafi sú birta sem kom gegnum skjáinn nægt nema til að gera ratljóst í húsum við góðar aðstæður. Prófið að setja bökunarpappír fyrir augun, þá fáið þið hugmynd um þetta. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra skilaði fyrir stuttu af sér, fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, nú alræmdu bréfi til Evrópusambandsins. Við að lýsa efni þess og þýðingu vefst manni tunga um tönn. Það er von því að enginn, ekki einu sinni sendandi þess, ríkisstjórn Íslands, virðist geta skýrt það almennilega. Miðað við síðustu svör virðist sem ríkisstjórnin telji það í verkahring viðtakandans, ESB, að ráða fram úr hvað bréfið raunverulega segir. Ótrúlegt, en því miður satt. Ef góður texti er gluggarúða þá er þetta bréf ríkisstjórnarinnar til ESB skjágluggi af því tagi sem Íslendingar máttu um aldir búa við í torfbæjum sínum. Með því fæst engin skýr mynd af einu eða neinu, öðru nær: það bjagar og myrkvar og byrgir allt sem fyrir verður. Engum hefur tekist að rýna í það og greina handaskil í hugarheimi sendandans. Miðað við þetta bréf er fólki vorkunn að velta fyrir sér hvort ratljóst sé þar yfirhöfuð?Augljóst undirferli Það er þeim mun áleitnari spurning ef tekið er mið af því sem öllum er ljóst, og ekki út af þessu bréfi en frekar þrátt fyrir það, að pólitískt markmið ríkisstjórnarinnar er vissulega að ganga af ESB-umsókninni dauðri. Forsvarsmenn hennar skyldi því ekki undra, og allra síst mæta réttmætum spurningum og gagnrýni með þótta og yfirlæti, þó svo óskiljanlegt bréf sem hún ákvað að senda, að sögn í þágu þessa pólitíska markmiðs, og getur svo ekki einu sinni tjáð sig einum rómi um, jafnvel ekki utanríkisráðherra sjálfur frá einni setningu til annarrar, skuli hjá alþjóð – og alþjóðastofnunum – mæta engu nema reistum brúnum, kollklóri og axlayppingum. Látum þá vera allt um hið augljósa undirferli í þessu furðulega máli: að sniðganga réttan stjórnskipulegan farveg svona mála. Um það ætti nóg að vera komið fram nú þegar. Orwell heitnum hefði kannski þótt fróðlegt að hitta hér fyrir kennslubókardæmi um algera andstæðu hans eigin ágætu prinsippa í textaskrifum. Þetta er hins vegar ekki skemmtilegt fyrir okkur Íslendinga dagsins í dag, sem finnum okkur hinum megin við skjáglugga ríkisstjórnarinnar, guðum á gluggann, reynum af veikum mætti að rýna í rökkrið fyrir innan, bönkum jafnvel og hrópum. Huggum okkur samt við það að þó landinu virðist um þessar mundir stjórnað innan úr torfbæ þá erum við hin flest komin út í birtuna og getum séð og metið hlutina eins og þeir raunverulega eru.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun